Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. Sgúst 1966 BÍLALEiGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDU M MAOIMÚSAR skiphoiti21 símar21190 eftir lokun simi 40381 lá^ *ÍH' 3-ít-GO mnifm Volkswagen 1965 og '66. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 % 22-1-75 Fjaðiir, fjaSrablóð, hljóðkútar póströr o.fl. rarahlntir i margar geröir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖBRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. BifreiSal eigan Yegferi Sími 23900. BOSCH Þurrkumótorar Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Óætar pylsur 1 dag fjallar upphaf Vel- vakanda um mat, þetta manns ins megin. Því miður höfum við ekki neinar nýjar eða skemmtilegar uppskriftir úr að moða, heldur kvartanir til þeirra, sem ekki virðast kunna að nota sér gamalkunnar mat- aruppskriftir. Maður kom að máli við Vel- vakanda og bað hann í öllum bænum að kvarta yfir pylsun- um, sem hér væru á boðstóln- um. Hann kvað þær alis ekki mannamat og sízt af öllu fram bærilegar fyrir það verð sem fyrir þær er krafist. Vera kynni að einhver vildi legja sér þær til munns, sem ekki væri mjög kræsinn, því ekki gæti beinlínis talizt að þær væru eitur. Enn fyrr má nú rota en dauðröta. Sem kunn- ugt er mun óheimilt að flytja inn kjötvörur og þá með tald- ar pylsur. Margur mundi vilja fá að bragða hinar gómsætu dönsku pylsur, eða heimsfræg- ar þýzkar pylsur, að ekki sé talað um álegg frá þessum löndum. Maðurinn, sem talaði við okkur líkti pylsunum, sem hann hafði fengið nýlega, við holdsveikar rottur, svo varla hafa þær verið neinar kræs- ingar. Það er líklega ráðið næst þegar maður kemur í kjötverzlun að biðja um holds veikar rottur í staðinn fyrir pylsur, en það orð hefir löng- um farið í fínu taugarnar á málvöndunarmönnum. Velvakandi getur að nokkru staðfest þessa kvörtun. Bæði hefir hann verið svo ohepp- inn að bragða á dönskum og þýzkum pylsum og vissulega er ekki hægt að líkja þeim mat saman við skorpnu snúð- ana, sem við fáum hér og bera sama nafn, og nýlega borðaði hann mjög lélegar pylsur hér. Án þess að Velvakandi telji það til neinna þjóðfélagsbóta að hið opinbera sé með nefið niðri í hvers manns koppi væri ekki úr vegi að spyrja hvort heilbrigðisyfirvöldin eigi ekki að hafa eftirlit með að sá matur, sem seldur er fullu verði í matvöruverzlun- um borgarinnar sé frambæri- leg vara. Ekki sízt vegna þess að almenningur á ekki í ann- að hús að venda með kaup á þessum varningi, og það er einmitt hið opinbera, sem bannar það. Óflokkaðir tómatar Það hefir vakið athygli fólks, að ekki hefir verið hægt að fá nema 1. flokks tómata í verzlunum í allt sumar, og enn eru þeir með vorverði. Þetta er nýbreytni, sem fólk skilur ekki almennilega. Tóm- atar eru gómsæt vara og vin- sæi mjög og matartómatar sem svo eru nefndir eru gjarnan keyptir af II. flokki, þegar nota skal þá í aðra rétti, en neyta þeirra eintómra. Fróð- legt væri að vita hvaða ný- breytni það er að konur geti ekki fengið annars flókks tóm ata til matargerðar. Kaup- menn segjast ekki fá aðra tóm ata en þessa frá grænmetis- einkasölunni og þeim óheimilt að kaupa tómata frá fram- leiðendum beint. Hins vegar mun hægurinn hjá ef þú, borg ari góður, átt góðan bíl og bregður þér á hitaveitusvæði nálægra sveita, þar sem gróð- urhús eru, þá muntu geta feng ið tómata af öllum gerðum og á öllum þroskastigum, sem þú óskar. Þetta þykir mörg- um nokkuð fyrirferðamikill verzlunarmáti, og svo eru ekki allir sem eiga góða bíla. •Jr Togaraútgerð í vanda Eftirfarandi bréf barst Velvakanda fyrir nokkuð löngu, en við sjáum ekki ástæðu til að stinga því undir stól og birtum það sem hug- leiðingu bréfritara og án allra athugasemda: Fregnir af fjárhagsástandi togaraútg. nú nýlega kemur mér til að koma á framfæri nokkrum orðum. Sem skatt- greiðandi og núv. Reykvíking ur finnst mér óbjörgul. horfa. Borgarstj. okkar nefndi nokkr ar tölur, sem lausl. þýða að togarar Bæjarútg. Reykjavíkur afla nú upp og ofan fyrir um helming af úthaldskostnaði, hinn helmingurinn er greidd- ur í einu og öðru formi af al- mannafé. Getur nokkurt vit verið í að Reykjavíkurborg sé að vasast í slíkum atvinu- rekstri? Vafalaust er mikill meirihluti því andvígur. í þeirri miklu spennu, sem nú ríkir og stórhiíga uppbyggingu borgarinnar virðist þetta held ur brogað. Nýlega las ég grein eftir varaforseta Bandaríkj- anna Hubert Humphrey, þar sem getið er um ástæður fyr- ir hagsældinni þar. Hann vitn- aði í orð eins af stofnendum faglega Landssambandsins Samuel Gompers, sem eitt sinn sagði: Mesta misgerð við vinn andi fólk eru fyrirtæki sem ekki bera sig. Þau skramla við illan kost og uppgjöf fyrr eða síðar — og þá er þar ekki meiri vinnu að hafa. Það hlýt- ur að vera á næsta leiti, að eitthvað fari að rofa til í þeim grillum, sem hér vaða uppi í sambandi við ýmsan atvinnu rekstur og þá sérstaklega tog- araútgerðina. Einföldustu stað reyndir svo sem, að ekki er hægt að skipta meiru en afl- ast er teygt og togað með alls konar ívafi og oft á tíðum skrumi blekkingum eða annar legri pólitík, þar til enginn veit upp eða niður. Ýmisr postular virðast hafa ríka til- hneigingu til prédikana í þá átt, að því opinbera beri skylda til að sóa sem mestu. Skiljan- legt er, að togaraútgerð í opin berum rekstri sé sérstakt ást- fóstur kommúnista (þó þeir væru sjálfir manna fyrstir til að losa sig við hana þar sem þeir ráða rikjum) hér sem fyrr hafa þeir líka nytsama sak- leysingja. Jónas frá Hriflu var það hagsýnn, þó rauður væri, að hann vildi ekki láta SÍS róta sér í togaraútgerð og sagði réttilega að hún væri það áhættusöm, að bezt færi á, að sá atvinnurekstur væri í höndum einkaframtaks og hæfra manna, enda er reynsl- an þar um lýgnust. Þetta var þó fyrir 2 áratugum eða meira, þegar margir sáu sósialismann í gyllingum hvernig væri hag SÍS komið nú, ef það hefði haldið svona hálfum tug tog- ara undanfarin ár? Ráðamenn Reykjavíkur ættu að íhuga betur sinn gang nú, annars er hætt við að þeir tapi öllum áttum, ef svo fer fram sem horfir. Annars vil ég nú ekki vera eins svartsýnn og Axlar- Björn eða Eysteinn og sjá hvergi til sólar. Margt stefnir í rétta átt — og samningarnir um stóriðju marka stór spor. Ég vil svo taka fram í sam- bandi við togaraútgerðina, a5 ég viðurkenni fúslega að hún er erfitt vandamál og við- kvæmt fyrir marga. Þá menn og fyrirtæki, sem í henni standa á eigin ábyrgð, þar£ að styrkja með ráðum og dáð. Nútíma menn í æðstu trún- aðarstörfum og sér í lagi full- trúa Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur, sem mikið tala um tækni og þekk- ingu og eru að því er sagt er margir lögfræðingar, sem ekkert er nema gott um að segja en þeir mega þó ekki gleyma að það er líka til vís- indagrein, sem heitir hag- fræði. Ragnar Jóhannsson. 1 I. DEILD AKUREYRI Á morgun, sunnudaginn 28. dgúst kl. 16.00 leika á Akureyri Í.B.A. - VALUR Dómari: Magnús Pétursson. Tekst Akureyringum að stöðva sigurgöngu Vals? Mótanefnd. Það er ástæðulaust að fitna og þyngjast, stjórnið þyngdinni sjálf, stjórnið henni með Limmits Crackers megrunarkexi. Ú tsölustaðir, Apótekin. Heildsölubirgðir: G. Ólafsson hf. sími 24418.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.