Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1966 Viljum við vinna - við getum það 19 dagar þar til sundkeppninni lýkur í og enn vantar 10 þú»und manns tM þessa helgi eru aðeins 19 dagar þar til NORRÆNU SUNDKEPPNINNI lýkur. Sigur íslands virðist — sam- kvæmt mati mætustu manna — innan handar ef lokasóknin verður góð. í sundlaugum kaupstaða hafa nú synt alls 17.828. Nokkrir sundstaðir utan kaupstaða hafa þegar náð hærri tölu en 1963 og eru lýkur til að á sundstöðum utan kaup- staða verði þátttakan 10—12 þúsund í stað tæplega 9 þús- I und 1963. Forráðamenn sundkeppninn ar hafa sett sér það mark að ná 38 þús. þátttakendum. Full yrða þeir að ef sú tala fæst muni ísland sigra í þessari 5 þjóða „landskeppni“. Svo margir íslendingar eru syndir að auðveldur leikur á að vera að ná þessari tölu og sigra í keppninni og bæti öðrum bik- ar við á Þjáðminjasafnið sem j tákni um sundgetu íslendinga. / Blaðinii barst í gær frétta- ! tilkynning frá Landsnefnd Nor- rænu sundkeppninnar og fer hún að mestu leyti óstytt hér á eftir. Eigi er unnt að veita upplýs- ingar um fjölda þátttakenda í öllum sundlaugum en eftirfar- andi tölur sýna fjölda þeirra, sem synt hafa í sundstöðum kaupstaðanna og hver þátttak- an varð í lok keppninnar 1963 (talan í sviga). Sundh. Keflavíkur 1000 (1144) Sundh. Hafnarfj. 1200 (1556) Sundst. í Rvík 10009 (12551) Bjarnal. Akran. 765 (801) Sundhöll ísafj. 674 (970) Sundlaug Sauðárkr. . 360 (471) Sundhöll Siglufj. 355 (791) Sundl. Ólafsfj. 330 (203) Sundl. Akureyrar 1755 (2517) Sundl. Húsavíkur 470 (543) Sundh. Seyðisfj. (er í viðgerð) Sundl. Neskaupst 450 (578) Sundl. Vestm.eyja 460 (946) Leikir um helgina í sundlaugum kaupstaða hafa þegar synt 17828. Nokkrir sund staðir utan kaupstaða hafa þeg- ar náð hærri tölu en 1963. Eru líkur til þess að á sundstöðum utan kaupstaða verði þátttakan 10—12 þúsund í stað tæplega 9 þúsund 1963. Vonandi tekst þá daga, sem nú eru eftir af keppnistímabil- inu að fá þá aðsókn til keppn- innar, að þátttakendafjö'di á sundstöðum kaupstaða verði 38 þúsund í stað 22626 1963. Ef sú tala fæst mun ísland sigra í þessari 5 þjóða „land.3- keppni“ og þar með bæta iþrótta legan veg þjóðarinnar varðandi sigra í landskeppni í sumar. Það margir íslendingar eru syndir að engin fásinna er að ætla að ná megi þessu takrnarki. Meðfylgjandi mynd er af þeim sigurverðlaunum, sem ólafur Noregskonungur V. hefur gefið til keppninnar. Minnumst þess. góðir íslend- ingar, að 1951 unnum við sigur- verðlaun, sem Hákon VII. Nor- egskonungur gaf til keppninnar það ár. Okkur á að geta tekist enn að vinna norsk sigurverðlaun. Minnumst þess, að við erum taldir einhver sundfærasta þjóð heimsins. Megi okkur takast að loknu keppnistímabili NORRÆNU SUNDKEPPNINNAR þann 15. september í ár að sýna að á því sviði höldum við velli. (Frá Landsnefnd Nor rænu sundkeppninnar). I STUTTU mu Á NORSKA meistaramótinu í frjálsum vann Björn Bang Andersen konungsbikarinn í karlagreinum átti bezta afrek karla, 18.15 í kúluvarpi. 1 kvennaflokki vann Berit Berthelsen fyrir sína fjóra sigra í 200 m, 400 m, lang- stökki og boðhlaupi. „Gullskóinn (verðlaun fyr- Ir bezta afrek í stökkgrein- um) hlaut Martin Jensen fyrir 15.78 í þrístökki. Sonny Liston háði kappleik í Gautaborg sl. föstudag við landa sinn Amos Johnson. Liston vann með yfirburðum. Var leikurinn stöðvaður 1 3. lotu, en þá var Amos svo ringlaður af höggum Listons, að hann gat ekki varið sig. setti met Davíð Valgarðsson tók þátt í 1500 m. sundi á Evrópu- meistaramótinu í Utrecht í gær. Setti Davíð nýtt ísl. met synti á 19:12,6 mín. Hann varð 23. af 24 sund- mönnum. Einn Norðurlandabúi, Ulf Gustavsen, 17 ára Norðmað- ur komst í 8 manna úrslit. Synti Gustavsen á 17:31,5 sem er nýtt norskt met. Vann Gustavsen sinn riðil og þótti afrek hans prýðisgott, en hann er fyrstu Norðmanna — og sá eini — sem komst í úrslit á þessu Evrópumeist- aramóti. Sjö landsmet voru sett í undanrásum 1500 m. hlaupsins. Þetta er bikar sá er Ólafur Nor egskonungur V. hefur gefið til norrænu sundkeppninnar nú. Viljum við vinna hann? Við getum það. V/2 stig skildi UMES og HSÞ á Norðurlandi Sunnudagur 28. ágúst. L Deild Á Akureyri kl. 16.00 leika I.B.A. — Valur. Á Melavellinum kl. 19.00 leika l.B.K. — l.A. II. Deild Lnglingakeppni FRÍ. um helgina Á Njarðvíkurvelli kl. 16.30 leika Fram og Í.B.V. og er það fyrri úrslitaleikurinn í 2. deild. l.B.V. nægir jafntefli til að kom ast í lokakeppnina. - m. Deild Á Sauðárkróki kl. 16.00 fer fram leikur í 3. deild íslands- mótsins milli Ungmennasam- bands Skagafjarðar og Ung- mennafélagsins Skallagrímur, Borgarnesi. Mánudagur 29. ágúst. I. Deild Þá fer fram leikur í 1. deild fslandsmótsins milli K.R og Þróttar. Leikurinn fer fram á Laugar- dalsvellinum og hefst kl. 19.15. Unglingakeppni FRf, sú 4. í röðinni, fer fram á Laugardals vellinum í dag og á morgun og hefst báða dagana kl. 2. Þátt- takendur eru 71 frá 17 félög- um og héraðssamböndum. Segja má, að sjaldgæft sé, ef ekki einsdæmi, að keppendur frá svo mörgum félögum mæti á frjáls- íþróttamót. í dag verður keppt í eílir- töldum greinum: Sveinar: 100 m. og 400 m. hlaup, kúluvarp, kringlukast og stangarstökk. Drengir. 110 m. grindahlaup, 100 m., 400 m., og 1500 m. hlaup kúluvarp, stangarstökk,. Stúlkur: 200 m. hlaup, kúlu- varp, kringlukast og langstökk. Á morgun kl. 2 verður keppt í eftirtöldum greinum: Sveinar: 800 m. grindahlaup, 200 m. og 800 m. hlaup, spjót- kast, langstökk og hástökk. Drengir: 200 m. hlaup, spjót- kast, kringlukast, hástökk og langstökk. Stúlkur: 80 m. grindahlaup, 100 m. hlaup, spjótkast og há- stökk. Keppni þessi hefur staðið yfir í allt sumar, en í dag og á morg un mætast fjórir beztu í hverri grein og keppa til úrslita. Með- al keppenda eru nokkrir ís- landsmeistarar og efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Ekki er að efa, að keppni verður skemmtileg í flestum greinum. Aðgangur að mótinu er ó- keypis. Slæmt veður spillti árangri MEISTARAMÓT Norðurlands í frjálsum íþróttum fór fram á íþróttavellinum að Laugalandi í Eyjafirði um síðustu helgi, í umsjá Ungmennasambands Eyjafjarðar, en mótsstjóri var Sveinn Jónsson formaður UMSE. Veður var gott fyrri mótsdaginn, en á sunnudag var norðan strekkingur og fremur kalt. Varð að hlaupa og stökkva á móti vindi svo árangur yiði löglegur, og urðu afrekin þv: ekki eins góð og annars hefði mátt vænta. — Keppni var skemmtileg í mörgum greinum, en nokkra af beztu íþróttamönn um Norðurlands vantaði á mot- ið, þó var þátttaka sæmileg, i sumum greinum voru yfir 10 keppendur. Úrslit, fyrri dagur: 100 m. hlaup. sek. Gestur Þorsteinss. UMSS 11,5 Haukur Ingibergsson HSÞ 11,5 ioo m. hlaup kvenna sek. Guðrún Benónýsd. HSiÞ 13.9 Þorbjörg Aðalsteinsd. HSÞ 13,9 Kúluvarp m. Þóroddur Jóh.son. UMSE 12..;0 Páll Dagbjartsson HSÞ 11,95 Stangarstökk. m. Sigurður Friðriksson HSÞ 3,05 Guðm. Guðmundss. USAH 2,90 400 m. hlaup. sek. Haukur Ingibergsson HSÞ 53,9 Gunnar Kristinsson HSÞ 54,3 Kringlukast kvenna m. Sigurlína Hreiðarsd. UMSE 27.12 Ingibjörg Arad. USAH 24.18 Langstökk. m. Gestur Þorsteinss. UMSS 6,69 Sigurður Friðriksson HSÞ 6.50 1500 m. hlaup. min. Þórir Snorrason UMSE 4,27,0 Vilhj. Björnsson UMSE 4,29,4 Spjótkast m. Gestur Þorsteinss. UMSS 43,86 Jóhann Jónsson UMSE 41,87 Hástökk kvenna. m. Guðrún Benónýsd. HSÞ 1,38 Sigríður Baldursd. HSÞ 1,35 Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.