Morgunblaðið - 27.08.1966, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.08.1966, Qupperneq 13
Laugarðagur 5T. Igúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 i Kannsakar atferli flugna 555 Um þessar munair er staddur hér á landi kunnur Vestur-lslendingur, dr. Jón- as Thorsteinsson, prófessor við Manitoba háskóla, ásamt konu sinni Miidred Eleanor og fjórum börnum. Hafa þau nú dvalið hér um mánaðar- skeið og héldu heim 21. þ.m. í>au hjónin eru bæði fædd í Winnipeg. Foreldrar Jón- asar, Sigurður Þorsteinsson sem fæddur var og uppalinn í Reykjavík, og Halldóra Jón asdóttir frá Akranesi, flutt- ust ung vestur um haf. Sömu sögu er að segja um foreldra frú Mildred, þau Matthildi Júlíönu Fjeldsted og Guð- mund Andrésson, sem lengi staríaði hjá Winnipeg Hydro og andaðist á sl. ári. Blaða- m. Mbl. heimsótti þau hjón- in á dögunum á heimili Bergs Jónassonar og Rutar Árna- dóttur, en þar haf þau dval- Tali?' frá vinstri: Davíð (12 ára), dr. Jónas, Julian (16 ára), frú Mildred, Sigrid og Pétur. Rannsakar atferli flugna Rabbað við vestur-íslenzk hjón ið undanfarið. — Hver er sérgrein yðar dr. Jónas? — Skordýrafræði. Ég stund aði fyrst nám við háskólann í Manitoba og síðar tók ég doktorsgráðu í skordýrafræði við Lundúnaháskóla. Nú veiti ég forstöðu skordýra- fræðideildinni við Manitoba háskóla, en hún er ein sú stærsta í Kanada. — Er skordýrafræðin vin- sælt námsefni í Kanada? — Já, hún er all vinsæl. í deildinni okkar í Manitoba háskóla eru nú 12 nemmend- ur, sem vinna að doktors- gráðu. Hafið þér fengizt við ein- hverjar rannsóknir á þessu sviði? — Já, undanfarið hef ég verið að rannsaka atferli flugna, sem nærast á blóði, er hér einkum um að ræða moskítófulgur, mýflugur og hrossaflugur (valda skaða á skepnum). Það merkilegasta og gagnlegasta sem af þessari rannsókn mini leiddi er, að ég komst að raun um, hvaða liti og lögun flugurnar fá aðgreint. Þær flugu t.d. alltaf að svörtum og rauðum kúl- um. Þessar upplýsingar koma okkur að góðum notum við uppfyndningu annarra út- rýmingavopna en eiturs. Nú höfum við t.d. búið til svart- ar gildrur til að veiða flug- urnar í. — Er þetta í fyrsta sinn, sem þið hjónin komið hingað til lands? — Já, við vorum í Þýzka- landi í vetur þess vegna kom um við hérna við. Ég var í eins árs leyfi og notaði því tímann til að skrifa bók um atferli skordýra, en ég hef ekki enn lokið við hana. Nú snúum við okkur að frú Mildred. Hún er kona list- feng mjög og t.d. eini hörpu- leikarinn í Winnipeg. — Hafið þér stundað list- nám, frú Mildred? — Já, ég nam við lista- háskólann í Winipeg og kenni nú leirkera smíði við gagn- fræðaskóla í Manitoba. Ég átti t.d. verk á heimssýning- unni í New York árið 1939, en það er nú svo langt síð- an. Svo var ég við nám í hörpuleik í eitt ár í Eng- landi. — Hefur ekkert barnanna erft listgáfu yðar? — Elzta dóttir okkar Sig- rid, sem er 18 ára, hefur um fjögurra ára skeið stundað söngnám hjá vestur-íslenzkri söngkonu, Elmu Gíslason, og þykir mjög efnileg. Hefur hún oftsinnis komið fram bæði í sjónvarpi og útvarpi og sungið þá þjóðlög, annars syngur hún alltaf sígild verk í skólanum. Nú fyrir skemmstu sigraði hún í söng keppni, sem gagnfræðaskólar tveggja borga í Manitoba efndu til. Undirleikarinn hjá henni var vestur-íslenzkur piltur, sem stundar píanó- nám í Winnipeg. — Hafið þið ferðast eitt- hvað um landið? — Við erum búin að sækja *heim æskuslóðir foreldra okkar, Ólafsvík, Stykkishólm og Akranes, og ýmsa aðra staði bæði á Suður- og Vest- urlandi. — Og hvernig líkar ykkur hérna? — Hér er alveg eins og við séum heima hjá okkur. Land ið er svo fallegt og allir hafa tekið okkur opnum örm um. Maturinn er svipaður og heima. Ég hef nefnilega allt- af reynt að hafa hann eins íslenzkan og tök eru á og t.d. alltaf búið til slátur. — Harðfiskurinn er bezt- ur, skýtur nú inn í Pétur litli, 10 ára sonur hjónanna. — Já, við ætlum að fara með harðfiskinn til Winni- peg eins og hvert annað sæl- gæti, segir frú Mildred að lokum. ' Kirkjudagur Longholts- sufnaðcT Hinn árlegi kirkjudagur okk- ar verður 28. ágúst eða næst- komandi sunnudag. Eins og ávallt áður verða hátíðahöldin, fjölbreytt með virðulegri dag- skrá. Biskupinn yfir íslandi hr. Sigurbjörn Einarsson, mun pré- dika í hátíðaguðsþjónustu, sem hefst klukkan 2 eftir hádegi. Klukkan 4 verður samkoma helguð hinum yngri safnaðar- meðlimum. Að kvöldi verður hátíðasamkoma í Safnaðarheim- ilinu. Formaður sóknarnefndar, Helgi Þorláksson, skólastjóri, flytur ávarp, en aðalræðumað- ur kvöldsins verður Helgi Bergs alþingismaður. Listakonurnar Sigurveig Hjaltested og Margrét Eggertsdóttir munu skemmta með söng, svo mun kirkjukór- inn.og syngja nokkur lög. Ung stúlka, Sigrún Garðarsdóttir, sem nýkomin er heim eftir árs- dvöl í USA á vegum Þjóðkirkj- unnar mun segja okkur eitt- hvað frá dvöl sinni vestra. Kaffi veitingar verða frá klukkan þrjú og fram á kvöld í kaffi- stofu safnaðarins. Heitið er á alla að mæta og styðja gott málefni. Hið tví- þætta takmark kirkjudagsins er: Að efla safnaðarvitund og safn- aðarstarf og afla fjár til kirkju- byggingar þeirrar, sem nú er í smíðum og áætlað er að ljúki á næstu 6 árum. Það er á ábyrgð okkar allra hversu það tekst. Verum sam- taka. Verum fórnfús. Árelíus Níelsson. Sig. Haukur Guðjónsson. liiaður fyrir bifreið Á MIÐNÆTTI i fyrrinótt varð maður fyrir sendiferðabifreið á móts við húsið nr. 46 við Álf- heima. Gekk maðurinn á vestari gangstétt, slangraði út á göt- una og lenti á vinstra fram- bretti bifreiðarinnar. Við slysið féll maðurinn á götuna og fékk allmikla skurði á höfuðið og einnig mun hann hafa skrámast á fleiri stöðum. í gærkvöldi var maðurinn enn á slysavarðstofunni, en hann mun hafa verið allmikið við skál, er slysið varð. Hefur gefið 30 mannu æviréttindi í SVFÍ Frú V. Ingibjörg Fiiipusdóttir frá Hellum í Landsveit, 75 ára, Ijósmóðir í Landsveit í 48 ár gaf nýlega fyrsta barnabarna- barni sínu Berglindi Gunnarsd. leviréttindi í Slysavarnafélagi fslands. Berglind litla, fædd 17. maí í ár, og því aðeins þriggja mánaða, er þrítugasta manneskj an, sem frú Ingibjörg hefur gef ið æviréttindi í Slysavarnafélag inu. Frú Ingibjörg var einn af stofnendum slysavarnadeildarinn ar Landbjörg í Landsveit fyrir rúmum 38 árum, og hefur hún verið formaður deildarinnar æ síðan. 1 Landbjörg eru nú skráð ir 87 félagar. Hefur frú Ingi- björg jafnan verið fremst í flokki í Landsveit þegar hjálp- ar hefur þarfnast. Hafa félagar í deildinni m.a. farið til hjálp- ar nauðstöddum mönnum í Landmannalaugum. Frú Ingibjörg er gift Magnúsi Jónssyni frá Björgum í Köldu- kinn og hafa þau hjónin búið á Hellum síðan 1922. Þeim hefur orðið fjögurra barna auðið, og eru öll uppkomin. Heita þau Guðrún, Hlöðver Filipus, As- kell og Ingibjörg. Barnabörn á frú Ingibjörg níu, en Berglind er fyrsta barnabarnið. Er stúlk- er fyrsta barnabarnabarnið. Er stúlkan dóttir Ingibjargar og Gunnars Þormóðssonar, Hof- gerði 2 í Kópavogi. Þess má geta, að í æsku sinni var frú Ingibjörg nemandi Guð- mundar Björnssonar, fyrsta for seta Slysavarnafélags Islands. Fékk hún þá áhuga á tilgangi S.V.F.Í., og hefur ætíð haldið tryggð við félagið síðan. Myndin er tekin í Slysavarna félagshúsinu í gær. Frá vinstri: Hannes Hafstein, erindreki S.V.F.Í., Ingibjörg Strandberg, Berglind litla Gunnarsdóttir. frú Ingibjörg Filipusdóttir, og frú Gróa Pétursdóttir, varaformaður S.V.FX (Liósm. Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.