Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 10
10 MOR.CU N BLAÐIÐ ^augardagtir 27. ágúst 190 * i FRÁ SIGLUFIRDI — FRÁ SIGLUFIRDI ' ■ - v ■ ** -X Stdrstígar framfarir í at- vinnu og samgöngumálum Steídn Friðbjarnarson segir lró móleinum Siglufjarðnr Stefán Friðbjarnarson heitir maður 37 ára að aldri, fæddur og uppalinn á Siglufirði. Hann tók við hinu vandasama starfi að gerast bæjarstjóri Siglufjarðar eftir kosningarnar í vor. Siglu- fjörður hefur, eins og hverjum íslendingi má vera kunnugt um, átt við mikla erfiðleika að stríða á undanförnum árum, sökum þess að síldin, þessi gjöfuli, en hvikuli fiskur hefur að langmestu leyti brugðizt bæjarbúum. Tíðindamaður Morgunbl. fór þess á leit við Stefán, að hann skýrði lesendum bíaðsins frá þeim vandamálum, sem Siglu- fjörðm hefur átt við að etja og hvernig þeim skuli mætt. Frá- sögn hans lýsir miklu trausti á framtíð Siglufjarðar og færir heim sanninn um, að hann og aðrir Siglfirðingar ala nú sterka von í brjósti um að erfiðleikar undanfarinna ára verði senn yfirunnir vegna stórstígra framfara i atvinnu- og samgöngumál- um Siglufjarðar. Hér hefst frásögnin. Innífyrirsagnir eru blaðsins. Siglfirðingar binda miklar vonir við tilkomu Strákavegar. —■ Með honum verður bundinn endi á þá samgönguerfiðleika, sem kaupstaðurinn hefur búið við til þessa. Gert er ráð fyrir, að búið verði að grafa göngin í næsta mánuði. Fyrrum veiga- mesti hlekkurinn i verðmætasköpun bjóðarinnar Á fyrra helmingi þessaar aldar var Siglufjarðarkaup- staður það byggðarlag, sem var hvað veigamesti hlekk- m in í verðmætasköpun pjóðarinnar, þeirri verðmæta sköpun, sem gerði mögulega þá þróun frá frumbýlings- hætti til velmegunar, sem þjóðin býr við nú. Ríkisvald- ið stuðlaði á sinn hátt að þessu með því að staðsetja hér stærstu og fullkomnustu síldarbræðslur, sem til eru á landinu, en hér eru stað- settar 4 síldarbræðslur og um 20 söltunarstöðvar, enda þótt þær séu ekki allar starf- ræktar í dag. Segja má, að ríkisvaldið hafi á þennan hátt stuðlað að því að draga hingað að allmikið fólk, sem lagði hér í fjárfestingu við heimilistofnun og íbúðar- kaup í trausti þess, að það gæti átt hér lífvænlega fram tíð. Með tilliti til þess að ríkis- valdið stuðlaði sjálft að bú- setu þessa fólks hér og með tilliti til þeirra verðmæta, sem þáð lagði í þjóðarbúið á velmaktardögum Siglu- fjarðar, er síldin veiddist fyr ir Norðurlandi, verður að líta svo á, að ríkisvaldið eigi skyldum að gegna við fólkið og byggðariagið nú, þegar ver gengur vegna breyttra gangna síldarinnar. Segja má, að rikisvaldið hafi gert sér þetta ljóst m.a. með því að stuðla að síldar- flutningum hingað í því skyni að nýta þann verk- smiðjukost og það vinnuafl, sem hér er fyrir hendi, þó að þeir síldarflutningar hafi enn sem komið er miðazt við bræðslusíld en ekki sölt- unarsíld, sem skapar mun meiri vinnu og verðmæti. Ennfremur með því að stuðla að stórbættum samgöngum við Siglufjörð, en Stráka- vegur með tilheyrandi jarð- göngum verður væntanlega tekin í notkun á þessu ári og unnið er að gerð flug- brautar, en áætlað er, að hluti hennar (eða um 700 af 1200 metra fyrirhugaðri braut) verði tekin í notkun á þessu ári. Síðast en ekki sízt með fyrirhugaðri fram- kvæmdaáætlun Norðurlands og tilkomu atvinnujöfnunar- sjóðs, sem Norðlendingar byggja mjög á vonir sínur um fjölhæfara og öruggara atvinnulíf. Nýskipun atvinnu lifs á Siglufirði 1 sambandi við Norður- landsáætlun, eins og við nefnum þessa framkvæmda- áætlun hér, mætti nefna fjög ur atriði, sem mjög koma til greina í sambandi við ný- skipun atvinnulífs hér á staðnum. 1 fyrsta lagi er það dráttarbraut. í því tilefni má nefna, að Siglufjörður er frá náttúrunnar hendi ein bezta höfn á Norðurlandi. Hér eru fyrir hendi mjög góð skiyrði t«l byggingar dráttarbrautar í svokallaðri innri höfn og hér eru til staðar ýms full- komin iðnverkstæði og marg ir vel menntaðir iðnaðar- menn. Dráttarbraut og ef til vill síðar skipasmíðastóð myndu falla mjög vel inn í atvinnulífið hér. Næst mætti nefna lýsis- herzlu, en þeir tímar hljota óhjákvæmilega að koma, að við flytjum lýsið út unnið í stað þess að flytja það út sem hráefni. I þriðja lagi er það mjólk- urvinnslustöð, en með til- komu Strákavegar skapist hér möguleikar fyrir mjólk- urvinnslustöð fyrir sveitir Austur-Skagafjarðar og ýmsri annarri þjónustu við þær sveitir, sem á margan hátt eiga hagsmunalega sam leið með Siglufirði. I fjórða lagi kemur til greina pappírspokverksmiðja Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri. er framleiddi umbúðir undir fiski- og síldarmjöl, og væri ef til vill eðlilegast, að það fyrirtæki væri á vegum Síldarverksmiðja ríkisins, sem eru stærsti framleiðandi síldarmjöls á landinu og hafa yfir nægum húsakosti að ráða hér. Eitt helzta vandamál Siglu fjarðarkaupstaðar nú er það að yfir 60% af atvinnurekstri bæjarins er í því rekstrar- formi, að hann er svo til undanþeginn útsvarsgreiðsl- um beint til bæjarsjóðs. A ég þar við Síldarverksmiðj- ur ríkisins og fleiri fyrir- tæki. Þetta veldur því, að útsvarsbyrðin lendir með ó- eðlilegum þunga á hinum al- menna útsvarsgjaldanda og með öðru því, að við höfum orðið að leggja 20% ofan á gildandi útsvarsstiga, en slíkt er skilyrði fyrir því að fá svokallað aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem kaupstaðurinn hefur neyðzt til þess að sækja um bæði nú og á sl. ári til þess að brúa bilið milli tekna og óhjákvæmilegra gjalda. Ég tel óhjákvæmilegt, að lög- gjafarvaldið endurskoði þessi mál og felli niður fyrrnefnt skilyrði um 20% hækkun út- svara, sem skapar óviðun- andi misræmi milli gjald- þegna í landinu. Miklar verkle^ar framkvæmdir Hvað framkvæmdir hér á Siglufirði snertir, þá er þar fyrst að nefna Strákaveginn og flugbraut þá, sem fyrr er minnzt á. Siglufjörður hefur frá aldaöðli verið einangrað- ur frá öðrum byggðum lands ins og allar samgöngur við hann farið fram á sjó. Veg- urinn yfir Siglufjarðarskarð var að vísu mikil bót á sín- um tíma, en hann hefur hins vegar aðeins verið akfær yf- ir hásumarið og getur bar að auki teppzt, £ hvaða mán- uði sem er eins og við Sigl- firðingar fengum síðast að reyna í júlímánuði sl. Er því augljóst, hvaða þýðingu hinn nýi vegur hefur fyrir Siglufjörð bæði hvað snert- ir samgöngur og verzlun sem og iðnaðarþjónustu fyrir nær liggiandi sveitir. I hina nýju flugbraut er búið að dæla upp efni í uin 700 m. af flugbrautinni, en efnið er tekið úr botni fjarð arins. Gerum við okkur von- ur um og höfum vilyrði flug málastjórnarinnar fyrir þvi, að þessi kafli flugbrautar ra~ ar verði tekinn í notkun, ekki síðar en í vor. Aðrar helztu framkvæmd- ir, sem hér eru á döfinni, eru steinsteyping Hvanneyr- arbrautar, sem verður aðal- innkeyrsluæðin inn í bæinn með tilkomu Strákavegar, ný bygging sjúkrahúss, sem væntanlega verður fullgert um næstkomandi áramót. Sjúkrahús þetta verður hið fullkomnasta og búið öllum nýtízku tækjum. Það er á þremur hæðum og yfir 6000 rúmmetrar. Það er okkur Siglfirðingum sérstök ánægja, að sjúkrahúsið verð ur tekið í notkun á þessu ári en um þessar mundir eða nánar tiltekið h. 19. þ.m. á okkar ágæti sjúkrahússlækn- ir, Ólafur Þ. Þorsteinsson sextugsafmæli. Tel ég það sérstakt happ fyrir Siglu- fjörð, að þessi ágæti læknlr Eramhald á bls. 17. Sigiutjoröur. Ljósa linan er hmn nýi Slrakavegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.