Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 24
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 3 ára drengur nærri drukknaður Sást í kafi í Sundlaug Vestur- bæjar - var bjargað með blástursaðferðinni MINNSTU munaðl, að tæplega Þriggja ára drengur, Geir Sig- urðsson, Ásvallagötu 46, drukkn- aði í Sundlaug Vesturbæjar í gær. En svo heppilega vildi til, að Ásgrímur Björnsson, fyrrum erindreki SVFÍ var þarna stadd- Vatnsstríðið á ur og hóf hann lífgunartilraunir með blástursaðferðinni. Má full- víst telja, að það hafi orðið drengnum til tifs. Málsatvik eru þau, að Ásgrím- ur, sem nú starfsmaður Vita- málastjórnarinnar, var að synda í lauginni. Heyrði hann þá óp konu, sem var í hinum heitu ker- um sundlaugarinnar uppi á bakk anum. Myndin er tekin af Hafursá sl. miðvikudag, þar sem hún beljar fram við Skeiðflöt, er þó nokkuð tekið að fjara í henni og bílar farnir að fara yfir ána. Eru þetta mjólkurbílar frá Kaup- félagi V-Skaftfellinga og áætl unarbíllinn frá Austurleið. Bíiar frá Kaupfélaginu voru til að stoðar. Einnig var þarna hálfkassabíll Verzlunarfélagsins og smærri bílar. Viðgerð hefur nú farið fram, svo fært er um veginn. (Ljósm. Gunnar Sigurðsson) Miklar vegaskemmdir Seyðisfirði AÐILAR LEITA SATTA SÍÐUSTU fregnir frá Seyðisfirði í gærkvöldi eru þær, að frestað hefur ver- ið málflutningi um lög- bannið, sem óskað hafði verið eftir gegn íokun bæj- arstjórnar fyrir vatn til síldarverksmiðja og nokk- urra söltunarstöðva þar í bæ. Málflutningurinn átti að fara fram í gærkvöldi, en honum hefur nú verið frestað til kl. 1 á mánudag. Bæjarstjórn ábyrgðist, að ekki yrði lokað fyrir vatn- ið á meðan, en aðilar voru sammála um að reyna sætt ir. Hófst sáttafundur kl. 10.30 í gærkvöldi. Sjá greinargerðir bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar og Erlends Björnssonar, bæj- arfógeta, á bls. 8. Drengs saknað ÁTTA ára drengs var sakn- aðað í gærkvöldi. Hann heitir Einar Eiríkur, til heimilis að Austurbrún 2. Einar hafði farið í Sund- laugarnar með 12 ára kunn- ingja sínum um kl. 8 síðdegis, en þegar hann var ekki kom- inn heim seint í gærkvöldi gerði móðir hans lögreglunni viðvart. Var hann ókominn fram, er blaðið fór í prentun. Einar var klæddur ljósgrárri, munstraðri lopapeysu, bláum gallabuxum og strigaskóm. Hann er rauðhærður. í>eir, sem kynnu að hafa orð- ið Einars varir, eru beðnir að gera lögreglunni þegar viðvart. Ásgrímur áttaði sig strax á því, að eitthvað væri að og tók að svipast í kringum sig. Sá hann þá lítinn dreng á kafi í lauginni. Kom Ásgrímur og konan, sem var móðir Geirs litla, að honum svo til samtímis. Brátt tók litarháttur hans að breytast og um þær mundir komu starfsmenn laugarinnar með öndunarbelg, sem notaður var við lífgunina. Eftir nokkrar mínútur fór Geir að lifna við brast í grát, en svo virtist draga af honum aftur. Var lífgunartilraunum haldið áfram með öndunarbelgnum og um það bil er sjúkrabíll kom með súrefnistæki kastaði Geir litli upp og var nú kominn til meðvitundar. Til öryggis vai farið með Geir í Slysavarðstofuna til athugun- ar, en sú hætta er ætíð fyrir hendi að lungnabólga geri vart við sig, eftir slíkt volk. Tvær prestsliosn- ingar um helgina PRESTSKOSNING fer fram á sunnudag í Vallanesprestakalli og Hofsósprestakalli. í Vallanesprestakalli er einn umsækjandi, séra Ágúst Sigurðs- son. í prestakallinu eru þrjár kirkjusóknir, Vallanessókn, Eg- ilsstaðasókn og Þingmúlasókn. í Hofsósprestakalli eru einnig einn umsækjandi, séra Sigurpáll Óskarsson. f prestakallinu eru þrjár sóknir, Hofsóssókn, Hofs- sókn og Fellssókn. Þá hafa verið auglýst laus til umsóknar þrjú prestaköll, Skinnastaðir í Norj?ur-Þing., Hrísey í Eyjafirði og Bíldudalur. Umsóknarfrestur rennur út 1. september nk. undir Eyjafjöllum og Vestf jörðum MIKLAR vegaskemmdir urðu af völdum stórrigninga sl. fimmtu- dag undir Eyjafjöllum og á Vest- fjörðum. Þannig er vegurinn und ir Eyjafjöllum ófær bifreiðum. ROSKINN maður varð fyrir bíl á Borgartúni um kl. 11 í gær- kvöldi. Slasaðist hann mjög mikið, tvíbrotnaði á fæti og skarst mikið á höfði. Hann var fluttur í Slysavarðstofuna, en síðar í Landsspítalann. Slysið varð með þeim hætti, að Opel-bíl var ekið austur Borg artún og gekk maðurinn yfir göt una við austustu húsin í Höfða- borg. Lenti hann fyrir framenda bílsins, kastaðist upp á hann, mölbraut framrúðuna, en hent- ist svo í götuna. Þó var hægt að flytja mjólk austur yfir í dag. Samkvæmt upplýsingum sem Steingrímur Arason, verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins lét blaðinu í té í gær, þá fór stöpu'l Hin slasaði heitir Ármann Hermannsson, til heimilis að Hverfisgötu 89. undan brúnni yfir Kaldaklifsá undir Eyjafjöllum í vatnavöxt- unum sJ. fimmtudag. Viðgerð var þegar hafin, en vafasamt er talið, að henni verði lokið í dag. Fært er þó stórum bifreiðum yf- ir vað á ánni, en þangað er vand- ratað fyrir ókunnuga og vaðið er gersamlega ófært minni bifreið- um. Yfir þetta vað fóru mjólkur- flutningabílar austur yfir í dag. Þá fór Holtsá undir Eyjafjöll- um yfir veginn í vatnavöxtun- um, en vfðgerðum á veginum þar lauk í gær. í Arnarfirði fór Fossá yfir veg- inn á einum stað, en viðgerð þar mun hafa lokið í gær. Þá eru víða úrrennsli úr ám yfir vegi víða á Vestfjörðum. Eldsvoði í Tálknafirði: Fólkið bjargaðist naumlega út Roskinn maður stórslasast Bíllinn varð fyrir talsverðum skemmdum við höggið. Þjóðleikhúsið greiddi söluskattinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ greiddi í gær- morgun söluskattsskuld sina hjá tollstjóraembættinu. — Að pví búnu var innsigli embættisins fjarlægt af dyrum leikhússins. Starfsmenn leikhússins geta því óhindrað gengið þar um sali. Patreksfirði, 26. ágúst. BÆRINN Sellátrar í Tálkna- firði brann til kaldra kola í nótt. Kona húsbóndans, Davíðs Davíðssonar, var ein heima ásamt dóttur sinni og fimm börnum hennar. Eldsins varð vart um kl. 2.30 sl. nótt og bjargaðist fólkið naumlega út um glugga. Innan- stokksmunir voru lágt vátryggð ir. Húsið var hitað með rafmagni og raflýst. Eldsupptök eru ó- kunn. Davíð bóndi er oddviti Tálkna fjarðarhrepps og framkvæmda- stjóri Ræktunarsambands Vest- ’ ur-Barðastrandarsýslu og var hann að sinna embættistörfum er bær hans brann. Kona hans (heitir Guðrún Einarsdóttir. Eldurinn breiddist svo fljótt út, að Guðrún og dóttir hennar höfðu ekki tækifæri til að kom- ast í síma til að gera viðvart um brunann, en hugsuðu um það eitt að bjarga börunum 5. Brann húsið til grunna á ca. hálfri klukkustund. Eldurinn var svo mikill, að bátar sem voru að dragnótaveið um á Patreksfjarðarflóa, sáu hann bera við himinn. — Trausti. Sænska sjónvarpið sést í Reykjavík TJtsending þess náðist í fyrrakvöld á rás 2 og 3 á tvö tæki am.k. ÚTSENDING sænska sjón- varpsins náðist a.m.k. á tvö sjónvarpstæki í Reykjavík um kl. 9.30 í fyrrakvöld. Myndin var skýr á köflum, en dofn- aði þess á milli. Tal heyrðist og með útsendingunni. Það atvikaðist þannig, að útsending sænska sjónvarps- ins náðist hér, að Bjarni Júlíusson, Skálagerði 3, hafði boðið sænskri konu í heim- sókn. Á heimili Bjarna er sjónvarpstæki og hugðist hann sýna gesti sínum „stillimynd“ þá, er íslenzka sjónvarpið sendir út. Þeirri útsendingu mun hafa verið hætt á þess- um tíma kvölds. Bjarni hreyfði takka tækis- ins fram og aftur og allt í einu kom mynd fram á tæk- ið og tal fylgdi. Myndin >ar skýr á köflum, en dofnaði þess á milli. Var hér um útsendingu sænska sjónvarpsins að ræða á íþróttaþætti, viðtalsþáttur og ræddust tvær konur úð. Hinn sænski gestur Bjarna þekkti báðar konurnar, svo ekki var neinn vafi á, að send ingin kom frá Svíþjóð. Bjarni hringdi í kunningja sinn, Sigurð Hafliðason, Háa- leitisbraut 41, og sagði hon- um frá þessu og bað hann að athuga, hvort hann næði út sendingunni einnig. Skemmst er frá því að segja, að Sigurður náði einn- ig útsendingu sænska sjón- varpsins á sitt tæki. Þeir Bjarni og Sigurður eiga báðir Philips-sjónvarpstæki og náðist sænska stöðin bæði á rás 2 og rás 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.