Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRAMTAK FJÖLDANS - EIGN FYRIR ALLA Milljónatjón af tveimur j eldsvoðum í Grænlandi — Bruni 1 gistihúsum í Straumfirði U’instaklingshyggjan er rík í þjóðareðli íslendinga, og kemur það glöggt fram í við- leitni fólks til þess að eignast eigin íbúðir og stunda sjálf- stæða atvinnu eða atvinnu- rekstur. Framtak fjöldans og eign fyrir al'la einkennir hið gróskumikla íslenzka þjóðfé- lag. Aldrei hefur þetta verið augljósara en einmitt í stjórn artíð núverandi ríkisstjórnar, sem gjörbreytti um stefnu í efnahags- og atvinnumálum 1960 og leitaðist við að veita dugnaði einstaklinganna sem mesta útrás með auknu frelsi í framkvæmdum og viðskipt- um. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Byggingar- starfsemi hefur verið gífur- lega mikil og nú er svo komið, að ungt fól'k, sem er að hefja búskap sættir sig ekki við annað en eigin íbúð, og tekur á sig miklar fórnir og leggur mikið á sig til þess að ná því takmarki. Á sama hátt hefur atvinnurekstur íslendinga stóraukizt. Þar er ekki fyrst og fremst um að ræða aukn- ingu á atvinnurekstri stórra ..og fárra fyrirtækja, eins og tíðkast í öðrum löndum, held- ur er það fólkið í landinu, sem hefur ráðizt út í hinn marg- víslegasta atvinnurekstur. Hröðust hefur þróunin í þess- um efnum orðið í sjávarút- vegi, en eins og kunnugt er, er tiltölulega lítið um stór út- gerðarfyrirtæki hér á landi sem geri út fjölmarga báta, heldur er hinn mikli og glaesi- legi bátafloti landsmanna, sem komið hefur hingað til lands á síðustu árum í eign einstaklinga, skipstjóranna á bátunum og sjómannanna. Sama þróunin hefur átt sér stað í iðnaði og verzlun. Þessi jákvæða þróun hefur fyrst og fremst orðið vegna þess, að ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokks- ins hefur skapað einstakling- unum í landinu svigrúm til athafna og framkvæmda. Það hefur verið kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins allt frá stofnun hans að veita ein- staklingum og einkaframtaki eins mikið frjálsræði í fram- kvæmdum og viðskiptum og ^ramast væri unnt og sam- ræmanlegt væri hagsmunum þjóðarheildarinnar. — Sjálf- stæðisflokkurinn hefur orðið að taka þátt í mörgum ríkis- stjórnum með öðrum flokk- um og oft ekki átt þess kost að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. En nú á síðast- liðnum 6—7 árum verður ekki um það deilt, að flokkurinn hefur haft forustu um það í ríkisstjórn að efla einkafram- tak, — framtak fjöldans. Hugmyndin um almenn- ingshlutafélögin, þar sem ai- menningur leggur fram fé sitt í atvinnurekstur er nú orðin að veruleika. Úti um allt land rísa upp hlutafélög, sem mikill fjöldi fólks er að- ili að, og kemst þar með í beina og nána snertingu við atvinnureksturinn og vanda- mál hans. Framtak fjöldans og eign fyrir alla er það mark mið sem ríkisstjórnin hefur haft í störfum sínum, og um það verður ekki deilt, að hún hefur skapað grundvöll fyrir gróskumiklu athafna- og upp- byggingartímabili, sem fyrst og fremst byggist á dugnaði, dirfsku og framsýni einstakl- inganna í landinu. MIKIL KJARABÓT ¥ gær skýrði Morgunblaðið 4 frá því, að teikningar fyrstu fjölbýlishúsanna í Breiðholti, sem Framkvæmda nefnd byggingaráætlunar mun annast byggingu á, væru tilbúnar, og verða þau boðin út síðari hluta þessa árs, en gert er ráð fyrir, að fram- kvæmdir hefjist í febrúar til marz í vetur, og fyrstu íbúð- irnar væntanlega tilbúnaðar á næsta ári. Mikið starf hefur verið unn ið við undirbúning þessara framkvæmda, enda ríður á miklu, að þær takist vel og að með þeim nýju aðferðum, sem þar verður beitt verði sannreynt, hvort hægt er að lækka byggingarkostnað í landinu verulega. Efnalitlir meðlimir verka- lýðsfélaganna munu eiga þess kost að kaupa þessar íbúðir með sérstaklega hagkvæmum kjörum, 80% af kostnaðar- verði íbúðanna að meðtöldum gatnagerðargjöldum verður lánað til 33ja ára, en útborg - un þannig hagað að 5% greið- ist ári áður en flutt er inn og síðan 5% á ári í þrjú ár. Þessar miklu félagslegu um bætur, sem meðlimir verka- lýðsfélaganna fá nú eru ár- angur af viðleitni ríkisstjórn- ar, verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda til þess að ná fram hófsamlegri og skynsara legri kjarasamningum, sem tryggðu launþegum betri og meiri kjarabætur en áður. Nú mun þess ekki langt að bíða, að meðlimir verkalýðsfélag- anna finni raunverulega hversu mikla kjarabót þeir hafa fengið með þessu sam- komulagi, og er enginn efi á því, að þeir munu meta slíkar kjarabætur meir en háa kaup Um sl. helgi varð milljóna- tjón í tveimur eldsvoðum á Grænlandi, og voru það í báðum tilvikum gistihús, sem fyrir tjóninu urðu. Á sunnudag kviknaði í útbygg- ingu Hotei Arctic í Narrss- arssuaq, og urðu 45 danskir veiðimenn að yfirgefa hótel- ið í hasti. Um helgina varð og bruni í flughöfn SAS í Syðri Straumfirði, en þar hafa þotur SAS m.a. við- komu á pólleiðinni til Japan. Mest varð tjónið í Straum- firði. Eldurinn kom þar upp í viðbyggingu við SAS-hótel- ið, í svonefndum „tækni- enda“, en þar vorðu birgða- geymslur hótelisins, verk- stæði SAS, eldhús fyrir mat í flugvélar o.fl. í álmu þessari eru ennfremur pósthús flug- stöðvarinnar, þvottahús og eldhús sjálfs hótelsins. Eldurinn varð þegar mjög mikill í álmuni, en slökkvi- liði Bandaríkjahers tókst þó brátt að ráða niðurlögum hans, að því er segir í frétt- um frá Grænlandi. Er slökkvistarfinu var lokið, kom á daginn að birgðir og varningur hafði skemmzt miklu meira en ástæða hefði verið til að ætla við fyrstu sýn. í fljótu bragði er tjón- ið metið á um sjö milljónir ísl. króna. Konunglega Grænlands- verzlunin (KGH), en flug- stöðvarbyggingin heyrir und ir hana, hafði samband við tæknimenn þá, sem byggðu — Ragnar Fjalar Framhald af bls. 11 Gesta- og sjómannaheimilið. Þá eru starfandi hér nokk- ur átthagafélög. Stærst þeirra er Skagfirðingafélag- ið, enda er mikill hluti Sigl- firðinga ættaður úr Skaga- firði. Þá eru hér starfandi fag- hækkunarprósentu, sem óhjá- kvæmilega er tekin aftur í hækkuðu verðlagi, ef kaup- hækkunin verður meiri en sem nemur framleiðniaukn- ingu í landinu. flugstöðina á sínum tíma. Hefur vistum og birgðum verið komið flugleiðis til Straumfiarðar í vikunm til þess að bæta skaðann. Enda þótt tjónið hafi verið mikið og tilfinnanlegt, hefur tekizt að reka flugstöðina í Straum firði að heita að fullu með aðstoð Bandaríkjanna, en hinu megin flugbrautarinnar er bandarísk herstöð. Um hádegisbilið á sunnu- daginn kom upp eldur í einni útbyggingu Hotel Aretic í Narssarssuaq. Hótelið er rek- ið af dönsku ferðaskrifstof- unni Aero Lloyd, og hafa þar margir íslendingar búið, nú síðast 50 veiðimenn fyrir nokkrum vikum. í Narssar- ssuaq var nú staddur stór hópur danskra veiðimanna, og urðu þeir fyrir veruleg- um óþægindum. Ekki er vitað hvað olli elds- voðanum, en eldurinn kom upp um hádegisbilið. Slökkvi lið flugvallarins rég niður- lögum hans með aðstoð þeirra veiðimánna, sem félög, verkalýðsfélög og pólitísk félög og hefur starf semi þeirra staðið með nokkrum blóma. Segja má, að veruleg þörf sé hér fyrir stórt og gott félagsheimili, því að eins og sjá má af framansögðu, þá eru Siglfirðingar félagslynd ir menn. Hefur nokkur áhugi verið fyrir hendi á því að byggja félagsheimili og von andi rætist sá draumur ,inn an tíðar. Félagsstarfsemi kirkjunnar hefur verið verulegur þáttur í félagsstarfsemi bæjarins. Það er að sjálfsögðu fjölmenn asta félagið og það félagið sjálfsagt, sem flesta fundina heldur, þar sem messurnar eru. Barnamessur eru annan og Narsssarssnaq : heima við voru. Um tíma ; var óttazt að eldurinn bær- : ist í aðalútbyggingu hótels- ; ins, en því tókst að afstýra. Í Veiðiferð Dananna er far- ;i in á vegum Aero Lloyd og ; blaðsins Berlingske Tidende • undir stjórn Börge Jensen, sportveiðistjóra. Hann hefur ; símað, að þrátt fyrir óþæg- ? indin hafi þetta engin áhrif ; á veiðiferðina í heild, sem : hafi tpkizt mjög vel. Mikið • hefði veiðst í bæði fjörðum ; og ám. : Forstjóri Aero Lloyd telur, ; að tjón félagsins nemi um : 1.8 millj. ísl. kr. ; Þetta er í annað sinn, sem Z stórbruni verður í Narssar- • ssuaq á fáum árum. Skemmst I er að minnast þess að aðal- • flugskýli flugvallarins brann, ; og með því Sólfaxi Flugfé- : lags íslands auk Katalínu- ; flugbáts danska flughersins. : Ekki er enn vitað hvaða ; áhrif hótelbruninn í Narss- : arssuaq mun hafa á aðstöð- ; una til að taka á móti ferða- 1 mönnum. hvern sunudag yfir vetrarmán uðina og eru þær fjölsóttar. Þar sjá verðandi fermingar- börn um söng. Þá eru eitmig oft æskulýðsmessur yfir vet- urinn. Stundum hafa verið haldin svokölluð kirkjukvöld, þar sem hafa farið fram söng ur og upplestur og annað þess háttar. Biblíulestur hefur einnig farið fram á kirkjuloft inu og hefur nokkur hópur manna sótt hann. Starfandi er kirkjunefnd í Siglufjarðar- kirkju og er hlutverk hennar m.a. að prýða kirkjuna. Gaf þessi nefnd kirkjunni nokkr- ar góðar gjafir á s.l. ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.