Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 5
Laugardagut 27. Sgfist 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
EINS og fram hefur komið
í fréttum Mbl. hefur stjórn
Eimskipafélags íslands á-
kveðið að ms. Gullfoss fari
í svonefndar sólarferðir til
Azoreyja, Madeira, Kanarí
eyja, Marokkó og Portúgal
og aftur til baka. Er hér í
rauninni um tvær ferðir að
ræða, því að farþegarnir
fara frá borði í Lissabon og
fljúga áleiðis til Reykja-
víkur um London, en ann-
Santa Cruz de Xenerife á Kanaríeyjum.
I sdl og sumri um vetur
- um borð í Gullfossi
I skipinu mun m. a. verða sundlaug
ar hópur fer til Lissabon,
þar sem hann tekur skipið
og fer með því til baka
sömu leið til Reykjavíkur.
í gær bauð framkvæmda-
stjóri Eimskipafélagsins,
Óttar Möller, blaðamönn-
um um borð í ms. Gullfoss
og kynnti þeim þessar ferð
ir, sem áætlað er að taki 22
daga og farnar verða í
janúar, febrúar og marz.
Óttar Möller gat jþess, að á
undanförnum árum hefði oft
komið til tals að senda Gull-
foss að vetrarlagi suður til
Kanaríeyja, en af (því hefði
ekki getað orðið vegna jþeirrar
þjónustu, sem hann hefði orð-
ið að veita áœtlunarferðum,
og þeirra vinsælda, sem ódýru
vetrarferðirnar hefðu notið.
Árið 1953 efndi Eimskipa-
félagið til ferðar til Miðjarð-
arhafsins, og þótti sú ferð tak-
ast vel, en vegna ónógrar þátt-
töku var ekki ráðizt í fleiri.
Komið hefur í ljós, að þátt-
taka í vetrarferðum í janúar
og febrúar er með minna
móti og þar sem mikill áhugi
hefur verið á slkum ferðum
sem sólarferðunum hefur fé-
lagið talið rétt að senda Gull-
foss til Kanaríeyja þessa mán-
uði. Urðu Kanaríeyjar fyrir
valinu, þar eð þar er sólskin
og blíða á þessum árstíma auk
þess sem hiti er þægilegur
íslendingum.
Undirbúningur að fyrirhug-
aðri Kanaríeyjaferð er vel á
veg kominn og hefur verið
gerð áætlun um hana í öllum
atriðum. Til 'þess að ferðin
yrði ekki lengri, en venjulegt
sumarfrí var gripið til þess
ráðs að nota flugvél hluta af
ferðinni, en flogið verður frá
Reykjavík til Lissabon með
viðkomu í London. Er um
tvær ferðir að ræða og tekur
hvor um sig 22 daga. Aðra
ferðina verður farið með Gull
fossi yfir Atlantshafið, en
hina með flugvélum. Styttir
að siglingarleiðina á vetrar-
slóðum og lengir jafnframt
þann tíma, sem dvalið verður
í suðlægum höfum.
Fyrri ferðin verður með
Gullfossi frá Reykjavík til
Azoreyja, Madeira, Kanarí-
eyja, Casablanca og Lissabon,
og þaðan með flugvélum til
Reykjavíkur með viðdvöl í
London. Seinni ferðin verður
með flugvélum frá Reykjavík
til Lissabon, og þaðan með
Gullfossi til Madeira, Kanarí-
eyja, Casablanca, London og
Reykjavíkur.
Skipulag ferðanna verður
tfím hér segir:
Gullfoss mun fara frá
Reykjavík þriðjudaginn 17.
janúar, síðdegis, beint til
Ponta Delgata á St. Michael,
sem er stærst Azoreyjanna,
en sigling þangað tekur um
fjóra sólarhringa, mun þá
komið sumar og sól, því að
svo sumarlega ná kuldar norð-
ursins ekki. f Ponta Delgada
evrður skipulagðar ferðir fyr-
ir farþegana um eyna þeim til
fróðleiks og skemmtimar, en
slíkar kynnisferðir um ná-
grenni allra viðkomuhafna
skipsins.
Frá Ponta Delgada verður
farið 23. janúar og siglt til
Funchal, höfuðobrgar Mad-
eira. Tekur siglingin hálfan
annan sólarhring. Madeira
hefur verið kölluð „eyja hins
eilífa vors“ og því heillandi
ferðamannastaður. Þar verður
staldrað við í einn sólarhring
og siglt til Kanaríeyja, en
. .-.:7 ■ ••:•• •• •
siglingin þangað tekur um 18
klukkustundir.
Á Kanaríeyjum verður við-
staðan fjórir sólarhringar. —
Komið verður til tveggja
hafna St. Cruz de Tenerife og
La Palmas, en það er stærsta
borg Kanaríeyja. I>ar eru
veðrabrigði lítil, baðstrendur
margar og þar er eilíft sumar.
Frá þessari sumarparadis
heldur ferðin áfram til Casa-
blanca, stærstu borgar Mar-
okko. fbúar borgarinnar eru.
um ein milljón og er hún með
breiðgötum skreyttum pálma-
trjám og mjög suðræn útlits.
Þar er og mikið Arabahverfi,
sem ferðamönnum þykir að
jafnaði forvitnilegt að sjá.
Baðströnd er þar ágæt og
gnægð af skemmtigörðum og
næturklúbbum.
Eftir tveggja sólarhringa
viðdvöl í Casablanca er ferð-
inni heitið til Lissabon, þar
sem skipsferðin endar laugar-
daginn 5. febrúar kl. 8 að
morgni. Þar kveðja farþegar
skipið og flytja á hótel, en
fljúga daginn eftir til London.
Til Reykjavíkur verður svo
flogið frá London þriðjudags-
kvöldið 7. febrúar.
Seinni ferðin verður að þvi
leyti frábrugðin hinni fyrri,
að flogið verður frá Reykja-
vík til Lissabon, sunnudaginn
5. febrúar, kl. 8 að morgni, og
þar fara farþegarnir um borð
í Gullfoss. Daginn eftir fer
skipið frá Lissabon og verða
viðkomustaðir Funchal, St.
Cruz de Tenerife, Las Palmas,
Casablanca og London og það-
an siglt beint til Reykjavíkur.
Viðstaða verður hin sama í
höfnum og í fyrri ferðinni,
nema ekki verður komið við
í Ponta Delgada á Azoreyjum
og siglt beint til Londcn frá
Casablanca. í London verður
komið sunnudaginn 26. febrú-
ar og verða báðar ferðirnar
því jafnlangar, 22 dagar.
Ekki mun ætlunin að taka
jafnmarga farþega og jafnan
eru í áætlunarferðum skips-
ins og farrýmaskipan verður
frábrugðin því sem venjulegt
er. Verður aðeins eitt farrými
í skipinu og hafa allir far-
þegar jafnan aðgang að öllum
salarkynnum skipsins án til-
lits til þess hvar þeir búa Í
skipinu. Matur verður með
þeim glæsibrag, sem alkunn-
ugt er og munu farþegar allir
matast í borðsal fyrsta far-
rýmis.
Þá hefur Eimskipafélagið
ákveðið að setja upp sund-
laug í skipinu, áður en lagt
verður upp í þessar ferðir.
Verður hún á aftari lest og
mun farþegum gefast þar
kostur á að kæla sig á milli
þess sem þeir liggja í sólbaði.
Þá verða í skipinu læknir,
hárgreiðslukonur fararstjórar
og hljóðfœraleikarar. Reynt
verður af fremsta megni að
gera farþegum ferðina eins
ánægjulega og unnt er.
Fargjald verður frá kr.
19.900,00. í því er innifalið
skipsferðin og flugferðin, fæði
og þjónustugjald um borð,
gisting og morgunverður í
landi, þar sem gist er og sölu-
skattur. Ferðir í landi eru
ekki reiknaðar með í far-
gjaldi.
La Palmas á Kanaríeyjum, en það er einn af viðkomustöðum Gullfoss.
>f
K.F.L.K. — Vindáshlíð
Guðsþjónusta verður að Vindáshlið í Kjós, sunnu-
daginn 28. ágúst kl. 3:00 e.h.
Prestur: Séra Guðmundur Óli Ólafsson.
Ferð verður frá húsi K.F.U.M. og K. við Amtmanns-
stíg 2B, kl. 1 e.h.
STJÓRNIN.
Ibúð
i Kópavogi
Ung, reglusöm hjón með eitt
barn, óska eftir að taka á
leigu 2—3 herb. íbúð í Kópa-
vogi í 1—2 ár, frá 1. sept.
Tilboð sendist afgr. blaðsins
fyrir mánaðamót, merkt:
„4875“.
Lngur maður óskast
á endurskoðunarskrifstofu, sem allra fyrst. Um-
sóknir með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 5. sept. n.k.
merkt: „Endurskoðun — 4027“.