Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐID Laugardagnr 27. ágúst 1966 6 Málmar Kaupi alla málma, nema járn, hæsta verði. Stað- greiðsla. Móttaka í Rauðar árporti kl. 8—16. Arinco, símar 12806 og 33821. Miðstöðvarkerfi Kemisk-hreinsum kisil- og ryðmyndun í miðstöðvar- kerfi, án þess að taka ofn- ana frá. Uppl. í síma 33349. Tækifæriskaup ' Vetrarkápur, svartar, með stóru skinni, á kr. 2.500,00. Ullarprjónakj ólar, enskir á kr. 800,00. Laufið, Laugaveg 2. Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa á veitingahúsi austanfjalls. Má hafa með sér barn eða ungling. Skóli á staðnum. UppL í síma 30078. íbúð óskast Óskum eftir 1—3 herb. fbúð til leigu. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 36477. BAKNAGÆZLA TÖKCM AÐ OKKUR UNG BÖRN í GÆZLU ALLAN DAGINN. UPPLÝSINGAR I SÍMA 34967. Tannsmíðanemi óskast strax. Hallur Halls- son, tannlaeknir, Kleifar- veg 6. 4ra herb. íbúð til leigu í Hlíðunum, frá 1. sept. n.k. Fyrirfram- greiðsla. Tilboð sendist MbL merkt: „4024“. Vil kaupa skuldarbéf, til allt að 15 ára. Tilobð merkt: „Trún- aðarmál — 4023“. Fundist hefur lítið lyklaveski á Snorra- braut, fyrir nokkru. Sæk- ist á lögregluvarðstofuna, gegn greiðslu auglýsingar. Jón Eyjólfsson. Tveir reglusamir skólapiltar utan af landi, óska eftir herbergi. Uppí. I síma 20784. Rafvirki óskar eftir atvinnu sem fyrst. Margt kemur til greina. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir mánaðamót, merkt: „4853“ Smiður getur bætt við sig nokkrum verkum, t- d. alls konar breytingum innanhúss, — flísalögn, harðviðarklæðn- ingar, hurðarísetningar og fl. Uppl. í síma 37361 og 20142. Timbur — Þvottavél Til sölu: Betty þvottavél kr. 2.500,00. Hafha-þvotta- pottur 50 1. kr. 1.500,00. — Ca. 1200 fet af mótatimbri, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 37104. Barnagæzla Tek að mér gæzlu ung- barna frá kl. 8—1 e.h. — Uppl. í síma 37632. Messur á morgun Hvammstangakirkja. Fyrsta guðshúsið þar. Vígð 1957. Henni þjónar séra Gísii H. Kolbeins á Melstað. (Ljósm.: séra Ágúst Sigurðsson, Möðruvöllum). Dómkirkjan Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Fíladelfia, Reykjavík Guðsþjónusta kl. 8.30. Ás- mundur Eirík&son. Fíladelfía, Keflavík Guðsþjónusta kl. 4. Haraldur Guðjónsson. Garðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Bíll fer frá Vífilsstöðum kl. 10 og siðan um hverfin. Séra Bragi Friðriksson. Keflavíkurflugvöllur Guðsþjónusta kl. 8.15 í Stapa. Séra Bragi Friðriksson kveður söfnuðinn. Grensásprestakall Messa í Breiðagerðisskóla kl. 10.30. Séra Felix Ólafsson. Ú tskálapr estakall Messa að Hvalsnesi kl. 2. Séra Guðmundur Guðmundsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. ólafur Ólafsson kristniboði prédikar. Heimilisprestur. Hallgrimskirkja Messa kl. 11. Séra Erlendur Sigmundsson. Laugarneskirkja Messa kL 11. Séra Garðar Svavarsson. Kirkja Óháða safnaðarins Messa kl. 2. Safnaðarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Séra Frank M. Halldórsson. Háteigskirkja Messa kl. 10.30. Séra Tómas Guðmundsson frá Patreksfirði messar. Kópavogskirkja Messa kl. 10.30. Séra Gunnar Árnason. Reynivallaprestakall Messa að Saurbæ kl. 2. Séra Kristján Bjarnason. Bústaðaprestakall. Guðsþjónusta í Réttarholts- skóla á morgun kl. 10.30. Séra Ólafur Skúlason. Ásprestakall Ekki messað í Reykjavík vegna messuferðar til Hruna. Séra Grimur Grímsson. Hrunakirkja Hrunakirkja Messa kl. 2. Kirkjukór Ás- prestakalls í Reykjavík syngur. Sóknarprestur Ásprestakalls, — séra Grmur Grímsson messar. Stork- urinn sagoi Svei mér þá alla daga, ef ekki er lafhægt að fá á sig slagsíðu í þessu slagviðri, þetta ætlar mann hreint alveg lifandi að drepa, og er ég þó ekki kvelli- sjúkur. Sem ég paufaðist á móti rok- inu niður í Miðborg í gær hitti ég mann, sem saug upp í nefið og sneri upp á sig, þarna niður við Lækjartorg, þar sem þeir hafa Persilklukkuna og til vondra vara Garðar úrsmið á næsta leiti ,ef eitthvað skyldi út af bera. Storkurinn: Jæja, og svolítið súr á svipinn í slagviðrinu? Maðurinn á Lækjartorgi: Já, og ekki að undra. Þarna eru haastir út.lendinjrar lifandi kornn- ir. Ekki dugar þeim einu sinni, að Siggi Þór kippi í spottann á Surti og skapi alldæilegt eldgos handa þeim í kvikmyndirnar, og allt virðist vera í upprifinni gloríu fyrir. Sigurð heitinn Fáfnisbana, nafna Sigurðar, þeg- ar þeir lýsa því blákalt yfir, að þeir séu hættir við að nota egta eldgos, heldur ætli þeir að búa til eldgos á Sólheimasandi með púðurkerlingum og rússn- esku bensíni. En sú „genverðug- heit“, mætti hafa eftir kerling- unni í gamla daga. Já, ég er þér aldeilis alveg sammála, maður minn, og fer nú að verða litið eftir af egta hlutum' í kvikmyndum, en nú má ég ekki vera að því að tala við þig lengur, því að ég er að fara í frí til að heilsa upp á frændur mína, fuglana bæði á Norður- og Vesturlandi, og mér finnst nú, að ég eigi friið skilið. Og með það kveð ég ykkur, les- endur mínir með sárum söknuði og trega. Strúturinn félagi minn mun ekki taka við af mér, held- ur mjög fallegur kvenfugl, og það er leyndarmál, sem þið meg- ið ekki kjafta frá, en ég held að það sé litla gula hænan, sem ætli að spjalla við ykkur á með- an. Verið þið svo sæl «inni. Hittumst heil! Bless! Þvl að ég veit, að Drottinn er mikiU og að Herra vor er öUum guðum æðri (Sálm. 13,5). 1 dag er laugardagur 27. ágúst og er það 239. dagur ársins 1966. Eftir lifa 126 dagar. varzla aðfaranótt 30. ágúst. — Jósef Ólafsson. Næturlæknir í Keflavík 25/8 26/8 Jón K. Jóhannsson sími 1800, 27/8—28/8 Kjartan Ólafs- Árdegisbáflæði 4.13. Siðdegisháflæði 16.42. Upplýsingar um læknaþjón- ustu i borginni gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavikur, Síminn er 18883. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sírni: 2-12-30. Kvöldvarzla í lyfjabúðum er dagana 27. ágúst — 3. september í Laugavegsapóteki, — Holts apóteki. Næturvarzla er að Stórholti 1, sími 23245. Næturlæknir í Hafnarfirði. Helgivarzla laugardag til mánu- dagsmorgun 27.—29. ágúst — Kristján Jóhannesson. Nætur- son sími 1700, 29/8 Arnbörn ólafs son sími 1840, 30/8 Guðjón Klem- enzson simi 1567, 31/8 Jón K, Jóhannsson sími 1800. Kópavegapótek er opið alla daga frá kl. 9—7 nema laugar- daga frá kl. 9—2, helga daga frá 2—4. Framvegls verðor tekið á móti þeim, er gefa vilia blóð i Blóðbankann, sem hér cegir: Mánadaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl *—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAOA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f(h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtimans. Bilanasíml Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur- og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtakanna Hverfisgötu 116, sími 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6—7. Or8 lifsins svara 1 síma 10000. Kort frá Viet-IMam í gær barst kort frá tslendingi, sem kom við í Saigon í Viet-Nan á leið sinni kringum hnöttinn. Við birtum hér mynd af kortinu, o| einnig af hinni stuttu en vafalaust sönnu lýsingu á einni borg. Kortið er skrifað 19. ágúst og á þvi stendur: „BEZTU KVEBJUR (HÉR ER HRÆÐILEGT), BJÖSSI.“ Fleiri orða var ekki þörf. Allt var sagt. 80 ára er í dag Salóme Jó- hannesdóttir fyrrverandi húsfrú á Löndum í Miðfirði. Hún verð- ur stödd á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Kleppsveg 48, 4. hæð. í dag verða gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðarsyni, ungfrú Jófríður Guðjónsdóttir Skipholti 18, og Gunnar Randver Ingvars- son Bragagötu 30. Heimili þeirra verður að Skipholti 18, Reykjavík. í dag verða gefin saman í Sel- fosskirkju af séra Sigurði Páls- syni ungfrú Drífa Pálsdóttir, Hörðuvöllum L Selfossi og Gestur Steinþórsson frá Hóli Gnúpverjahreppi, Árn. í dag 27. ágúst verða gefin saman í hjónaband í Kapellu Háskóla íslands af séra Óskari J. Þorlákssyni Ingunn Bene- diktsdóttir Hofteigi 44 og Högni Óskarsson Vesturbrún 20. Heim í dag verða gefin saman i hjónaband í Dómkirkjunni af séra Pétri Sigurgeirssyni ungfrú Hrafnhildur Ásgeirsdóttir Álf- heimum 26, og Hlöðver örn Vil- hjáhnsson Safamýri 91. >f Gengið Reykjavík 26. ágúst 1966 Kaup Sala 1 Sterlingspund 119,74 120,04 1 Bandar. dollar 42,95 43.08 1 Kanadadollar 39.92 40.03 100 Danskar krónur 620,40 622,00 100 Norskar krónur 600,64 602,18 100 Sænskar krónur 831,45 '833,60 100 Finsk mörk 1.335,30 1.338,'/2 100 Fr. frankar 876.18 878.42 100 Belg. frankar 86,36 l 86,60 100 Svissn. frankar 99,00 995,55 100 Gyllini 1.188,30 1.191,36 100 Tékkn. kr. 596,40 598,00 100 v-þýzk mörk 1.076,44 1.079,20 100 Lirur 6,88 6.90 100 Austurr. sch. 166.18 166.60 100 Pesetar 71,60 71,80 Haldið bo rginni hreinni sá N/EST beztti Kennslukonan: „Mikill sóði ertu, Pétur. Þú hefur ekki þvegið þér áður en þú fórst í skólann. Ég get séð hvað þú hefir borðað í morgun". Pétur: „Hvað át ég í morgun?“ Kennslukonan: „Egg“. Pétur (fagnandi): Nei. Þér getið skakt, fröken. Ég fékk fisk í morgun, en egg í gærmorgun“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.