Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐIÐ ’ Laugardagur 27. Sgúst 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER geymdi ekkert verðmætt í stúd- entagarðinum. Ég sagði við hana: — í>að dýrmætasta, sem þér eigið, ungfrú Rizzio, eruð þér sjálfar. Og við erum komnir eftír yður. Hún hefði getað ráð- ið það af orðum mínum, að við ætluðum að ræna íienni, en, hugurinn beindist strax að því, sem nærtækast var. Hún sagði okkur, að ef það væri það, sem við værum að sækjast eftir, yrð- um við heldur að leita til stúlkn anna. í>ær yrðu til í tuskið. Við mættum gera hvað sem við vild um við þær, ef við létum hana sjálfa í friði. Ég endurtók aðvör unina mína: (— Ungfrú Rizzio, við erum komnir að sækja yður. En þá ta allrar hamingju — að minnsta kosti fyrir okkur — leið yfir hana. Við bárum hana inn í rúmið og biðum þess, að hún jafnaði sig. Og þegar hún gerði það, eitthvað tíu mínútum seinna — stóðum við allir fimm, við dyrnar. Við þökkuðum henni greiðasemi hennar og fórum. Þannig fór hún fram Armino, þessi nauðgun á ungfrú Rizzio. En framhaldið bjó hún sjálf til. Nú var öll alvaran horfin úr andliti Giorgios og hann hló. Það gerðu hinir líka. Ég skildi þennan hlátur þeirra og kunni að meta þessa blekkingu, og þó .... — En Elia prófessor, sagði ég. — Var það líka þáttur í skrípa- leiknum? Giorgio leiti á Aldo og hann kinkaði kolli. — Það var nú ekki ég, sem stóð fyrir því, sagði Giorgio. Það var undir stjórn Lorenzos. Lorenzo, sem var Milanobúi eins og deildarstjóri Verzlunar- og Hagfræðideildarinnar, var ekki nema hálfdrættingur að stærð við manninn sem hann hafði hjálpað til að fletta klæð- um. Hann var hlédrsegur og hikandi og augun þokukennd eins og í saklausu ungbarnL — Sumir kunningjar mínir — af báðum kynjum — hafa orðið fyrir ónotum af hálfu Elia, öðru hverju. Við ráðguðumst því við Aldo og gerðum áætlun um, hvernig að skyldi fara. Það var auðvelt að komast inn í húsið. Elia hélt í fyrstunni, að stúd- entarnir væru hér með einhver skrípalæti, sem einskonar for- leik að veizlunni í Panorama. En hann komst brátt á aðra skoðun. Jæja, ég hafði þá ályktað rétt. Bróðir minn hafði staðið fyrir hvorutveggja. Ég sá, að í hans augum og piltanna, hafði rétt- laetinu aðeins verið fullnægt. Metaskálarnar stóðu jafnt, sam- kvæmt hinum einkenilegu lög- um Claudio hertoga — Fálkans — fyrir meira en fimm hundruð árum. — Aldo, sagði ég. — Ég spurði þig þess í gærkvöldi, en þú svar aðir mér ekki þá. Hvað ertu að reyna að gera með þessu? Bróðir minn leit á félaga sína ellefu og svo á mig. — Spurðu þá, sagði hann, — um hvað þeir voni að framkvæma í lífinu. Þú færð sitt svarið hjá hverjum þeirra, allt eftir skapferli þeirra. Þeir eru engir þeirra fámennis- stjórnarsinnar eða hugsjóna- menn. Og þeir hafa hver sína framaþrá. Ég leit á Giorgio, sem stóð næstur mér. — Ég vil losa heiminn við hræsnina, svaraði hann, — og byrja þá á gömlu mönnunum í Ruffano, og konun um líka. Þau komu nakin inn i heiminn, alveg eins og við. — Skítafroða sezt ofan á polla, sagði Domenico. Ef froð- an er fleytt af er hreint vatn undir. Hreinsið burt froðuna. — Lifa hættulegu lífi, sagði Romano. — Sama hvar eða hvernig, en bara með vinum sínum. — Finna hulin verðmæti, sagði Antonio. — Þau kynni. að leynast á botninum á tilrauna- glasi í rannsóknastofunni. Ég er í efnafræði og þessvegna líka hlutdrægur. — Ég er á sama máli og Ant- onio, sagði Roberto, — en ég kæri mig bara ekki um nein til- raunaglös. Einhversstaðar í al- heiminum er svarið ef við leit- um betur. Og þar á ég ekki við himnaríki. — Seðja hina hungruðu, sagði Guido. — Ekki á brauði heldur á hugmyndum. — Byggjg eitthvað varanlegt, sem ekki verður sópað burt, □---------------0 52 □---------------□ sagði Pietro, — eins og endur- reisnarmennirnir gerðu, sem reistu þessa höll. — Rífa niður hömlurnar, sem allsstaðar eru í veginum, sagði Sergio, — þessar girðingar, sem eru milli manna. Foringja, já, foringja vil ég hafa til að vísa veginn, en enga herra eða þræla. Og þessu svarar Federico líka, — svo oft höfum við rætt það. — Kenna hinum ungu að verða aldrei gamlir, sagði Giovanni, — jafnvel þegar beinin í þeim taka að bresta. — Kenna þeim gömlu, hvern- ig það er að vera ungur, sagði Lorenzo, — og með ungum a ég við máttlausa og málhalta aftur kreistinga. Svörin komu snöggt og hvasst frá hverjum piltanna, eins og riffilskot. Cesare, hinn síðasti, var sá eini, sem hikaði dálítið. Loksins leit hann á Aldo og sagði: — Ég held, að það, sem við þurfum að gera sé að vekja áhuga hjá körlum og konum af okkar kynslóð. Sama, hver áhugamálin eru, hvort það er knattspyrna eða málaralist, fólK eða stórmál, en fólkið verður að hafa áhuga, ástríðufullan áhuga, og ef á þarf að halda kæra sig kottóttan um eigið lif, og deyja. Aido leit á mig og yppti öxl- um. — Hvað sagði ég þér? sagði hann. — Þeir koma sinn með hvert svarið. En meðan þetta gerist, hefur Stefano Marelli, þarna upp á loftinu, aðeins eitt áhugamál og það er að bjarga sínu auma lífi. Nú heyrðust aftur óp ofan af loftinu og svo hratt fótatak. Giorgio opnaði dyrnar. Þetta óða og reikula fótatak kom niður stigann og þaut eftir ganginum, og maður starði út í myrkrið. Einhver mannsmynd nálgaðist okkur, með hendurnar bundnar I á bak aftur og með brotna fötu á höfðinu, með götum á botnin- um. í götin hafði verið stungið „kínverjum", og þeir spýttu og hvæstu, þegar maðurinn hljóp. Snöktandi hrasaði hann og datt kylliflatur fyrir framan Aldo. Fatan losnaði af höfðinu á hon- um og valt burt. Kínverjarnir spýttu í síðasta sinn og slokkn- uðu þvínæst út. Aldo hallaði sér fram og með hnífsbragði, sem ég gat ekki einusinni komið auga á, skar hann böndin af stúdentinum og rykkti honum síðan á fætur. — Jæja, þarna eru eldsglæð- urnar þínar, sagði hann og spark aði í fötuna og útbrunnu kín- verjana. — Þær eru nú samt ekki annað en barnaleikur. Stúdentinn, sem vtir enn snöktandi, glápti. Fatan valt eftir gólfinu en stanzaði síðan, og loftið fylltist púðurreyk. — Ég hef séð menn stökkva út úr flugvélunum sínum eins og lifandi kyndla, sagði Aldo. — Þakkaðu guði, Stefano, fyrir að vera ekki einn þeirra. Jæja, snáfaðu nú út. Stúdentinn sneri sér við og reikaði síðan eftir ganginum áleiðis að stiganum. Skugginn af slagandi mynd hans, leit út eins og einhver risavaxin leður- blaka. Verðirnir eltu hann og ráku hann út gegn um húsagarð inn niðri, því að hann hafði misst allt áttaskyn, og svo út um stóra hliðið milli turnanna. Við heyrðum ekki lengur skó- hljóðið frá óstöðugum fótum hans. Myrkrið gleypti hann. — Hann hvorki gleymir né fyrirgefur, sagði ég. Nú fer hann út og smalar saman hundrað sín um líkum. Hann blæs söguna út svo að hún verður óþekkjanleg. Viltu raunverulega fá allan bæ- inn upp á móti þér? Ég leit á Aldo. Hann var sá eini í hópnum, sem hafði ekki svarað fyrri spurningu minni. — Það er óumflýjanlegt, sagði hann. — Hvort sem Stefano seg- ir kunningjum sínum frá þvi eða ekki. Þú skalt ekki ímynda þér, að ég sé hér til að koma & sáttum og samlyndi í bænum eða háskólanum. Ég er hér til að koma öllu í bál, til að etja einum manni mót öðrum, til að koma allri hræsninni, ofbeldinu, öf- undinni og girndinni fram í dags ljósið, upp á yfirborðið, eins og skítafroðunni, sem hann Dom- enico var að tala um á pollin- um. Þá fyrst, þegar það sýður bólar og þefjar, getum við hreinsað það burt. Þá náði sú sannfæring tökum á mér, sem ég hafði hingað til hrundið frá mér sem óhugsandi: Aldo var vitskertur. Fræ vit- firringarinnar höfðu leynzt með honum alla bernsku hans og æsku, og nú var það tekið að þroskast — vafalaust fyrir þær þrautir, sem hann hafði orðið að þola í ófriðnum og þar á eft- ir, og svo áfallið af dauða föður okkar, og hvarf og ætlaður dauði móður okkar og minn. Og þetta var að kæfa vitsmunaafl hans, eins og krabbamein. Froðan, sem steig upp á yfirborðið, var hans eigin geðveiki. Merkið, sem hann skildi sem þjáningar heimsins, var hans eigin sjúk- dómur. Og ég gat ekkert að- hafzt — ég gat á engan hátt hindrað, að hann kveikti í bál- inu á hátíðinni — bálinu, sem gat, í óeiginlegum skilningi, brennt borgina til grunna. Þessi tryggi stúdentahópur hans, sjálf ir brenglaðir af arfinum, sem þeir höfðu hlotið í æsku, mundu standa við hlið hans, athuga- semdalaust. Aðeins ein mann- eskja gæti þarna haft áhrif. Það var frú Butali, en hún var enn í Róm, að því er ég bez* vissi. Aldo gekk á undan okkur :'nn í áheyrnarsalinn. Hann ræddi þar um stund ýmsar fyrirætl- anir í sambandi við hátíðina, leiðina, sem farin yrði og hvar skyldi staðnæmast, tímaseon- ingu og önnur tækniatriði. Ég rétt hlustaði á hann. Eitt virtist mér vera fyrst og fremst áríð- andi og það var að fá hátíðinni aflýst. En rektorinn var eini maðurinn, sem því gæti komið í kring. Einhverntíma um klukkan hálfellefu, reis Aldo á fætur. Klukkan í turninum var rétt ný- búin að slá hálftímann. — Jæja, Beo, ef þú ert tilbúinn, þá get ég skotið þér yfir í Mikjáls- götu. Sælir á meðan kappar mín- ir. Sé ykkur á morgun. Hann gekk gegn um svenher- bergi hertogans og inn í bún- ingsherbergið. Þar fieygði hann af sér treyjunni og hásokknuum og klæddi sig aftur í sín venju- legu föt. — Jæja, burt með þenn an grímubúning, sagði hann. — Þú ferð eins að. Hérna í töskuna. Hann Giorgio sér um það. Ég var alveg búinn að gleyma því, að í meira en klukkustund hafði ég verið með gullinhærðu hárkolluna og í gulu skikkjunní. Hann sá alveg þegar ég áttaði mig á þessu, og hló. — Það er hægðarleikur, finnst þér ekki? — að hverfa fimm hvert sem þer tartð/hvenaersem þerfarið iiveniig sem þerferðíst iga.agiaa™ (smjör) SMYRJIÐ MEÐ SiUÍMMJÖRIÐ m öaoQJur ®® ®®w □sta- og Smjörsalan s.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.