Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 3
LaugarclagnT Sgúst 1966 3 MORCUNBLAÐIÐ < tH( Á lSí rjSw BSÉÍÍ Flóki sýnir í Bogasainum væri hin eina sýningarhæfa. Stefnu sina í málaralist vildi Flóki kalla „magiskan realisma", seiðræna raunsæishyggju. I>á gaf Flóki þær yfirlýsing- ar að íslenzk myndlist væri ósköp dapurleg, og listasagan væri fals einbert allt frá Vasar- ely til Björns Th. Björnssonar. Aðspurður kvað Flóki, að hon- um væru litir ekki að skapi, því það væri í kringum þá sóða- skapur og viss leiðindi. Sýning listamannsins opnar kl. 2 í dag óg stendur yfir í rösk lega viku. Brotizt inn hfá SUKSIHMR .,Menningarbyltingin“ og Þjóðviljinn Þjóðviljinn hefur verið furðu fámáll um „menningarbyltingu öreiganna", sem geisað hefur í Kína að undanförnn, og er það blaö þó ekki vant að þegja, þegar miklir atburðir gerast er- lendis, eins og sjá má daglega í blaðinu, þegar það ræðir bæði f DAG opnar Alfreð Flóki myndlistarsýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýning- unni eru nær eingöngu tússteikn ingar, samtals 47 að tölu. Mynd- irnar eru allar frá síðustu tveim ur árum. Á fundi fréttamanna með lista- manninum í Bogasalnum í gær, upplýsti hann, að tvö ár eru lið- Leiðrétting í BLAÐINU í gær urðu þau mis- tök að í grein um Ásgeir Krist- jánsson, Grundarfirði, látinn kom mynd af Ásgeiri Krist- mundssyni, vegaverkastjóra, Grundarfirði. M'bl. þykja þessi mistök, sem eiga þó sína skýr- ingu, að vonum áfar leið og biðja *lla hlutaðeigendur velvirðingar. Jafnframt birtum við hér mynd af hinum látna er hét fullu rafni Þórður Ásgeir Kristjáns- •on. Missögjn um slys f>AÐ var á misskiiningi byggt í frétt blaðsins í gær um gamia manninn, sem féll út úr strætis- vagninum við Álfheima, að hann hafi dregizt með honum. .— Hið rétta var, að hurð strætisvagns- ins skall á manninn, sem féll í göt una við það. 2 skip með 92 tonn SLÆMT veður hefir yfirleitt verið á sildarmiðunum síðasta •ólarhring, aðallega á syðri mið- nnum og er þar foráttusjór. í nótt var komið leitarveður á eyðri miðunum, var Hafþór þar að leit, en fann ekki síld, hún virðist hafa hreyft sig eitthvað." I>ar norðurfrá eru nokkur skip. Veðrið virtist vera að versna aftur í morgun. Siðastliðinn sólarhring til- kynntu 2 skip um afla, samtals 92 tonn. Björg NK 32 og Sóley IS 60 lestir. in síðan hann síðast hélt sýn- ingu og þá í Galerie 13 í Kaup- mannahöfn. Alfreð Flóki er þegar lands- kunnur listamaður og einkum þekktur fyrir oft á tíðum hroll- vekjandi verk sín, enda sagði hann á blaðamannafundinum að hann hefði ætíð dregizt að hinu furðulega og óhugnanlega. Eru myndir hans a.m.k. talandi vott- ur um það. Má þar nefna mynd af Elísabetu nokkurri Bathori, ungversku kvendi frá 17. öld, sem Flóki kvað hafa komið fyrir kattarnef nokkrum hundruðum manna og laugað sig í blóði þeirra til að viðhalda yndis- þokka sínum. Af kvinnu þessari kvaðst Flóki hafa gert 20 mynd ir, en sú sem á sýningunni er, vátryggmgafél. BROTIZT var síðastliðna nótt inn hjá vátryggingarfélagi í borginni. Fór þjófurinn inn um glugga, sem hann braut upp, og komst þannig inn á skrifstof- urnar. Þar braut hann upp allar læst ar hirzlur og gramsaði í því, sem þar var. Ekki mun hann hafa haft neitt upp úr þessu, því pen ingar allir eru geymdir í ramm byggðum peningaskáp, sem hann mun ekki hafa getað ráð- ið við. Hefur oft verið brotizt þarna inn áður. Aöalfundur SÍSE geri ályktanir um hagsmunamál stúdenta AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra stúdenta erlendis (SÍSE) var haldinn dagana 18. og 19. ágúst sl. Fundinn sátu 25 skip- aðir fulltrúar frá 11 þjóðlönd- um auk áheyrnarfulltrúa frá Stúdentaráði Háskóla íslands og gesta. SÍSE var stofnað 13. ágúst 1961 og varð því 5 ára í þessum mánuði. Eru nú hátt á 3. hundr- að námsmenn í sambandinu. Tilgangur sámbandsins er að gæta hagsmuna íslenzkra stúd- enta erlendis, efla samheldni þeirra í milli og kynna nám og kjör stúdenta erlendis. Kjörin var ný stjórn, en hana skipa: Gylfi ísaksson, formaður, Ólafur Einarsson, varaforniaður, Sven Sigurðsson, ritari, Gunnar Benediktsson og Huldar Smári Ásmundsson meðstjórnendur. Fyrir fundinum lágu álit nefnda í hagsmunamálum SfSE. Þórir Bergsson, fulltrúi SÍSE í Lánasjóði námsmanna, skýrði frá tillögum nefndar þeirrar, sem skipuð var af ríkisstjórn 1il endurskoðunar á lánamálum stúdenta. Fundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun: „SÍSE minnir á, að fjárhags- aðstaða íslenzkra stúdenta er- lendis er mjög erfið, og fer síversnandi (sbr. niðurstöður könnunar Þóris Bergssonar) Þvi telur SÍSE knýjandi nauðsyn að auka aðstoð við stúdenta erlend- is og jafnframt sé komið á skyn- samlegum vinnubrögðum við út- hlutun lána og styrkja. SÍSE vill því vekja athygli ríkisstjórnar og alþingis á eftir- farandi kröfum sínum: Að sami aðili úthluti fram- vegis öllum lánum og styrkjum til námsmanna heima og er- lendis. Að námsstyrkir verði ekki skertir frá því, sem nú er, og uð lán námsmanna, sem látasx, örkumlast eða missa tekjuöfl- unarhæfni, verði óafturkræft. Að lán og styrkir verði ár hvert tilbúin til afgreiðsln eigi siðar en 1. febrúar. Að stefnt verði að því af> koma á stighækkandi fjarhags- aðstoð við stúdenta, sem miðuð verði við áætlaða umframfjár- þörf (þ.e. mismunur heildar- námskostnaðar og eðUlegrar tekjuöflunar). SÍSE telur það lágmarkskröfur, að fjárhagsað- stoð á fyrsta námsári nemi minnst helmingi umframfjár- þarfar og hækki síðan stig af stigi, unz hún nemi allri um- framfjárþörf á fimmta, sjötta og sjöunda námsári. Að fellt verði niður almanna- tryggingasjóðsgjald á náms- mönnum. Að stefnt sé að þvi, að stúi!- entar þurfi ekki að leita til ann- arra lánastofnana, vegna náms- kostnaðar, en hins opinbera, t d með stofnun viðbótarlánasjóðs með venjulegum bankavöxtum til þess að forða námsmönnu.n frá því að þurfa að velta áfram víxlum. Að tekin verði upp ríkisábyrgð á námslánum. Að allt það tekjutap, sem há- skólamenn verða fyrir vegna náms síns, komi fram sem frá- dráttur við skattaálagningu næstu árin eftir að námi lýkur og sé þá miðað við meðallaun stúdents fyrir öll námsárin“. Rætt var um sameiningu Stúd- entaráðs Háskóla íslands (SHÍ) LEIKRITI Jökuls Jakobssonar, „Gullbrúðkaup", hefur verið út- varpað víða um heim undan- farna mánuði, m.a. í Svíþjóð og Finnlandi. Þann 4. júlí var leik- ritinu útvarpað í Austur-Berlin og aftur þann 31. júlí. Var það í flokki útvarpsieikrita frá 10 löndum og má geta þess, að m.a. var útvarpað leikritinu „The Gimlet“ eftir brezka skáldið James Saunders. Fékk leikrit Jökuls mjög góða dóma. Gullbrúðkaupinu mun einnig útvarpað í ísrael þann 15. okt. n.k. og af danska útvarpinu um jólaleytið. Annað leikrit Jökuls, „Sjóleið in til Bagdad“, verður tekið til flutnings í Vestur-Þýzkalandi. Mun því bæði sjónvarpað og út og SÍSE, en fundinn sátu, sem fyrr segir, áheyrnarfulltrúar frá SHÍ. Samvinna hefur verið haf- in milli SHÍ og SÍSE á ýmsum sviðum, m.a. hefur verið ráð- inn sameiginlegur framkvæmda stjóri auk þess, sem samstarí hefur verið í kjaramálum og utanríkismálum. Enn hefur þó ekki orðið af stofnun Sambands íslenzkra háskólastúdenta (SÍH) en nefnd fulltrúa frá SHÍ og SÍSE vinnur að þeim málum. Ákveðið var á fundinum að halda námskynningu í samráði við SHÍ, eins og undanfarin ár, og fer hún fram þriðjudaginn 30. 8 í Menntaskólanum i Reykjavík og hefst kl. 20. Á námskynningu þessari verða gefnar upplýsingar um nám í fjölmörgum námsgreinum við Háskóla íslands og fjölda er- lendra háskóla. Verður reynt að gera hana víðtækari en náms- kynningar þær, sem SÍSE og SHÍ stóðu að sl. vetur við menntaskólana utan Reykjavík- ur og Verzlunarskóla íslands. Þess skal að lokum getið, að SÍSE rekur skrifstofu, að Hverfisgötu 14, Reykjavík. Eru þar veittar upplýsingar um nám erlendis. Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30—19.00. Sími: 17752. varpað í Stuttgart. Leikritið hefur verið sýnt víða hér í sumar og á næstunni verð ur. það sýnt á nokkrum stöðum á Suðurlandi. Siðasta fræðsluferð SÍÐASTA fræðsluferð Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags á sumr inu verður farin á sunnudaginn kemur. Fari'ð verður í Botnsdal og gengið að Glym og Hvalvatni. Lagt verður af stað frá Umferð- armiðstöðinni kl. 9,30 oa komið aftur um kvöldið. Leíkrít Jökuis flutt víðn um heim í fréttum og forustugreinum um árásarstyrjöld kommúnista í Vietnam. Og ástæða væri til aö ætla, að „menningarbylting- in“ í Kína vekti óskipta athygli ritstjóra blaðsins, enda hefur einn þeirra skrifað heila bók um þetta volduga kommúnista- ríki. En hvernig sem á því stend ur er staðreyndin samt sú, að það sem af er ágústmánuði hef- ur Þjóðviljinn einungis birt þrjár fregnir um „menningar- byltinguna" í Kína, og ekki hef- ur ritstjórum blaðsins þótt þess- ir viðburðir svo markverðir, að þeir teldu ástæðu til að ræða þá í forustugrein blaðsins. Væri þó ástæða til að ætla, að atburð irnir, sem nú eru að gerast í Kina vektu óskipta athygli komm únista um heim allan, en vera má að kommúnistar hér á landi, sem gjarnan hafa reynt að fela sig undir ýmsum öðrum nöfnum Iíti á „menningarbyltingu" Maos sem eitthvert feimnismál og vilji sem minnst um hana vita. Hvað segir Kínaklíkan? En innan kommúnistaflokks- ins hér á landi er starfandi harð snúinn fámennur hópur Kina- sinna, sem hefur hreiðrað um sig í bækistöðvum Máls og Menningar og starfar þar undir forustu Kristins E. Andréssonar að því að útbreiða hér á landi áróðursrit kínverskra kommún- ista, enda er þessi forsprakki þeirra tíður gestur í kínverska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Fróðlegt væri að vita hvort Kinaklíkan í kommúnistaflokkn um hér á landi er ýkja ánægð með hinn stopula fréttaflutn- ing Þjóðviljans af atburðunum í Kína, en e.t.v. kemur það ekki að sök, sjálfsagt er ekkert sam- bandsleysi milli Peking og skrif stofu Máls og Menningar. „Menningarbylting" í Sósíalistaflokknum? Fyrirbærum á borð við „menningarbyltingu öreiganna** í Kína er gjarnt að breiðast út í röðum kommúnista, og þess vegna hljóta menn óhjákvæmi- Iega að velta því fyrir sér, hvort ekki megi eiga von á „menningarbyltingu“ í Sósíalista flokknum hér á landi, en eins og kunnugt er hafa að undan- förnu vaðið þar uppi endurskoð unarsinnar og aðrir svikarar, sem svo sannarlega eru ekki að skapi hinnar lireinræktuðu kommúnistaklíku sem flokkn- um stjórnar. Það þyrfti því engum að koma á óvart, þótt „menningarbylting öreiganna" í Kina smitaði út frá sér og teygði anga sina til Tjarnagötu 20. og þá gæti maður t.d. imynd að sér að fyrsta fórnardýr „menningarbyltingar “ Sósia- listaflokksins yrði formaður flokksins, Einar Olgeirsson, sem hefur spilað sín spil á þann veg hin siðustu ár, að hann nýtur nú einskis trausts í flokkn um hvorki til hægri né vinstri, og á fundum Sósíalistafélags Reykjavíkur fær hann ekki leng ur hljóð til þess að tala vegna framíkalla og svivirðingarhrópa utan úr salnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.