Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. Igílst 1968 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sextugur í dag: Siffurcftsli Kjart- ansson, - Siglufjörður Framhald af bls. 10 hefur viljað starfa hér alla tíð. Það er líka ánægjuefni í sambandi við sjúkrahúsbygg inguna, að ýms félagssamtök hér hafa lagt fram stórfé til hennar og má þar sérstak- lega geta Kvenfélags sjúkra- hússins, en markmið þess hefur verið fyrst og fremst að stuðla að þessari bygg- ingu. Hefur félagið lagt fram nokkuð á aðra millj. kr. til byggingarinnar. Þá er næst að geta dýpkun •rframkvæmda í Siglufjarð- arhöfn, ea þær eru fyrst og fremst við það miðaðar, að hið nýja skip geti lagzt hér að bryggju. Þeim fram- kvæmdum er nú að ljúka, en þær kostuðu um 314 millj. kr. Hvað aðrar framkvæmdir snertir, þá má geta þess, að Kaupfélag Siglfirðinga hefur nýlega tekið í notkun stórt og nýtízkulegt verzlunarhús og að bygging nýs póst- og símahúss er á lokastigi. Ný- lokið er endurbyggingu á löndunarbryggju Síldarverk- smiðju ríkisins, sem er mik- ið mannvirki og fyrirhuguð er stækkun á niðurlagning- arverksmiðju Síldarverk- smiðju ríkisins. Af íbúðar- byggingum eru hér í smíðum nú 10 nýjar íbúðir. Bættar samgöng- ur skapa ný skil- yrði fyrir iðnrekstur a Siglufirði í sambandi við síldarflutn- inga til vinnslu á Norður- landshöfnum, þá er rétt að undirstrika alveg sérstak- lega, að tilraunin með Þor- stein þorskabít á sl. sumri færði heim sanninn um, að hægt er að flytja síld til sölt unar óskemmda langar leið- ir. Hér eru eins og fyrr er getið möguleikar til þess að salta síld á 20 söltunarstöð- um og þar af leiðandi mikill áhugi á því, að slíkir sildar- flutningar geti hafizt. Frek- ari framkvæmdir hafa hins vegar stöðvazt af þeirri ástæðu, að eftir tveggja ára- tuga meiri eða minni síld- veðibrest fyrir Norðurlandi er fjárhagsgeta síldarsalt- enda mjög lítil og þyrfti þar að opna einhverjar nýjar leiðir til fjármagnsútvegunar í þessu skyni, en það skiptir miklu máli þjóðhagslega, að síldin verði söltuð fremur en brædd, því að útflutnings- verðmæti saltaðrar síldar er nálægt þrefalt á við út- flutningsverðmæti bræðslu- síldar, auk þess sem saltsíld- in skapar miklu meiri vinnu í landi. Leggja verður aukna áherzlu á að fullvinna salt- síldina í stað þess að flytja hana út sem hráefni, eins ©g verið hefur undanfarin fimmtíu ár og ber að fagna þeim vísi í þessa átt, sem niðurlagningarverksmiðjur S.R og Egils Stefánssonar eru. Framleiðsluiðnaður annar en sá er vinnur úr sjávarafla, er hér naumast fyrir hendi. í því sambandi er rétt að vekja athygli þeirra iðnrek- enda, sem starfsemi sína hafa á Faxaflóasvæðinu og eiga þar að stríða við vinnuafls- skort og dýrt húsnæði, á því, að að bættar samgöngur við Siglufjörð skapa ný skilyrði fyrir iðnrekstri hér og að hér er ónotað húsnæði fyrir hendi og tilkoma atvinnu- jöfnunarsjóðs og fram- kvæmdaáætlunar Norður- lands skapi nýja lánamögu- leika varðandi staðsetningu iðnfyrirtækja á Norðurlandi. Sigurgísli Kjartansson bóndi, Völlum í Ölfusi er sextugur í dag. Hann er fæddur 27. ágúst 1906 á Völlum og hefur alið sinn aldur þar. Móðir hans Gíslína Gísladóttir býr með syni sínum, en faðir hans Kjart- an Markússon, er látinn fyrir allmörgum árum. Vallahjónin eignuðust 3 börn, en einn son misstu þau ungan. Hin syst- kinin 2 búa nú félagsbúi á Völl- um. Sigríður Kjartansdóttir er gift Birni Jónassyni. Ég býzt ekkki við að Sigur- gísli kunni mér miklar þakkir fyrir það að vera að vekja at- hygli á honum, en það kemur vel á vondan að ég stríði hon- um með því, því sjálfur er hann með afbrigðum stríðinn. Sigurgísli er stór og mikill fjárbóndi, en líka góður fjár- bóndi og af lífi og sál. Hann þekkir hverja einustu kind, þó þær skifti hundruðum og meira að segja líka á nágrannabæjun- um. Hestamaður er hann líka ágætur og hafa mínir krakkar og fleiri oft notið góðs af því, ég hugsa að hans stórhátíðar séu fjallferðirnar. Vellir eru alltaf að stækka svo sem bæði byggingar þar og ræktun bera vitni, en ætlunin var nú annars ekki að segja frá því sem allir geta séð sem um þennan fjölfarna þjóðveg fara. Við fluttumst að Öxna- læk fyrir 10 árum, komum þangað frá Hafnarfirði, þar sem við höfðum búið hálft annað ár, en engum kýnnzt. En strax og við komum í Ölfusið áttum við ótal kunningja og vini. Ég gleymi því aldrei að við vorum strax boðin að Völlum, og það sem meira var, við fundum að við höfðum eignast vini upp á lífstíð. Sumir eru óratíma að segja hvað þeir eru góðir vinir manns. En í þetta skifti var það hlýtt handtak. Margir menn tjalda líka öllu sem til er, til að sýna hvað þeir eru miklir höfðingjar, en alveg er því öfugt farið með þetta fólk. Aldrei veit ég til að Sigurgísli bóndi hafi vikið að því einu orði sem hann hefur sjálfur vel gert, en er sífellt að benda á kosti og ágæti annarra. Slíkt finnst mér lýsa vel sönnum höfðingja. Sigurgísli hefur aldrei gifzt, en á þó meira „barnaláni" að fagna en margur annar, með því að á Völlum hafa verið alin upp mörg börn bæði hálf- og al munaðarlaus, sem öll hafa komizt vel til manns. Sigurgísli á sinn góða þátt í því með fram komu sinni og breytni. Og oft hef ég hugsað um hvað það er mikið lán í óláni þessara barna að vera alin upp hjá þessu fólki, þar sem manngæzkan og dreng- skapurinn ræður æfinlega orð- um og gerðum. Ég vildi gjarna vera komin í afmælið á Völlum núna því þar er mannmargt og glatt á hjalla, en það þarf ekki afmæli til, þar er það stærsta hótel, sem ég þekki til hér á landi, sem rekið er ókeypis. Kæri vinur, okkar hjónanna og barnanna inilegar hamingju- óskir með afmælið og langa og bjarta framtíð. Landakotsspítala 25. ágúst. Margrét Hansen, Öxnalæk. - S. R. Framhald af bls. 11 aldarlokum fram til þessa dags hefur sem kunnugt er ríkt síldarleysi að mestu hér, ef undan eru skilin Hval- fjarðarsíldin 1947-1948, en þá fóru fram mestu síldarflutn- ingar milli landshluta til þessa, en um það bil ein millj. síldarmála voru flutt í sérstökum flutningaskipum frá Reykjavík til Siglufjarð- ar. Sumarið 1962 fengum við tæp 600 þús. mál hér til verksmiðjanna og var það eina sumarið síðustu 20 árin, sem verulegt síldarmagn barst hingað, en mest kom hráefnið þá frá Austfjarða- miðum, enda minni móttöku- skilyrði þá á Austurlandi en nú. Hvað um aðgerðir nú til þess að afla síldarverksmiðj- unum á Siglufirði hráefnis? S.R. hófu síldarflutninga frá Austfjörðum sumarið 1962 með leiguskipum, er lestuðu um 3-4000 mál hvert. Stærsta átakið í þessum efn- inn hjá S.R. hefur nú verið gert með komu m.s. Haíarn- arins, sem getur lestað á mið um úti 22000 mál síldar. Þetta skip kostar með öllum bún- aði, sem í það hefur verið settur vegna síldarflutning- anna ' 53-54 millj. kr. Miklar vonir eru bundnar við þetta skip um hráefnisöflun fyrir verksmiðjur okkar hér á Siglufirði, enda samsvarar einn síldarfarmur úr þessu skipi um þriggja sólarhringa vinnslu í stærstu verksmiðj- unni hér, S.R. 46 verksmiðj- unni. Hvernig hefur rekstur nið- urlagningarverksmiðjunnar gengið?. Á sl. vetri var síld lögð niður í dósir úr um 2000 tunnum síldar. Mestur hluti framleiðslunnar voru gafal- bitar fyrir Rússlandsmarkað. Varan líkaði vel, en erfið- lega gengur að afla markaða, er tryggt geti rekstargrund- völl verksmiðjunnar. Hvað um framtíð síldar- verksmiðjanna á Siglufirði? Það má að vísu bæta um hag síldarverksmiðjanna og auka atvinnu á Siglufirði með síldarflutningum af fjarlæg- um miðum, en mest myndi að sjálfsögðu muna um það, ef síldin kæmi aftur á sín gömlu mið fyrir Norðurlandi. Við vonum, að á næstu árum megi með síldarflutningum frá fjarlægum miðum takast að nýta að einhverju leyti þau miklu verðmæti og fram leiðslugetu, sem fólgin eru í verksmiðjum okkar hér. — Sig. Þorkelsson Framhald af bls. 11 vatn og einnig er ætlunin að geta framkvæmt smáviðgerð- ir um borð í okkar skipi fyrir bátana. — Búizt þið við því að vera í síldarflutningum fram á haust? — Já, á meðan síld fæst, en annars er hægt að breyta um með litlum fyrirvara og taka upp flutninga á hráolíu eða lýsi. En við skulum vona, að síldveiðin haldist sem lengst og að þetta skip fullnægi sem bezt því hlutverki, sem því er ætlað, þ. e. síldarflutningum. — Hvernig er vistarverum og aðbúnaði skipverja háttað? — Hvort tveggja verður að teljast með því bezta, sem hér þekkist. Áhöfnin, en húa er 22 menn. býr við óvenju góð skilyrði bæði hvað snertir hreinlæti og annað. Allir búa í eins manns klefum að und- anteknum einum klefanum, þar búa tveir. Hvað snertir búnað skipsins frekar, þá er það að segja, að það er búið venjulegum siglingatækjum og uppfyllir aðrar slíkar kröf- ur, sem gerðar eru nú til dags. — Hvernig er löndunarskil- yrðum á síldinni í höfn farið? — A því sviði er skipið 'búið fullkomnustu og fljótvirkustu tækjum sem nú þekkjast og hefur ekkert skip, sem annazt hefur síldarflutninga við Is- land verið búið slíkum tækj- um til þessa. Skipið er útbúið þremur svokölluðum dönskum ryksugúm sem hver um sig getur afkastað 100 tonnum á klukkustund. Skipið færir sjálft síldina frá borði að færibandi verksmiðjunnar og koma engin flutningatæki svo sem bílar þar nærri. Öll þessi tæki eru knúin með raforku frá skipinu sjálfu. Við fyrstu löndun reyndust þessi tæki í alla staði prýðilega. Hafnar- skilyrði hér á Siglufirði hafa verið stórlega bætt að undan- förnu og er nú auðvelt að leggjast hér að með þetta stóra skip, en svo var ekki áð- ur. — Og að lokum, Sigurður, er iþað eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja um skip þitt? — Já, mig langar til Iþess að taka það fram, að skipið virð- ist vera mjög skemmtilegt, gangmikið og gott í sjó og einnig má geta þess, að það er feikilega gaman að komast í snertingu við fiskimennina og fiskveiðarnar sjálfar, þann- ig að okkur finnst sem við séum að veiða líka. JAMES BOND James Bond IY IAN FLEHM6 ORAWING BY JOHN McLUSKY Eftii IAN FLEMING í bílnum, sem kom til að aka mér til og ég andmælti ekki. poka minn Lundúnaflugvallar sat ég við hlið bíl- Við stönzúðum einu sinni á leiðinni til golfkúlur. stjórans. Hann sagði mér að gera það — að gefa bílstjóranum færi á að setja í golf- Demantar í golfkúlunum! 6 nýjar og sakleysislegar JÚMBÖ —-K— —-K— —-K— ——^K- TeiknarL J. M O R A Júmbó og skipstjórinn standa nú fyrir framan þetta geysistóra hlið. Þeir geta ekki bifað þvi og ekki einu sinni Álfur og allur hans flokkur hefðu getað hreyft það um þumlung. — Það hlýtur að vera gamli einyrkinn sem þekkir gátuna, — það hlýt- ur að vera, tautar skipstjórinn fyrir munni sér. En þeir eru engu nær. — Kannski er leynitakki einhvers stað- ar falinn í klettaveggnum, segir Júmbó, og ber blysið upp að hrufóttum veggnum. Það er einmitt þannig, sem það er í ævin- týrunum . . . En þetta er ekkert ævintýri, þetta er því miður raunveruleiki, og það er engan töfratakka að finna. Dálítið frá hliðinu finnur Júmbó samt sem áður rifu í kletta- veggnum .. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.