Morgunblaðið - 08.09.1966, Page 5

Morgunblaðið - 08.09.1966, Page 5
Fimmtuclagiir 8. sept. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 5 j. . í ÚR ÖLLUM ÁTTUM MEÐ athyglisverðari nýj- nnga á Iðnsýningunni 1966 eru sérverkuð íslenzk lamba skinn, sem sýnd eru í deiid Sláturfélags Suðurlands og unnin í sútunarverksmiðju S.S við Grensásveg 14. Verk- smiðjan hefur starfað í rúmt ár og forstöðumaður hennar, Ásgeir Nikulásson, hefur þeg ar komið sér niður á sútunar aðferð, sem gerir skinnin fis- létt og glæsileg áferð. Fréttamaður Mbl. hafði í gær tal af þeim Ásgeir Niku- lássyni og Hilmar Bendtsen Model í alhvítri íslenzkri loðkápu í sýningaideiid S S Við hlið modelsins eru þeir Asgeir Nikulásson og Hilmar Bendtsen fulltrúi. (Ljósm. Ingimundur Magnússon). íslenzkar loökápur úr íslenzkum skinnum — eftirspurð markaðsvara í náinni framtíð, — segir Ásgeir Nikulásson, höfundur nýrrar sútunaraðferðar fultrúa í sýningardeild S.S. Gafst þar tækifæri til að skoða lambaskinnin, sem verk uð eru með aðferð Ásgeirs. Skinnin hafa mjúka og gljá- andi áferð og eru mjög létt og lipur. Sagði Hilmar, að þa hefðu vakið mikla athygli og eftirspurn á sýningunni. Hann gat þess, að fjölmarg- ar þjóðir hefðu á undanförn- um árum keypt saltaðar gær- ur og unnið úr þeim á líkan hátt og sútunarverksmiðja S.S. gerir nú. Hafa t.d. Svíar sniðið og saumað úr skinn- unum loðkápur og selt fyrir gott verð. Þá væru skinnin einnig notuð í húsgagnaiðn- aðinum og hægindastólar o.fl. fóðraðir með þeim. Sagði Sagði Hilmar, að hér gæfist fata- og húsgagnaiðnaðinum á íslandi tækifæri til að vinna úr fyrsta flokks alíslenzkri vöru, enda hefðu forsvars- men slíkra iðnfyrirtækja sýnt þessari nýjung á íslandi mikinn áhuga og ekki sízt al- menningur. Ásgeir Nikulásson sagði, aS f ár hefðu verið send sýnis- horn af hinum sérverkuðu gærum til Bandaríkjanna og í kjölfar þeirra siglt tvær stórar skinnapantanir. Hinar sérverkuðu gærur eru nefnd- ar „Lustretone" til hagræðis fyrir bandaríska markaðinn, en á skilti í sýningardeild- inni má lesa, að skinnin séu sútuð og meðfarin samkvæmt S.S. „lustretone" aðferð, en höfundur hennar er eins og fyrr sagði Ásgeir Nikulásson. í deildinni eru sýndar loð- kápur, sem saumaðar voru sérstaklega fyrir sýninguna, hinar glæsilegustu að sniði og litaáferð. Þá eru þar einnig sýndir stólar frá Sindra, sem fóðrað ir eru með skinnunum, með margvíslegum og fallegum litum. Fréttamaður Mbl. gerði sér ferð með Ásgeiri í sútunar- verksmiðju S.S. við Grensás- veg, þar sem gærur eru unn- ar á öllum stigum, m,a, hinar langhærðu gærur, sem víða má sjú í íbúðum hérlendis. Sagði Ásgeir, að gærur með þessari verkun seldust aðal- lega ferðamönnum, en eins og kunnugt er, hefur sútun- arverksmiðja S.S. verzlunina „Framtíðin" á Laugavegi. Ásgeir sagði ennfremur, að áhugi almennings væri að vakna fyrir þessari fram- leiðslu og hefði það hvað gleggst komið fram á Iðn- sýningunni. Kvað hann ekki efa, að í náinni framtíð yrðu hin sérverkuðu skinn eftir- spurð markaösvara erlendis og hérlendis og að þvi væri stefnt. Siguróur söng á Edinborgarhátíðinni i óperu eftir Alban Berg fSLBNZKI óperusöngvarinn Sig- urður Björnsson söng hlutverk Andrésar í óperunni Wozek eftir Alban Berg á tónlistarhátí'ðinni í Edinborg, sem niú stendur yfir. Áttu að vera tvær sýningar og notaði Sigurður tækifærið til að skjótast heim eftir þá fyrri, sem var 27. ágúst. Óperan Wozek er mjög nýtízku legt verk og þykir erfitt í með- förum. Á Edinborgarhátíðinni sungu frægir söngvarar í því, svo sem Irmgarde Sigfried og Gerhard Stolze. En hljómsveit- arstjórinn var ungur maður, Charles Kleiber, sonur hins fræga Eriks Kleiber. Seinni sýn- ingin á óperunni Wozek átti að vera laugardaginn 3. september. Sigurður flaug út á laugardag, en þegar hann kom til Edinborg- ar var verið að aflýsa sýning- unni vegna veikinda hljómsveit- arstjórans. Er það í fyrsta skipti í sögu Edinborgarhátíðarinnar, sem sýningu er aflýst á siðustu stundu. Ekki var hægt með svo iitlum fyrirvara að fá annan. Voru óperugestir komnir alla leið frá Svisa og frá Ameriku, til að sjá óperuna, og höfðu borg að allt upp í 9 pund fyrir mið- •nn. Tapið er því mikið, því ekki er hægt á skipulagðri hátíð •ð koma fyrir annarri sýningu un. En brátt fer hann aftur, n<t til Aarhus, þar sem hann á að syngja í 9. synfoníu Beethovens. 9. þ.m. Eru einsöngvararnir í verk inu frá Norðurlöndunum, einn frá hverju. Á laugardag kemur hann svo enn heim til íslands og á frí til 20. september, en þá þarf hann að vera mættur á æfingu í Stuttgartóperunni. Og þann 25. leikur hann elskhugann í Gianni Schicci eftir Puccini á frumsýn- ingu í Stuttgart. Á næstunni mun Sigurður svo fara þrisvar til Berlínar til að syngja. öll Stuttgartóperan fer á Berlinarhátíðina fyrst í nóvem ber. Þann 20. syngur Sigurður svo aftur til Berlín Requiem eftir Dvorak. Og fyrir jól fer hann enn til Berlínar til að syngja Jólaorotorium eftir Bach. — Svo hann hefur mikið að gera. Eins og reyndar sést á þessu sumar- fríi hér heima, sem er sundur- slitið af söngferðum utan. Nýr dansskóíi DANSSKÖLI Sigvalða nefn- ist nýr dansskóli í Reykjavík, sem taka mun tii starfa hinn 3. október n.k. Forstöðumaður skólans er Sigvaldi Þorgilsson, en hann brautskráðist í vor fri „Insitut Carlsen ðansskóla í Kaupmannahöfn. Dansskóli Sigvalda mun verða til húsa að Skipholti 70, en að auki mun hann einnig verða í Kópavogi og Keflavík. Skólinn mun að sögn Sigvalda starfa á breiðara grundvelli, en Jassballetskólinn, er Sigvaldi rak hér sl. sumar og verða þar kenndir alls konar dansar allt frá barnadönsum til jassballets. Skólinn mun fara að heims- kerfinu og mun Sigvaldi ætla að kynna hér nýjustu dansana, s.s. eins og „Hill-Billy samba", Sigurður Björnsson. síðar. Og þar eð ungi hljómsveit arstjórinn vildi ekki fá lækni, hefur hann ekki læknisvottorð fram að visa, og vísast að hann verði gerður skaðabótaskyldur. Sigurður Björnsson fór því fýluför til Edinborgar, kom þar kl. 5 á laugardag og gat snúið við til íslands á sunnudagsmorg- milli V - Þýskalands og Frankfurt, 7 sept. — NTB: Efnahagsmálaráðherra Vest- ur-Þýzkalands, Kurt Schmúcker, skýrði svo frá í dag, að Bonn stjórnin muni e.t.v. þegar á þessu ári taka upp stjórnmálasamband við Rúmeníu. Skýrði hann frá þessu við heimkomuna frá rwm eníu, þar sem hann dvaldist í þrjá daga. Schmúcker var fyrsti v-þýzki ráðherrann, sem heim- sækir A-Evrópuríki frá því Ad enauer fyrrum kanzlari fór í heimsókn til Moskvu árið 1955. V-Þýkaland hefur til þess að- eins haft stjórnmálasamaband við Sovétrikin og mundi sam- band við Rúmeníu verba upphaf nýrrar stefnu gagnvart kommún istaríkjunum í heild. Rúmenía og V-Þýzkaland hafa með sér töluverð viðskipti og er búizt við að þau fari vaxandi á næstunni svo og menningarsamskipti ým- isleg. Utanríkisráðherra Rúmen- íu, Corneliu Manescu, hefur þeg- ið boð um að heimsækja Bonn. „Hoppel-poppel", „Watusy" „Sportdans“. Eru þessir dansar mjög vinsælir erlendis og nægir að nefna að „Watusy" er vin- sælasti táningadansinn { Banda- ríkjunum í dag. Við hann eru mörg tilbrigði og er hann ásamt „Hoppel-poppel“ afbrigði af samba. Eru þessir fjórir dansar einu nafni nefndir samkvæmis- dansar, en það er sammerkt með þeim öllum að þeir eru hópdansar og því einkar heppi- legir fyrir félagshópa. Þá munu einnig kenndir í skólanum svo- * nefndir „formation"-dansar, en þeir eru ætlaðir, dönsurum, sem lengra eru komnir á sviði dans- mennta. Sigvaldi Þorgilsson tjáði blaða mönnum nú fyrir skömmu að auk hans kenndi við skólann í vetur Iben Sonne, dönsk stúlka sem brautskráðst hefði með hon um frá „Institut Carlsen". Hef- ur hún dansað allt frá því er hún var barn og getið sér góðan orðstír á dansmótum. Eru þau Sigvaldi og Iben félagar í „Ter- psichore", alþjóðafélagsskapi danskennara. Aðrir, sem kenna munu við Dansskóla Sigvalda í vetur, eru Ástríður Johnsen og Erlensína G. Helgadóttir, en undirleik í barnaflokknum annast Jóhann Gunnar. A sunnudaginn mun verða haldin danssýning á vegum skól ans í samkomuhúsinu Lídó og verða þar sýndir allflestir þeir dansar, sem kenndir verða við skólann í vetur og þá einkum mismunur keppnisdansa og sam kvæmisdansa. Danssýningin mun hefjast kl. 3 og standa til ki. 5 e.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.