Morgunblaðið - 08.09.1966, Qupperneq 11
PJmmtudagtir 8; sept. 1988
MORGUNBLAÐIÐ
11
KAUPUM ISLENZKA IDNAÐARVÖRU
IPNlSYNINGlN
w
mikilvægur þáttur í starfsemi
margra framleiðenda á matvæi-
um, hreinlætisvörum, sælgætis-
vörum og fleiri. Tvímælalaust
hefir þessi framleiðsla plastum-
búða bætt samkeppnisaðstö'ðu
tfyrrnefndrar framleiðslu mjög
mikið, bæði hvað snertir ytra
útlit, verð og vörugæði.
Eftirtektarverð nýleg viðbót
við plastvöruframleiðsluna hér-
aendis, er framleiðsla netafloti.
Virðist hún komin á góðan rek-
6pöl, þótt ekki njóti hún toll-
frfðinda og eigi í harðri sam-
keppni við erlend fyrirtæki.
Framleiðsla húsgagna hefir að
bjóða marga möguleika á notk-
un piastefna. Til dæmis hafa
plastgrindur í húsgögn verið
framleiddar hér um árabil með
égætum árangri. Einnig hefir
plastsvampur mjög rutt sér til
rúms í húsgagnaiðnaði. Er hann
fluttur inn í blokkum, sem eru
eniðnar niður í dýnur og stól-
eetur hér. Mun líklegt að svamp
urinn verði framleiddur hér síð
*r meir.
Iðnaður með glertrefjum og
plasti hefur mjög glómgast hér
síðari árin. Nægir að nefna báta
smíði, alls konar ker og tanka,
klæ'ðningar á þök og í lestir
skipa, sem dæmi um framleiðslu
þessarar tegundar.
Ýmiss konar annar plastvöru-
iðnaður hefir náð fótfestu hér,
sem of langt mál yrði upp að
telja. Er hér þó samanlagt um
verulega framleiðslu að ræða,
sem veitir atvinnuvegunum
mikilsverða þjónustu. Hér að
framan hefir verið leitast við
að gera í höfuðdráttum grem
fyrir plastvöruiðnaðinum eins
og hann kemur fyrir sjónir í
dag. Niðurstaða 'þessara bolla-
-egginga er í stuttu máli þessi:
1. Við höfum sambærilega að-
stöðu til hráefnaöflunar á sam-
bærilegu verði og nágrannaþjóð
ir okkar.
2. PUistvöruiðnaðurinn stendur
föstum fótum í atvinnulífi þjóð-
arinnar og hefir hann þegar öðl
azt þá reynzlu, sem nægja mun
til stærri átaka.
3. Markaður er þröngur heima
fyrir, en miklar likur benda tiL,
að hann fari ört vaxandi næstu
árin.
Gunnar Kr. Björnsson
efnaverkfræðingur
KAUPUM ÍSLENZKARI
Utflutningsverðmæti
vestfirzkrnr skreiðnr
90 mill]. n sl. 2 nrum
ÍSAFIRÐI, 30. ágúsL — Aðal-
fundur vestfirzkra skreiðar-
framleiðenda var haldinn á ísa-
firði, 25. ágúst sl. Fundarstjóri
var kjörinn Marías í>. Guð-
mundsson, íramkvæmdastjóri,
en fundarritari Jón Ö. Bárðar-
son, kaupmaður.
Formaður félagsins, Bogi
Þórðarson, kaupfélagsstjóri,
flutti skýrslu stjórnarinnar og
gerði grein fyrir starfsemi þess
á liðnu starfsári. Flutti hann
fróðlegt yfirlit yfir skreiðarfram
leiðsluna á árunum 1964 og
1965 og þær verðlagsbreytingar,
sem orðið hafa á þessum- árum.
Gat hann þess að félagið hefði
á þessum árum flutt út 2716
lestir af skreið og fór megin-
hlutinn til Afríku. Útflutningur
félagsins á sl. ári var 13,1%
af heildarskreiðarútflutningi
landsmanna árið 1965. Útflutn-
ingur til Ítalíu varð hins vegar
ekki nema 140 lestir hvort árið
og taldi formaður nauðsynlegt
að félagsmenn reyndu að auka
verkun fyrir Ítalíumarkað eftir
því sem kostur væri á. Hér væri
hins vegar hægara um að tala
en í að komast. Mikið af þvi
hráefni, sem færi til skreiðar-
verkunar, væri orðið gallað,
þegar það kæmi á land og því
útilokað að gera úr því úrvals-
vöru. Allt fyrsta flokks hráefni
væri tekið til frystingar og
söltunar, en síðan væri lakara
hráefni sett í skreið. Einnig væri
frostið stór Þrándur i Götu þess
að hægt væri að auka verkun
fyrir Italíumarkað að nokkru
ráði hér á Vestfjörðum. Þó
menn hengi upp gott hráefni á
vorin, geta þeir aldrei verið ör-
uggir um að það skemmist ekki
af frosti. Eigi að síður þyrftu
menn að gera allt sem í þeirra
valdi stæði til að bæta fram-
leiðsluna svo hún geti fallið í
matsflokka, sem fluttir eru tu
Ítalíu.
Þá gat formaðurinn þess, að
félagið hefði á sl. ári fært út
starfssvið sitt með útflutningi
á fiskimjöli og bentu allar líkur
til að sá útflutningur ætti fyrir
sér að vaxa á næstu árum.
Framkvæmdastjóri félagsins
Jón Páll Halldórsson, las upp o>
skýrði reikninga fyrirtækisin.-.
Hefur félagið á síðustu tveimuj
árum flutt út fyrir félagsmenn
sína afurðir sem eru um 90 millj
kr. að útflutntingsverðmæti.
Að lokinni skýrslu formanns
og framkvæmdastjóra urðu mikl
ar umræður um ýmis hagsmuna
mál skreiðarframleiðenda á
Vestfjörðum og var almenn
ánægja ríkjandi um starfsemi
félagsins.
í stjórn félagsins voru kjörn-
ir: Bogi Þórðarson, kaupfélags-
stjóri Patreksfirði, Þórður Júl-
íusson, útgerðarmaður ísafirði,
Guðmundur Páll Einarsson,
framkvæmdastjóri Bolungarvík,
Óskar Kristjánsson, framkvæmda
stjóri Súgandafirði og Jón Ö.
Bárðarson, kaupmaður ísafirði.
— H. T.