Morgunblaðið - 08.09.1966, Blaðsíða 23
Fimfhtudagur 8 sept. 196«
MORCUNBLAÐIÐ
23
Ólafur Skagfjörð og
Þórey Guðmundsd.
Saurbær í Dölum er fögur
sveit og kostamikil. Hún hrífur
með fegurð sinni huga þess
manns, er lítur hana á fögrum
sumardegi, er sólin gyllir hið
víðáttumikla og slétta undirlendi
og tignarleg fjöll, sem rísa snar-
Ibrött af sléttlendinu. Það dylst
heldur engum, að hér er fram-
tíðarland, sveit, sem á fram-
undan bjartari og betri tíma, er
hún kemst betur inn í hringiðu
Iífsins með bættum samgöngum
og ö’ðrum framförum, sem þeim
fylgja. Sé komið að Svínadal að
vetri til og horft yfir þessa
sveit, verða áihrifin eðlilega nokk
uð önnur. Landslagið hefur þá
misst mestu hlýjuna úr svipn-
um, meira ber á andstæðum
milli fjallanna og flatlendisins,
og þar er þá oft veðrasamt. Þann
ig leit ég Saurbæinn fyrsta sinni.
En ég gerði meira en að skoða
landið. Ég kom líka til að tala
við fólkið. Það reyndist mér ekki
kuldalegt, heldur var eins og
það ætti enn í sál sér síðia
vetrar sólskiníð og hlýjuna, sem
sumarið hafði gefið sveitinni.
Mínar fegurstu nætur í Saur
bænum gisti_ ég í Þurranesi hjá
hjónunum Ólafi Skagfjörð og
Þóreyju Guðmundsdóttur. Þau
kvöddu þennan heim á s. 1. vetri.
Kynni mín við þau urðu með
þeim hætti, að ég hlýt að minn-
ast þeirra með sérstökum hlý-
hug og þakklæti. Því skrifa ég
þessar fátæklegu línur þótt seint
sé.
Mér var vel tekið í Þurranesi
fyrst er ég kom þar, og komur
mínar urðu margar. Þeim fjölg-
aði með hverju árinu sem leið,
þau 6 ár sem við Ólafur störf-
uðum saman, ég sem sóknar-
prestur, hann sem sóknarnefnd
arformaður og kirkjuihaldari
Saurbæinga. Með hverju nýju
handtaki við þau hjón var
nýjum þætti aukið í vináttu-
bandið, sem tengdi bæina tvo,
Hvol og Þurranes og fólkið sem
þá byggði. Vináttubandið varð
aldrei rofið, þótt vík skildi
milli vina. Það hefur nú mynd
að brú milli heimanna tveggja.
Ólafur fæddist í Þverdal .
Saurbæ 14. ágúst 1886, sonur
hjónanna Ólafs Guðmundssonar
og Margrétar Björnsdóttur. Flutt
ist hann ungur með þeim að
Hvammsdalskoti, ólst þar upp og
tók við búi me'ð móður sinni,
en faðir hans lézt árið 1909.
Snemma bar á góðum gáfum
Ólafs og menntunarþrá. Honum
auðnaðist að komast um tíma á
skólann á Heydalsá í Stranda-
sýslu, aðra skólagöngu hlaut
hann ekki. Hins vegar efldi þetta
menntunarþrá hans enn meir, og
hann notaði hvert tækifæri, sem
bauðst. til að byggja ofan á
þann grundvöll, sem hin skamma
skólaganga hafði lagt. í verk-
menningu naut hann þeirra
áhrifa, sem óhjákvæmilega bár-
ust út frá Ólafsdalsskólanum um
Saurbæinn og nágrannabyggð-
irnar. Um Ólafsdal barst einmg
andi ungmennafélaganna í sveit-
ina og þar hlaut Ólafur mikið
af félagslegum þroska. Hugur
hans var hrifnæmur og áttu því
göfugar hugsjónir greiða leið inn
í sál hans. Að líkamlegu atgerfi
var Ólafur einnig mjög vel á
sig kominn. Þar sem hann var,
mátti því segja að upp yxi hinn
prýðilegasti fulltrúi aldamóta-
kynslóðarinnar þar vestra.
Hinn 27. maí 1914 giftust þau
Ólafur og Þórey. Hún var fædd
20. des. 1882 á Vatnshorni í Stað
arsveit í Strandasýslu, dóttir
hjónanna Guðmundar Einarsson-
ar og Maríu Jónsdóttur, er síðar
bjuggu á Einfætingsgili í Bitru,
Búðardal á Skarðsströnd, Stór-
holti í Saurbæ, Felli í Kollafirði
o. v. Þórey var kona vel að sér
til munns og handa, dugnaði
hennar og handlagni enda /ið
brugðið. Hún nam í Kvennaskól
anum í Reykjavík og var svo
víða vinnandi á stórum heimil-
um, þar sem mikils þurfti við
í saumaskap o. þ. L Var hún eftir
sótt til starfa, var t. d. á heimili
Boga Sigurðssonar kaupmanns í
Búðardal, sýslumannsheimilinu
á Blönduósi o. v.
Þau Ólafur og Þórey bjuggu
í Hvammsdalskoti til ársins 1919,
á Staðarhóli til 1925, síðan í
Hvammsdal í eitt ár, en 1926
fluttu þau að Þurranesi og
bjuggu þar til æviloka. Ólafur
lézt 15. nóv. s. 1. eftir nokkra
legu á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akranesi, en Þórey lézt 20. apríl
s. 1. heima i Þurranesi. Höfðu
þau átt við vanheilsu að stríða
undanfarin ár, enda orðin þreytt
eftir langan og atorkusaman
starfsdag. Þeim varð þriggja
barna auðið. Elzta barnið var
drengur, er dó í fæðingu en tvær
dætur lifa foreldra sína, María
kona Jóhanns Jónssonar bónda
á Staðarhóli og Ragnheiður, sem
búið hefur með foreldrum sín-
um ásamt syni sínum Ólafi
Skagfjörð Gunnarssyni. Hafa
þau mæðgin verið hinum öldr-
uðu hjónum ómetanlegur styrk
ur í elli þeirra. Sama má einnig
segja um heimilið á Staðarhóli.
Ólafi voru falin mörg trún-
áðarstörf fyrir sveit og sýslu.
Hann var í stjórn Búnaðarfél.
Saurbæjarhr. og Kaupfél. Saurb.
um ára bil, form. Slysavarna-
deildar, barnakennari um tíma,
vegaverkstjóri í Saurbæ og Lax-
árdal, og síðast en ekki sízt í
sóknarnefnd Staðarhólskirkju
um tveggja áratuga skeið og for
maður hennar lengst af. Af þess
ari upptalningu, sem engan veg-
inn rúmar þó öll félagsstörf
Ólafs, sézt, að hann var hæfi-
leikamaður á þessu sviði og naut
almenns trausts. Hreint út sagt
hef ég engum manni kynnst, sem
gegnt hefur opinberum störfum
af jafn einstakri samvizkusemi.
Ólafur var einlægur trúmað-
ur. I starfi sínu fyrir kirkjuna
var hann áhugasamur og sá um
að kirkjan var alltaf til fyrir-
myndar og óefað eitt virðuleg-
asta guðshús prófastsdæmisins.
En allt starf sitt á þessum vett-
vangi vann hann sem þjónustu,
og hann var líka auðmjúkasti
og einlægasti þjónninn.
Ólafur var vel skáldmæltur.
Því var hann beðinn, er forseti
íslands kom í opinbera heim-
sókn í Dalasýslu sumarið 1957,
að flytja honum kvæði fyrir
hönd sýslubúa. Til þess var
Ólafur tregur, treysti sér ekki,
en lét þó undan þrábeiðni. Ég
fylgdist vel me'ð sköpun kvæð-
isins í huga hans og fylltist jafn
framt lotningu yfir söguþekk-
ingu hins aldurhnigna bónda,
valdi hans á skáldskap og máli.
Eftir það sá ég flest það, er
Ólafur orti. Utan um kvæðin
hans óx vinátta okkar og ein-
lægni. Þórey fylgdist vel með
áamræðum okkar. Hún var sjálf
hagmælt þótt fáir vissu. Hún var
vel greind, hreinskilin og skarp-
mælt, ef því var að skipta, ekki
allra, en einlægur vinur vina
sinna. Heimilið þeirra var oft
gestkvæmt og gott þangað að
koma. Þau bættu jörð sínu mjög,
einkum á síðari árum, bæði að
ræktun og byggingum. Ólafur
afkastaði þá oft undraverðu dags
verki. Vegaverkstjórnin tók
hann oft frá búinu fyrr á árum,
og reyndi þá oft mikið á Þór-
eyju, en dugnaður hennar brást
aldrei. Á efri árum, er Ólafur
sinnti búskap einum, sýndi hann
vel, hve framsækinn og framfara
sinnaður bóndi hann var.
Sennilega hefúr hugur hans
þó átt eins vel heima við and-
lega fðju. Allt slíkt hreif huga
hans mjög og honum fórust slík
störf einkar vel úr hendi. —
Ég man vel eina kvöldstund i
Þurranesi, er þau sögðu mér
hjónin, hví þau hefðu hætt bú-
skap í Hvammsdal. Þórey undi
vel einangrun og kyrrð í faðmi
fjallanna, en Ólafur ekki, þó
hann væri þar upp alinn. Honum
fannst of þröngt um sig, fannst
jafnvel þröngt um andardráttinn
á stundum. „Ég fann, að sál mín
vildi hefja sig upp úr þröngum
dalnum. Hún þráði viðsýnið,
frjálsræðið“. Þannig mælti hann
og þessi eina stund sýndi mér
Ólaf betur en ég hafði séð hann
áður. Áfram hærra, var vilji
hans heill einlægur .— Þar sem
fjöllin rísa brött upp af slétt-
lendi Saurbæjarins, er líka eins
og þau bendi hverjum þeim, er
þau elskar: Áfram hærra. í skjóli
þeirra hv-íla nú hin öldruðu hjón
kvödd af ótal vinum, sem þakka
fjársjóð fagurra minninga, en
andinn fer áfram hærra, til Guðs,
er gaf hann.
Þórir Stephensen.
Ltsvör og
aðstöðu-
gjöld í Höfn
Hornafirði
■
Höfn í Horanfirði, 3. sept.
SKRÁ yfir útsvör og aðstöðu-
gjöld í Hafnarhreppi, Höfn í
Hornafirði, hefur verið lögð
fram. Alls var jafnað niður
3.280.290 kr. á 225 einstaklinga
og 182, 310 kr. á fjögur félög eða
alls 3.462.600 kr. Aðstöðugjóid
eru 960, 360 kr. á 12 félög og
og nokkra einstaklinga.
Hæstu útsvör bera Kjartan
Árnason héraðslæknir 88.970 kr.,
Ástvald Valdimarsson, skipstjóri
54.340, Halldór Kárason, stýri-
maður 51.030 kr. Hæst aðstöðu-
gjöld bera Kaupfélag A-Skaft-
fellinga 695.600 kr. og Haukur
Runólfsson h.f. 27.400 kr. Helztu
útgjaldaliðir eru: Lögboðin gjöld
1.348.000 kr. Ýmiss konar fram-
lag til félagsmála 1.240.000 kr.,
verklegar framkvæmdir 960 þús.
og til fræðslumála 470 þús. kr.
Lagt var á eftir gildandi útsvars-
stiga og síðan lækkað um 10%.
— Gunnar.
Synd.Lð
200 m.
Hrafnhildur Péturs-
dóttir — Minning
ÉG hefði óskað eftir að þessi
fátæklega kveðja hefði komið
daginn, sem útför hennar fór
fram, en þess var ekki kostur, og
svo dapurlegt var það að ég gat
heldur ekki fylgt henni seinasta
áfangann. Mér barst fréttin um
lát hennar 26. ágúst, er ég var
staddur erlendis.
Mig minnir að það hafi verið
um vor fyrir 15 árum, að leiðir
okkar lágu saman, en þá kom
hún þerna á. hið góða skip Brúar-
foss eldri. Við vorum þar sam-
skipa nokkur ár, en ég hætti
störfum áður en hann var seldur,
en hún var með er hann breytti
um nafn og varð annarra eign.
Það er margs sem hægt er að
minnast frá þeim dögum, bæði
þess, sem vekur gleði og eins hins
sem miður fór, en á Brúarfossi
var mikið starf og margt um
manninn. Þeir urðu margir far-
þegarnir, sem þar þurfti að
hugsa um, og margir voru þeir
sem kvöddu með ósk um að geta
farið aftur með.
Það segir sig sjálft að vera
þerna á skipi við slíkan orðstír
Dregið í 5. fl.
hnppdrættis DflS
NÝLEGA var dregið í 5. flokki
Happdrættis D.A.S. um 200 vinn-
inga og féllu vinningar þannig:
íbúð eftir eigin vali fyrir kr.
500 þúsund kom á nr. 26523.
Bifreið eftir eigin vali fyrir kr.
200 þúsund kom á nr. 16129.
Bifreið eftir eigin vali fyrir kr.
150 þúsund kom á nr. 2726.
Bifreið eftir eigin vali fyrir kr.
150 þúsund kom á nr. 24921.
Bifreið eftir eigin vali fyrir kr.
150 þúsund kom á nr. 49413.
Bifreið eftir eigin vali fyrir kr.
150 þúsund kom á nr. 63704.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 35 þús. kom á nr. 1593.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 25 þús. kom á nr. 2719.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 20 þús. kom á nr. 23926
og 29805.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 15 þús. kom á nr. 21251,
28393, 48589.
Eftirtalin númer hlutu húsbún-
að fyrir kr. 10 þúsund hvert:
552 1053 7774 8231 10693
12051 13417 16809 18033 19506
29221 34158 35634 38207 39142
44552 47687 56900 62925 64614
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir 5 þúsund hvert:
505 1502 1617 1752 2296
2413 2800 3325 3657 4064
4217 4552 4974 5208 5544
5688 5924 6057 6310 6511
6912 7732 7952 8447 8542
8621 8629 8638 8909 10337
10341 10843 10928 11911 12109
13085 13759 14047 14138 14260
14851 14942 15608 16023 16657
17434 17837 19436 19489 19597
19741 19818 20211 20219 20662
21005 21221 21476 21879 22704
22771 23019 23392 24163 24498
25011 25081 25938 26505 26644
26804 26822 268*15 26956 27404
27749 27784 28018 28205 28398
28465 28471 28519 28986 29594
30544 30985 31122 31304 33043
33229 33410 33526 33706 34519
34569 35123 35170 36648 37204
38026 38050 39776 40028 40216
40855 41058 41300 41743 42538
42663 43030 43682 43869 44273
45416 45557 45811 46059 46213
46234 46535 46556 46971 47311
47613 47880 48515 48657 48683
48760 49395 50145 50732 51496
52014 52201 52618 53027 53511
54394 54426 55996 55114 55306
55371 55417 55464 55868 56473
57286 57815 58238 58608 59581
60056 60564 60969 61175 61355
61590 61815 61820 62246 63018
64327 64633
(Birt án ábyrgðar).
sem Hrafnhildur hlaut, verður
ekki gert nema að þar fari sam-
an hæfileikar og ósérhlífni, enda
var hún með afbrigðum sam-
vizkusöm og fundvís á hvað
hverjum hentaði hverju sinni.
Eftir að Brúarfoss var seldur
fór Hrafnhildur yfir á Dettifoss
og var þar er við hittumst sein-
ast, en það var um miðjan júní.
Þá hringdi hún til mín og bauð
í kvöldkaffi. Við vorum nokkur
saman, tókum glas og spjölluð-
um, en höfðum ekki tíma til að
gefa í einn bridge-hring, skipið
hennar átti nokkru seinna að
fara til Þýzkalands. Mitt skip átti
daginn eftir að sigla til Miðjarð-
arhafslanda, og ég man að hún
var að tala um hve gott ég ætti
að vera nú á förum til sólarland-
anna.
Nú er ég bráðum komin heim
frá þeim löndum, sem hún þráði,
en þá er hún horfin þessi stór-
glæsilega kona, löngu fyrir aldur
fram. Það má segja að það hafi
verið stutt áfallanna á milli hjá
henni. Hún varð fyrir því óláni
á Brúarfossi að detta í stiga í
vondu veðri og lærbrotna. Það
liðu um tveir sólarhringar þar til
hægt var að koma henni í sjúkra-
hús, og hún mun hafa lent hjá
lélegum læknum og lá lengi er-
lendis. Þegar heim kom sýndi
það sig, að svo illa var frá öllu
gengið að brjóta varð upp það
sem var gróið, og hefja allar að-
gerðir á ny.
Það þarf mikið viljaþrek að
bugast ekki við þannig aðstæður.
Ég man ekki eftir því er ég
heimsótti hana, að hún væri neitt
að kvarta, verst þótti henni að
þurfa að vera burtu frá lífinu
allan þennan tíma. Hún unni líf-
inu og því fagra sem það hafði
að bjóða, enda var hún hrókur
fagnaðar hverju sinni og hafði
sérstaka hæfileika að umgangast
fólk hverrar stéttar, sem það var.
Það var ósjaldan sem að hún
bjargaði vandræðaástandi gagn-
vart farþegum með sínum hæfi-
leikum og sinni sérstöku persónu.
Á Dettifossi var hún öll sein-
ustu árin, þar varð hún fyrir því
að handleggsbrotna, og má segja
að þá hafi lokakafli lífs hennar
háfizt. Eftir það varð hún aldrei
sama og áður, og fyrir nokkrum
árum gekk hún undir stóraðgerð
í brjóstholi sem virtist hafa tek-
izt vel, en fyrir tæpu ári varð
hún að fara í sjúkrahús og var
undir læknishendi fram á vetur,
er hún fór aftur á Dettifoss og
virtist vera nokkuð frísk. En það
var stutt til örlaganna, hún and-
aðist 13. ágúst sl.
Með Hrafnhildi er farinn stór-
brotin persóna, glæsileg, gáfuð og
mikil tilfinningakona. Hún unni
landinu sínu, bar hag þess fyrir
brjósti, lifði umbrotatíma, hafði
andúð á hvers konar undanláts-
semi, lét ekki kúga sig þó að við
meira vald en vit væri að etja.
Lífið aðskilur en dauðinn sam-
einar. Það eru margir sem nú
sakna hennar. Ég sendi fjöl-
skyldu hennar og vinum innileg-
ar samúðarkveðju og þó sérstak-
lega heim til hennar á Klepps-
veg 2. Þar var oft gustur um ýms
málefni, og einmitt þess vegna
verður missir meiri. Nú koma
þeir dagar ekki aftur að smáfólk
setji við vesturgluggann og horfi
eftir þegar skipið hennar ömmu
siglir inn flóann.
Hrafnhildur mín: „Nú ertu
komin til þinna sólarlanda, þó á
annan veg sé en þú þráðir. . Ég
þakka þér alla samveruna, vin-
áttuna og tryggðina við mig, og
mitt fólk. Hafði þökk fyrir þann
kjark að láta ekki bugast þó oft
blési á móti, og eins fyrir að
taka málstað þeirra, sem minna
máttu sín. Þú áttir betra skilið
en þú hlauzt af lífinu. Ég óska
þér góðrar ferðar í þinni seinustu
siglingu til landanna fögru, þar
sem aldrei hnígur sól. Megi Guð
fylgja sálu þinni“.
G. Magnússon.