Morgunblaðið - 09.09.1966, Page 3
Föstudagur 9. sefJt. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
3
Samkór
Vestmannaeyja
ferðast um
Vestmannaeyjum 8. sept.
SAMKÓR Vestmannaeyja undir
býr nú ferðalag í nærsveitirn-
ar. Verður farið um helgina. Kór
inn hefur áformað að syngja í
Aratungu n. k. laugardag kl.
5 síðdegis og á sunnudaginn verð
ur komið við í Skálholtskirkju,
þar sem sungnir verða tveir eða
þrír sálmar.
Stjórnandi kórsins er Martin
Hunger.
l>etta er ekki söngför í eigin-
wegum skilningi, heldur skemmti
ferð og upplyfting áður en tek-
ið veröur til æfinga og væntan-
legra samsöngva að vetri.
Fréttaritari. —
Leiðrétting
i FRÁSÖGN með meðfylgjandi
mynd, sem birt var í Mbl. í gær,
var skýrt fiá {.ví, að gafl húss-
ins Grettisgata 2, sem sýndur
var á myndinni hefði hrunið af
völdum sprengingar, sem talið
var að framkvæmd hefði verið
el. þriðjudagskvöld vegna fram-
kvæmda við væntanlegt hús
Sparisjóðs Rej kjavíkur og ná-
grennis að Skólavörðustíg 11.
Verktakarnir, sem annast spreng
ingar fyrir húsi Sparisjóðsins
hafa óskað eftir að skýrt verði
frá því, að gaflinn hafi ekki
hrunið af greindri ástæðu, enda
hafi þeir ckki framkvæmt nein
ar sprengingar þetta kvöld. Hin
rétta ástæða fyrir hruni gaflsins
oiun vera sú, að starfsmenn
Reykjavíkurborgar unnu sl.
þriðjudag að því að fjarlægja
húsið.
Unnið að malbikun Víkurbrautar í Keflavík. — (Ljósm.: Heimir Stigsson)
llnnið að malbikun
gatna í Keflavík
Malbikabir verðo rúmlega 2.2 km.
- allt miklar umferðargötur
MALfclKUN gatna í Keflavík
stendur nú vfir og verður að
þessu sinni lagðir rúmlega
FERÐA
TRYGGINGAR
SJOUATBYGGT
ERUELTRYGGT
SIM111700
SJOVATRYGGINBARFELAG tSLANDS HL
2200 metrar af 7—9 metra
breiðum götum, sem allt eru
miklar umferðagötur.
þessa malbikun hefur verið
mikil þvi skipta hefur þurft
um jarðveg allstaðar, taka
moldina öurtu og fylla upp aft
ur með grófmulningi úr Stapa
felli.
Það verk hefur að mestu
verið unnið í surnar af starfs-
liði bæjarms. Nú er svo kom
Undirbúningsvinna fyrir
ið að þetta undirbúningsverk
er unnið jafnóðum eða áðu*
en byggingar hefjast við nýj
ar götur, svo þær eru tilbún
ar undir varanlegt slitlag
hvenær sem er. Þá hefur í
sumar verið lagðir mörg
hundruo metrar af gangstétt
um, svo bærinn breytir nú óð
um um svip ril hins betra og
ber vott um góða og framsýna
stjórn.
Malbikunina annast íslenzk
ir aðalverktakar, sem hafa góð
um og miklum vélakosti á að
skipa og vönu og góðu starfs-
liði. Malbikunin hófst í gær
(7. sept.) og verður lokið að
fullu á þrem dögum og eru
það sérstakiega mikil og góð
afköst sem aðems vanir menn
og góð tæki geta innt af hönd
um. Þegar þessum 2200 metra
áfanga er lokið þá eru alls
malbikaðir 6,5 kílómetrar af
götum í Kefiavík, sem munu
láta nærri að sé y4 af öllu
gatnakerfinu. Nú þegar er far
ið að vinna að áætlun um mal
bikun og lagningu olíumalar
á næsta ári. — h s j
llla horfir með kartöflur
og ber nyrðra
Húsavík, 8. september.
í VOR, eftir harðan vetur, áttu
menn hér von á góðu sumri, en
slíkar vonir hafa allar brugðizt,
því sumarið má kalla ieiðinlegt,
þótt ekki hafi verið oft stórviðra-
samt.
Kartöfluuppskera virðist ætla
að bregðast, svo ekki mun verða
reynt að taka upp úr mörgum
görðum, nema haustið reyndist
sérstakiega hlýtt og góðviðra-
samt.
Um tíma í sumar leit út fyrir
góða berjasprettu, en það hefur
brugðizt sem annað og ber eru
hér mjög lítil og vanþroska.
Erfiðlega hefur gengið með
heyskap og mun hann ekki verða
í meðaliagi og er það mjög slæmt
eftir gjafafrekan vetur.
—■ Fréttaritari.
Ök á hest við
Sandskeið
SEINX í gærkvöldi kom mað-
ur á lögreglustöðina í Reykja-
vik og tilkynnti, að nokkru áð-
ur hefði hann ekið á hest rétt
fyrir neðan Sandskeið.
Hesturinn drapst þegar við
áreksturinn og bíllinn skemmd-
ist allmikið.
Þetta var 2—3 vetra hryssa,
jörpskjótt, sokkótt á öllum löpp
um. Markið er bitið aftan hægra.
Eigandi er bíðinn að hafa sam
band við iögregluna.
70 vinning-
ar i dag á
Iðnsýningunni
TIL ÞESS að vekja athygli al
mennings á framleiðsluvör-
um sínum, hafa iðnfyrirtæki
innan matvælaiðnaðar ákveð-
ið að efna tit skyndihappdrætt
is á degi matvælaiðnaðarins á
Iðnsýningunni, föstudaginn 9.
september nk. Verður gestum
Iðnsýningarinnar þann dag
afhentir happdrættismiðar
með hverjum aðgöngumiða.
Verða miðar þessii ókeypis og
verða aíhentir við innganga á
sýninguno. Vinningar verða
um 70 talsins að heildarverð-
mæti ca. kr. 25 000,00 á heild
söluverði. Verða vinningar ein
göngu framleiðsluvörur verk
smiðja þeirre er að þessu
standa. Má þar til nefna sæl-
gæti hverskonar, gosdrykki,
niðursuðuvörur o. fl. Verða
vinningarnir hafðir til sýn-
is á sýningarsvæðinu allan
föstudaginn. Dráttur í happ-
drættinu fer fram á sýning-
unni kl. 22,30 að kvöldi föstu
dags og verður framkvæmdur
af borgarfógeta. Vinningaskrá
verður síðar rækiiega auglýst1
í blöðum.
STAKSTEiNAR
íslenzk sk'nn
Á iðnsýningunni, sem nú stend
ur yfir sýnir Sláturfélag Suður-
lands sérverkuð íslenzk lamba-
skinn, sem sauma má úr glæsi-
legar loðkápur og nota til ann-
ars, svo sem í húsgagnaiðnaði. í *
viðtali, sem Mbl. birti i gær við
fulltrúa Sláturfélags Suðurlands,
skýrðu þeir frá því, að fjölmarg-
ar þjóðir hefðu á undanförnum
árum keypt saltaðar gærur og
unnið úr þeim á líkan hátt og
sútunarverksmiðja Sláturfélags
Suðurlands gerir nú. Jafnframt
skýrðu þeir frá því, að á þessu
ári hefðu sýnishorn af hinum sér
verkuðu gærum verið send til
Bandaríkjanna, og í kjölfar
þeirra hefðu komið tvær stórar
skinnapantanir.
Fullvinnsla
íslenzkra hráefna
Hér er um hið merkasta mál
að ræða. Enginn vafi er á því,
að úr framleiðsluvörum hinna
tveggja ísienzku undirstöðuat-
vinnuvega, sjávarútvegi og land-
búnaði, er hægt að framleiða
dýrmætari og verðmætari vörur,
en nú er gert, til sölu bæði innan
lands og utan. Á það bæði við
um afurðir landbúnaðarins og
ekki siður við sjávarafurðir,
sem enn eru fluttar út óunnar
að miklu leyti. Sýningardeild
Sláturfélags Suðurlands á iðn-
sýningunni sýnir glögglega hvaða
árangri hægt er að ná með sam-
vizkusömu rannsóknarstarfi og
hugmyndaauðgi, við að vinna
verðmætar og eftirsóttar vörur
úr alíslenzkum hráefnum.
Vafalaust er hægt að auka
mjög verðmæti þeirra landbún-
aðarafurða sem við nú flvtjum
út með aukinni vinnslu þeirra.
Þannig mæla t. d. engin skyn-
samleg rök gegn því að íslend-
ingar framleiði fjölbreyttari •’
ostategundlr en nú er og standa
raunar vonir til að ostagerð sú,
sem mun taka til starfa innan
skamms í Hveragerði verði upp-
hafið að fjölbreyttari og verð-
mætari framleiðslu á þessu
sviði en nú er.
Þá hlýtur það einnig að koma
mjög til greina að vinna meir
það kjöt sem við flytjum nú
út og pakka því í fallegar neyt-
endaumbúðir alveg á sama hátt
og gert hefur verið við frystar
fiskafurðir okkar. Iðnaður úr
landbúnaðarafurðum hlýtur að
eiga verulega framtíð fyrir sér
hér á landi ekki siður en ann-
ars staðar og þess vegna er
ánægjulegt að sjá svo fallegar
framleiðsluvörur úr íslenzkri ull.r
sem á iðnsýningunni nú.
Iðnaðarþjóð
Auðvitað eigum við að leggja
vaxandi áherzlu á það í framtíð-
inni að auka vinnslu á þeim hrá-
efnum, sem við öflum af land-
inu og í sjónum Með því móti
aukum við verðmæti vörunnar
áður en nún er flutt til útlanda,
og er talið. að það geti numíð
ótrúlegum upphæðum, ef vel er
að verki staðið. Innlendur iðnað-
ur á mikla framtið fyrir sér, +
ekki sízt, ef hann leggur áherzlu
á að vinna úr ísienzkum hráefn-
um. Á þeim grundvelli hlýtur
iðnvæðing íslands fyrst og
fremst að byggjast. Full ástæða
er til að veita öflugan stuðning
starfsemi sem þeirri, er hér hef-
ur verið rætt um, og fagna fram-
taki þeirra manna, sem fyrir
slíku standa.