Morgunblaðið - 09.09.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.09.1966, Qupperneq 17
Föstudagur 9. sept. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 í>ó að liðin séu nær ellefu hundruð ár frá upphafi íslands- byggðar og hér á landi hafi nú lifað meira en þrjátíu kynslóð- ir, sem hafa talið sig íslenzk- ar, þá er vitundin um hinn norska uppruna enn fersk í hug- um íslendinga. Fáir íslending- ar ferðast um Noreg svo, að þeim hlýni ekki um hjartaræt- ur. Mörgum okkar finnst eins og við séum að heimsækja okkar eigin æskustöðvar, svo kunnug- lega hljóma hin norsku staðar- nöfn í eyrum okkar. Það eru ekki einungis forn- sögurnar, sem fest hafa ættar- tengsl íslendinga við Norð- menn. Eftir að fsland komst undir Noregskonung reyndust sameiginlegir forfeður raunar hafa rétt fyrir sér, þegar þeir sögðu að vík skyldi milli vina og fjörður milli frænda. Hin ríkisstéttarlegu tengsl urðu a.m.k. ekki íslendingum til heilla. Brátt fór og svo, að einn- ig Norðmenn komust undir er- lendan konung og hvarf þá einnig það gagn, sem þeir höfðu af sambandi landanna, ef það hefur þá nokkru sinni verið noklr uð. Að lokum urðu löndin við- skila, en eftir það hefur þýð- ing Norðmanna fyrir íslendinga aukizt aftur að mun. Sjálfstæðisbarátta Noregs á nítjándu og tuttugustu öld hafði hins vegar úrslitaáhrif til hvatn ingar Islendingum að halda sömu leið. íslenzkir bændasynir fóru til náms í Noregi á nítjándu öld til að læra þar nýtízku búnað- arhætti. Norðmenn urðu forystumenn í nútíma síldveiðum og hval- veiðum við ísland og nú stund- um við sjálfir þessar þýðingar- miklu atvinnugreinar að veru- legu leyti eftir norskri fyrir- mynd. Mikill hluti íslenzka fiski- skipaflotans er smíðaður í Nor- egi, þó að við séum að hefjast handa um eigin framkvæmdir í þeim efnum. íslendingar hafa notið stöð- ugra aðstoðar Norðmanna í til- raunum til skógræktar og er þar skemmst að minnast þjóð- Ræðst við í skrifstofu forsætisráðherra. Per Borten, forsætisráðherra Noregs, dr. Bjarni Bene- diktsson, Myklebost sendiherra Norðmanna og Andreas Andersen frá norska utanríkisráðu- neytinu. um aðild íslands að bandalag- inu. Þessi dæmi sýna, að íslending- ar hafa í mörgu — fleiru en flestir gera sér grein fyrir — fetað í fótspor Norðmanna. Ætíð vakna ný úrlausnarefni, sem íslendingar óska að leysa eftir norskri fyrirmynd, í sam- ráði við Norðmenn eða í sam- vinnu við þá. Svo er t. d. um ýms markaðsmál og hugsanleg- ar tollabreytingar. Sama máli gegnir um viðhorfin til NATO nú, þegar skipulag þess er til endurskoðunar. E. t. v. er það síður hversdags legt en þó að engu siður brýnt verkefni, að báðar þjó'ðir hafi samvinnu um kynningu á afrek- um forfeðra okkar, bæði í and- ,egum efnum og landfundumv Stundum er metingur á milli um það hvorri þjóðinni beri að eiga þessi gömlu afrek. Sannast ságt skiptir slíkur metingur sára litlu máli, það ber að hafa það, sem sannara reynist. Öllu skipt- ir að gera öðrum þjóðum kunn- ugra en nú hvert framlag nor- rænna manna hefur verið tii þróunar vestrænnar menningar. Vitundin um hinn norska uppruna er fersk í hugum íslendinga Ræða dr. Bjarna Benediktsson- ar i hófi ríkisstjórnarinnar fyrir Per Borten og frú argjafarinnar norsku, sem varið er til skógræktarstöðvarinnar á Mógilsá. Fjöldi íslendinga hefur stund- að verkfræði- og ýmislegt tækni nám í Noregi, svo og lært þar veðurfræði og sagnfræði, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Áhrif norskra bókmennta á ís- lenzkar bókmenntir nú um einn ar aldar skeið verða seint of metin. Hin síðari ár hafa marghátt- aðar stjórnarframkvæmdir í Noregi orðið okkur til fyrir- myndar, enda hafa norsk stjórn völd ætíð verið boðin og búin til allrar þeirrar fyrirgreiðslu, sem við höfum óskað. Frelsisbarátta Norðmanna á ófriðarárunum 1940-1945 hafði djúp áhrif á íslendinga og að- ild Norðmanna að Atlantshafs- sáttmálanum réði úrslitum um afstöðu fjölmargra íslendinga Löngum áttu þjöðir okkar sameigin- leg þung örlög Nú hittumst við sem nákomna r frændþjöðir Ræða Per Borten, forsætisráð- herra Noregs, í gærkvöldi Ég vil þakka yður, herra for- sætisráðherra, fyrir hin hjart- næmu orð sem þér hafið látið falla í minn garð og konu minn ar. Það er mér mikil ánægja að koma til íslands og ég met það mikils að fyrsta opinbera heim- sókn mín, sem forsætisráðherra, til erlendrar þjóðar skuli vera til íslands. Þér minntust, herra forsæt- isráðherra á þær tilfinningar sem grípa íslending á ferð í Noregi. Ég hygg að hið sama gildi um Norðmenn, sem ferð- ast um þetta sérstæða land, það gildir einnig um okkur, að ör- nefni kalla fram í hugann minn ingar og hugmyndir Um okkar eigin fortíð, þá tíð þegar líf þjóðanna á íslandi og Noregi voru samtvinnuð af ótal ættar- böndum og öllum þeim sam- skiptum er þau höfðu í för með sér. Séð frá sjónarhóli mannkynssögunnar var stjórn- málaleg eining þjóða okkar skammvinn og e.t.v. hvorugri til blessunar. Þær löngu aldir, sem síðan komu, lærðu báðar þjóð- inrar til hlítar hvað það þýðir að vera ekki húsbóndi á sínu heimili. En einmitt undir slíkum kringumstæðum er það mikils- vert að þjóð geri sér grein fyr- ir uppruna sínum og varðveiti sérkenni sín. Það var mikilsvert norsku þjóðinni sem íslenzku sagnaritararnir gátu sagt henni um fortíð hennar. Frásögn Heims kringlu gerði okkur sögu gamla Noregs lifandi og nákomna. Vitneskja um það sem Noreg- ur hafði verið, veitti þjóðinni á síðari öldum styrk í barátt- unni fyrir þjóðlegu sjálfstæði. Við stöndum í mikilli þakkar- skuld við hina íslenzku vini okk ar fyrir að hafa varðveitt svo mikilvægan hluta af okkar sögu lega arfi. En hversu mikils sem við metum hinn þjóðlega arf, verða þjóðir okkar báðar að beina at- hygli sinni fyrst og fremst að vandamálum nútímans og fram- tíðarinnar. Þessi vandamál eru í stórum dráttum þau sömu bæði á íslandi og í Noregi. í báðum löndunum erum við að byggja upp velferðarþjóðfélag. Takmark okkar er að skapa, bezta og tryggasta mögulegan grundvöll auðugs mannlífs. Eig- um við að ná þessu hlutverki, verðum við að skipuleggja bæði efnalegan og andlegan grund- völl. Við verðum að nýta auð- lindir okkar á sem hagkvæm- astan hátt. Það þýðir að við verðum á öllum sviðum að beita nútíma framleiðslutækni og nú- tíma skipulagningu í markaðs- öflun og veltu. Jafnframt verð- um við að gæta þess að æska okkar fái tækifæri til að þess að nýta hæfileika sína í þágu nútíma samfélags og að æskan fái andlega næringu, sem lyftir henni upp úr hreinni efnis- hyggju. Síðustu kynslóðir höfum við í báðum löndunum lifað geysi- legar breytingar. Hér á íslandi hafa þær ef til vill verið ennþá meira áberandi en í Noregi, því að þær hafa gerzt á mjög stutt- um tíma. En ég held að okkur sé óhætt að segja, að báðum þjóðunum hafi tekizt að leggja grundvöll raunverulegs velferð- aríkis. Ég hlakka til þess að fá — meðan á dvöl minni stendur —• tækifæri til þess að sjá að einhverju leyti þann árangur sem þið hafið náð. Þér voruð svo vinsamlegur að segja, herra íorsætisráöherra, að þrounin í norsku atvinnuiííi hefði á ýmsum sviðum orðið fyrirmynd þróunarinnar á ís- landi. Okkur er það gleði ef við höfum getað lagt eitthvað já- kvætt til eínahagslegrar þróun- ar hér. Varðanai aöalatvinnu- veg ykkar, fiskveiöarnar, neld ég þó að þið séuð komnir svo langt að við getum margt af ykKur lært. Vxö vitum nversu duglegir þið eruð bæði a sviöi fiskveiða, og vinnslu og mark- aðsöflunar. Hin harða sam- keppni, sem þið veitið okkur á alþjoðamarkaði, Jýsir því óezt hversu hagkvæmar og ahnfank ar vinnuaðferðir ykkar eru. En báðum þjóðunum er þó hagur í því að verðlag á alþjóðleg- f þessum efnum er mjög mikið óunnið. í samskiptum íslendinga og Norðmanna nú á dögum hefur vissulega sannast, að ber er hver a'ð baki nema sér bróður eigi. Við íslendingar vitum vel, að við erum litli bróðirinn, að Norð menn hafa haft óendanlega meiri þýðingu fyrir okkur en við fyrir þá. En heimsókn hins norska for- sætisráðherra Per Borten og frúar hans sýnir, að einnig Norð menn vilja rækja vináttu með- frændsemi við íslendinga. Okk- ur er því meiri heiður að heim- sókn þeirra, sem hún er hin fyrsta þessarar tegundar, sem hann fer í eftir að hafa tekiö við sínu vir'ðulega og vanda- sama embætti. Þétta kunnum við vel að meta og þurfti þó ekki á því að halöa vegna þess. að þau hjón eru hvort eð er hjari anlega velkomin hingað til lands. Vona ég, að þau verði þess marg faldlega vör, að vinátta íslend- inga til Norðmanna er samrunn- in íslenzku eðli og mun vara svo lengi, sem þjóð okkar er við lýði. um markaði sé gott, svo að við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, þrátt fyrir samkeppn- ina. Sama varðar vernd líffræði- legs grundvallar fiskveiðanna og þær rannsóknir, sem þeim eru tengdar. Ég gleðst yfir þeirri góðu sam vinnu, sem við höfum á því sviði. Það er varla nokkuð sem tengir íslendinga og Norðmenn eins mikið og beint og einmitt fiskveiðarnar. Stjórnir okkar standa stöð- ugt í góðu sambandi hvor við aðra innan ramma norrænnar og alþjóðlegrar samvinnu. Sjálfur hef ég áður fengið tækifæri til að heimsækja ísland þá í sam- bandi við fundi Norðurlanda- ráðs. — Og ég veit af eigin reynslu hvers virði það er að ísland leggi sitt af möi-kum inn- an þessarar stofnunar. Innan Sameinuðu þjóðartna eigum við einnig samstarf ásamt hinum Norðurlöndunum. Við vildum helzt að Sameinuðu þjóð irnar væru nægilega sterkar til að tryggja öllum aðildarríkjun- um öryggi, en því er því miður ennþá ekki að heilsa. í hinum órólega heimi, sem við lifum, hafa bæði ísland og Noregur í x-amhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.