Morgunblaðið - 24.09.1966, Side 1

Morgunblaðið - 24.09.1966, Side 1
32 síður Björgunarsveitarmenn atS grafa upp brakið af bandarísku P2W flugvélinni á Grænlandsjökli, en þar var 60 sm. snjólag. I»yrla flutti menn og farangur milli skips og jökuls. Sjá nánar frétt á baksíðu. Ljósm. Sig. Waage. Mihajlov dæmdur í 1 árs fangeisi hefði aldrei starfað í verksmiðju og séð, hvernig hið júgóslav- neska lýðraeði kæmi fram fyrir tilstilli verkalýðsfélaganna. í stað þess liti hann á Júgóslavíu, sem einræðisríki og líkti landinu við Þýzkaland Hitlers, Ítalíu Mussolinis og Spán eins og það ríki væri nú. Sjá nánar grein um Mihajlov á bls. 31. Látiun maður kaus í sænsku kosningunum Stokkhólmi 23. sept. NTB DÁINN maður greiddi at- kvæði í sænsku sveitastjórn- arkosningunum á sunnudag- inn var. Skýringin á þessu er sú, að í Svíþjóð getur gam alt fólk og sjúkt greitt at- kvæði með aðstoð einhvers ættingja og umboðið, sem til þess þarf, er hægt að láta í té, ásamt atkvæðaseðlinum nokkrum dögum fyrir kjör- dag. -Gamall maður, sem var sjúkur, hafði nokkrum dög- um fyrir kjördag, gefið syni sínum slíkt umboð og látið hann hafa umslag með kjör- seðlinum, en dagin eftir dó gamli maðurinn. Sonurinn hringdi í kosninga skrifstofu eins stjórnmála- flokkanna og spurðist fyrir um, hvort hann mætti leggja inn atkvæðaseðil föður sins, þrátt fyrir það að hann væri látinn og flokksstarfsmaður- inn svaraði því til, að það mætti hann gera. Þar með kaus hinn dáni. Singapore, 23. sept. AP. LEA Kuan Yew, forsætis^áð- herra Singapore er ftýkominn heim úr ferðalagi og hafði með ferðis tvær öskjur, sem höfðu áð geyma mannsaugu, er for- sætisráðherra Ceylons, Dudley Senanayake hafði fært honum að gjöf. Hafði Lee verið gestur ríkisstjórnar Ceylons í tvo daga á leið sinni heim frá ráðstefnu forsætisráðherra brezka sam- veldisins í London. Augun, sem getið var, á að nota til þess að gefa tveimur blindum Singa pooremönnum sjónina aftur. fekur fundinn um að hafa dreift röngum upplýsingum um Júgóslavíu Telja, crð Kennedy Zadar, Júgóslavíu, 23 sept. NXB-AP. MIHAJL Mihajlov, hinn ungi júgóslavneski rithöfundur, sem siorkað hefur kommúnistastjórn lands síns með því að gera til- raun til þess að mynda stjórnar- andstöðuhóp, var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í borginni Zadar í Júgóslaviu. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri sekur um að hafa dreift röngum upplýsingum um Júgóslavíu erlendis. Rétturinn taldi, að Mihajlov hefði framið refsiverðan verkn- að með því að lýsa Júgóslavíu sem einræðisriki í greinum, sem birzt hefðu í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Nokkrir úr hópi hinna útvöldu áheyrenda, en þeir voru 100 og fengu aðgang að réttarsalnum með því að sýna sérstök skilríki, hrópuðu: „Burt með hann frá Zadar“ og „Sendið hann til útlanda", er dómurinn var lesinn upp. Mihajlov var hinsvegar saklaus fundinn af ákæru um, að hann hefði látið birta grein erlendis, eftir að hún hefði verið bönnuð í Júgóslavíu. Rétturinn gerði upptækar 2000 dinara af tekjum Mihajlovs, Viet-Nam-deilan á t>ingi SÞ: Gromyko vísaði tEISögum Bandaríkfamanna á bug New York, 23. sept. - NTB, AP. ANDREJ Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna vísaði í dag á bug síðasta tilboði Bandaríkja- manna um samningaviðræður varðandi frið í Víetnam. Sagði Gormyko, að tilboðið hefði ekki neitt nýtt að geyma og ítrekaði hann stuðning sovétstjórnarinn- ar við NorðurVíetnam. I aðalræðu sinni í stjórnmála- umræðum Allsherjarþingsins gerði Gromyko það ljóst, að til- lögur bandarísku stjórnarinnar, sem lagðar voru fram á fimmtu- dag, hefðu engin áhrif haft á sovézku stórnina. Bandaríski full trúinn, Arthur Goldberg hafði lagt til, að Allsherjarþingið Framhald á bls. 31 um 7000 kr. ísl. og bannaði hon- um að birta neitt fyrsta árið eftir að hann yrði látinn laus úr fangelsinu. Mihajlov, sem var foringi fyr- ir hóp manna, sem hafði á prjón unum að gefa út lýðræðislegt sósíalístiskt tímarit, sagði við blaðamenn, eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, að hann myndi halda kyrru fyrir í Zadar, unz hæstiréttur landsins hefur kveðið upp sinn dóm, en Mihajlov ætlar að áfrýja dómi undirréttarins. Dómarinn, Sime Fabhlic, sem kvað dóminn upp eftir tveggja daga réttarhöld, sagði að Mihaj- lov hefði sýnt, að hann væri andvígur hinni sósíalístisku bjóð félagsskipan Júgóslavíu og að hann vildi koma henni fyrir kattarnef með öllum tiltækileg- um ráðum. Með því að kaiia Júgóslavíu ranglega einræðis- ríki, yfirsæist honum hið beina lýðræði landsins, sem fælist í eigin forystu verkamannanna, þjóðfélagskerfi, sem veitti sér- hverjum borgara rétt til þess að tjá sig frjálst. Dómarinn sagði enn fremur, að tengsl Mihaljovs við júgóslav neska útflytjendur sýndu, að hann væri andvígur hinu sósíal- ístiska þjóðfélagskerfi. Hann hefði tekizt betur varbandi Vietnam New York, 23. sept. NTB NÆR heimingur bandarískra kjósenda er þeirrar skoðunar, að Kennedy forseta myndi hafa tek izt betur til við lausn Vietnam- deiiunnar, en Johnson hefur gert. Kemur þetta fram í skoð- anakönnun, sem skýrt var frá í dag. Samkv. skoðanakönnuninni eru 43% kjósenda þeirrar skoð- unar, að Kennedy myndi hafa tekizt betur að leysa deiluna en Belgrad, 23. sept. NTB. Forsætisráðherra* Tékkóslóvakíu Josef Lenart hefur verið í heim sókn í Peking og fór í dag áleið- is til Hanoi, að því er júgóslav- nesk fréttastofa skýrði frá í dag. Ekki skýrði fréttastofan frá til- gangi heimsóknar Lenarts til höfuðborgar N-Vietnam. Tékkó slóvakía hefur verið á meðal þeirra kommúnistaríkja, sem mest magn af vopnum hefur ver ið flutt frá til N-Vietnam, Johnson, en 2% álíta, að hinum fyrrnefnda myndi hafa tekizt ver. 26% telja að báðir forset- arnir rnyndu hafa fari'ð eins að og 29% vissu ekki, hverju skyldi svara spurningunni. Hins vegar eru 52% sammála Johnson forseta, þar sem hann hafnar kröfu Wayne Morses öld- ungardeil Jarþingmanns um, að Bandaríkin eigi að hverfa burt með lið sitt frá Vietnam. 14% eru fylgjandi kröfu Morses, en 34% vissu ekki, hverju þeir áttu að svara. í dag hefur Johnson verið for seta í 1037 daga, en það er jafn- lengi og fyrirrennari hans, Jonn Kennedy. Hefur það komið í ljós einnig í skoðanakcnnun. að vinsældir Johnsons eru minni nú, en þær hafa verið nokkru sinni áður. Önnur skoðanakönn- un gefur til kynna, að demokrat- ar tapi nú fylgi og megi búast við talsverðu tapi í þingkosning unum, sem fram eiga að fara í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.