Morgunblaðið - 24.09.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 24.09.1966, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaftur 24. sept. 1966 HODE Gre/n sú, er hér birtist um Rho- desiumálið, er eftir blökkustúJ- entinn, Sam Mtepuka, sem viðtal var við i Morgunblaðinu FRÁ því Bretar hófu að veita nýlendum sínum sálfstæði hefur ekkert mál velgt þeim eins undir uggum og Rhode- síumálið. Þar til nú hefur af- nám nýlendustjórnar í lendum þeirra verið tiltölulega frið- samlegt og farið fram á þann veg, að Bretlandi hefur verið til sóma og löndunum sjálfum til hagsbóta. Því að stigbund- in friðsamleg þróun í átt til sjálfstæðis, sem byggist á gagnkvæmri velvild og skiln- ingi drottnara og undirmanna, kemur í veg fyrir gremju og átök. En þannig hefur þró- unin því aðeins orðið, að íbúar landanna hvers um sig, væru af sama eða svipuðum kyn- þætti. Rhodesía er undantekning frá þessari tiltölulega árekstra litlu leið til frelsis. Þar mark- ast aðstaðan af búsetu 220.000 hvítra landnema í landi 4% milljón blökkumanna. Land- nemarnir hvítu hafa haft frammi háværastar sjálfstæð- iskröfur, — krafizt sjálfstæðis frá Bretum, — ekki sjálf- stæðis á borð við önnur ný- frjáls Afríkuriki, heldur eins og S-Arfíka hlaut árið 1910, — en samkvæmt því mundu pfeir útiloka algerlega hina blökku íbúa landsins frá yfir- ráðum. Og þar sem þeir gátu ekki fengið þetta með lög- legum hætti, tóku þeir lögin í sínar hendur, lýstu yfir sjálfstæði 11. nóvember s.l. með því að setja á svið eins konar eftirlíkingu af te- drykkju Bandaríkjamanna í Boston á sínum tíma. Segja má, að tveir menn, sem báðir eru löngu látnir, beri ábyrgð á þeim erfiðleik- um, er nú blasa við, — þeir Cecil Rhodes og Lobengula. Rhodes, sem almennt er kunn ur í Rhodesíu undir nafninu Hvíti höfðinginn, fékk fyrir um það bil 70 árum, umboð Viktoríu drottningar til þess að gera viðskipti sín við Loebengula-ættarhöfðingjann, sem hann hafði sigrað í stríði. Samkv. samkomulagi þeirra fékk Rhodes réttindi yfir námum landsins, brezki fán- inn var dreginn að húni og Rhodesía varð til. Lega Rhodesíu milli fljót- anna Zambesi og Limpopo er afar mikilvæg. Ríkið er eins konar útvörður hinnar hvítu Afríku í suðri, gagnvart hinni svörtu Afríku í norðri, þar sem Zambia er í forystu. Er þessi staða hernaðarlega mikil væg, ef til kynþáttaátaka kæmi og að sjálfsögðu nokkur huggun hvítum ráðamönnum S-Afríku og portúgölsku ný- lendustjórnunum í Angola og Mozambique. Suður-Afríkustórn egrir sér fyllilega ljóst, að falli Rhode- sía í hendur blökkumönnum, stendur hún sjálf augliti til auglitis við svörtu Afríku, sem væri hættuleg ógn þessu höfuðvígi hvítra yfirráða. Meðan Rhodesía er í höndum hvítra, er hægt að halda við núverandi ástandi í S-Afríku og því hafa S-Afríka og Portúgal neitað að taka þátt í viðskiptabanninu á Rhodesíu sem átti að koma stjórn Ian Smith fallist á slíka lausn, sem mundi binda enda á vald þeirra — þeir eru ekki líklegir til að falla frá sjálfstæði því, er þeir þegar hafa lýst yfir, enda þótt það hafi verið gert með ólöglegum hætti. Eins og nú horfir málum virðist Smith hafa í fullu tré við stjórn Wilsons í Bretlandi. Hann hefur sagt heiminum, að hann ætli sér að viðhalda yfirráðum hvítra manna í Rhodesíu um ókomna framtíð og hafi ekki trú á, að Bretar geri neitt það, er komi í veg fyrir að það takist, og eftir tvo mánuði heldur stjórn Smiths hátíðlegt eins árs af- mæli sjálfstæðisyfirlýsingar- innar. . Allar upplýsingar, sem fyrir hpndi eru, benda til þess, að efnahagsráðstafanir þær, sem brezka stjórnin krafðist að beitt yrði fremur en valdi, hafi mistekizt, enda hafa þær aldrei harðar verið. Mörg ríki, einkum þó S-Afríka og Portúgal, hafa haldið áfram að sjá Rhodesiu fyrir.nauð- synjúm. Bretar hugðu að þau óþægindi, sem efnahagsráð- stafanir hefðu í för með sér, yrðu svo mikil og alvarleg, að stjórn Smiths neyddist til að láta af völdum, en þar var rangt ályktað. Afleiðingarnar hafa eingöngu orðið þær, að hinir hvítu hafa bundizt sterk- ari böndum og fylkt sér að baki Smith. Allt hefur þetta orðið til þess að neyða Afríkuríkin til þess að auka kröfur sínar um, að Bretar beiti valdi til þess að kæfa uppreisn Smiths- Wilson, forsætisráðherra. unni, er harður í horn að taka, öfgafullur talsmaður afr- ískrar sameiningarstefnu og — eins og Odinga Oginga í Ken- ya — dregur enga dul á vinstri stefnu sína og áhuga á kommúnistaríkjunum. Kaunda hefur einnig orðið fyrir hörð- um árásum áhrifamestu leið- toga Einingarstofnunar Afríku ríkjanna fyrir augljósa sam- vinnu við Breta í þessu máli. Allt þetta — og árangursleysi ráðstafana Breta — hefur b r e y 11 afstöðu Kenneths Kaunda, hert hana og orðið til - púðurtunnan, sem splundrað getur brezka samveldinu og valdið blóð- ugum kynþáttaátökum í Afríku Smiths á kné, og þess I stað veitt henni ýmsan stuðning. Hefðu stjórnir þessar ekki gert það, hefðu þær þar með verið að grafa sína eigin gröf. Hver svo sem árangur verð ur af yfirstandandi ráðstefnu leiðtoga brezku samveldisland anna (greinin var skrifuð rétt áður en ráðstefnunni lauk), virðist ólíklegt að samkomu- lag verði um lausn á öðrum grundvelli en þeim, að allir íbúar landsins fái rétt til að ráða örlögum sínum í kosn- ingum, þ.e.a.s. að blökku- menn fái atkvæðisrétt svo sem þeim ber, sem að sjálf- sögðu hefði í för með sér stjórn blökkumanna. Á hinn bóginn er ólíklegt, að Evrópumenn í Rhodesíu stjórnarinnar. En sökum eig- inhagsmuna ög skyldleika við hina hvítu íbúa Rhodesíu eru Bretar alls ófúsir til þess að grípa til slíkra ráða. Sá, er nú mælir hvað ákaf- ast fyrir valdbeitingu, er K e n n e t h Kaunda, forseti Zambíu, sem allt fram á þenn- an dag hefur stutt Wilson, for- sætisráðherra, og þá stefnu hans að beita efnahagsþving- unum. En nú er svo komið, að hann sér fram á klofning í sinni eigin ríkisstjórn vegna máls þessa — hluti hennar undir forystu utanríkisráð- herrans, Simons Kapwepwe, hefur sakað hann um vesal- mennsku gagnvart Bretum. Kapwepwe, sem var fulltrúi Zambíu á samveldisráðstefn- I '• wWw- . ___ _ Aaunda n dn k ,m með grein í gær diu par ekki heima). þess, að hann hefur hótað að seggja Zambíu úr brezka sam- veldinu. Rétt er, að menn geri sér grein fyrir því, að grípi Bret- ar ekki til einhverra þeirra ráðstafana, er duga til þess að stjórn Smiths láti af völd- um í Rhodesíu, getur svo farið að komi til blóðugra átaka. Mjög er hugsanlegt, að að- ildarríki Einingarstofnunar Afríkuríkjanna láti málið til sín taka — e.t.v. með aðstoð Rússa og Kínverja. Kæmi til þess mundu Bretar neyðast til þess að grípa í taumana og snúast til varnar nýlendu sinni og brezku þegnunum þar — og gætu slík átök orðið af- drifarík fyrir heimsfriðinn. En þó Rússar og Kínverjar létu máliíj afskiptalaust, a. m. k. opinberlega er ljóst, að fyrir heridi er hætta á átökum hvítra og svartra í Afríku og þá mundi víglínan sennilega liggja meðfram Zambesifljóti. Það er ekkert leyndarmál, að í mörgum Afríkuríkjum er verið að þjálfa blökkumenn til þess að stjórna skæruhern- aði og öðrum hernaðarátökum í Suður-Afríku og Rhodesíu og í Rhodesíu hafa þegar fall- ið 25 hvítir menn. Er einfalt að álykta, að ekki verði mönn um haldið lengi áfram í æf- ingabúðum, verði ekki Rhod- esíumálið til lykta leitt, áður en langt um liður. Friðsamleg lausn Rhodesíu- málsins er, eins og nú er kom- ið málum, algerlega komin undir Harold Wilson, forsæt- isráðherra Bretlands. Það er sú púðurtunna, sem bæði get- ur splundrað brezka samveld- inu og komið af stað víðtæk- um kynþáttaátökum í Afríku, sem hvorki Rhodes né Lob- engula sáu fyrir né ætluðust til, er þeir undirrituðu samn- ing sinn fyrir u. þ. b. 70 árum. Kunnur krabbameins sérfræöingur flýr ðronirigen, Hollandi, 22. sept > NTB STJÓRN Hollands hefur á- kveðið að veita hæli sem pó.i tískum flóttamanm austur- evrópskum lækni og fjol- skyldu hans, sem þangað flúðu frá Júgóslavíu. Ekki er gefið upp nafn læknisins — né konu hans sem einnig er læknir, en hann er sagður kunnur krabbameinssérfræð ingur og hún lungnasérfræð- ingur. Börn þeirra tvö, son- ur og dóttir, eru þrettán og tíu ára að atdri. Þau komust til Hollands með aðstoð slátrara eins, er leyndi þeim í farangri sínum, þegar hann fór sem ferðamaður frá Júgóslavíu. Slátrarinn, T. Wili- ems, sem er frá Groningen kynntist fjölskyldu læknisins á opinberu tjaldstæði í Júgóslav- íu, þar sem hann var í tjaldi ásamt konu sxnni. Komust pau hjónin á .snoðh um, að lækmr- inn og kona hans væru að reyna að komast til Bandaríkjanna — og reyndu að hjálpa þeim að fa vegabréfsáritun í Trieste. Það tókst ekki og ákváðu þá Will- ems hjónin að reyna að launu læknishjónunum með sér til Hollandi. Lækninum og syni hans var komið fyrir í tarangursgeyms. i bifreiðar slátrarans en kona hans og dóttirin leyndust í aftui sætinu undir allskonar farangr Þýzk hjón tóku að sér að kom burt því, sem eftir var, af fai angri þeirra og komu þau 20 ágúst sl. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4., 3. hæð (Sambandshúsið). Símar 12343 og 23338.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.