Morgunblaðið - 24.09.1966, Page 12

Morgunblaðið - 24.09.1966, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardapnr- 24 seot. 1966 Tvær nýjar bækur hjá Skálholti hf: ísienzk setningafræði og Egils saga NÝ BÓK: ÍSLENZK SETN- INcíARFRÆÐI, eftir dr. Har ald Matthíasson, menntaskóla kennara á Laugarvatni, er ný komin út. Bókaútgáfan Skál- holt hf gefur bókina út. Önn- ur kennslubók, EGILS SAGA, í umsjá Óskars Halldórsson- ar, námsstjóra, er væntanleg hjá sama forlagi í byrjun októbermánaðar. Báðir eru þessar bækur gefnar út í handhægu broti cg jafnt ætiaðar nemendum sem áhugamönnum. Hin nýja setningafræði, „ís- lenzk setningafræði". er tekin saman að beiðni námsstjóra og landsprófsdómenda í íslenzku Hún er um sumt ólík fyrri kennslubókum í þessari grein íslenzkunnar. f formála gerir höfundur grein fyrir þessum breytingum og segir m.a.: „Ég tel, að byrjendum í setningafræði námi sé einkum nauðsynlegt að öðlast skilning á hvað setning er, hver munur er á aðal- og aukasetningu, og hvernig máls- grein og samfellt mál er byggt upp. Þess vegna er sleppt að greina aukasetningar í flokka, en í þess stað eru aðalsetningar og aukasetningar skýrðar sem tveir flokkar, og einnig hvert er hlutverk hvorra um sig í málsgrein............ Kafl- inn um einstaka setninga- hluta er nokkru styttri en í þeim bókum, sem kenndar eru nú. Ég tel hvorki ráðlegt né nauðsynlegt að kenna byrjend- um nákvæma greiningu allra setningarhluta. Nauðsynlegt er þó að þekkja hina fjóra megin- hluta setningar, ennfremur eink- unn, en byrjendum er nóg að greina aðra setningarhluta í einu lagi og nefna þá ákvæðis- orð“. Ljóst er af því, sem hér hefur verið vitnað til, að setn- ingafræði Haralds Matthíasson- ar er mun einfaldari og auð- lærðari en eldri kennslubækur um sama efni. Ótalið er þó það atriði, sem mestu skiptir. Reglur um greinarmerkjasetningu eru auðveldari, svo að miklu nemur. Bókin er 106 bls., en lesmál er aðeins prentað á hægri síðu hverrar opnu, svo að hægt sé að skrifa athugasemdir og minnis- atriði vinstra megin. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf, en Svpinabókbandið hf sá um bókbandið. Á árinu 1965 gaf bókaútgáfan Skálholt hf. út þrjár kennslu- bækur í íslenzku fyrir gagn- fræðaskóla og menntaskóla. Voru þær ýmist samdar eða bún ar til prentunar af hinum fær- ustu skólamönnum. Var leitazt við að fullnægja nútímakröfum um gerð kennslubóka, svo s ;m kostur var á, enda náðu þær allar talsverðri útbreiðslu þegar í stað. Á námskeiði fyrir ís- lenzkukennara í gagnfræðaskól- um, sem fram fór í Kennara- skóla íslands nú í septembei, voru bækurnar kynntar, og sýnt er, að á komandi vetri verða þær notaðar miklu víðar en síðastliðið skólaár. Bækur þessar eru: Hrafnkels saga Freysgoða í umsjá Óskars Hall- dórssonar, cand mag., íslands- klukkan eftir Halldór Laxness í umsjá Njarðar P. Njarðvík, cand. mag. og Mál og mál- notkun eftir Baldur Ragnarsson, kennara. Nú í haust sendir Skálholt hf frá sér tvær kennslu- bækur að auki, sem fyrr er sagt, „íslenzka setningafræði" og „Egils sögu“. Egils saga er ætluð æðri skól um og er líkt úr garði gerð og Hrafnkels saga og íslandsklukk- an. Textinn er prentaður með nútímastafsetningu, til þess að gera hann aðgengilegri ungu fólki. Orðaskýringar eru neð- anmáls, en auk þess fylgja verk- efni flestum köflunum, spurn- ingar til nemenda um persónu- lýsingar, stíl, atburðarás og fleira. Einnig ritar Óskar Halldórsson formála fyrir sög- unni, þar sem drepið er á þau atriði, er ætla má, að nemendur í æðri skólum þurfi að kunna skil á. Á Norðurlöndunum eru skóla- útgáfur sem þessar algengar og mikið notaðar i framhaldsskól- um, en Hrafnkels saga var fyrsta heila bókmenntaverkið, sem út kom hérlendis með þessum hætti. íslandsklukkan kom næst, en Egils saga — þriðja ritið í þessum bókaflokki, sem kallast fslenzk úrvalsrit, — er fyrsta sagan, sem einkum er ætluð nemendum í æðri skólum. Bókin Mál og málnotkun er nýstárleg kennsluþók við móður- málskennslu. í inngangsorðum segir höfundur: „Markmið bókarinnar er einkum að glæða málskilning nemenda, vekja þá til umhugsunar um málið og notkun þess. Ef til vill mætti segja, að hún væri eins konar lítt afmarkað millistig milli málfræðináms og bókmennta- lestrar og því tilraun til að J tengja það tvennt á lífrænni hátt en almennt hefur verið gert“. Bókin skiptist í þrjá megin- kafla, sem skiptast siðan í undir- kafla, ásamt æfingum. Sem dæmi um efni þeirra má nefna markmið málsins, orð og til- finningar, réttmæti fuilyrðinga, áróður, samlíkingar, hlutlæg orð og huglæg, sértæk orð og al- menn, ritgerðasmíð, stíl, orðtök, og málshætti. Dr. Haraldur Matthiasson. bóka snerti, en einskorða sig við útgáfu kennslubóka. Jón Böðv- arsson, cand. mag., hefur tekið að sér afgreiðslu kennslubóka forlagsins, og jafnframt verður hann því til ráðuneytis um val og gerð kennslubóka. Kinshasa kvart- ar yfir þjálfun málaSiða Kinshasa, 22. sept. — NTT' — JUSTIN BOBOKO, utanríkis- ráðherra Kinshasa, (áður belg- iska Kongó) hefur skrifað Örygg isráði Sameinuðu þjóðanna og beðið það að koma saman og ræða þjálfun málaliða Moise Tshombes í portúgölsku nýlend unum Angola og Mozambique. Segir í bréfi Bombokos, að sú staðreynd, að Portúgalir skuli sjá leiguliðum Tshombes fyrir þjálfunarstöðvum, sé alvarleg ógnun við frið í Afríku, því að vitað sé, að Tshombe hafi safn- að að sér mönnum i því skyni að steypa stjórninni í Kinshasa — Ráðist leiguliðarnir á Kins- hasa frá portúgölsku nýlendun- um þýði það styrjöld milli Kins hasa og Portúgal. í bréfinu segir, að send verði nefnd frá Kinshasa til að rök- styðja kvartanir þessar nánar og er líklegt talið, að beðið verði með að ræða málið, þang- að til hún kemur til New York. Hins vegar er líklegt, að núver- andi forseti Öryggisráðsins Nik- olai T. Federenko, frá Sovét- ríkjunum ræði málið óformlega við einstaka fulltrúa ráðsins. Stefán Jón Árnason frá Skáidalæk — Kveðja H A N N lézt 26. apríl sl. með skyndilegum hætti, en hefði orð- i’ð 72ja ára í dag. Og þann dag ætla ég að nota til þess að minn- ast hans með öfáum orðum, þott síðbúin séu. Stefán var fæddur að Brekku í Svarfaðardal 24. sept. 1894. Voru foreldrar hans hjónin Árni Friðriksson og Ingigerður Zóp- honíasardóttir, bæði af sterku bergi brotin. Var faðir Árna, Friðrik bóndi Jónsson í Brekku- koti talinn frábær að hörkudug. bæði á sjó og landi. Og kona hans, móðir Árna, Guðrun Björnsdóttir frá Jarðbrú, úrvars- kona, listfeng í eðli og grein4, Man ég hana gamla, sívinnandi og síbætandi úr öllum misfellum hvar sem hún til náði. Og marga flíkina sá ég hana sníða á rúin- inu sínu, bæði fyrir heimafóik og nágrannana. Var hún hin mesta snyrtikona og smekkvis hagleikskona, sem allt fór vel úr hendi. Áttu þau Friðrik nokkur börn og eiga nú fjölda afkom- enda, hið mesta dugnaðar- og myndarfólk. Kona Árna Friðrikssonar, Ingi- gerður, var dóttir Zóphoníasar bónda og skipstjóra á Bakka Jónssonar, ættuðum innan úr Glæsibæjarhreppi, og konu hans. Soffíu Björnsdóttur, bónda í Koci og á Grund, Björnssonar, og er sú ætt mjög fjölmenn og kunn að orkumiklu dugnaðar- og greindarfólki og heiðvirðu. En Zóphonías bóndi fórst með skipi sínu, Hreggvið, í hákarlalega vorið 1875. Áttu þau Bakka- hjón nokkur . börn og eiga nú marga dugmikla afkomendur. bæði austan hafs og vestan, því að sonur þeirra einn varð stór- bóndi vestur í Kanada. Þau Árni og Ingigerður voru samvalin og samhent hjón, þót.ú glæsileg á brúðarbekknum og reyndust bæði garpar til vinnu. Hef ég varla séð mann léttan ó fæti né röskari við fót upp bratt- ar fjallshlíðarnar, og skíðagaro ur var hann einn hinn mesti par á sinni tíð. Þau hjón bjuggu um árabil í Gullbringu, og víðar, en lengst af á Skáldalæk, áttu allmaigt barna og var Stefán næst elztur þeirra. Er hann mér minnisstæð- ur frá unglingsárum fyrir það. hve fríður ahnn var og prúð- mannlegur í allri framgöngu. Og öll voru þau systkin greind og orkumikil. Gekk Stefán í gagn- fræðaskólann á Akureyri og lauk þar námi. sem gaf rétt tií að setjast í 4. bekk Menntaskól- ans í Reykjavík Og þangað lagði Osxar Halldorsson Sl. vetur var bókin víða notuð við kennslu i 3. og 4. bekk, seld- ist upp, en hefur nú verið end- urprentuð. Á sýningunni „íslenzk bóka- gerð 1965“ hlutu 4 af bókum Skálholts viðurkenningu, þ. á. m. allar kennslubækur þess fyrir smekklega og vandaða útgáfu. • Breytingar hjá forlaginu. Stjórnarformaður Skálholts hf, Knútur Bruun, hdl., gat þess í viðtali við Morgunblaðið, að framkvæmdastjóri bókaútgáf- gáfunnar, Njörður P. Njarðvík, cand. mag., hefði nú látið af störfum um sinn við fyrirtækið, þar sem hann tæki nú við lekt- orsstöðu í Gautaborg. Mundi tor- lagið því draga seglin nokkuð saman, hvað útgáfu almennra Horræn æskulýös- sjnínj í Danmörku listaverk evllr 5 unga lista- meim hafa verið valin héðan a sýninguiTrS UM miðjan næsta mánuð hefst i Lousiana-satninu í Danmörku norræn æskulýðssýning. Verða á sýningunni listaverk eftir lista menn yngri en 30 ára. Hvert land hefur leyfi til þess að senda á sýninguna fimm verk eftir 5 listamenn. Þetta er í fyrsia skipti sem slík sýning fer fram, en hún verður eftirleiðis haldin annað hvert ár á Norðurlöndun um til skiptis. íslendingar senda á þessa sýn ingu 17 verk eftir fimm lista- menn. Dómnelnd deildar Nor- ræna listabandalagsins hér valdi þessar myndir og listamenn úr milli 60—70 myndum, sem bar- ust inn, eftir 18 unga listameníi. Listamennirnir fimm, sem valúir voru héðap, eru: Einar Hákonar- son, Hreinn Friðfinnsson, Sigur- jón Jóhannesson, Vilhjálmar Bergsson og Þórður Ben Sveins- son. í dómnefndinni er mynd- irnar valdi voru þeir, Jóhannes Jóhannesson, Jóhann Eyfells og Steinþór Sigurðsson. Verðlaun fyrir beztu mynd- ina eða myndirnar á sýningunni eru 30 þús. kr. hann leið sína, sem ýmsir þá gerðu, þótt erfitt þætti, sat í bekkjunum þremur en missti af námstima vegna heilsubrests og lauk ekki stúdentsprófi. Fór hann þá til náms við landbún- aðarháskólann í Ási og var þar um tveggja ára skei’ð. Og í Dan- mörku var hann einnig um tíma við búnaðarnám og störf. Koin siðan heim og lagði síðan gjörva hönd á margt. Unni hann rækt- unarmálum alla tíð, þótt eKKÍ gerðist hann beinn starfsmaður þeirra. Einkum var honum triá- ræktin mikið hugðarmál og var þar lesinn og fróður og jafnan góður stuðningsmaður skógræKt- arinnar. Hann lét og málefni iðn- aðar sig miklu skipta, stofnaði snemma á árum Kaffibrennsia Akureyrar og rak þáð fyrirtæKi á annan aratug Einnig var hann einn af stofnendum bílaverK- stæðisins Þórshamars o. fl. Hann sinnti og um tíma umboði- mennsku við kaupsýslu. En síð- ustu 20 árin var hann forstjon Almennra trygginga á Akur- eyri. Og þar í bæ gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, var t.x um áraþil í stjórn sjúkrahússms og Rauða krossins. Og mörgum öðrum nytjamálum léðj hann holla hönd, enda var hann par vinsæll og vel látinn maður. V if hann alla ævi hið mesta pruð- menni, viðmótsþýður og bros- hýr, glaður og reifur. og dreng- ur hinn bezti. Stefán J. Árnason var tvi- kvæntur. Fyrri konu sína, Vai- gerði Guðmundsdóttur, missti hann eftir stutta sambúð, og var þáð barnlaust hjónaband. Seinm kona hans, Helga Ólafsdótrir Stephensens prests frá Bjarna- nesi, lifir mann sinn ásamt tvei.o ur börnum, Valgerði, gift Vú- hjálmi Árnasyni, og Ólafi, kvænt ur Helgu Steindórsdóttur. Er Ói- afur Stefánsson nú forstjóri Ai- mennra trygginga á Akureyn. Fyrir rúmlega 3 árum fluttu þau hjónin, Stefán og Helga. til Reykjavíkur. Oð á sl. vori, stuttu áður en Stefán var lagður inn i sjúkrahúsið, bar fundum okkar saman. Var hann þá hress i bragði og barst tal okkar bratt að því, sem báðum var einkum minnisstætt heima á æskustöðv- unum, vorblíðan og sunnanblær- inn, sem miklu miklu lengir mundi lifa í minningunni en kuldaköstin. Og því ætla ég nú að enda þessi síðbúnu kveðjúorð með því að vitna til frænda hans. Jóns Björnssoi.ar skálds (þeir voru bræðrasynir) þar sem hann „dreymir“ heim. „Mið dreymir heim í dalinn minn, og dvel þar vorbjart kvöld, meðan sólin vefur í vestrinu sín vafurlogatjöld, og blómin drekka daggirnar og dagurinn missir völd“. í guðs friði. SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.