Morgunblaðið - 24.09.1966, Qupperneq 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
i
taugardagur 24 sept. 1966
JltagtiiiÞfftfrffr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjón: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn' Guðraundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Ivristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
BRÝN NAUÐSYN
AÐ STÖÐVA
VERÐHÆKKANIR
íkisstjórnin hefur nú
kveðið að greiða niður þá
verðhækkun á búvöruverði,
sem leiðir af samkomulagi
sexmannanefndar og mun
smásöluverð á öllum helztu
landbúnaðarafurðum hald-
ast óbreytt af þeim sökum.
í greinargerð ríkisstjórnar-
innar fyrir þessari ákvörðun
segir, að „á síðustu mánuð-
um hefur snúizt við sú verð-
lagsþróun, sem átt hefur sér
stað um íslenzkar afurðir er-
lendis undanfarin misseri.
Verðhækkanir hafa yfirleitt
stöðvazt, og sumar hinar þýð-
ingarmestu afurða lækkað í
verði, einstaka stórlega. Að
svo vöxnu máli ber brýna
nauðsyn til að stöðva verð-
hækkanir innanlands11.
Hér er um að ræða þýðing-
armikla ákvörðun af hálfu
ríkisstjórnarinnar, sem skoða
verður sem fyrsta skrefið í þá
átt að stöðva þá verðhækk-
unaröldu, sem hér hefur geng
ið yfir undanfarin ár. At-
vinnuvegirnir hafa staðið
undir kostnaðarhækkunum
og kauphækkunum, einungis
vegna síhækkandi verðlags á
útflutningsafurðum okkar. Á
síðustu mánuðum hefur þessi
þróun stöðvazt, og verðlag
aftur farið lækkandi, og raun
ar stórlækkandi á sumum af-
urðum, eins og t.d. síldaraf-
urðum. Þetta eru alvarlegar
staðreyndir og menn verða
að horfast í augu við þær, og
gera sér grein fyrir afleiðing-
um þeirra.
Verði verð- og kauphækk-
anir ekki stöðvaðar nú, hlýt-
ur það að hafa mjög alvar-
legár afleiðingar fyrir at-
vinnuvegi okkar og koma í
veg fyrir, að þeir geti starfað
að óbreyttum aðstæðum. Það
mundi jafnframt stofna í
hættu þeirri miklu atvinnu,
sem verið hefur í landinu nú
undanförnu til þess að ræða
haustsíldarverðið, en verð-
lagsráðið er skipað fulltrúum
útvegsmanna og sjómanna,
svo og kaupenda síldarinnar.
Náist ekki samkomulag inn-
an verðlagsráðsins að þessu
sinni verður málinu skotið til
yfirnefndar, sem skipuð er
fulltrúum sömu aðila, svo og
forstjóra Efnahagsstofnunar-
innar eða fulltrúa hans. Við
ákvörðun haustsíldarverðs-
ins að þessu sinni er verð-
lagsráðinu mikill vandi á
höndum. Allir gera sér grein
fyrir því, að verðlækkun á
lýsi hefur orðið svo mikil, að
þar er nánast um verðhrun
að ræða, og ennfremur hefur
orðið verðlækkun á mjöli.
Nú er í sjálfu sér hægt að
benda á það sem röksemd
gegn lækkun haustsíldar-
verðsins að þessu sinni, að
síldarverksmiðjurnar hafi á
undanförnum tveimur árum
grætt allmikið fé, og þar sem
ekki er ljóst hvort um varan-
lega verðlækkun er að.ræða,
sé ekki ástæða til þess að
lækka haustsíldarverðið nú,
heldur láta verksmiðjurnar
bera áhættuna af því og að
ágóði þeirra á síðustu tveim-
ur árum ætti að geta staðið
undir því, ef verðlækkunin
reynist varanleg. En sann-
leikurinn er sá, að síldarverk-
smiðjurnar eiga enga sjóði til.
Ágóða þeirra síðastliðin tvö
ár hefur verið varið til nýrr-
ar fjárfestingar, sem aftur
hefur aukið þjónustu þeirra
vdð bátaflotann og afkasta-
getu. Af þeim sökum hafa
síldarverksmiðjurnar raun-
verulega ekkert fé handbært
til þess að standa undir áföll-
um sem þessum.
Það er svo annað mál, að
menn sjá það nú, þegar stað-
ið er frammi fyrir stórfelld-
Búizt við stormasömu
Allsherjarþingi
EINS og þegar hefur ver-
iff frá skýrt kom Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna
saman sl. þriðjudag. Var það
í 21. sinn sem þingið kemur
saman. Eitt fyrsta verkefni
Allsherjárþingsins var að
kjósa sér forseta og var full-
trúi Afganistan, Abdul Rahm
ans Pazhwak kjörinn forseti
þess. Gert er ráð fyrir, að
þetta verði eitt hið storma-
samasta Allsherjarþing til
þessa, því að mörg erfið mál
biða þingsins og verður engu
spáð um framgang þeirra.
Margir eru þeirrar skoðun-
ar og þá ekki sízt fulltrúar
vanþróuðu landanna, en fáir
ef nokkrir munu telja sam-
tök Sameinuðu þjóðana mik-
ilvægari fyrir þjóðir sínar en
þeir, að, Sameinuðu þjóðirnar
séu nú staddar á krössgötum.
Þeir munu vera þeirrar
skoðunar, að Allsherjarþing
ið nú hljóta að skera úr um,
hvort samtökin fái haldið
mikilvægi sínu eða hvort þau
sökkvi í djúp magnleysis,
þar sem þau verði lítið ann-
að en alþjóðlegur málfunda-
klúbbur.
Eitt helzta vandamál Alls-
herj arþingsins nú verður að
finna eftirmann U Thants
framkvæmdastjóra samtak-
ana. Framkvæmdastjórinn
hefur að vísu þegar gefið í
skyn, að hann fáist til þess
að gegna embætti sínu þar
til Allsherjarþinginu ljúki,
sennilega 20. desember, en
kjörtímabil hans á að renna
út 3. nóvember n.k. Ákvörð-
un U Thants um að taka
ekki við endurkjöri sem fram
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna virðist hins vegar
ekki hnikað að svo stöddu.
Þó munu ýmsir vera þeirrar
skoðunar, að vera kynni að
framkvæmdastjórinn myndi
endurskoða afstöðu sína, ef
vænlegar kynni að horfa
með lausn erfiðustu deilu-
mála í heiminum nú og þá
einkum að binda enda á Viet
nam-stríðið.
Alvarlegasta deilumálið
verður að sjálfsögðu styrjöld
in í Vietnam og í sambandi
við hana spurningin um þátt
töku kínverska alþýðulýð-
veldisins í Sameinuðu þjóð-
unum. Bandaríkin hafa þegar
lýst því yfir, að þau muni
eftir sem áður vera andvig
inntöku þess og fyrirfram er
talið víst, að það mörg ríki
muni verða mótfallin inn-
töku Pekingstjórnarinnar, að
nægja wiuni til þess að fella
hverja tillögu í þá átt.
Þá mun Suður-Afríka og
kynþáttavandamálin verða
eitt hinna brennandi mála
Allsherjarþingsins að þessu
sinni. Þrátt fyrir það að Alls
herjarþingið hefur áður sam
þykkt meira 70 ályktanir
varðandi Suður-Afríku og
þrátt fyrir það að flestar þess
arar ályktana hafi verið sam
þykktar með miklum meiri-
hluta atkvæða, hafa þær ekki
náð því markmiði að fá
Abdul Rahmans Pazhwak for-
seti Allsherjarþingsins.
breytt neinu um rikjandi
ástand í kynþáttamálum þar.
Vegna þessa vilja mörg ríki
á Allsherjarþinginu grípa til
mun róttækari refsiaðgerða
gegn Suður-Afríku en áður
og fá þau ríki sem mest verzl
unarviðskipti eiga við Suður-
Afríku til þess að grípa í
taumana og kreppa svo að
Suður-Afríku, að ríkisstjórn-
in þar sjái sig neydda til þess
að draga að minnsta kosti
úr Apartheidstefnunni.
1 sambandi við Suður-
U Thant
A Mku mun spurningin um
framtíð umboðsstjórnarsvæð
isins Suðvestur-Afríku verða
ofarlega á baugi, en varðandi
það landssvæði gerðist það
í sumar, að Alþj.dómst. í
Haag vísaði frá kröfu Libyu
og Eþíópíu um, að Suður-
Afríka hefði ekki lengur rétt
til að fara með stjórn land-
svæðisins.
Auk tveggja framan-
greindra mála munu fulltrú-
ar Afríkuríkja á Allsherjar-
þinginu ekki hafa hvað
minnstan áhuga á, að Rhod-
esiu-málið verði leitt til
lykta. Eins og sakir standa
virðast horfur í því máli hins
vegar mun betri nú en að
undanförnu, því að viðræður
fara fram í Salisbury, höfuð-
borg Rhodesiu milli brezkra
ráðherra og fulltrúa stjórn-
ar Ian Smiths. Takist að finna
varanlega lausn á því máli,
mun örugglega mörgum finn
ast sem eitt erfiðasta vanda-
málið í þeim heimshluta sé
úr sögunni. Ólíklegt er samt,
að sú lausn verði fundin í
einni svipan, en á meðan
stjórn Ian Smiths sýnir ein-
hverja ýiðleitni til samkomu
lags við brezku stjórnina, má
gera ráð fyrir, að hinir af-
rísku fulltrúar Allsherjar-
þingsins, sem telja sér að
sjálfsögðu málið skyldast,
verði ekki eins ákafir í að
taka málið upp þar.
Fjöldi annarra mála er að
sjálfsögðu á dagskrá Alls-
herjarþingsins nú, sem ekki
er unnt að ræða hér að svo
stöddu, en alls munu 92 mál
þegar hafa verið tekin á dag
skrá þess.
um langt skeið. Það er því
ljóst, að það er öllum lands-
mönnum til hagsbóta, ef nú
verða gerðar alvarlegar ráð-
stafanir til þess að spyrna við
fótum.
Með niðurgreiðslu búvöru-
verðsins hefur ríkisstjórnin
riðið á vaðið og sýnt í verki
vilja sinn til þess að hafa for-
ustu um stöðvun verðhækk-
• ana innanlands og er þess að
vænta, að þau hagsmunasam-
tök sem haft geta veruleg á-
hrif á þessa þróun mála taki
ábyrga afstöðu til þeirra, og
styðji viðleitni ríkisstjórnar-
innar að því marki.
SÍLDARVERÐIÐ
'Ilerðlagsráð sjávarútvegsins
" hefur setið á rökstóium að
um verðlækkunum á síldar-
afurðum, að hyggilegt er að
safna nokkrum varasjóðum,
þannig að hægt sé að halda
meira jafnvægi í síldarverði.
Um það þýðir þó ekki að sak-
ast nú, að það hefur ekki ver-
ið gert, heldur er rétt að hafa
þetta í huga í framtíðinni.
En það er glöggt dæmi am
þjóðhollustu kommúnista, að
málgagn þeirra hvetur nú dag
eftir dag sjómenn og útgerð-
armenn til þess að stöðva sítd
veiðar vegna hinna nýju við-
horfa í þessum efnum.
Bæði sjómenn og útvegs-
menn njóta þess og hafa not-
ið þess á undanförnum árum,
að verðlag á síldarafurðum
hefur farið hækkandi, en
þeir verða auðvitað að sama
skapi að vera reiðubúnir til
þess að taka á sig hluta af
þeim lækkunum, sem verða
kunna á heimsmarkaðinum
og menn sýna pað nú, að þeir
eru reiðubúnir að tak?> á-
byrga afstöðu til þessa máls.
UMBÓT ASTEFNA
I LANDBÚNAÐ-
ARMÁLUM
¥ forustugrein Framsóknar-
A blaðsins í gær segir að
þær aðgerðir til hagsbóta fyr
ir landbúnaðinn, sem' ríkis-
stjórnin hefur nú boðað hafi
forystumönnum bænda tekizt
að „knýja fram vegna langr-
ar og þrotlausrar baráttu
stéttarsamtaka bænda og
Framsóknarflokksins að
undanförnu“. Hér er far-
ið með rangt mál, og óhætt
að fullyrða að „þrotlaus bar-
átta“ Framsóknarflokksins á
hér engan hlut að máli. Full-
trúar bænda í sexmanna-
nefnd eru vafalaust fúsir til
þess að viðurkenna að um-
ræddar ráðstafanir hafa orð-
ið að veruleika eftir að þeir
hafa átt marga fundi með
landbúnaðarráðherra um
æskilegar ráðstafanir til hags
bóta fyrir landbúnaðinn. Þær
viðræður fóru fram snemma
á þessu sumri og löngu áður
en sexmannanefnd settist á
rökstóla um afurðaverðið. í
því sambandi má geta þess,
að snemma á þessu sumri fól
landbúnaðarráðherra nokkr-
um aðilum að semja i wn-
vörp um jarðakaupasjc %
hagræðingarsjóð x.-
ir landbúnaðinn. Var þefta
gert í samráði við fulltrúa
bænda í stjórn Stéttarsam-
bands bænda og í sexmanna-
nefnd án þess að afurðaverð
væri nokkuð rætt í þvi sam-
bandi.
Einnig var snemma á þessu
sumri rætt um nauðsyn þess
að stofnlánadeildin lánaði
hærri upphæðir en áður til
vinnslustöðva landbúnaðar-
ins, til þess að þær gætu
fullnægt kröfum neytenda i
íramleiðslu sinni Þegar það
mái var á dagskrá var ekki
heldur rætt um va-ðlagmnga
landbúnaðarafurða.