Morgunblaðið - 24.09.1966, Síða 31
Laugardaffur 24 sepf. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
31
SjálfkjÖrið
í Hlíf
á ASÍ-þing
KLUKKAN 6 í gaer rann út
framboðsfrestur hjá Verka-
mannafélaginu Hlíf í Hafnar-
firði til fulltrúakjörs á Alþýðu
sambandsþingi, og kom aðeins
einn listi fram — listi stjórnar
og trúnaðarráðs, og verða því
eftirtaldir menn sjálfkjörnir
fulltrúar Hlífar:
Hermann Guðmundsson, Gunn
ar S. Guðmundsson, Hallgrím-
ur Pétursson, Sigvaldi Andrés
son og Reynir Guðmundsson.
- DAVÍÐ
Framhald af bls. 32.
fagra sumarnótt. Lasleiki skálds
ins var orsök þess að útgáfan
dróst, en þessi kvæði munu nú
líklega öll komin fram í þessarri
bók hans.
í þessarri stóru bók eru líka
allmörg kvæði, sem ort munu
enn fyr, en höfundur dregið að
gefa út, ef til vill vegna þess að
hann var ekki fullsáttur við þau.
Þá eru í nýju bókinni síðustu
kvæðin frá 1963 og 1964.
Kvæðin eru birt eins og skáld-
ið gekk frá þeim, en engan veg
inn þar með sagt að hann hefði
ekki breytt þeim, eða látið ó-
birt, hefði hann lifað lengur.
Þessi nýja ljóðabók Davíðs
Stefánssonar, Síðustu ljóð, er
808 bls. að stærð, eða nálægt
jafnmikil að efni og tvær aðrar
bækur skáldsins, sem út hafa
komið. En með tilliti til þess að
nú er skammt til jóla þótti sjálf-
sagt að hafa öll kvæðin í einu
stóru bindi o gverður þetta aðal-
jólabók forlagsins í ár.
„Síðustu ljóð“ skáldsins eru
alls 145, og hefir ekkert þeirra
birzt áður. Þá eru kvæðin all-
mörg í mörgum köflum, aðal-
kvæði bókarinnar, svo sem Blóm
ið eina, ort í minningu Hall-
grims Péturssonar, Svanasöngur
skáldsins frá Fagraskógi. í þrem-
ur köflum, en stærsta verk ljóða
safnsins, sem skáldið mun hafa
unnið að í áratugi, Á Akrópólis,
er í 7 sjálfstæðum köflum.
— Vietnam
Framhald af bls. 1
kynnti sér tillögur stjórnar hans
og sagt, að loftárásum Banda-
ríkjamanna myndi hætt, ef
stórnin í Norður-Víetnam annað
hvort opinberlega eða með öðr-
um hætti ábyrgist, að N-Víetnam
myndi einnig draga úr hernaðar-
aðgerðum. Áður hafa Bandaríkin
krafizt sannanna fyrir því, að
N-Víetnam myndi hætta að senda
hermenn til S-Víetnam.
Gromyko sagði, að þeir, sem
bæru ábyrgð á Víetnamstríðinu,
ættu að taka tilhlýðilega tillit til
þeirrar aðvörunnar, sem send
var út eftir ráðstefnu kommún-
istaríkjanna í Búkarest og að
þeir yrðu að draga af henni rétt-
ar ályktanir. Á þessari ráðstefnu
skuldbundu ríki Varsjárbanda-
lagsins sig til þess að ljá Norður-
Víetnam lið, ef það ríki bæði um,
að þangað yrði sent herlið.
Gromyko lagði fram þrjár
ályktunartillögur fyrir Allsherj-
arþingið. í einni þeirra var ánd-
mælt íhlutun í málefni annarra
ríkja, önnur þeirra var á þá leið,
að allar erlendar herstöðvar í
Asíu, Afríku og Suð- og Mið-
Ameríku yrðu lagðar niður og
þriðja tillagan miðaði að því að
koma í veg fyrir útbreiðslu
kj arnorkuvopna.
Þá sagði ráðherrann ennfrem-
ur, að Sovétríkin væru fús til
þess að ræða um mikilvæg ör-
yggisvandamál í Evrópu, án þess
að nokkru landi væri meinuð
þátttaka í þeim viðræðum.
í ræðu sinni minntist Gromyko
á U Thant framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna. Sagði Grom
yko, að framkvæmdastjórinn
hefði gegnt miklu og jákvæðu
hlutverki og að það væri eindreg-
in ósk Sovétstjórnarinnar, að
hann gæfi kost á sér aftur.
A r t h u r Goldberg, fulltrúi
Bandaríkjanna sagði í stuttri
svarræðu við ræðu Gromykos, að
það, sem máli skipti, væri ekki
kunnátta í því að beita skammar-
yrðum, heldur kunnáttan í að
koma á friði.
Af hálfu Norður-Víetnam hafa
tillögur Bandaríkjamanna um
lausn á Víetnamdeilunni enn einu
sinni verið kallaðar bragð, sem
ætlað væri að kasta ryki í augu
almenningsálitsins í heiminum.
Hálfnað með gerð
vegar milli Gullfoss
og Geysis
B7 m brú byggð yfir Tungu-
fljót á þeirri leið
I SUMAR hefur verið unnið að
gerð vegar milli ferðamanna-
staðanna Gullfoss og Geysis.
Hefur verið lagður 3% km. lang
ur og um sex metra breiður veg
ur allt frá Geysi að vegamót-
unum hjá Brúarhlöðum. Er þá
eftir um 4 km. kafli frá Kjóa-
stöðum að Gullfossi. Fyrir nokkr
um árum voru grafnir þarna
spurðir til þess að þurrka vot-
skurðir til þess að þurrka vot-
átt við veg þennan fyrr en í ár.
Á þessari leið eru tvær ár,
Almenningsá og Tungufljót, og
hafa báðar verið brúaðar í sum
ar. Er lokið við gerð brúarinn-
ar yfir Almenningsá, en hún er
um 14 metra löng. Unnið er að
því að brúa Tungufljót, og verð
ur framkvæmdum við hana
sennilega lokið um mánaðamót-
Bezt að auglýsa
i MorgunbJaðinu
in næstu. Brúin er um 67 metr-
ar að léngd.
Kostnaður við vegarkaflann,
sem lagður hefur verið í sumar
er um 1,2 milljónir kr. Kostn-
aðurinn við Tungufljótsbrú er
um 314 milljón kr., en við Al-
menningsárbrú um 700 þús. kr.
Er því heildarkostnaður við
þennan vegarkafla um 5,4 millj.
- SVAF
Framhald af bls. 32.
í stóran og tóman herskála, sem
er skammt frá heimili hans, skrið
ið þar inn í netahrúgu og lagzt
til svefns. Hafði um nóttina ver-
ið leitað í skálanum hvað eftir
annað, en drengurinn aldrei
fundizt.
Drengurinn heitir Haraldur
Sigurðsson og er eins og fyrr
segir átta ára, sonur Sigurðar
Steinssonar, Hraunavegi 11 í
Ytri-Njarðvík.
— hsj.
• Með dómnum í máli rit-
höfundarins og háskóla-
kennarans, Mihajlo Mihajal-
ovs, hefur kommúnistastjórn-
in í Júgóslavíu sýnt að enn
er hið kommúníska þjóðfélags
kerfi þar í landi ekki nægi-
lega sterkt til að þola heil-
brigða og frjálsa skoðana-
myndun og frjálsa gagnrýni.
Hún hefur nú þaggað niður í
þeim vonarröddum, er viða
heyrðust í sumar eftir að
Tito, forseti, tilkynnti hreins-
unina innan flokksins og
leyniþjónustunnar.
Þeir atburðir voru taldir
tákna bjartari framtíð og
betri tíma. Menntamenn og
listamenn hugsuðu sér til
hreyfings, þar á meðal
Mihajlq Mihajlov og vinir
hans. í bjartsýni sinni — og
til að reyna gildi stjórnar-
skrár landsins — ákváðu þeir
að hefja útgáfu nýs tímarits.
Skyldi það heita „Slobodni
Mihajlo Mihajlov
Dómurinn í máli Mihajlovs
staðfestir staðhæfingar hans
Glas“ — „Frjáls rödd“ — og
flytja bókmennta- og stjórn-
málagreinar, meðal annars
frjálsa gagnrýni á stjórnar-
völdin og kommúnistaflokk-
inn. Tilgangurinn var, að sögn
Mihajlovs, að stuðla að
frjálsri skoðanamyndun, víð-
sýnni hugsunarhætti og víð-
ari sjóndeildarhring — og
jafnframt gerðu þeir sér
vonir um, að tímaritið yrði
kjarni nýs stjórnmálaflokks,
sósíaldemokratísks flokks.
En þótt Júgóslavía hafi um
langt skeið verið hvað frjáls-
ust allra kommúnískra ríkja,
þoldi þjóðfélagskipulagið
ekki, að andans mönnum yrði
hleypt svo langt. Mihajlov
og vinkona hans, Marijan
Batinic voru handtekinn og
tímaritið „Frjáls rödd“ hefur
ekki enn séð dagsins ljós.
Mihajlo Mihajlov er 32 ára
að aldri, kennari í slavnesk-
um bókmenntum. Hann er af
rússnesku bergi brotinn og
fyrir tveimur árum ferðaðist
hann um Sovétríkin. Er það-
an kom skrifaði hann margar
greinar, sem síðar komu út
í bókinni „Moskvusumar
1964“, þar sem fram kom all-
hörð gagnrýni á sovézkt þjóð
skipulag, aðferðir kommún-
ista fyrr og nú og aðstæður
andans manna í því landi.
Greinar þessar þóttu hin
mesta svívirða við Sovétríkin
og var Mihajlov því stefnt
fyrir rétt og hann dæmdur í
fimm mánaða fangelsi, þó
skilorðsbundið.
Eftir að Tito, forseti til-
kynnti hreinsunina innan
flokksins og leyniþjónustunn-
ar í vor og umræður um auk
ið frelsi urðu almennar,
ákvað Mihajlov að reyna
áþreifanlega hvers virði allt
þetta væri og kanna raun-
verulegt gildi stjórnarskrár
Júgóslavíu — en þar, er eins
og í mörgum kommúnískum
ríkjum — kveðið á um skoð-
anafrelsi, prentfrelsi og ýmiss
konar annað frelsi, sem fáir
njóta í reyndinni. Hann skrif-
aði Tito, forseta, og kvaðst
hafa í hyggju að hefja út-
gáfu nýs óháðs lýðræðislegs
sósíalistísks tímarits, sem
hann gerði sér vonir um að
yrði kjarni í stjórnmálaflokki,
er að sjálfsögðu ætti að starfa
algerlega samkvæmt lögum
og stjórnarskrá landsins.
Því fór fjarri, að Mihajlov
væri bannað að gefa út þetta
tímarit. Stjórn landsins svar-
aði á annan hátt. Fyrsta skref
ið var lögreglurannsókn.
Lögreglan brauzt inn í ibúð
hans — sem er á neðstu hæð
gamals húss er stendur við
„Stræti fórnarlamba fas-
ismans" í borginni Zadar á
Dalmatiuströnd, þar sem hann
er háskólakennari — og tók
þaðan burt greinar, handrit og
bækur. Var hann síðan kall-
aður til yfirheyrslu um sam-
band sitt við Milovan Djilas,
sem enn situr í fangelsi, fyrir
gagnrýni á kommúnista-
flokkinn, en var á sínum
tíma hægri hönd Titos og
náinn vinur.
Álit Mihajlovs á Djilas
hlaut að verða ljóst hverjum,
sem kom heim til hans. Þar
voru verk Djilas uppi við og
myndir af honum. Mihajlov
hefur einnig lýst því yfir
opinberlega að hann fylgi í
mörgu skoðunum hans og
kveðst viss um að Djilas eigi
eftir að koma fram á sjónar-
.■jviðið á ný og taka við völd-
um í Júgóslavíu.
Það næsta, sem sýndi við-
brögð stjórnarinnar var, að
Mihajlov var neitað um af-
greiðslu í opinberum veitinga
húsum í Zadar. Þjónustu-
st&lkur sögðu, að þeim væri
bannað að afgreiða hann.
Þrátt fyrir þetta var haldið
áfram undirbúningi útgáfu
tímaritsins og leitað heimild-
ar yfirvaldanna til að halda
formlegan stofnfund þess í
Zadar. Því var ekki neitað, en
tekið fram að stjórnarvöldin
gætu enga ábyrgð tekið á af-
leiðingum þessa uppátækis.
Þrem dögum áður en fundur-
inn skyldi haldinn, var
Mihajlov enn á ný kallaður
til yfirheyrslu — og kom ekki
aftur. Hann hafði verið hand-
tekinn og nú að dómi fölln-
um, á hann fyrir höndum
a.m.k. árs fangavist. Vinir
Mihajlovs ákváðu að halda
ótrauðir áfram þrátt fyrir
handtöku hans, en gáfu út
yfirlýsingu þar sem sagði, að
kommúnistaflokkurinn ælti
vissulega þakkir skilið fyrir
að hafa barizt gegn fasistum
í heimstyrjöldinni og losað
landið við það ok — en jafn-
framt að 26 ára kommúnista-
stjórn í landinu hefði nú nær
gersamlega þurrkað út lýð-
ræðislega þjóðfélagsháttu. Við
þessu brugðust yfirvöldin illa
og handtöku vinkonu
Mihajlovs, Mirijan Batinic, 28
ára prófessor í bókmenntum
við háskólann í Zagreb, sem
vera átti annar tveggja rit-
stjóra tímaritsins. Hinum
vinum Mihajlovs var til-
kynnt, að þeir gætu einnig
búizt við handtöku, ef þeir
ekki létu af stuðningi við
hann. Batinic var síðar látin
laús og er ekki búizt við. að
máli verði höfðað gegn henni.
Þegar svona var komið, gáf
ust vinirnir up, að minnsta
kosti opinberlega, en þeir hafa
staðhæft í einkaviðtölum, að
þeir muni fjölrita tímaritið
— takizt ekki að fá það prent
að í laumi — og dreifa því
ólöglega.
Þegar Mihajlov skýrði
fyrst frá tilkomu tímaritsins
minnti hann á, að Tito hefði
einhvern tíma lýst því yfir,
að kröfur um aukið lýðræði í
Júgóslavíu væru eins og að
reyna að opna dyr, sem þegar
væru opnar. Það gæti tæpast
verið fullkomnara. Nú kvaðst
Mihajlov ætla að sannreyna
þessi ummæli — en i einka-
viðtölum benti hann jafn-
framt á, að Tito ætti nú aðeins
tvo kosti, sem honum þætti
sennilega hvorugur góður.
Annarsvegar að koma í veg
fyrir útgáfuna — sem hann
sennilega mundi gera með
því að handataka þau —- hir>s
vegar að leyfa útgáfuna og
taka þá áhættu að fleiri frjáls
tímarit fylgdu í kjölfarið.
„Ég býst við hann velji fyrri
kostinn“, sagði Mihajlov og
þegar úrslit máls hans urðu
ljós, sagði hann: „Ég tel mig
hafa náð tilgangi mínum —
viðbrögð stjórnarvaldanna og
handtaka mín hafa sannað þá
staðhæfingu mína, að frelsi i
Júgóslavíu er lítið annað en
nafnið tómt“