Morgunblaðið - 24.09.1966, Page 32

Morgunblaðið - 24.09.1966, Page 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað i.angstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Bíll valt á mikilii ferft í Kópavogi Tveir menn slösuðust ÞAfi slys vildi til í gærkvcldi, laust eftir kl. 11, að Taunus station R-8575 valt um það bil 10 m. sunnan við Kópavogsbrú. Blaðamaður Mbl. kom á stað- inn og hafði tal af lögreglu- þjóni er þar var staddur, sem sagði þá að óljóst væri hvernig slysið hefði orðið, en taldi að það hefði orðið er bifreiðin var að fara fram úr annarri bif- reið á mikilli ferð. Hefði hún lent úti í malarkanti fyrir utan malbikið með þeim afleiðingum að hún valt og kastaðist langa vegu. Tveir menn voru í bifreiðinni, Hlýíndí norðan- og austanlands og hafði þakið yfir sæti öku- manns lagzt niður, enda mun bifreiðastjórinn hafa slasazt tölu vert. Báðir mennirnir voru flutt ir í Slysavarðstofuna, og þaðan hafði ökumaðurinn verið flutt- ur í sjúkrahús alvarlega meiddur. Eldur í húsi ELDUR kom upp í íbúðarhúsinu að Hliðarvegi 140 Kópavogi um kl. 2,30 í gær. Þar var maður að vinna við að leggja rafmagns rör með logsuðutækjum, og vildi þá svo til a'ð eldur fór í vegginn, og logaði á milli þilja. Slökkviliðið kom á vettvang, og tókst að ráða niðurlögum elds- ins mjög bráðlega, en nokkrar skemmdir urðu á húsinu af völd um vatns og reyks. l'Iugmynd af brakinu á Orænlandsjökli. Efst má sjá búðir björgunarsveitarmanna og ef vel ® er að gáð sjást nokkrir þeirra að vinnu í brakinu. MIKIL hlýindi voru á Austfjörð um og á Norðurlandi í gær. Á Egilsstöðum og Dalatanga komst hitinn upp í 20 stig, og á Kamba nesi komst hitinn upp í 19 stig. 1 Aðaldal og á Vopnafirði var hitinn mestur 17 stig. Á Norður landi komst hitinn víða upp í 15 stig. Er þetta með því hlýjasta seríl gerist hérlendis á þessum árs- tíma, að því er Veðurstofan tjáði Mbl. í gær, og veldur því, að hlýr loftstraumur liggur norð ur yfir landið, sem kominn er langt sunnan úr höfum. Sagði Veðurstofan að góðar líkur væri ar þetta veður héldist fram um helgina. Grænlandsfarar komu i gærkvöldi: Flugvélin hefur splundrazt og allir látizt strax A.m.k. 10 lík voru grafin upp úr snjónum ísbrjóturinn Reykjavíkur amsleifar að minnsta kosti 10 Atka kom til í gær með lík- þeirra manna, sem fórust með bandarísku könnunar- flugvélinni á Grænlandi 1962. 25 skip horfin úr togara- flotanum á sex árum Fisksölur erlendis hafnar aftur MBL. sneri sér í gær til Ingi- mars Einarssonar hjá Landssam bandi ísl. Útvegsmanna, og spurðist fyrir um söiu ríslenzkra togara erlendis. Hann kvað fisk sölur erlendis vera byrjaðar aft- ur, og hefði aðallega verið selt til Þýzkalands. Markaðsverð væri ágætt en á hinn bóginn tregur afli og lítill árangur, enda enda væri togurutium stoðugt að fækka. Ingimar gat þess að samtals hefði togaraflotanum fækkað um 25 skip á sl. sex árum. Tog- araflotinn hefði orðið mestur 1960, en þá bættust í hópinn 5 nýjir 1000 tonna togarar. Nú — sex árum siðar — væru 22 tog- arar gerðir út, þar af væri einn í tímabundinni vélabilun. Tíu togarar hefðu verið seldir úr landi á þessum árum, þar af fjórir í ár, og 12 togurum befur verið lagt hér heima. Átta þeirra liggja hér í Reykjavíkurhöfn, þremur hefur verið lagt út á Sundum, og einn liggur fyrir ut- an Krossanesverksmiðjuna í Eyjafirði. I>á er að nefna Elliða, sem fórst 1^)62, ísborgu, sem var breytt í flutningaskip 1962-63, og Þorstein Þorskabít, sem breytt var í síldarskip á þessu ári. Búast má við að fleiri togar- ar ver'ði seldir úr landi á næst- unnL Samkvæmt upplýsingum Jónasar Jónssonar, framkvæmda stjóra Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar að Kletti, hafa for- ráðamenn hennar að undan- förnu staðið i samningaumleit- unum um sölu á togurum sínum fjórum, Hvalfelli, Aski, Geir og Hauki. Hafa það aðallega verið Norðmenn sem sýnt hafa áhuga á þessum kaupum, en engin til- boð hafa enn verið gerð. Síðustu Ijóð Davíðs Stefánssonar komin út KOMIN er út bók með síðustu ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Útgefandi er Helga- fell. Forstjóri útgáfunnar segir svo um bókina í fréttatilkynn- ingu, sem blaðinu barst í gær: Kvæðunum í þessari bók er ekki raðað eftir aldri, hún hefst meira að segja á ljóðaflokki í minningu Hallgríms Pétursson- ar, sem skáldið vann að fram- undir það síðasta. Kvæðunum er ekki heldur raðað eftir efnisvali, nema þremur síðustu kvæðun- um, Kveðja til Finnlands, Noregs kveðja og Háskólaljóð, sem öll eru ort of sérstöku tilefni. Sumarið 1963 bað skáldið út- gefanda sinn að koma norður til skrafs og ráðagerða um væntan lega útgáfu nýrrar ljóðabókar ef til vildi strax þá um haustið. Var það handrit þá að heita mátti tilbúið til prentunar og raunar mörg fleiri kvæði. Lás- um við öll þessi ljóð saman eina Framhald á bls. 31. Höfðu íslenzku Flugbjörgun- arsveitarmennirnir 8 og 7 frá björgunnarsveitinni á Kefla- víkurflugvelli grafið upp meira en Vi m. djúpan snjó á 50x20 m. svæði á jöklinum, þar sem brakið var dreift. Var flakið allt sundurtætt og auðséð að þeir 14 sem í flug- vélinni voru, hafa allir far- izt samstundis. Fréttaritari Mbl. fór um borð í Atka, er ísbróturinn kom á ytri höfnina kl. hálf sjö í gærkvöldi. Piltarnir úr Flugbjörgunarsveit- inni þekktust langt til á rauðu höttunum sínum, þar sem þeir stóðu við borðstokkinn. Þeir sögðu þetta hafa verið létta jök- ulferð, því þyrlur fluttu þá að og frá flakinu og allt þeirra dót og gott veður hélzt allan tímann. óhugnanlegt? Jú, að vísu. Það sem eftir var af 9 manna áhöfn Neptune flugvélarinnar og 5 mönnum að auki var lítið annað en beinin ein og mikið af þeim dreift. Þó fundu þeir örugglega 10 manns og eitthvað að auki. Brakið liggur í skriðjökli í rúmlega 700 m hæð og er jökull- inn sléttur á þeim kafla sem það hefur dreifzt á, en sprungubelti bæði ofan og neðan við. Virðist flugvélin hafa flogið þarna beint Fljót viðbrögð ! AÐFARANÓTT föstudags til kynnti maður, er býr við Austurbrún, til lögreglunnar, að reiðhjóli hefði verið stol- ið fyrir utan húsið. Svo vildi til að lögreglubifreið var stödd þar skammt frá, og fór hún á vettvang. Tók það lög- reglumennina skamma stund að hafa upp á þjófnum — og mikil var undrun mannsins, sem kært hafði stuldinn — þegar lögreglumenmrnir birt- ust með reiðhjólið — 5 mín- útum eftir að hann hafði til- J kynnt stuldinn. Svaf í netahrúgu tómum herskáia — meðan 60 manns leituðvi Davíð Stefánsson. Keflavík 23. september. MJÖG umfangsmikil leit var gerð að átta ára gömlum dreng úr Njarðvíkum í alla nótt. en hann hvarf að heiman frá sér í gærkveldi. Hafði honum sinn- azt við móður sína, og þotið út í reiði. í morgun skilaði hann sér aftur heim til sín, en hann hafði um nóttina sofið i skemmu þar skammt frá. Síðast sást til drengsins um tíu leytið í gærkvöldi, og um kl. 1 var farið að óttast verulega um hann. Var þá skipulögð leit að honum, og í fyrstu leituðu aðeins menn úr Njarðvíkum. En þegar líða tók á nóttina bættust í hópinn lögreglan og skátar úr Keflavík, svo og Hjálparsveit skáta úr Hafnarfirði, sem höfðu sporhund með sér. Munu milli 50 og 60 manns hafa leitað drengs ins um nóttina. Var leitað árang urslaust um allt Njarðvíkur- svæðið. En laust fyrir kl. 8 í morg- un kom svo drengurinn fram af sjálfsdá'ðun. Hafði hann farið inn Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.