Morgunblaðið - 05.10.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.10.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagui 5. október 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðinundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. SAMKOMULAG UM STÖÐVUN VERÐBÓLGU 'T'r rætt var um samninga- ^ málin í sjónvarpsviðtal- inu við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, sagði hann: „Ég legg megináherzlu á að frjálsir samningar verði reyndir til þrautar. Hvað gera skal, ef slíkir samningar fcomast ekki á, er ekki hægt að segja, fyrr en aðstaðan er skoðuð þá. Ég tel að sam- komulagið um búvöruverðið og við sjómenn og útgerðar- menn um síldarverðið gefi á- stæðu til þess að örvænta ekki fyrirfram, svo vægt sé til orða tekið, um að menn reynist fáanlegir til skynsam- legra samninga“. Á því leikur enginn vafi, að allur almenningur æskir þess, að nú verði gerð alvar- leg tilraun til að stöðva verð- bólguþróunina. Menn gera sér grein fyrir því, að eins og nú háttar, er enginn grund- völlur fyrir áframhaldandi kaupgjalds- og verðlagshækk unum. Ýmsar mikilvægustu útflutningsafurðir okkar hafa -lækkað í verði á erlendum mörkuðum, og menn eru sam mála um það, hvar sem þeir standa í stjórnmálum, að at- vinnuvegirnir þoli undir þess um kringumstæðum ekki nýj ar kauphækkanir. Eins og forsætisráðherra vék að, er mjög mikilvægt, að tekizt hefur samkomulag bæði um búvöruverð, og eins um síldarverðið. Þar hafa að- ilar, sem til þess eru rétt kjörnir, gert sér grein fyrir ábyrgð sinni, og mætzt á miðri leið til að forða vand- ræðum. En fleiri þurfa að ]*ggja hönd á plóginn, og nú «ru einmitt að hefjast samn- ingatilraunir milli vinnuveit enda og launþegasamtaka. Yissulega hljóta allir vel- viljaðir menn að óska þess, að samkomulag náist, án þess að stefnt sé í voða efnahagslífi þjóðarinnar, og unnt reynist að tryggja mikla atvinnu á- fram, en ekki verði settar fram kröfur, sem óhjákvæmi- lega mundu leiða til samdrátt ar og margháttaðra erfiðleika. Slíkar samningatilraunir taka að sjálfsögðu nokkurn tíma, og engin von er um heil brigða lausn mála, ef verkföll um eða verkbönnum er skellt á, áður en nægilegt tóm gefst til að ræða allar hliðar mála. Sá, sem til slíkra úrræða gripi, yrði að gera sér grein fyrir því, að hann stofnar eig- in hagsmunum í voða. Næstu daga og vikur rhunu þessi mál skýrast, og vissu- lega er það rétt, sem forsætis- ráðherra sagði í sjónvarpsvið talinu, að engin ástæða er til að örvænta fyrirfram, heldur þvert á móti fyllsta ástæða til að ætla, að menn sýni þá þjóð hollustu og skilning á því hvað þeim sjálfum sé fyrir beztu, að leitast nú við til hins ítrasta, að ná heilbrigðu samkomulagi. SKULDABRÉFA LÁN Oíkissjóður hefur nú enn gefið út skuldabréfalán, að þessu sinni 50 milljónir króna. Mjög mikill áhugi hef- ur verið fyrir kaupum spari- skírteina ríkissjóðs, enda eru þau verðtryggð, og menn fá ríflega greiðslu fyrir að lána ríkinu fé sitt um nokkurra ára skeið til margháttaðra framkvæmda. Verkefni þau, sem opinber- ir aðilar þurfa að sinna eru mikil hér á landi, enda hefur orðið að byggja allt frá grunni á einum eða tveimur mannsöldrum. Enn eru kröf- ur um framkvæmdir hávær- ar, bæði á hendur ríki og sveit arfélögum, en hinsvegar að sjálfsögðu takmörk fyrir því, hve miklar tekjur er unnt að heimta í sköttum af borgur- unum. Sú stefna að taka nokkurn hluta þess fjár, sem opinberir aðilar þurfa til framkvæmda, að láni hjá borgurunum, er mun heilbrigðari en hóflaus skattlagning. Eignarráð fjár- munanna eru þá ekki tekin af borgurunum, heldur eru þeir áfram eigendur fjárins, og það tryggir hið efnalega sjálfstæði þeirra. Peningana fær ríkið hinsvegar til afnota, og þarf því ekki að fresta framkvæmdum, sem ella væri ógjörlegt að ráðast í. Skuldabréfaútboð ríkis- sjóðs ætti því að vera fastur liður í fjáröflun hins opin- bera. Þá mundu eirinig skap- azt viðskipti með þessi bréf, sem auðvelduðu mönnum að koma þeim í peninga hvenær sem þeir óskuðu. En raunar er það ekki ein- ungis ríkissjóður, sem á að bjóða út skuldabréfalán. Fyllsta ástæða er til þess að sveitarfélögin, þau stærri a.m.k. bjóði einnig út slík lán, þegar um stórverkefni er að ræða, sem hrinda þarf í fram- kvæmd. 1 Concorde í smíðum. Kostnaður við farþegaþotur hraðfleygari en hljððið fer langt fram úr áætlun ÞEGAR fyrsta farþegaþotan, sem fljúga mun hraðar en hljóðið byrjar reglulegt far- þegaflug, þá mun hún skilja eftir sig slóða af peningum. Það hefur nefnilega kostað langtum meira en upphaflega var ráðgert að smíða hana'. Árið 1962 gerðu bandarískir flugvélasmiðir ráð fyrir því að það myndi kosta 1500 millj. dollara að smíða slíka farþegaþotu. Sú tala er nú komin upp í 4500 millj. doll- ara og nokkrir bandarískir þingmenn, sem vex þessi háa upphæð í augum, krefjast þess, að Bandaríkin dragi sig fremur út úr kapphlaupinu um, að smíða hraðfleygari þotu en hljóðið, en að þurfa að borga þessa gífurlegu upp- hæð. Þannig sagði William Proxmire, öldungadeildarþing maður fyrir demókrataflokk- inn í Wisconsin nýlega: „Er þetta rétti tíminn til þess að eyða fé ríkissjóðs í þennan þotuhégóma". Hvað snertir brezk-frönsku Concorde-farþegaþotuna, þá lét brezka flugmálaráðuneytið fyrir skömmu endurskoða kostnaðaráætlun hennar og hækkaði síðan áætlunina úr 450 millj. dollurum í 1400 millj. dollara. Samt var hin nýja áætlun gagnrýnd og af ýmsum talin alltof lág. „Lýgi, bölvuð lýgi“, sagði blaðið Sunday Times í London og Daily Mail: „Endanlegur kostn aður verður líklega 2100 millj. dollarar". En hvað um það, smíði far- þegaþota, sem fljúga munu hraðar en hljóðið, er haldið áfram í Evrópu og Bandaríkj- unum: • Bretar og Frakkar vonast til þess að geta flogið sinni fyrstu Concorde þotu af þessu tagi í febrúar 1968, reyna aðra Concorde þotu sína sumarið 1968 og hafa tekið farþegaþot- ur sínar af þessari gerð í notkun um 1971. Flugvéla- verksmiðjurnar „The British Aircraft Corp“. eru að smíða nef og stélhluta Concorde þot- unnar sem fljúga mun með 1450 mílna hraða á klst. og á að taka 140 farþega. „Bristol Siddeley“ smíðar vélina og franska verksmiðjan „Sud- Aviation" sér um vængina og miðhluta þotunnar. Til þess að endar nái saman, hvað kostnað við smíðina snertir, þá verða þeir aðilar, sem láta smíða þotuna, að geta selt um 140 Concordeþotur á um 16 millj. dollara hverja. Þegar hafa verið pantaðar 60 þar á meðal átta fýrir Pan Am, sex fyrir hvert flugfélaganna TWA, United and American Airlines og þrjár fyrir tvö önn ur bandarísk flugfélög hvort um sig. • Bandaríska farþegaþotan, sem fljúga á hraðar en hljóð- ið, er enn aðeins til á teikni- borðum verkfræðinganna, en verksmiðjur sem keppa sín á milli um smíði flugvélagrinda og véla, hafa þegar látið bandarísku flugyfirvöldunum í té áætlanir sínar þar að lút- andi til þess að unnt verði að ganga frá samþykkt þeirra á þessu ári. Þau fyrirtæki, sem keppa um smíði flugvélagrind arinnar eru Lockheed og Bo- eing, um smíði vélarinnar General Electric og Pratt og Whitney. Bæði Lockheed og Boeingverksmiðjurnar h a f a heitið því að geta smíðað vél, sem flutt getur 300 farþega með hinum ofboðslega hraða 1850 mílur á klst. í 70000 feta hæð. Hin bandaríska farþega- þota, sem fljúga mun hraðar en hljóðið, á að seljast fyrir 35 millj. dollara og til þess að smíði hennar beri sig þarf að vera unnt að selja 250 þotur. • Þriðji aðilinn, sem þátt tekur í kapphlaupinu um þess ar þotur, Sovétríkin, hafa ekkert látið uppi um kostnað- inn á né hvernig gengur að smíða farþegaþotu þeirra, TU-144, sem fljúga á hraðar en hljóðið. Sumt virðist benda til, að þessi þota sé í þann veginn að verða Sovétríkjun- um miklu kostnaðarsamari, en þau höfðu ráðgert fyrirfram. En eins og Bandaríkin, Frakk- land og Bretland munu Sovét- ríkin vafalaust gera sér það fullkomlega ljóst, að þau geta ekki snúið bakinu við flugvél, sem um 1980 mun gefa kost á markaði, sem nema mun um 50000 millj. dollara. i 1 I | i '! 'I I Þjóðin auðgast ár frá ári og auðvelt á að vera að endur greiða að nokkrum árum liðn um lán, sem nú eru tekin, en þar að auki er ekkert við það að athuga, að skuldir, sem op- inberir aðilar stofna til við almenning á þann hátt, sem hér um ræðir, ykust er tímar liðu, þannig að ætíð væri um verulega fjárhæð útistand- andi skuldabréfa að ræða. Nú er mikið rætt um nauð- syn þess að gera stórátak í lagningu varanlegra vega, og vissulega væri hugsanlegt að afla fjár til þeirra fram- kvæmda að einhverju leyti með útgáfu skuldabréfa, sem almenningur mundi kaupa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.