Morgunblaðið - 05.10.1966, Qupperneq 27
Miðvikudagur 5. óktob'er 1966
MORGUNBLADID
27
Dodge Dart
tyrir 100 kr.
NÚ ER ekki nema liðlega mán-flokksins. Aidrei hefur Sjálf-
uður þar til dregið verður ístæðisflokkurinn efnt til glæsi-
Landshappdrætti Sjálfstæðis- legra happdrættis. Vinningar eru
Mörg nýmæli verða
rædd á kirkjuþinginu
iHikill samdráttur í gull-
og gfaldeyrisforða Breta
KIRKJUÞING hélt áfram í gær-
morgun, og voru tvö mál á dag-
Bkrá, þ. e. skipun prestakalla og
prófastdæma, og Kristnisjóður,
sem rætt verður um á þinginu
með tilliti til frumvarps til laga
um þau efni. Framsögu um þessi
mái í gær hafði herra Sigurbjörn
Einarsson, biskup. Rakti hann
þessi mál í stórum dráttum, og
drap á ályktanir kirkjuráðs um
þessi efni og meðferð Presta-
stefnu íslands 1966 á frumvarp-
Inu.
í frumvarpi prestakallanefnd-
ar til laga um skipun prestakalla
og prófastdæma er gert ráð fyr-
ir, að prófastdæmunum fækki
úr 21 í 13. Embætti sóknarpresta
eru nú í landinu 126 að tölu, en
tala prestakalla er nú 120, en þar
af eru 6 köll með tveimur prest-
um, 4 í Reykjavík, 1 á Akureyri
og 1 í Vestmannaeyjum. Nefndin
leggur til að embætti sóknar-
presta verði 105, en tala presta-
kalla 98. Á hinn bóginn leggur
nefndin til á öðrum stað í frum-
varpinu, að lögfest verði 5 ný
prestsembætti, sem ekki eru
bundin við prestaköll eða sókn-
ir.
í tillögum nefndarinnar er
m.a. lagt til að annar sóknar-
presturinn af tveimur í Skál-
holtsprestakalli skuli skipaður
af ráðherra að fenginni um-
sögn biskups, án undangenginn-
ar kosningar. Þá er og lagt til að
biskupi sé heimilað að ráða tvo
aðstoðaræskulýðsfulltrúa til þess
að starfa með æskulýðsfulltrúa
Þjóðkirkjunnar, og að biskupi
verði heimilað að ráða "þrest-
vigðan mann til sérstakrar
sjúkrahúsþjónustu í Reykjavík,
en biskup skal setja honum er-
indisbréf. Ennfremur er lagt fil
að kirkjustjórninni verði heim-
ilað að ráða til þriggja ára í senn
prestvígðan mann til kirkjulegra
starfa meðal íslendinga í Kaup-
mannahöfn, svo og annars staðar
á Norðurlöndum eftir því sem við
verður komið. Ráðherra setur
honum erindisbréf. Loks er
biskupi heimilað að ráða prest-
vígðan mann til þess að annast
og skipuleggja kristilegt starf
meðal ísl. sjómanna og ann-
arra þeirra, sem dvelja lang-
tímum saman frá heimilum sín-
um á vertíðum.
í ályktun kirkjuráðs varðandi
skipun prestakalla og Kristni
sjóðs er það nýmæli að lagt er
til, að guðfræðingi sé eigi heim-
ilt að sækja um sóknarprests-
embætti í þjóðkirkjunni, nema
hann hafi þjónað sem settur
prestur eða aðstoðaprestur í eitt
ár. Þá er einnig í ályktuninni
löng grein um Kristnisjóð, og
segir þar að stofnaður skuli
sjóður er nefnist Kristnisjóður.
Stofnfé sjóðsins sé Kirkjujarðar-
sjóður, sem skuli lagður niður og
renna í Kristnisjóð, og andvirði
kirkjujarða, annarra en prest-
setursjarða, sem seldar verða
eftir gildistöku laga þessara.
Tekjur þessa sjöðs skulu vera
vextir af stofnfé Kristnisjóðs,
árlegt framlag úr ríkissjóði, sem
samsvari opinberum kostnaði af
þeim prestaköllum, sem lögð eru
niður samkvæmt hinum nýjy
lögum og við síðari breytingar á
prestakallaskipun landsins. Skal
þar miða við full prestslaun,
eins og þau eru á hverjum tíma,
svo og við áætlaðan opinberan
kostnað af prestssetri. í þriðja
lagi: önnur framlög, sem ákveð-
in kunna að vera með lögum,
og að ^iðustu frjáls framlög
safnaða, einstaklinga og fyrir-
tækja.
Hlutverk Kristnisjóðs á að
verá í fyrsta lagi að launa að-
stoðarþjónustu presta eða kandi-
data í víðlendum og fjölmennum
prestaköllum. Skulu kandidatar
í guðfræði vera aðstoðarmenn í
slíkum prestaköllúm all,t að einu
ári, áður en þeir hljóta prest-
vígslu. í öðru lagi að launa
starfsmenn, sem ráðnir eru til
sérstakra verkefna í þágu þjóð-
kirkjunnar í heild samkvæmt
ávörðun Kirkjuþings. Til þess að
styrkja söfnuði, er ráða vilja
djákna, diakonissur eða aðra
starfsmenn til starfa á sínum
vegum á sviði æskulýðsmála,
líknarmála eða að öðrum mikil-
vægum verkefnum. Til þess að
veita fátækum söfnuðum starfs-
styrki, einkum á þeim stöðum
sem prestaköll hafa verið sam-
einuð og kirkjuleg þjónusta er
sérstökum erfiðleikum háð. Til
þess að veita lón til bifreiða-
kaupa prestum sem eru að hefja
prestsþjónustu í dreifbýli, og
skuldbinda sig til þriggja ára
þjónustu hið minnsta. Til þess að
kosta búferlaflutning guðfræð-
inga, sem settir eru til prests-
þjónustu. Til þess að styrkja
námsmenn til undirbúnings und-
ir prestsstarf eða önnur kirkju-
leg störf, og að síðustu til þess
að styrðja hvers konar starfsemi
kirkjunni til eflingar kristinni
trú og siðgæði með þjóðinni, svo
sem með útgáfu á hjálpargögnum
í safnaðarstarfi og kristilegu
fræðsluefni.
þrír, allt handarískar fólksbif-
reiðir, árgerð 1967, og er saman-
lagt verðmæti þeirra á aðra
milljón króna.
Vinningarnir eru Rambler
American, Dodge Dart og
Plymouth Valiant. Verð happ-
drættismiðans er aðeins 100
krónur.
Unnið er nú að því að senda
happdrættismiða til stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins um
land allt. Er þeim tilmælum
beint til þeirra, sem þegar hafa
fengið miða, að gera skil sem
allra fyrst. Skrifstofa Lands-
happdrættisins er í Sjálfstæðis-
húsinu við Austurvöll, sími
17100. Skrifstofan er opin frá
kl. 9 til 19 daglega.
Myndin hér að ofan sýnir
einn vinninganna, Dodge Dart
1967.
EFTIR þriggja sóiarhringa iand
legu héidu síldarskipin á Aust-
fjarðahöfnum út á miðin síðdeg
is í gær. Að því er síldarleitin á
Dalatanga tjáði blaðinu í gær-
kvöld fór veður versnandi 30 sjó
mílur frá landi og dýpra. Engar
fréttir höfðu þá borizt um afla.
FIMMTA þing Sjómannasam-
bands íslands var haldið í
Reykjavík dagana 1. og 2. okt.
sl. Á þinginu voru mættir 28
fulltrúar frá sex aðildarfélögum
sambandsins.
Aðallagabreyting sem gerð
var á lögum sambandsins á þing
inu var sú, að þegar aðildarfélög
sambandsins kjósa fulltrúa á
Sjómannasambandsþing skulu
þau um leið og á sama hátt kjósa
fulltrúa sína á sameiginlegan
lista Sjómannasambands ís-
lands til Alþýðusambandsþings.
Forseti sambandsins til næstu
tveggja ára var einróma endur-
kjörinn Jón Sigurðsson, Reykja-
vík, en auk hans eiga sæti í
London, 4. október — AP - NTB r
GULL- og gjaldeyrisvara-
forði Breta jókst um þrjár'
milljónir sterlingspunda í
september, að því er skýrt
hefur verið frá í London.
Er þetta í fyrsta skipti síð-
an í febrúar, að ekki hefur
gengið á varaforða þjóðarinn
ar. Varaforðinn nam í sept-
ember 1129 milljónum punda,
en var 1126 millj. í ágústlok.
Hins vegar er tekið fram
í fréttum, að aukningin í
september, 3 miííj. punda,
sé næsta lítil, þegar haft
sé í huga, að gull- og gjald
eyrisvaraforðinn minnkaði
— Snjóföl
Framhald af bls. 28.
haust, sérstaklega í fyrstu göng-
um. Þó brá svo við nú um helg-
ina, er verið var að ljúka þriðju
göngum að veður spilltist, varð
éljagangur og frost allt fró heið-
um og til sjávar. Margir Húsvík-
ingar eiga enn kartöflur í jörðu,
en spretta hefur verið léleg mjög
í sumar og biðu menn þess í
lengstu lög að taka upp.
í Húnavatnssýslu hafði gránað
í fjöll og var veður fremur kalt.
Sl. sunnudag, er leitað var fjár
úr flugvél sást varla snjór inni
á hálendinu, en í gær voru fjöll
öll orðin grá.
í Borgarfirði eystra var undir-
lendi allt grátt og fjöll alhvít og
í gær var þar leiðindaveður, en
var þó að birta upp í gærkvöldi.
Gekk á með éljum.
Á Síðu var í gær sólskin og
stjórn sambandsins eftirtaldir
menn:
Magnús Guðmundsson, Felli,
Gar,ðahreppi.
Guðlaugur Þórðarsson, Kefla-
vik.
Hilmar Jónsson, Reykjavík.
Sigríkur Sigríksson Akranesi.
Kristján Jónsson, Hafnarfirði.
Pétur Sigurðsson, Reykjavík.
Til þess að kynna starfsemi
sambandsins var allmörgum
samböndum og sjómannafélög-
um boðið að senda áheyrnarfull-
trúa á þingið og voru þar mættir
auk sjávarútvegsmálaráðherra,
sem sérstaklega var boðinn, Eð-
varð Sigurðsson varaforseti Al-
þýðusambands íslands, Guðmund
því marz þar til í ágúst-
lok.
Ýmsir sérfræðingar hafa þó
gert ráð fyrir, að þær tölur, sem
birtar hafa verið opinberlega á
undanförnum mánuðum séu of
lágar, og hafi aðstaða Breta
versnað mun meir en þær gefi
til kynna. Hafi ekki komið fram,
hve miklar lántökur erlendis
hafi veri'ð.
Miklu máli er þetta þó talið
skipta, að erlendir bankar hafa
nú fallizt á að veita brezku
stjórninni lán, þegar sérstaklega
illa stendur á, og trú manna á
sterlingspundið veiktist skyndi-
lega. Meðal þeirra erlendu
banka, sem boðizt hafa til að
hlaupa undir bagga með Bret-
um, eru bandarískir.
blíða, en mikið frost, en austur
í Breiðdal gekk á með éljaveðri
og var jörð orðin alhvít niður að
sjávarmáli. Bifreiðum gekk erf-
iðlega að komast yfir Breiðdals-
heiði og þurftu þeir að nota
keðjur.
Á Siglufirði var í gær ágætt
veður, en snjór yfir allt. Siglu-
fjarðarskarð lokaðist í gærmorg-
un, og á að reyna að moka það
í dag, ef veður ekki spillist.
Áætlað er að um sólarhrings-
mokstur sé að ræða.
Á Snæfellsnesi var í fyrrinótt
um tveggja stiga frost en vestur
í Hnífsdal var í gær norðan leið-
indaveður og hafði snjóað á
Breiðadalsheiði og tepptist hún
tímabili, en opnaðist brátt aftur.
Á Egilsstöðum var alhvítt og
gekk á með éljum. Möðrudals-
fjallgarðar voru tepptir, en þar
var hefill að störfum og átti hann
í nokkrum erfiðleikum vegna
skafrennings.
ur H. Oddsson forseti Farmanna-
og fiskimannasambands íslands,
Björgvin Sighvatsson forseti Al-
þýðusamb. Vestfjarða, Tryggvi
Helgason forseti Alþýðusambands
Norðurlands og formaður Sjó-
mannafélag Akureyrar, Bjarni
Hansson frá Sjómannafélagi ísa-
fjarðar, Sigurður Sigurjónsson
frá Vélstjórafélagi Vestmanna-
eyja og Erlingur Viggósson,
Stykkishó.’.mi, sem fulltrúi verka
lýðsfélaganna á Snæfellsnesi.
Þar sem skýrsla þingsins barst
Mbl. ekki fyrr en seint í gær-
kvöldi, er ekki unnt að birta
hana í dag. Morgunblaðið mun
birta hana ásamt samþykktum
I þingsins í heild á næstunni.
Myndin er tekin á laugardaginn við setningu Sjómannasam bandsþingsius. t ræðustól er Jón
Sigurðsson, formaður sambandsi ns. í forgrunni sjást þingmenn, en lengst til vinstri sjást nokkrir
gestir þingsins, þ.á.m. Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálar áðherra og Guðmundur H. Odds
son forinaður Farmanna og fiskimannasambands íslands.
Fimmta þingi Sjómannasambandsins lokið
um 177 millj. punda fra