Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. «kt. 1966 MORCUNB* 40 fÐ 11 ♦ Krists burð og það eru þeir, sem Rómverjar hitta þar fyrir er þeir koma til Engiands um miðja siðustu öldina fyrir Krist. Þá þegar festir rómversk menning þar rætur. Rómverjar byggja kastala og hallir og þeir leggja vegi um landi'ð þvert og endi- langt, sem síðar áttu eftir að verða til að greiða fyrir her- ferðum víkinganna. Engilsaxar byrja að gera her- hlaup á England þegar á dög- um Rómverja og smátt og smátt taka þeir sér búsetu í landinu, en Keltar hrökkva undan þeim vestur á Wales og Cornwall og yfir á írland, eða eru kúgaðir og drepnir. England verður síð- an algerlega engilsaxneskt land og þarna rís upp bændaþjóðfé- lag, en innflytjendurnir komu aðallega frá héruðunum þar sem nú er norðanvert Þýzka- land og suðurhéruð Danmerk- ur. Þeir leggja niður sjóferðir og byggja upp menningarþjóð- félag, endurreisa kristni, sem hvarf með Rómverjum, er yfir- gáfu landið að fullu um 400 e. Kr. Það eru munkar Benedikt- inareglunnar sem reisa hina bók legu menningu á Englandi og er Beda þeirra merkastur fyrir söguritun sína um 700. En land- ið er lítt varið. Borgarlíf verð- ur fábreytt með því að Engil- saxar eru litlir sjófarendur. London verður til einskis nýt, sem vegna legu sinnar, átti eft- ir að verða einhyer voldugasta verzlunar- og menningarmið- stöð Vestur-Evrópu. Hún tekur ekki endurreisn fyrr en á 8. öld, en hafði verið orðin glæsi- leg borg á tímum Rómverja á Englandi. Landfð er því opið fyrir vík- ingum, þegar þeir taka að herja frá norðanverðri Evrópu vestur yfir Norðursjóinn. í vík- ingaferðunum eru ungir menn og hraustir og miklir sjófarend- ur og ekkert stendur fyrir þeim. Þeir eru stríðsvanir og vel bún- ir að vopnum, svo illa búnir bændur standa lítt fyrir þeim á Englandsströndum. Fyrst í stað láta víkingarnir sér nægja að gera strandhögg, ræna og drepa og flytja á brott með sér þau verðmæti sem þeir finna og hneppa fólkið í þrældóm. En síðar fara víkingarnir í leið- angra með það fyrir augum að setjast að á Englandi og þeir korna þar upp stóru ríki, sem nefndist Danalög. Svo langt gengur að foringi þeirra er tek- inn til konungs yfir Englandi. Þó fer aldrei svo, a'ð eitt vald nái til að sameina allt England, þannig að það standist utanað- komandi árásir. Það er fyrst Haraldur Guðinason, sem virð- ist hafa náð svo tökum á jörl- •um landsins að þeir fylgi hon- um að mestu óskiptir og með oíurlítið meiri gætni má telja líklegt að honum hefði tekizt að halda landinu þannig að Vil- hjálmur bastarður hefði aldrei ná'ð þar fótfestu. Svo virðist, þegar atvikin eru skoðuð úr fjarlægð, að ólánið hafi elt Har- ald Guðinason konung á örlaga stund meðan lánið lék við Vil- hjálm bastarð, og hafi það gert gæfumuninn. Normannahertogar, eða Rúðu jarlar, eru komnir af Göngu- Hrólfi, sem talinn er hafa verið norskur víkingur og fékk auk- inefni sitt sökum þess hve stór hann var, svo enginn hestur gat foorið hann. Með honum voru norrænir víkingar og settust þeir að í Normandy, samlög- uðust hinni frönsku bændaþjó'ð og sátu í náð Frakkakonungs og sem trúfastir undirsátur hans, eh þó með mjög miklu sjálf- stæði og nær óskoruðu sjálfsfor ræði. Vilhjálmur kemur til valda 8 ára að aldri við lát föð- Vilhjálmur bastarður. ur síns. Það er að ósk Róberts jarls, og að heitbundnu loforði greifa hans, að hann skuli taka við hertogadæminu, er hann hafi aldur til — Heit eru þá í Frakklandi hátt metin og trauðla gengið á þau. Hinsvegar er svo komið, er Vil- hjálmur hefur aldur til, að upp reisn er hafin í hertogadæminu og er hans fyrsta ganga sú, að ganga milii bols og höfuðs á uppreisnarmönnunum og nýtur tekinn til fanga af Gay, greifa af Ponthieu, sem var undir- sáti Vilhjálms. Var Haraldi kastað í dyflissu, en Vilhjálmi bárust fregnir af atburðinum. Skipaði hann þegar að Harald- ur skyldi laus látinn og færður á sinn fund. Tók hann honum vel og var Haraldur hjá honum í góðu yfirlæti langa hríð og fór jafnvel í herför með hon- um og er framganga hans mjög rómuð í þeirri ferð. Svo trúnað megi á hann leggja. Hitt er vitað, að Haraldur lét hans aldrei getið er hann kom til Englands aftur. Hallast menn að því að hér hafi verið um nauðungareið að ræða. Enn er sagt, að Vilhjálm- ur hafi fastnað Haraldi dóttur sína Alísu, sem þá var enn barn að aldri, en festar málin skyldu látin bíða nokk- urt skeið. Þá segir í Heims- kringlu að kært mjög hafi orð- ið með þeim Haraldi og Matt- hildi hertogaynju og þar með að Vilhjálmur hafi slegið hana til bana með spora sínum er hann hélt í herförina til Eng- lands. Það mun þó ekki rétt, því talið er að samfarir þeirra hafi verið góðar utan hvað uppá- haldssonur hennar, Róbert, síð- ar hertogi af Normandy, olli misklíð í hjónabandinu, en hann gerði hvað eftir annað upp- reisn gegn föður sínum. Matt- hildur var krýnd Englands- drottning og hún dó 2. nóvem- ber 1083 og var jarðsett í Caen. Þá er sagt að Vilhjálmur hafi grátið viðstöðulaust í marga daga, og hafi það sýnt hve mjög hann tregaði drottningu sína. ★ Hinn 5. janúar 1066 dó Ját- varður góði og daginn eftir var Haraldur Guðinason krýnd ur. Með því hefst hið ör- lagaþunga ár. Tósti jarl, bróð- ir Haraldur, finnur sér mis- boðið og sezt á svikráð við hann með för sinni til Dan- merkur og Noregs, sem endar með því, að Haraldur harðráði býst í herför til Engkmds sum- arið 1066. Sagt er að hann hafi haft um 300 skip og hafi herjað með Englandsströnd en gengið á land við Humberfljót með Oktobermanuður, hmn kaldi manuður eða vínmánuður. Myndin er úr engilsaxnesku alman- aki og synir myndsviðið menn á fálkaveiðum. Þá íþrótt hefir Haraldur Guðinason stundað þvi víðasthvar er hann sýndur á myndum með fálka á hendi. hann til þess stuðnings Frakka- konungs. — Hann nær smátt og smátt víðtækum völdum, færir út hertogadæmi sitt, mægist við volduga nágranna og sýnir loks sjálfum Frakka- konungi í tvo heimana með því að heyja við hann orrustur aðra árið 1054 en hina 1058 og vinna sigur. Vil- hjálmur hefir einnig ráð kirkjunnar í sinni hendi. Hálfbræður hans tveir eru með al nánustu herforingja hans, Odo biskup af Bayeux og Ro- bert af Mortain svo og William Fitz-Osbern, en hann og Odo voru af seinna hjónabandi móð ur Vilhjálms er giftist Baldvin af Conteville. Vilhjálmi hélzt upp a'ð giftast Mitthildi, dóttur Baldvins greifa af Flandern, þrátt fyrir bann páfa. Sýnir það hvor völdin hafði meiri. Sem fyrr segir gerði Vil- hjálmur tilkall til brezku krún unnar, er hann byggði á loforði Játvarðs góða við sig, en hann sat í boði Englandskonungs á sama tíma og Godvin jarl og synir hans voru í útlegðinni. í annan stað kvað hann Harald hafa svarið sér trúnaðareið, er Haraldur var í heimsókn í Normandy. Þannig bar við eitt sinn, er Haraldur var á siglingu á Ermarsundi, að hann hreppti storm og rak hann að ströndum Normandy og var hann þar segir að Vilhjálmur hafi látið hann sverja sér hollustueið, meðan á dvölinni stóð. Ekki eru sagnfræðingar á eitt sáttir um gildi þessa eiðs eða hvern 18000 stríðsmenn. Hélt hann til borgarinnar York en á leiðinni var fyrir honum mikill her Edwins jarls af Mercia og tókst þar orrusta mikil en vík- ingar sigruðu. Haraldur hélt nú til York og segir að þar hafi víkingum verið vel fagnað, því þar voru margir af Norður- landabúum, þeim er stofnað höfðu Danalög. Nú varð Haraldur Guðinason að búast skjótt til varnar og halda norður móti nafna sín- um harðráða. Hafði Haraldur Guðinason setið í Lundúnum og átt von árásanna, Vilhjálms að sunnan og Haraldar að norð- an. Talið er að Haraldur hafi farið frá London um 13. sept- ember og að her hans, sem fór stækkandi eftir því sem lið bættist í hann á norðurleið- inni, hafi farið 350 km. á 9 dögum. Hermenn Englendinga voru þá nær eingöngu fót- göngulið. Hverjar sagnir gleggstar eru um, hvernig þeir hittust nafnarnir og hver viðskipti urðu með þeim áður en orr- ustan hófst, skal ósagt látið. Hitt má telja víst að her Har- aldar Guðinasonar hafi komið her Haraldar harðráða að óvörum og að skyndiárás Englendinganna hafi ráðið niðurlögum víkingahersins. Orrustan stóð hinn 25. septem- ber við Stanford Bridge og þar féll Haraldur harðráði, eftir að hafa fengið ör á háls- inn. Her hans var strádrepinn en fáir komust undan á flótta, svo eftir voru aðeins menn til að búa 25 skip og halda á brott. Víst má telja að mikið mannfall hafi einnig orðið í her Englendinga, en einmitt í sama mund og Har- aldur konungur Guðinason fagnaði sigri bárust honum fregnir af landtöku Vilhjálms bastarðar við Pevensey á Suð- ur-Englandi og var því hvorki til setu né veizlu boðið lengur. Síðari grein fjallar um undir- búning að herför Vilhjálms og er hið fræga Bayeux-teppi gleggsta heimildin um það. Svo og segir frá orrustunni við Hasting og afleiðinaum hennar. — vig. I norskri útgáfu af Heimskringlu, gefin út í Oslo árið 1900, er þessi mynd af því, þegar Harald- ur konungur harðráði hefur fengið örina í hálsinn í orrustunni við Stafnfurðubryggjur. Báðir falla þeir nafnarnir og konungarnir, Haraldur Guðinason og Haraldur harðráði fyrir örvum, annar fær örina í augað, hinn í hálsinn. Orrustan viö Hastin arum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.