Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 17
FöstncI»pTtT 14 okt. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Heimavistarbarnaskólinn Asg aröur í Kjos. (Ljósm. Jóhannes Long) Skólasetning að Asgarði í Kjós SKÓLASETNING fór fram í hennavistarbarnaskólanum Ás- garði í Kjós sl. laugardag. Skól- inn, sem starfað hefur síðan 1948 hefur í sumar verið endur- bættur á ýmsan hátt og eru framkvæmdir við hann nú á lokastigi. Skólastjóri Hólmfríður Gísla- dóttir setti skólann að undan- gengnu ávarpi sóknarprestsins sr. Kristjáns Bjarnasonar á Reynivöllum. Skólastjóri gat þess, að í vetur yrðu um 40 nemendur á skólanum. Sagði Hólmfríður, að gert hefði ver- ið ráð fyrir 50 nemendum í vet- ur, en sú áætlun hefði ekki staðizt sÖkum brottflutninga úr sveitinni í smar. Harmaði skóla- stj ri þessa miklu brottflutninga Nýr kennari kemur að As- garði í vetur, Guðrún Lárusdótt ir, sem áður kenndi við Laug- arlækjarskólann í Reykjavík og hefur 6 ára starfsreynslu að baki. Þá gat skólastjóri mikila fram kvæmda við Ásgarð á þessu ári og þakkaði skólanefnd ötult og giftudrjúgt starf í þágu skól- ans. í nefndinni eiga sæti Odd- ur Andrésson Neðra-Hálsi, for- maður, sr. Kristján Bjarnason og Hjalti Sigurbjörnsson Kxða- felli. Kemur Hjalti í stað Ol- afs Andréssonar oddvita, sem áður átti sæti í nefndinni. Ýmsar breytingar verða á námstilhögun í skólanum í vet- ur, m.a. verður tekinn upp sá háttur að fara með börmn til tannlæknis í Reykjavík emu sinni á vetri hverjum. Fyrir og eftir skólaseuiingu sungu skólabörn sálma með org- eiundirleik Odds Andréssonar Viðstaddir athöfnina voru for- A: iiin umferð i>m Keflavík f sumar hefur farþega- straumurinn um Keflavíkur- flugvöll vaxið töluvert miðað við síðasta ár. Fyrst og fremst hefur orðið aukning á flutn- ingum Loftleiða, en ýmis er- lend flugfélög, sem hafa eldri gerðir flugvéla í leigu ferð- um yfir hafið, eiga líka sinn þátt í þessari aukningu. Árið 1963 voru 35.949 far- þegar afgreiddir þar; 1964 voru þeir 92.834, og í fyrra komst tala þeirra upp í 178. 538, og eru þar bæði taldar þeir sem ferðast með flug- vélum Loftleiða og annarra þeirra flugfélaga, sem leggja leiðir sínar um flugvöllinn. Fyrstu átta mánuði þessa árs var talan 152.168 og í ágústmánuði sl. fóru 43.985 farþegar um flugvöllinn, en ekki nema 29.931 á sama tíma í fyrra. í sumar unnu 227 manni á Keflavikurflugvelli á vegum Loftleiða en í vetur er ekki gert ráð fyrir að þeir verði nema 186. Launagreiðslur námu í sl. ágústmánuði kr. 3,393.348.00. eldrar barnanna úr Kjósarsveit. Þess má geta, að Hólmtríður Gísladóttir hefur veitt skólanum forstöðu í þrjú ár. ítáðskona í vetúr er Hólmfríður Oskars- dóttir úr Biskupstungum. Halldór Stefánsson: Hjdliö veltur Frá vinstri: Hólmfríður Gisladóttir skólastjóri, Hólmfríður Óskarsdóttir ráðskona og Guð.ún Lárusdóttir kennari. HJÓLIÐ. veltur — dýrtíðarhjólið — og dýrtíðin vex með hverri veltu — starfslífi öllu og þjóðar- hag til tjóns, en til fagnaðar þeim, sem keppa að því að koma einkarekstri og einkaframtaki í atvinnurekstri á kaldan klaka, í þeim tilgangi að þjóðnýta allt í senn, stjórnkerfi'ð, atvinnurekst- urinn og sál og sannfæringu ein- staklinganna. Ekkert hjól veltur nema ein- hver sé orkugjafinn, né lengur og hraðar en orkugjafinn hrekk- ur til. Svo virðist sem einhverskonar huliðshjálmur glepji skilning manna á því, hver er sá orku- gjafi, sem knýr dýrtíðarhjólið til -veltunnar. Svo mikið er víst, að skilningur á því kemur mjög ó- ljóst fram í hinum miklu um- ræðum um dýrtíðina, enda leit- ast velunnarar hennar — þ.e. þeir sem hyggjast nota hana til að kollvarpa þjóðskipulaginu — við að glepja dómgreind manna. Aflvaki dýrtíðarhjúólsins er í rauninni aðeins einn: Það er út- hlutað meiru en aflað er. Velta hjólsins er afleiðingin. Augljós dæmi skulu nefnd: Þegar með verkföllum eða með verkfallshótunum er knúð fram hærra kaupgjald en viðkomandi atvinnurekstur getur af hendi innt, er um tvennt að velja: Annað er það, að atvinnurekst- urinn stöðvist og falli niður og Þyzk listsynmg í BOGASAL Þjóðminjasafnsins ' stendur nú yfir allóvenjuleg sýn- ing svo ekki sé fastar að orði kveð i ið, og hressilegur viðburður í 5 listlífi höfuðborgarinnar. Er hér | um að ræða máluð kort og bréf I úr Altonaer-safninu í Hamborg, sem mun eiga merkilegt safn slíkra mynda eftir þýzka lista- menn og leggur áherslu á að auka og bæta það að megni. Ekki hefur mikið slæðzt hingað af þýzkri myndlist þar sem hún rís hæst nema 1-2 grafiskar sýn- ingar fyrir alllöngu,svo þetta er einstakt tækifæri til að skoða frummyndir margra nýskaþendi þýzkrar listar. Myndirnar eru tilorðnar við ýmis tilefni og hin- ar margvíslegustu aðstæður og af misjafnri alvöru útfærðar og er einkar fróðlegt að sjá hvað verður úr, er hinir ólíkustu lista- menn kasta af sér hátíðleikanum og bregða á glens og gaman. — Er ómetanlegt að kynnast einnig þessari hlið margra þekktustu myndlistarmanna Þjóðverja á þessari öld. Þótt kortin og bréfin hafi sjaldnast verið ætluð sem listaverk heldur frekar til auðgunar ritmáli nálgast þau oft að vera það. — litlar perlur, sem verða manni kannski hugstæðari einmitt vegna þess. Því það er oft, er listamenn vinna svo áreynslu- laust, að þeir detta ósjálfrátt á hugmyndir, sem þeir svo seinna útfæra í alvarlegri verk. Ekki veit ég um marga ís- lenzka listamenn, sem lagt haia þetta fyrir sig svo nokkru nemi nema kannski Mugg og Kjarval — en ég gæti trúað að hér sé margt falið og óþekkt, sem fengur væri að komi í leitirnar. Það kemur vafalítið að því dð einhverjir aðilar taki að sér að safna slíku hérlendis. Herbergis- félagi minn í Osló forðum daga var firna duglegur við þessa iðju skreytti allt á hólf og gólf, umslögin líka, en hann þekkja menn undir nafninu Ferró. Svo við víkjum aftur að sýn- ineunni bá virðast menn eins Ernst Ludwig Kirchner: „I vinnustofunni“. og Erich Heckel, Max Pech- stein, E. L. Kirehner og K. S. Ruttluff, hafa verið sérstaklega iðnir við að skreyta kort og bréf allskonar myndum og eru þær oft mjög einkennandi fyrir ex- pressjóniskan stíl þeirra. Hér ætla ég ekki að fara að gera upp á milli verka heldur vil ég minnast á ýmislegt er vakti athygli mína þá dagstund er mér dvaldist þar, enda er ekki hægt að skrifa um svona myndir á sama hátt og alvarlegri verk. Við kynnumst þarna nýjum hliðum heimskunnra listamanna, eins og t.d. Emil Nolde, sem á kortaflokk með bergrisum, sem eru raunar gerð sem uppköst að litógrafíum. Bráðskemmtileg kort eins og t.d. „Mattehorn hlær“, sem. ég að vísu þekki frá fyrri tíð. Þótt hans sérkennilega skap komi þarna vel fram eru myndirnar í útfærslu harla ólík- ar því sem þessi ágæti listamað- ur lét frá sér fara síðar meir. Rudolf Kúgler, nafn sem ég þekki ekki á þarna tvö mjög vel útfærð kort, „Rautt dufl“ og „Við hafið“, sem verkuðu á mig sem lítil málverk og höfðu þægileg áhrif. Willy Baumeister á skopkort, sem er stórskemmti- legt í lit. Oskar Schlemmer á þarna m.a. mynd er hann nefnir „Myndbygging í ferhyrningum", sem verkar, sem lítið listaverk. Konuhöfuð hans eru sem jafnan mjög persónuleg og exotísk kvenleg. Alfred Partikel á mynd sem hann nefnir „Kona á bát“, mjög vel útfærð mynd gætt lit- rænum þokka, og mynd sem ég vildi ekki hafa stærri. Fyrir utan þá sem ég hefi nefnt þekkta og óþekkta eru þarna einmg verk stórmeistara þýzkrar mynd listar, eins og G. Grosz, Franz Marc, Kubin, Feininger, Otto Mueller og skopteikanarans ógleymanlega Olav Gulbandson, svo nokkur nöfn séu nefnd af handahófi. Sýningin orkar létt og skemmtilega á áhorfendur, spilar á marga strengi mannlegra til- finninga og ekki er verra að kunna eitthvað fyrir sér í þýzku, því textarnir flytja áhorfandann stundum enn nær listamanninum. Þó er það ekk- ert skilyrði, því allir geta notið sýningarinnar, sem á annað borð eru móttækilegir fyrir mynd- list. Þá er hún mjög fjölbreytt og vel sett upp og á félagið Germanía þakkii skyldar fyrir framtak sitt. Hvet ég listunn- endur höfuðborgarihnar til að fjölmenna í Bogasalinn fyrir sunnudagskvöld er hurðin fellur aftur. Bragi Ásgcirsson. þar með verði atvinnulausir allir þeir, sem að þeirri atvinnugrein hafa unnið. Auk þess verði skarð í heildarframleiðslu þjóðarbú- skaparins. Hitt er það að ríkið hlaupi und ir bagga með atvinnufyrirtækinu á einn eða annan hátt, til að af- stýra slíku áfalli. En það verður ekki gjört nema á kostnað gjald- þegnanna. Sé um að ræða atvinnurekst- ur, sem framleiðir vörur til út- flutnings er sá kostur næstur fyrir hendi að smækka íslenzka gjaldmiðilinn í gildi gagnvart er- lendum gjaldmiðli, til þess að nógu margar íslenzkar krónur fáist til að greiða hið hækkaða kaup. Er sú leið alkunn og hefur verið tíðfarin. Við það hækka í ver'ði að íslenzku krónutali allar innfluttar vörur, svo að gengis- fellingin verður öflugur orku- gjafi til veltu dýrtíðarhjólsins. Líku gegnir þótt valin sé sú leið að taka halla atvinnurekst- ursins á útgjöld ríkissjóðs á kostnað gjaldþegna. Álögurnar hækka og það er líka dýrtíð og aflgjafi dýrtíðarhjólsins. Önnur meginlind að veltu dýr- tíðarhjólsins er sjálft Alþingi. Á hverju þingi leggur fjár- málaráðherra fram áætlun í frum varpsformi um útgjöld ríkisins, miðað við þá tekjustofna, sem í gildi eru. Alþingi hækkar svo út- gjöldin til stórra muna. Af því leiðir — samtímis eða síðar —• áð hækka verður opinberar álög- ur. Hækkandi opinberar álögur er dýrtíðarvöxtur engu síður en hækkandi verðlag á vörum, sem fyrr er sagt. Meðferð Alþingis á fjárlögun- um endurtekur sig árlega og verður því sikvikur aflgjafi til veltu dýrtíðarhjólsins. Með óbreyttri framkvæmd, sem verið hefur á stjórn atvinnu- mála og opinberra fjármála mega menn vera þess fullvissir að dýr- tíðarhjólið veltur. — Hvað verð- ur langt þangað til það veltur fram af nöfinni? Hjá öllum lýðræðisþjóðum veltur dýrtiðarhjólið — það er eitt af stjórnarfarslegum ein- kennum lýðræðisins.'— En það veltur mörgum sinnum hægar en hjá okkur. Lýðurinn stendur að baki hækkunarkröfunum, . íklæddur úlpu sérhagsmuna sinna og sér- ^yggju, með verkfallsvopni og kosningasvipuna til höggs reitt, ef kröfum hennar er ekki sinnt. Hann skilur ekki hugtakið al- þjóðarheill. Hin hraða velta dýrtíðarhjóls- ins er órækur vottur þess hvað lýðveldið er í okkar stjórnarfari miklum mun öflugra en þjóð- stjórnarvaldið. Reynslan hefur staðfest að lýðræði'ð — eins og það hefur verið skipulagt og framkvæmt — er ekki stjórn- hæft. Margsinnis hefur í ýmsum lönd um — eins og t.d. í Bretlandi nú — þurft að grípa til þvingunar- löggjafar til þess að það gæti lafað áfram — og sumsstaðar hefur það kollsiglt sig. — ★ — A skal að ósi stemma. Sé ekki tekið fyrir upptökin streymir áin og hjólið velt-ur. i STUTTIIHÁTI London, 11. október — AP. Fyrir ári voru sett um það lög í Bretlandi, að hvergi mætti á opinberum vettvangi mismuna hvítum mönnum og blökkum. Innanríkisráðherra Bretlands, Roy Jenkins, sagð' frá þvi í Lon- don í morgun, að einn megingalli hefði komið í ljós á lagasetning- unni. Þau gæfu þeim nefndum, sem sjá ætti um, að lögunum væri framfylgt, ekki vald til að kalla fyrir vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.