Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 31
Fostudagur 14 okt. 1960
MORGUNBLADIÐ
31
Breytingar á ökuprófi
NOKKRAR breytingar á bifreiða
stjóraprófi hafa verið að koma
til framkvæmda núna á undan-
förnum vikum. Eru þessar breyt-
ingar aðallega fólgnar í því, að
nú þurfa þeir sem ekki hafa
endurnýjað skírteini sín á rétt-
um tíma að taka próf að nýju,
í stað þess að fá hæfnisvottorö
frá ökukennara, eins og áður var.
Verður sá sem prófið þarf að
taka að nýju að koma upp bæði
í hinu verklega og bóklega.
Þá verður og sú breyting á,
að þeir sem taka bílpróf í fyrsta
sinn, fá aðeins ökuleyfi til eins
árs, sem er eins konar reynslu-
tími. Getur lögreglustjóri, að ari
liðnu, krafist þess að þeir, sem
hafi ekki þótt uppfylla öll skil-
yrði ökumanns, taki prófið aft-
ur. Að síðustu er sú breyting, að
ökuleyfi er nú gefin út til tíu
ára, en ekki fimm eins og áður
var, nema hvað þeir, sem hafa
náð sextugsaldri þurfa að endur
nýja skírteini sitt fimmta hvert
ár.
Vetrarstarf KFIJIVi og K
Hafnarfirði
KRISTILEGT félag ungra
manna og kvenna (K.F.U.M. og
K.) í Hafnaríirði er nú að hefja
vetrarstarfið. Sunnudagaskólinn
fyrir börn hefst 16. okt. n.k. kl.
10,30 f.h. og um kvöldið verður
almenn samkoma kl. 8,30. Þar
talar Benedikt Arnkelsson cand.
theol. — Starfið í vetur verður
annars með svipuðu sniði og
undanfarin ár: sunnudagaskólar,
kvöldsamkomur, drengja, telpna
og unglingafundir
Undanfarið hafa farið fram
gagngerðar viðgerðir á húsi fé-
laganna við Hverfisgötu. Glugg-
ar hafa allir verið endurnýjaðir
og sett tviífalt gler í þá. Hafa
þessar framkvæmdir að vonum
orðið félaginu dýrar, og hefur
því verið ákveðið að efna til
bazars í KFUM i kvöld og hluta-
hlutaveltu á laugardaginn kem-
ur.
Þá skal þess getið, að sumar-
starfið í Kaldárseli gekk mjög
vel, og aðsókn var mikll.
Skemmtun til ágóða
fyrir Bústaðakirkju
Síldarverhsmiðja
by&grð ú Dalvík
Á oð vera til fyrir næstu vertið
UNNIÐ er nú að byggingu síld-
arverksmiðju á Dalvík, og verð-
ur henni væntanlega lokið fyrir
síldarvertíðina næsta vor. Engin
verksmiðja er nú fyrir á Dalvík.
Síldarverksmiðja þessi á að geta
afkastað um 1000 málum á sólar
hring.
Síldarverksmiðjan er almenn-
Forn-grísk sogn
d íslenzkn
þýdd
BÓKAÚTGÁFAN Mál og menn-
ing hefur nú gefið út bók er
neínist Sagan af Dafnis og Klói.
Er bókin þýdd úr grísku af
Friðrik Þórðarsyni, en hann hef-
ur áður snúið á islenzku Grisk-
um þjóðsógum og æfintýrum,
sem kom út hja sama forlagi árið
1962.
Um höfund bókarinnar er lítið
vitað. Er hann nefndur Longos
og er heizt ætlað að hann hafi
verið upp; um 200 árum e. Kr.
í eftirmála þýðanda kemur
m. a. fram. að sagan af Dafnis og
Klói hafa orðið einna lífseigust
fornra grískra sögubóka, og sú
þeirra sem víðlesnust hafi verið
á vesturlöndum. Sagan sver sig
að nokkru leyti i ætt við búkol-
jskan skálc’skap, enda sé frásagn-
arefnið öðrum þræði þaðan
runnið og áhrií Þeokríts og spor-
göngumanna hanr á orðfæri og
sé greinilegt.
Bókin sem er 168 blaðsíður er
pi„dd myndum eftii- Aristide
Maillol.
ingshlutafélag, og eru hluthafar
í henni um 100 talsins. Eru þeir
allir saman Dalvíkingar. Hrepps-
félagið á allstóran hluta í verk-
smiðjunni.
Sýninw Indíána-
r
muna til Isaf jarðar
SÝNINGU þeirri á indíánamun-
um sem staðið hefur yfir í
Ameríska bókasafninu að undan-
förnu lýkur hinn 19. þ.m. Þá fer
hún til ísafjarðar, þar sem sýn-
ingin verður í Gagnfræðaskóla-
húsinu. Margt inann hefur skoð-
að sýninguna, og margir barna-
skólabekkir bafa komið á hana
í fylgd með kennurum sínum.
(Frá Ameríska bókasafninu).
NK. sunnudag, hinn 16. október
verða tvær skemmtanir haldnar
að Hótel Sögu. Stendur Kvenfé-
lag Bústa'ðasóknar fyrir þeim og
nýtur stuðnings ýmissa annarra,
sem vilja leggja því máli lið, er
þær berjast fyrir, en það er smíði
Bústaðakirkju.
Fyrri skemmtunin á sunnudag-
inn hefst kl. 3 síðdegis og er
fyirr alla fjölskylduna, og er við
það miðað, að bæði ungir og
gamlir fái eitthvað fyrir sinn
smekk. Ber þar fyrst að nefna
tízkusýningu, þar sem sýnd verð-
ur haust- og vetrartízkan, bæði
fyrir fullorðna og unglinga. Gefst
fólki þar tækifæri til þess að
kynna sér það, sem tízkuverzl-
unin Eros býður kvenfólkinu
upp á um þetta leyti, en herra-
fatnaðurinn er frá P. & Ó. Þá
mun Ómar Ragnarsson skemmta
með söng sínum og gamanyrð-
um, og nemendur úr Dansskóla
Hermanns Ragnars sýna nýj-
ustu dansana. Og þá má ekki
gleyma því, að konurnar úr Bú-
staðasókn hafa bakað fjölda af
gómsætum kökum (eða eru að
því nú um helgina), sem þær
bera fram með kaffi, mjólk eða
öli á sunnudaginn og ganga sjálf-
ar um beina.
Um kvöldið hefst svo önnur
skemmtun kl. 8:30 og er hún
ætluð fullorðnum. Verða þar flest
sömu atriðin og á síðdegis-
skemmtuninni, en auk þess syng-
M asinkyni
aði
70
en matvælaframleiðslan stóð í stað
fjölg-
millj.
ur frú Sigurveig Hjaltested við
undirleik Skúla Halldórssonar.
— Eftir skemmtiatri'ðin leikur
hljómsveit Ragnar Bjarnasonar.
Kynnir á báðum skemmtununum
verður Hermann Ragnar Stefáns
son.
Þá gangast konurnar einnig
fyrir sölu á happdrættismiðum á
sunnudaginn og eru vinningarn-
ir danskt postulín frá Bingo
Gröndai í Kaupmannahöfn, og
auk þess eru barnaleikföng frá
Reykjalundi meðal vinninga.
Fyrsta kvöld-
vaka F.Í. um
Hornstrandir
Ferðafélag íslands efnir til
fyrstu kvöldvökunnar á vetrin
um næstkomandi sunnudags
kvöld. Verður hún að venju i
Sigtúni og húsið opnað kl. 20:00.
Aðalefnið á dagskrá verður er-
indi um Hornstrandir. Dr. Har-
aldur Matthíasson flytur það og
útskýrir litmyndir á tjaldi. En
Haraldur tók m.a. þátt í 10 daga
vel heppnaðri gönguferð um
Hornstrandir, sem Ferðafélagið
efndi til í sumar.
Á eftir verður myndagetraun
og síðan dans.
Að undirbúningi þessa dags
hafa starfað frúrnar Erla Magnús
dóttir, Jenný Jónsdóttir, Kristín
Jónsdóttir, Sigríður Axelsdóttir,
Steinunn Berndsen og Ebba Sig-
urðardóttir, sem er formaður
kvenfélagsins. En þeim til ráðu-
neytis hefur verið frú Unnur
Arngrímsdóttir.
Aðgöngumiðar að skemmtun-
unum verða seldir á Hótel Sögu
á laugardagseftirmiðdag milli kl.
2 og 4.
Kvenfélag Bústaðasóknar hef-
ur starfað ötullega svo til frá
því, að söfnúðurinn var stofnað-
ur, haustið 1962. Og á síðasta
aðalfundi félagsins, hinn 10. októ
ber sl., var einróma samþykkt að
leggja kr. 100.000.00 til kirkju-
smíðinnar. En sú fjárupphæð hef
ur fengizt með því að halda baz-
ar og veita kaffi á kirkjudögum
safnaðarins.
Þorsteinn M.
Jónsson keypti
Guðbrands-
biblíu
EINS og áður hefur verið skýrt
frá í Mbl. var frumútgáfa Guð-
brandsbiblíu seld á bókauppboði
fyrir rúmar 60 þús. kr. fyrir fá-
einum dögum. Hafa verið tals-
verðar vangaveltur um það, hver
keypt hafi bókina. Nú hefur kom
ið í ljós, að það var Þorsteinn
M. Jónsson bókaútgefandi og
bókasafnari ,sem keypti bókina,
en hann vildi sem minnst um
þessi bókakaup sín tala, er Mbl.
hafði samband við hann.
— Kosygin
Framhald af bls. 1
leiðtoga kommúnista í Júgóslav-
íu, Búlgaríu og Ungverjalandi,
og mætt sömu afstöðu til helztu
vandamálanna og í Moskvu.
Taldi hann að samvinna land-
anns í Austur-Evrópu varðandi
Þýzkalandsmálin væri gott dæmi
um það hve miklum árangri
kommúnistaríkin gæiu náð í bar
áttunni gegn heimsvalda- og ár-
ásaröflum með einhuga sam-
stöðu.
Róm, 13. okt. (NTB).
f NÝÚTKOMINNI ársskýrslu
F.A.O., Matvæla- og landbúnað-
arstofnun SÞ. segir að íbúum
jarðar hafi fjölgað um 10 mill-
jónir á timabilinu 1965—66, án
þess að breyting yrði til bóta á
matvælaframleiðslunni. Er mat-
vælaástandið í lieiminum nú
verra en nokkurntíma fyrr síðan
í heimsstyrjöldinni síðari, að því
er B.R. Sen, forstjóri FAO segir
í formála ársskýrslunnar.
Meira en nokkurntíma áður
stafar nú hætta af lélegum upp-
skerum, vegna þess að gengið
hefur á varabirgðir, sem byggð-
ar höfðu verið upp úr umfram-
uppskeru. Matvælaframleiðslan
miðuð við íbúafjölda minnkaði
um 4,5 í hinum vanþróuðu ríkj-
um Asíu, Afríku og Suður Amer-
íku, en jókst um 4% í Norður
Ameríku og um tæplega 1% í
Evrópu. Minni framleiðsluminnk
un varð í Sovétríkjunum og lönd
unum í Austur-Evrópu.
Varleffa er farið í að spá um
uppskeruna í ár í skýrslu FAO.
Of mikil úrkoma dró úr sán-
ingu í Evrópu og Sovétríkjunum,
og sennilega verður hveitiupp-
skeran í Ameríku um 7% minni
en í fyrra. Þurrkar hafa verið í
Indlandi, Pakistan og Kína, og
einnig hefur úrkoma ekki verið
næg í Norður Afríku og bar í
grennd.
í STUTTU MÁLI
Överás látinn
Þrándheimi, 13. okt. — NTB
DR. Asbjörn Överás rektor
í Þrándheimi andaðist aðfara
nótt fimmtudags, 70 ára að
aldri. Hann hafði um 52 ára
skeið starfað að menntamál-
um og hlotið margvíslegar
viðurkenningar að launum,
m.a. St. Olavsorðuna oorsku
og íslenzku Fálkaorðuna.
Óskum eftir
að ráða mann til hleðslu á flugvélum o. fl.
starfa, nú þegar. —
Upplýsingar gefur Jón Magnússon
hjá Flugsýn h.f.
Blaðbur&arfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Tjarnargötu
Lynghagi
Miðbær
Álfheimar I
Alfheimar II
Laugaveg — neðri
Hverfisg. frá 4—62
F ossvogsblettur
Talið við afgreiðsluna suni 22480.