Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 7
Föstudagur 14 okt. 1966 MORGUNBLADIÐ 7 „Sonur og dóttiru rugla Finna í Huvudstadsbladet, sem gefið er út í Helsingfors, rák- umst við á klausu í Dagbók þeirra, sem snertir íslenzkar nafngiftir, og þeim koma mjög spánskt fyrir sjónir. Við tök- um okkur það bessaleyfi að snara klausu þessari á ís- lenzku. „Hann kom þjótandi inn á ritstjórnina til okkar, og virtist vera í góðu skapi og geislaði af kátínu. — Má ég spyrja þig um mál eitt, sagði hann, og með yfirlæti og kæruleysi, leit hann á borðið mitt, hlaðið verkefnum. Á þvílíkum stund um kemst maður ekki hjá því að segja: Já og láta fólk- ið syngja versið til enda. — Hugsaðu þér bara að þú sért að taka á móti gestum á hóteli. Einhver hringir og pantar herbergi fyrir 4. og þetta voru útlendingar. Ertu með? Sannarlega hafði maður þessi ekki mikið álit á gáfum mínum, en að það væri svona lítið ,hafði ég ekki nald ið. Jú, jú, ég er með. — Svo koma hinir 4 á hót- elið og leggja fram vegabréf sín á bórðið hjá þér. Hótel- vörðurinn blaðar í þeim, og lítur síðan á fólkið hneyksl- aður og vantrúaður, og 'egir: „Hvernig getur á því staðið, að þér ætlið ykkur eitt og sama herbergið, og heitið öll mismunandi nöfnum?“ — Myndir þú hafa látið þau hafa herbergið? Venjulega leyfir maður sér ekki að trufla sögu þess, sem er að segja okkur tíðindi, en með hliðsjón af þessu“ ertu ú %v' ' í QA | 3 h y/ með“ hafði haft áhrif. — Já, ég hefði látið þau hafa herbergið. Þetta hafa aug sýnilega verið Islendingar. Þetta forðaði vandræðum. Svo ræddum við nánar þetta flókna nafnakerfi á IslandL Tökum nú t.d. þessa hótel- fjölskyldu til nánari athug- unar. Húsbóndinn á heimil- inu getur borið nafnið Sig- urður Þorsteinsson. Kona hans hét Ólöf Hannesdóttir. Sonur þeirra hefur fengið nafn henn ar að fornafni og heitir Ólaf- ur, en vegna þess að faðirinn heitir Sigurður að fornafni er eftirnafn hans Sigurðsson. Og svo er það dóttirin. Hún heitir því norræna nafni Ingi- björg að fornafni, en fær sva að eftirnafni nafn föðurins, Sigurðardóttir. Fjögra manna fjölskylda, og heita öll mis- munandi nöfnum. Hvernig hægt er á íslandi að vita hver verður framvegis mikil gáta. íslandssérfræðingurinn hélt áfram að segja frá skemmti- legheitum. Ef nú þessi Ingi- björg Sígurðardóttir giftist út lending, kastar hún með gleði nafni föður síns á öskuhaug- inn, og tekur upp nafn manns síns. Og samt er litið á hana sem jafngóðan íslending eftir. En —, ef t.d. Finni flytur til Islands og óskar eftir að verða íslenzkur ríkisborgari, verður hann að fá sér nýtt nafn. Hann verður að taka upp fornafn föður síns og bæta við það „son“. Efraim Nyponblom, fær ekki lengur að nota sitt blóm, heldur verð ur hann skírður upp á nýtt Efraim Alexandersson, vegna þess að faðir hans hét Alexand er. Og þar með er hann týnd- ur og tröllum gefin fyrir hin- um Norðurlöndunum. Clementine. Mikið lifandis ósköp og skelf- ing var veðrið gott í gær, og svona ætti eiginlega að vera upp á hvern einasta dag. Ég flaug út á Álftanes, kom þar að einu herlegu húsi niður við Bessa- staðatjörn, þar sem allt angaði af náttúrufegurð, svo vítt sem varð séð, og það sást þar eigin- lega um heima alla. Og ég var í ósköp góðu skapi, þegar ég flaug yfir Gálgahraun aftur til höfuðborgarinnar, og þá hitti ég manninn í Vogum, sem söng við raust. Storkurinn: Ekki er að sjá, að þú gangir með verðbólgu í radd- böndunum, maður minn? Maðurinn á Vogunum: Nei, svo sannarlega ekki. Ég var að horfa á okkar þjóðlega sjónvarp í gærkvöldi, og það var nú al- deilis notandi, þótt sitthvað megi auðvitað að öllu finna, og frétta- myndin frá strandinu sýnir, hvers sjónvarpið muni verða megnugt í framtíðinni. Og svo höfum við þá eignast nýja sjón- varpsstjörnu, þar sem er heilla karlinn hann Ási í Bæ. Svona eiga menn að koma fram í sjónvarpi, hiklaust og ófeimið, og syngja sitt vers út af fullum krafti. Mætti segja mér, að við- lagið verði sungið af fjölda manns næstu daga, en það var svona, ef mig misminnir ekki: „Hann átti þennan undrahatt, egta mexicanahatt. Ég ofaná hann í dóti datt um daginn, það er satt“. Skilaðu þakklæti til þeirra í sjónvarpinu, en láttu fylgja, að við viljum meira af íslenzku efni. Ég skal gera það, sagði stork- ur, og máski fáum við þá Ása í Bæ aftur, hann gæti komið stundum í stað fiskabúrsins, sem sumum finnst koma of oít, og með það flaug hann upp á eitt háhýsanna í Heimunum, se:m kynda með svartoliu, og það ættu fleiri háhýsanna að gera, þar til við erum komnir í sam- band við Hengilinn með lúta- veituna. f RÉTTIR Hvítabandið heldur fund mánu daginn 17. okt. í Aðalstræti 12. Kl. 8:30. Myndasýning. — Kaffi — Stjórnin. Kvenfélag Ásprestakalls held- ur fund í Safnaðarheimilinu Sól- heimum 13. mánudagskv. 17. okt. kl. 8:30. Frú Sigríður Gunnars- dóttir, forstöðukona Tízkuskólans verður gestur fundarins og sýnir handsnyrtingu. Stjórnin. Kvenfélag Keflavíkur Munið basarinn í Tjarnarlundi kl. 3. sunnudaginn 30. okt. Slysavarnarkonur í Keflavík og Njarðvíkum. Fundur verður haldinn í Æskulýðshúsinu þrið.ju daginn 18. okt. kl. 9. Áríðandi mál á dagskrá. Kvenskátar. Seniorar, Svann- ar, Mömmuklúbbur og fleiri. Munið fundinn í félagsheimili kvenskáta að Hallveigarstöðum mánudaginn 17. okt. kl. 8:30. Fundarefni: Frásögn með lit- myndum frá fundi norrænna kvenskátaforingja í Finnlandi. Litmyndasýning frá landsmótinu. Svannar sjá um kaffið. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, kvennadeildin. Tilsögn í föndri þriðjudaginn 18. okt. kl. 4. síðdegis að Sjafnargötu 14. Kvenréttindafélag íslands held ur fyrsta fund vetrarins á Hverf- isgötu 21, þriðjudaginn 18. okt. Fundarefni: Vetrarstarfið að Hallveigarstöðum, og tillögur frá fulltrúaráðsfundi. K.F.XJ.M. og K. í Hafnarfirði Hlutaveltan verður laugardag- inn kl. 5. í húsi félaganna. Dýrfirðingáfélagið í Reykja- vík. Fyrsta spilakvöldið verður í Átthagasal Hótel Sögu í kvöld kl. 8:30. Hlutavelta og kaffisala Hún- vetningafélagsins verður sunnu- daginn 16. október að Laufásveg 25. Þær sem vilja aðstoða gjöri svo vel að hringja í eftirtaldar konur: Guðrúnu í síma 36137 Ólöfu 22995 og Þórhildi 30112. Kvenfélag Neskirkju heldur fund miðvikudaginn 19. okt. kl. 8.30 í Félagsheimilinu. Skemmti- atriði. Kaffi. Stjórnin. Hveragerði. Kristilegar sam- komur í barnaskólanum, hvern föstudag kl. 8:30 í október. Allir velkomnir. Calvin Cessellman og John Holm. Kvenfélag Háteigssóknar: Hinn árlegi basar Kvenfélags Háteigssóknar, verður haldinn mánudaginn 7. nóvember n.k. í „GUTTÓ“ eins og venjulega og hefst kl .2 e.h. Félagskonur og aðrir velunnarar kvenfélagsins, eru beðnir að koma gjöfum til: Láru Böðvarsdóttur, Barmahlíð 54, Vilheelmínu Vilhelmsdóttur, Stigahlíð 4, Sólveigar Jónsdótt- ur ,Stórholti 17, Maríu Hálfdánar dóttur, Barmahlíð 36, Línu Grön- dal, Flókagötu 58 og Laufeyjar Guðjónsdóttur, Safamýri 34. Nefndin. Kvenfélag Keflavíkur heldur basar sunnudaginn 30. okt. í Tjarnarlundi kl. 3. Félagskonur komi munum til eftirtaldra; Re- bekka Friðbjarnard., Heiðavegi 21, Lovísa Þorgilsdóttir, Sóltúni 8, Svanhvít Sigurjónsdóttir, Sól- vallagötu 40, Kristjana Jakobs- dóttir, Smáratúni 5, Guðmunda Sumarliðad., Hólabraut 7, Pálm- fríður Albertsdóttir, Heiðarveg 12, Jónína Ingólfsdóttir, Háholt 9 og Hrefna Gunnlaugsdóttir, Vest urgötu 11. íbúð óskast Óskum eftir að fá leigða 2—3 herbergja íbúð. Uppl. í síma 19326 9—11 f. h. og eftir kl. 5. s. d. Hús til sölu Lítið hús til sölu og flutn- ings. Þarf viðgerðar við. Tilvalið sem sumarbústað- ur. Uppl. í síma 15830 eftir kl. 7 á kvöldin. Keflavík — Suðurnes Nýkomið norsk glervara, búsáhöld, stakir bollar. Stapafell, sími 1730. Vantar trésmið á trésmíðaverkstæði. Út- vegun á húsnæði fylgir. Uppl. óskast sendar bréf- lega til Guðmundar Jóns- sonar, Höfn, Hornafirði. Keflavík — Suðurnes Pinotex fúavarnarefni, bíl- þvottakústar, útdregnar kappastangir, krómrör í klæðaskápa og fleira. Stapafell, sími 1730. Keflavík Til sölu tveggja manna svefnsófi og 4 armstólar. Selst mjög ódýrt. Uppl. i síma 1488. Sniðkennsla Kenni að sníða og taka mál Námskeið hefst um miðjan nóvember. Nánari uppl. í síma 17149. Indíana Guð- laugsdóttir, Njálsgötu 49. Fótaaðgerðir med. orthop. Erica Pétursson Víðimel 43. — Sími 12801. Stúlka óskar eftir skrifstofustarfi frá kl. 9-12. Stúdentspróf, málakunn- átta, vélritun. Uppl. í síma 35124. Dregið hefur verið í happdrætti U.M.F. Geisla í Óslandshlíð í Skagafjarð- arsýslu. Vinningurinn, kyn bótahestur, kom á miða nr. 32. Þýzkur rafmagnstæknifræðingur, 26 ára, óskar eftir starfi, talar ensku. Umsækjandi hefur fengizt við sjónvarps störf og unnið við rafeinda- og vökvastýrð sjálfv. kerfi. Einnig unnið við sterk- straumstækni. Tilb. merkt „Tæknifræðingur — 4899“ sendist Mbl. Leiguíbúð óskast Tæknifræðing, sem er að koma frá námi í atvinnu, vantar 3—4 herb. íbúð. Til gr. gæti komið vinna við málningu, flísalögn o. fl. á nýrri íbúð. Tilb sendist Mbl f. þriðjud., merkt „Tækni- fræðingur — 4893“. Stúdína óskar eftir starfi sem hún getur stundað sam hliða háskólanámi. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjud. merkt „Stúdína —4898“. TÆKIFÆRISKAUP Vetrarkápur með stórum skinnkraga, margir litir, verð kr. 2200,-. Svampfóðr- aðar kápur á kr. 1800,- og 2000,-. Ullarpils, ensk, kr. 300,-. Laufið Laugavegi 2. Hótel Hveragerði vantar afgreiðslustúlku, má hafa með sér barn, helzt á skólaaldri, einnig karl eða konu til benzínafgr. Upp- lagt fyrir fatlað. Uppl. i síma 30078. Húsbyggjendur Tek að mér uppsetningu á innréttingum, einnig stand- setningu á gömlu sem nýju. Set í hurðir og tvöfalt gler. Upplýsingar í síma 31471 eftir kþ 19 á kvöldin. Geymið auglýsinguna. Herbergi Ungur reglusamur maður óskar eftir herbergi, helzt forstofuherbergi í Rvík, Kópav., Hafnarf. eða nágr. Tilb. sendist til afgr. Mbl., merkt „Herbergi — 4894“ fyrir þriðjudag. Námskeið Myndlista- og handiðaskólans Nokkrir nemendu'- geta enn komist að í: 1. Undirbúningsnámskeið í teiknun fyrir nemendur menntaskólans og stúdenta til undirbúnings tækni náms (arkitekiur, verkfræði). Kennt þriðjudaga og föstudaga kj. 8—10,15 síðd. 2. Fjarvíddarteiknun. Kennt mánudaga og fimmtu- daga kl. 8—10,15 síðdegis. Umsóknir berist skrifstofu skólans, Skipholti 1, sem fyrst — (sími 19821). SKÓLASTJÓRI. AUKAVINNA ÓSKAST Ungur maður sem vinnur vakfa- vinnu, óskar eftir kvöldvinnu aðra hverja viku. Talar ágœta ensku og er með bílpróf. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 36867 frá kl. 6-8 nœstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.