Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 1
28 síður % 53 árgangur 236. tbl. — Laugardagur 15. október 1966 Prentsmiðia Morgunblaðsim Mc Namara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur nú lokið heimsókn sinni til Yíetnam og er hann kominn aftur til Washington, þar sem hann gefur ráðamönnum skýrslu um ferð sína. Hér sést ráðherrann ásamt bandarískum hershöfðingja. Myndin var tekin 12. okt. sl. í Phu Cat, í Suður-Víetnam. — AP. Stefnubreyling - Walter Ulbrichts? Viðtal v/ð hann BONN, 14. október — NTB Leiðtogi a-þýzkra kommún ista, Walter Uibricht, segir í dag í viðtali, sem blaðið „Neue Ruhr Zeitung" i Essen birtir við hann, að hann sé reiðubúinn tii pess, iivenær sem er, að senda ráðhctra til viðræðna um Þýzkalandsmál ið við Bonnstjórnina. Setur hann engin sérstök skilyrði fyrir slíkam viðræð- um, önnur en þau að ábyrg- ir stjórnmálamenn taki þátt í þeim af hálfu v-þýzku stjórn arinnar. 1 viðtalinu segir, að órlög Þýzkalands verði ekki ákveðin af símastúikum cða í V-Þýzku blaði dyravörðum, heldur af þeiin, sem fari með vóldin. Viðtalið við Ulbriclit var tekið i A-Þýzkaíandi, meðan þar stóð á alþjóðiegri blaða- mannaráðstefnu. „Neue Ruhr Zeitung" hefur hallazt mjög að stefnu v- þýzkra sósíaldemokrata. Á því hefur verið vakin atthygli í V-Þýzkalandi (V- Berlín), að Ulbricht hafi ekki farið fram á, að ráðherrar þeir, sem hann kynni að senda til V-Þýzkalands, hlytu viðurkenningu Bonnstjórnar- innar — heldur aðeins, að þeim yrði sýnd virðing og kurteisi. Stórtíðinda að vænta í Þýzkalandsmálinu? WiIIy Brandt sagður koma nrtikið við sogu nýrra umræðna, sem teknar hafi verið upp við Sovét- ríkin um sameiningu Þýzkalands Berlín, 14. okt. — NTB. MIKIL fundahöld í A-Berlín og Bonn í dag benda til þess, að nýrra tíðinda sé að vænta um Þýzkalandsmálið. Skiptingin í A- og V-Þýzkaland er mál, sem ekki ........■■■■•■■•■••■■•■.... : ■ : R. Kennedy: : i Orðrómur um i hefur verið hreyft í mörg undan- afrin ár. — Allt virðist benda til þess, að v-þýzki sósíaldemokrata flokkurinn ,en leiðtogi hans er Willy Brandt, komi mest við sögu í þeim umræðum, sem sagð ar eru hafa verið teknar upp við Sovétríkin um Þýzkalandsmálið. Utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Andrei Gromyko, kom í gær í óvænta heimsókn til A- Berlínar, þar sem hann hefur tveggja daga viðdvöl, á leið sinni frá Washington til Moskvu. herrann, Piotr Abrassimov, bauð Willy Brandt, borgarstjóra Vest- ur-Berlínar til hádegisverðar [ sovézka sendiráðinu s.l. miðviku dag. Brandt sat í dag miðstjórnár- fund v-þýzka sósíaldemókrata- flokksins, en hann vár haldinn í Bonn. Hefur Brandt sent v-þýzku stjórninni orðsendingu, svo og stjórnum nokkurra annarra landa, þar sem hann skýrir frá viðræðunum við Abrassimov. — Brandt mun ræða mál þetta við Erhard kanzlara í næstu viku. Talsmaður v-þýzku stjórnarinn ar, von Hase, sagði á blaðamanna fundi í Bonn í dag, að v-þýzkir ráðamenn væru ekki reiðubúnir til viðræðna við a-þýzku stjórn- ina, á þeim grundvelli, sem Walt- er Ulbricht, leiðtogi a-þýzkra kommúnista, lagði til í dag. (Sjá aðra frétt hér í blaðinu). Von Hase lagði á það áherzlú, að lykilinn að sameiningu Þýzka- lands væri að finna í Moskvu, þótt Bonnstjórnin viðurkenndi, að samstarf við A-Þjóðverja yrði Framhald á bls. 27 í STUTTU MÁLI Montreal, 14. október. — AP. Mikil sprenging var í dag í efnaverksmiðju, nærri Montreal í Kanada, A.m.k. fjórir týndu lífi og tíu særðust. IATA; Lægri fargjöld Honolulu, 14. október — NTB Á FUNDI Alþjóðasambands flugfélaga, IATA, sem staðið hef ur í Honolulu, hefur verið ákveð ið, að frá og með 1. apríl 1967 skuli ganga í gildi lægri fa:—* gjöld á ýmsum flugleiðum, eink- um og sér í lagi þó, ef um er að ræða hópferðir. Á fundinum náðist ekki fullt samkomulag um fargjöld á leið- inni yfir N-Atlantshaf, en ákveð ið hefur þó verið, að í miðjum næsta mánuði, nóvember, verði I teknar upp viðræður um Atlants j hafsfargjöldin milli norrænu j flugfélagasamsteypunnar, SAS, iog annarra flugfélaga, sem hafa ' hagsmuna að gæta á þessari leið i morðtilraun ! : : ; Washington, 14. október NTB : : ORÐRÓMUR komst í dag \ ; á kreik um, að Robert Kenn- ; ; edy, öldungadeildarþingmað- ; : Framhald á bls. 31 • Af þeim fregnum, sem borizt hafa, mun hann hafa skýrt aust- ur-þýzkum ráðamönnum frá ástandinu í sambúð Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Gromyko hafi átt eða muni eiga viðræður við sendiherra Sovét- ríkjanna í A-Þýzkalandi. Sendi- Mönnuö, sovésk geimrannsóknarstöö? Taka Sovétríkin á «iý forusfuna? Moskva, 14. október. — NTB SOVÉZKIR vísindamenn starfa nú að undirbúningi að nýju geim skoti. Er ætlunin að skjóta á loft mannaðri rannsóknarstöð, sem farið geti umhverfis jörðu. — Gert er ráð fyrir, að margir geim farar verði við störf í stöðinni. — Ekki hefur tekizt að fá neina staðfestingu á því, hvenær ætlun in er að geimskotið fari fram. Hingað til hefur öllum tilraunum Sovétríkjanna á sviði geimvís- inda verið haldið leyndum, þar til geimskot hafa farið fram. Séu þær fregnir, sem nú hafa fengizt um væntanlega tilraun sovézkra geimvísindamanna, rétt ar, munu Sovétríkin innan skamms taka á ný forystuna í geimrannsóknum. Rúmlega hálft annað ár er nú liðið frá því, að Sovétríkin sendu á loft mannað geimfar. Margar skoðanir eru uppi um, hvað valdið hefur þessu langa hléi, en á þessum tíma háfa Bandaríkin slegið hvert metið í geimskotum og dvöl í geimnum á fætur öðru. Vísindamenn á Vesturlöndum Framhald á bls. 31 „Það er ekki ástæÖa til að veita þessu athygli" — segir Thomas IViarston, einn höfunda hókar- innar um Vínlandskortid, um bók IVfusmanno EINS og skýrt var frá í Mbl. sl. þriðjudag er út komin í Bandaríkjunum bók eftir Michael A. Mus- manno, hæstaréttardóm- ara, sem hann nefnir „Kól- umbus var fyrstur“. Dreg- ur Musmanno mjög í efa sannleiksgildi Vínlands- kortsins, sem hann raunar telur tilbúning einn, og ennfremur gefur Mus- nianno í skyn að ormagöt á Vínlandskortinu séu föls- uð. Mbl. átti í gær símtal við Thomas Marston, yfir- bókavörð bókasafns Yale- háskóla, en Marston var einn fjögurra höfunda rits- um Vínlandskortið, og vann mjög að rannsóknum á kortinu. Marston var fyrst spurður að því, hvort hann hefði Ies- ið bók Musmanno. „Nei, það hefi ég ekki gert“, svaraði hann. „Mr. Musmanno kom hingað, og við sýndum honum fyllstu kurteisi, en hann hefur ekki látið svo lítið að senda okkur eintak af bókinni". „En þér vitið um útkomu hennar?“ „Ég hefi heyrt um bókina“. „Hvað finnst yður um um- mæli hans um Vínlandskort- ið?“ „Ég veit ekki hvað hann hefur um kortið að segja. Það eina, sem ég veit, var að hann hitti tengdaföður minn að máli í Pittsburgh í maí- mánuði. Mér er raunar ómögu legt að taka nokkuð af því, sem Mr. Musmanno segir, al- varlega. Við vörðum tveimur Framhald á bls. 31 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.