Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 27
Laugardagur 15. oM. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 27 Stjörnubíó sýnir þessa dagana bráðsmellna gamanmynd sem heitir „Kátir félagar“. Sagt er að myndin sé tilvalin til þess að koma öllum í gott skap. Myndin er norsk og aðalhlutverk í höndum Carsten Winger, Gisle Straume og Arne Lie. Hægt er aö tryggja síldarnætur í sjó VEGNA hins sífclldu veiðar- færatjón, sem um hefir verið getið að undanförnu, svo sem að skip hafa misst síldarnætur, sem horfið hafa með öllu, snéri blaðið sér til Helga Oddssonar forstjóra trygingarfyrirtækisins Vörður- Trygging hf., en það er eina fyrirtækið hér á landi sem tekur að sér trygingar á veið- arfærum í sjó. Fyrirtækið hefir nú annazt tryggingar þessar í tvö ár. Tryggingar sem þessar eru mjög dýrar, enda er áhættan við að Framsýniitg á morgnn N.K. sunnudag þann 16. þ.m. verður frumsýning í Lindarbæ á leikritinu „Næst skal ég syngja fyrir þig“, eftir enska höfund- inn James Saunders. Þetta er fyrsta frumsýningin hjá Þjóð- leikhúsinu í Lindarbæ á þessu ieikári, en Þjóðleikhúsið mun sýna þar að minnsta kosti þrjú leikrit í vetur. „Næst skal ég syngja fyrir þig“, er nútíma leikur og hefur víða hlotið mjög góða dóma. Höfundur leiksins James Saund ers er efnafræðingur að mennt Myndin er af leikstjóranum Kevin Palmer og hefur starfað sem kennari. Þekktustu leikrit hans munu vera þetta leikrit, sem nú verð- ur sýnt í Lindarbæ, og leikrit- ið „A scent of flowers." Leikstjóri er Kevin Palmer, en Una Collins, gerir leilrmynd- ir. Leikendur eru Ævar Kvarán Gunnar Eyjólfsson, Sverrir Guð mundsson, Anna Herskind og Sigurður Skúlason. Rétt er að benda á það, að það eru engir fastir frumsýningar- gestir í Lindarbæ og er öllum heimilt að panta þau sæti, sem þeir kjósa helzt að vera x á frumsýningu í Lindarbæ, fryggja veiðarfæri, sem eru í notkun, mjög mikil. Fram til þessa hefir tjón orðið svo mikið á tryggðum veiðarfærum að tryggingin hefur ekki verið hag stæð fyrir endurtryggjendur Staf ar þetta einnig af því hve tiltölu lega fáir tryggja enn veiðarfæri sín, en ef svo færi, að trygging- ar á veiðarfærum í sjó yrðu al- gengar væri hægt að gera trygg ingarnar mun ódýrari. Margir telja óþarfa að tryggia veiðarfærin yfir sumarið, þegar gert er ráð fyrir góðum veðr- um, enda hækka tryggingarið- gjöld um 50% eftir 1. oktober á haustin. Af öllum síldveiðiflot- anum hafa um 70 bátar síldar- næturnar tryggðar. Sem kunn- ugt er eru þau veiðarfæri miög dýr og kostar nótin um og yfir eina milljón króna. Sé nótin fryggð fyrir öllu þ.e. bruna og hvers konar skaða um borð svo og algeru tapi t.d. ef skipið ferst og auk þess er nótin tryggð í sjó, þá er kostnaðurinn við trygg inguna sem svarar 80 þús. krón um frá því síldarvertíð hefst í júníbyrjun og fram til áramóta. Þegar í upphafi fékk trygg- ingafélagið Vörður-Trygging hf. á sig þrjú stórtjón og blés ekki byrlega framan af. þessar trygg ingar virðast einkar nauðsynleg- ar fiskiskipaflota okkar. Skipin í höín vegnn brælu Eskifirði, 14. október. HEr liggja nú allmörg síldveiði- skip. Nokkur þeirra komu hing- að með afla og bíða löndunar, en önnur komu hingað inn vegna brælu á miðunum, en skipin hafa verið að veiðum í Reyðarfjarða dýpi. Þróarrými hjá báðum síldar- bræðslunum er þrotið og allar þrær fullar. Er landað í þær jafnóðum og úr þeim er tekið. — Gunnar. — Leítab á telpu Framhald af bls. 28 þarna leið um, og fann hún þá litlu telpuna buxnalausa. Ekki gat litla telpan gefið skýra lýs- ingu á manninum, en sagði að hann hefði hvorki verið „karl né strákur“, og telur rannsóknar- lögreglan að hér sé því um ungan mann að ræða. Varðandi klæða- burð sagði stúlkan, að hann hefði verið í dökkblárri stunginni nælonúlpu, bláum vinnubuxum og svörtum támjóum skóm. Hann var og með handtösku, ljósbláa og hvíta að lit. Samkvæmt frásögn litlu stúlk- unnar mun maðurinn eitthvað hafa leitað á hana, en sennilega orðið fyrir einhverri truflun, þar sem hann fékk vilja sínum ekki framgegnt. Að því er rannsóknarlögreglan tjáði Mbl. í gær leitar hún enn að manni, sem tælt hefur litlar telpur upp í bifreið sína, ekið með þær út fyrir bæinn, og leit- að á þær, en ekki þykir sannað að hér sé um sama mannin að ræða. Kristján Sigurðsson hjá rann- sóknarlögreglunni, sem hefur með rannsókn þessa máls að gera ásamt Eggert Bjarnasyni, upp- lýsti Mbl. um að alltaf öðru hverju væri að berast kvartanir um áþekka atburði, jafnvel núna síðustu daga. Eggert Bjarnason sagði að mjög erfitt væri að fást við rannsókn mála sem þessa, þar sem börnin gætu ekki gefið nema ákaflega óglögga lýsingu á mönn unum, bæði hvað aldur og útlit snerti. Á hinn bóginn yrði hvert hálmstrá við uppljóstrun þessara mála gripið, og einskis látið ó- freistað að hafa upp á mönnum þeim, sem hér koma við sögu, sem fyrst. Af þessum atburðum má sjá, að full ástæða er fyrir foreldra að brýna fyrir litlum dætrum sínum að stíga ekki upp í bifreiðir, bjóði ókunnugir þeim ökuferð, né láta ókunna menn tæla sig á einn eða annan hátt með góðmeti eða peningum. - STÚDENTAH Framhald af bls. 28. Lista Vöku skipa eftirtaldir stúdentar: Eggert Hauksson stud. oecon. Þórarinn Sveinsson stud. med. Bogi f. Nilsson stud. jur. Katrín Fjeldsted stud. med. Páll Þórðarson stud. jur. Gísli Viggóson stud. polyt. Sigríður Valdimarsd. stud. theol. Jón G. Friðjónsson stud. philol. Jóhannes M. Gunnars. stud. med Georg Ólafsson stúd. oecon. Reynir Geirsson stud. med. Guðjón Guðjónsson stud. theol. Þórður Harðarson stud. med. Ásgeir Thoroddsen stud. jur. Eins og að framan greinir fer kosning fram í dag milli kl. 1-7 e.h. og kosið verður í her- bergi stúdentaráðs á annarri hæð Háskóláns. Stúdentar eru hvattir til að neyta atkvæðisréttar síns og styðja A-LISTA VÖKU. — Þýzkalandsmál Framh. af bls. 1 að koma til, áður en um samein ingu gæti orðið að ræða. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar fréttir um viðræður þeirra Brandts og Abrasimovs. Brandt hefur ekki látíð hafa annað eftir sér opinberlega, en að viðræð- urnar hafi farið vinsamlega fram. Hins vegar ságði talsmaður sósíal demókrata í V-Berlín í dag, að viðræðurnar hefðu verið svo þýðingarmiklar, að ekki væri hægt að skýra frá einstökum at- riðum nú. „Loksins hefur hins vegar fund izt viðræðugrundvöllur við sov- ézka ráðamenn", sagði hann. „Þó munu frekari viðræður, sem leitt gætu til lausnar geta tekið langan tíma, og við verðum að reikna með óvæntum erfiðleikum". Orðrómur er uppi um það í V-Berlín, að Abrasimov hafi sagt að hann (og þá væntanlega þeir, sem hann talar fyrir), hafi áhuga á stefnu sósíaldemókrata til þátt töku V-Þjóðverja í kjarnorku- vörnum, þ.e., að Bonnstjórnin skuli hafa neitunarvald, en ekki beinan aðgang að kjarnorkuvopn um (Vesturlanda). Þá er einnig haft á orði í V- Berlín, að sendiherrann hafi ósk að frekari vitneskju um ummæli varaformanns sósíaldemókrata Herberts Wehners, um útlitið fyrir efnahagssamstarfi ríkjanna þýzku. Opinberir starfsmenn í Berlín segja, að allt bendi til þess að sovézkir ráðamenn hafi haft mikinn áhuga á því að hitta Brandt að máli, því að þeir hafi þegar í stað gengið að þeim þrem ur skilyrðum, sem hann setti fyrir því að halda til A-Berlínar. Þó hafi skilyrði þessi valdið A Þjóðverjum vandræðum. Skilyrðin voru þau, að Abrasi mov skyldi í embætti erindreka Sovétríkjanna (hákommissars) ekki sendiherra, bjóða sér til hádegisverðar. A-þýzkir landa- mæraverðir skyldu ekki skipta sér af komu Brandts, og engir a-þýzkir embættismenn fengju að vera viðstaddir. Washington, 14 .október — NTB. George Brown, utanríkisráð- herra Breta, átti í dag viðræður í Washington við Johnson, Bandaríkjaforseta. M.a. var rætt um Vietnam, og sagði Brown að loknum viðræðunum, að þær hefðu farið mjög, vinsamlega fram. Aðalfnrsdur Sfálf stæðis félags Eskiffarðar Eskifirði, 14- okt. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Eskifjarðar var haldinn fimmtudaginn 13. okt. í Valhöil á Eskifirði. Á fundinum voru kjörnir fulltrúar í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Suður- Múlasýslu og Kjördæmisráð Austurlandskjördæmis. Fráfarandi formaður félagsins Axel V. Túliníus sýslumaður baðst undan endurkjöri og var honum þakkað mikið og gott starf í þágu flokksins og félags- ins á undanförnum árum. í stjórn voru kjörnir: Guð- mundur A .Auðbjörnsson mál- arameistari formaður og með- stjórnendur frú Herdís Hermóðs dóttir, Ingólfur Fr. Hallgríms- son forstjóri, Karl Símonarson vélsmíðameistari og Gunnar St. Wedholm, skrifstofumaður. — Fréttaritari. — Rússafloti Framhald af bls. 28. en þeir tala saman á bylgium, sem eru skammt frá þeim, er íslenzku skipin nota. Menn hér um slóðir vilja fá síldarleitarskip til að kanna síld- armagnið, þar sem Rússarnir eru og vænta þess að skip komi eftir helgina. Löndun gengur hér vel úr þeim skipum, sem hingað koma og tekur ekki nema 3 stundir að tæma skipið. Öll síld er nú brædd. - SÖLVHÖJ varpsstjóri danska útvarpsins 1961 og menntamálaráðherra Danmerkur 1964. Er hann ann- ar tveggja ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, sem ekki eiga sæti á þingi. Árið 1952 kvæntist hann konu sinni, Ruth, sem er eins og áð- ur er getið af íslenzku bergi brotin í föðurætt, dóttir Halldórs læknis sonár Niels Finsens. Dansk-íslenzka félagið var stofað í Kaupmannahöfn 1916 og á því 50 ára afmæli um þess- ar mundir. Formaður' félagsins hér dr. Friðrik Einarsson lækn- ir en formaður Danmerkur- deildar félagsins er Meulen- gracht prófessor. ISTUTTU MÁLI Moskvu, 14. október. — NTB Á næstunni kemur út bók í Moskvu, þar sem margir hátt- settir menn innan sovézka hers- ins ræða um sókn Þjóðverja að Moskvu í síðari heimsstyrjöld inni. „Baráttan um Moskvu' heitir bókin, og kemur þar m.a. fram, að Jósef Stalín óttaðist mjög um tíma, að Moskva myndi falla Þjóðverjum í hendur , — Geimstöð Framh. af bls. 1 hafa getið sér til, að þrjár megin ástæður geti til þess legið, að svo hljótt hefur verið um sovézkar geimrannsóknir undanfarið: 1. Að Sovétríkin séu að spara fé, og vilji ekki endurtaka til- ratxnir, sem áður hafa verið.gerð- ar. 2. Sovézkir ráðamenn telji geimvísindaafrek ekki hafa sama áróðursgildi og áður. 3. Tekin hafi verið um það ákvörðun að bíða, þar til hægt væri að gera tilraun, sem vekti meiri athygli en nokkur önnur tilraun til þessa. Vitað er, að sovézkir vísinda- mehn hafa fengið margvíslega þekkingu frá Bandaríkjunum, en þar hafa verið birtar upplýsing- ar um árangur af „Gemini“- ferðunum, sem farnar hafa verið undanfarið. Þá er einnig vitað, að sovézkir vísindamenn hafa í seinni tíð gert margar tilraunir á Kyrrahafi með mjög öflugar eldflaugar. Það þykir einnig renna stoðum undir þá kenningu, að fyrir dyr- um standi meiriháttar tilraun í Sovétríkjunum, að sovézkur vís- indamaður, sem nú situr geim- vísindaráðstefnuna í Madrid, á Spáni, lét eftir sér hafa í dag, að „undirbúningi að nýrri, meiri háttar tilraun miðaði vel“. Ekki vildi vísindamaðurinn, prófessor Oleg G. Gazenko, gefa neinar frekari upplýsingar. Gazenko viðhafði þessi um- mæli á blaðamannafundi í Mad- rid í dag, og sagði þá m.a.: „Það er ekki rétt að Sovétríkin hafi ekkert aðhafzt á sviði geimvís- inda síðustu 19 mánuði. Sérhver tilraun á sér langan aðdraganda, og næsta tilraun okkar hefur krafizt mikils undirbúnings. Ég er mjög bjartsýnn um framtíð sovézkra geimrannsókna“. — Kennedy Framh. af bls. 1 ur, bróðir Kennedys, fyrrum Bandaríkjaforseta, hefði ver- ið myrtur. Orðrómur þessi barst til Evrópu, og fengu bandarísk sendiráð þar margar fyrir- spurnir í dag. Að því er bezt er vitað, er Robert Kennedy við mjög góða heilsu. Því hefur verið neitað, að tilraun hafi verið gerð til »ð ráða hann af dög- um. — Vinlandskortið Framh. af bls. 1 dögum hér í að reyna a® mennta hann, en okkur varð ekkert ágengt". „Þér teljið þá að hann hafi ekki beitt vísindalegum að- ferðum?“ „Nei, Nei, það er ekki hægt að segja að skynsam- lega sé farið að hlutunum". „Musmanno minnist á, að ef hægt sé að falsa skjöl hljóti að vera hægt að falsa orma- holur á bókfelli, og hafa heið- urinn af Kólumbusi". Er hér var komið sögu skellti Marston uppúr. „Segir hann það! Ég held nú raunar að hann sé ekki trúverðug heimild á því sviði, ef satt skal segja. Ég læt mig hann raunar engu varða. Hann er hreinlega uppskafn- ingur, sem er að reyna að vekja á sér eftirtekt í blöð- -um. Það er raunar eina áhuga mál hans í lífinu. Ég get ekki tekið neitt, sem hann segir, al- varlega. Hann hefur ekki beitt neinum vísindalegum aðferðum, og ég sé raunar enga ástæðu til þess að við veitum honum athygli", sagði Marston að lokum. Bonn AUSTUR-ÞÝZKA stjórnin lét í dag óvænt lausan 29 ára gamlan Breta, Arthur Wilbrahm, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í nóvember s.l. ár fyrir að hafa aðstoðað a-þýzka fióttamenn vest ur fyrir múrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.