Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 7
Laugardajjur 15. okt. 19&6 MORGUNBLAÐIÐ 7 Krummi krúnkar úti Hrafninn Tóki kaliar á nafna smn OG hér koma svo nýjustu frétt- ir af honum Tóka, hrafninum, scm heima á uppi í Kjós. Kann dafnar þar vel étur fisk og hausa, sem þeir í Fiskhöllinni hafa látið hann hafa annað slag- ið. Eftir að fór að skyggja, hef- nr það komið í Ijós að Tóki er mjög reglusamur fugl, því að kl. 6 á kvöldin fer liann inn í kofann sinn og sezt þar á prik og sefur svefni réttlátra til morg uns. Hann er svolitið stríðinn, og á það til að stela ýmsum hlut- um, eins og t.d. um daginn, þá tók hann vasahnif og hulstur framan af myndavél, flaug með það hátt til hlíða, og lét elta sig góða stund. Færði sig um set, 10 metra í einu, en að lokum gafst hann upp og afhenti góssið. Um daginn -var slátrað belju á ^enum, og þá komst nú Tóki í feitt. Mörinn er að verða hans uppáhaldsfæða, og hér til hliðar má sjá hann með einn bitann. I>egar honum er gefið matar- stykki, er það venja hans að fljúga með það á brott, fela það í holu eða bak við steina, og breiða blóm og gras yfir, jafn- vel sölnuð grös eru betri en ekki, og hann gerir það mjög Hrafninn Tóki hjálpar fóstra sinum við smiðar. (Myndirnar eru teknar á sjálfvirka Cannon-myndavél). vandlega. Stundum hjálpaði hann í haust við, að taka upp kartöflur og gulrætur, og hefur hann augsýnlega gaman að þeirri iðju. Svo virðist hann hafa pen- ingavit. f>egar honum eru gefnir smáaurar, 10 eyringar og 25 eyr- ingar, tekur hann þá í kokið og flýgur rakleitt að kofaræfli úti í túninu, og stingur þeim þar undir einn bitann. Þar er hans Sparisjóður. Svo varð það um daginn, að hann ætlaði að hjálpa fóstra sín- um við smíðar, eins og sjá má á myndinni hér við. En ekki tókst betur til en það, að hann felldi sögina niður af kassanum, og varð dauðskelkaður við há- vaðann. Og ekki fleiri sögur af Tóka að sinni. Fr. S. Þarna hefur Tóki komizt í feitt. Mörbiti úr belju er hnossgæti. FRÉTTIR Safnaðar samkoma kl. 2. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar. cldri deild. Aðalfundur félagsins verður í Réttarholsskólanum mánudagskvöld kL 8:30. Stjórn- in. Kvenfélag Laugarnessóknar minnir á saumafundinn mánu- daginn 17. okt. kl. 8:30. Stjórnin. K.F.U.M. og K. Hafnarfirði Hlutavelta í dag, laugardag, kl. 5. Ekkert happdrætti. Enginn núll. Sunnudagur. Sunnudaga- skóli kl. 10:30. öll börn vel- komin. Kl. 8:30 Almenn sam- koma Benedikt Arkelsson cand. theol. talar. Kvenfélag Langholtssafnaðar beldur basar 12. nóvember. Kon- ur, nú er kominn tími til að fara að hannyrða eða safna til að sýna einu sinni enn, hvað við getum. Konur í basarnefnd, haf- ið vinsamlega samband við: Vil- helmína Biering, sími 34064, Odd- rún Elíasdóttir, simi 34041 og Sólveig Magnúsdóttir síma 34599. Bræðrafélag Nessóknar Fundur verður á vegum fé- lagsins, í Félagsheimili Neskirkju þriðjudaginn 18. okt. n.k., og hefst kL 20:30. Séra Frank M. Halldórsson segir ferðasögu, og *ýnir myndir úr ferðinni til Biblíulandanna síðastL vor. Allir velkomnir. — Stjórnin. Kristilegar samkomur á Bæna staðnum Fálkagötu 10. sunnudag kl. 16. Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 4. Bæna- stund alla virka daga kl. 7. e.m. Allir velkomnir. Á sunnudag, sunnudagaskóli kl. 10:30, almenn samkoma kl. 8:30. Verið velkomin. Sunnudagaskóli K.F.U.M. og K. í Reykjavík og Hafnarfirði hefjast kl. 10:30 í húsum félag- anna. öll börn eru hjartanlega velkomin. Fíladelfía Reykjavík Sunnudagaskóli hvern sunnu- dag kl. 10:30 á þessum stöðum: Hátúni 2 og Herjólfsgötu 8. Hafnarfirði. Öll börn hjartanlega velkomin. Iljálpræðisherinn I dag og í morgun barnasam- komur kl. 18:00. Sunnudaga- skólinn kl. 14:00. Samkomur sunnudag kl. 11:00 og kl. 20:30. Majór Oskar stjórnar og talar kl. 20:30. Mánudag kl. 16:00. Heimilasambandið. Þú ert ávallt velkominn á samkomur Hjálp- ræðishersins. Séra Arngrímur Jónsson er fluttur að Álftamýri 41, sími 30570. Húsmæðraorlof Kópavogs. Myndakvöldið verður í Félags- heimilinu þriðjudaginn 18. okt. kl. 8:30. Orlofsnefndin. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj unnar. Fundur í kirkjunni þriðju- daginn 18. okt. kl. 3. Takið með basarmuni. Stjórnin. Bridgefélag Reykjavíkur byrj- ar vetrarstarfsemi sína þriðjudag- inn 19. okt. kl. 8. í Domus Medica Egilsgötu 3. 1. hæð, með tvímenn- ingskeppni. öllum heimil þátt- taka. — Stjórnin. Fíladelfia Reykjavík. Sunnu- dag 16. þm. hefur Fíladelfíu- söfnuðurinn útvarpsguðsþjón- ustu kl. 4:30. Vakningarsamkoma að Hátúni 2. kl. 8. Ræðumenn: Jóhann Pálsson og Haraldur Guð jónsson. Fjölbreyttur söngur: Einsöngur: Hafliði Guðjónsson. K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði Hlutaveltan verður laugardag- inn kl. 5. í húsi félaganna. Hlutavelta og kaffisala Hún- vetningafélagsins verður sunnu- daginn 16. október að Laufásveg 25. Þær sem vilja aðstoða gjöri svo vel að hringja í eftirtaldar konur: Guðrúnu í síma 36137 Ólöfu 22995 og Þórhildi 30112. X- Gengið x- Reykjavík 13. október 1966. Kaup Sala 1 Sterlingspund 119,88 120,18 1 Bandar. dollar 42,95 43,06 1 Kanndadollar 30,80 39,91 100 Dajkskar krónur 622,30 623,90 100 Norskar krónur 600,64 602,18 100 Sæ-nisikair krónur 830,46 832,60 100 Fmsk mörk 1.335,30 1.338.72 100 Fr. frankar 868,95 871,19 100 Belg. frankar 85,93 86,15 100 Svissn. frankar 990,50 993,05 100 Gyllini 1.186,44 1.186,50 100 Tékkn. kr. 506,40 598,00 100 v-pyzk mörk 1.076,44 1.079,20 100 Austurr. sch. 166.18 166,60 100 Pesetar 71,60 71,80 Barnagæzla Ég tek ungbörn í gæzlu frá kl. 8—1. Sími 60006, Fagri- bær 9, Til sölu hálfuppgerður Ford ’55 station, til sýnis á bifreiða- verkstæðinu Bjarki, Trönu- hrauni 1. Sími 50876, selst ódýrt. Stúlka vön vélritun og bókhaldi óskar eftir aukavinnu. Tilboð merkt „Aukavinna 4361“ sendist afgr. MbL Efnalaugin Lindin Hreinsum samdægurs. EFNALAUGIN LLNDIN Skúlagötu 5. Góð bílastæði. Keflavík — Atvinna Aðstoðarstúlka óskast á ljósmyndastofu, helzt vön. Ljósmyndastofa Suðurnesja Túng. 22, Keflav. Sími 1890. Tapazt hefur kvenúr Finnandi vinsamlegast skili þvi á lögreglustöðina. — Fundarlaun. Skoda 440 árgerð 1957, til sölu, ódýrt. Upplýsingar í síma 34282. Skrifstofustúka óskar eftir góðri vinnu % daginn. Hefur unnið 1 ár á skrifst. Er með gott gagnfræðapróf og vön vélritun. Tilb. með kaupkjörum sendist blað- inu, merkt „4904“. TÆKIFÆRISKAUP Vetrarkápur með stórum skinnkraga, margir litir, verð kr. 2200,-. Svampfóðr- aðar kápur á kr. 1800,- og 2000,-. Ullarpils, ensk, kr. 300,-. Laufið Laugavegi 2. Húsgagnasmíði Ungur maður óskar eftir að komast sem nemi 1 hús- gagnasmíðL Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „Hús- gagnasmíði — 4757“. Blý Kaupum blý hæsta verði. Málmsteypa Ámunda Sig- urðssonar, Skipholti 23. — Sími 16812. Keflavík — Suðurnes Nýkomið norsk glervara, búsáhöld, stakir bollar. Stapafell, sími 1730. Keflavík — Suðurnes Pinotex fúavarnarefni, bíl- þvottakústar, útdregnar kappastangir, krómrör í klæðaskápa og fleira. Stapafell, sími 1730. Óskum eftir 2—3 herbergja íbúð nálægt Mjólkurstöðinni. G æ t u m veitt einhverja heimilis- hjálp. Erum 2 fullorðnar stúlkur. Uppl. í síma 37842. Vélahreingerning handhreingerning Þörf, sími 20836. Hafnarfjörður Stúlka óskar eftir atvinnu hálfan daginn, vön af- greiðslu og skrifstofustörf- um. Upplýsingar í síma 37618. Ungur, reglusamur piltur með góða enskukunnáttu óskar eftir afgreiðslu- eða skrifstofuvinnu úti á landL Tilboð sendist Mbl. merkt „8001“. Kona vön enskum og þýzkum bréfaskiptum óskar eftir atvinnu frá 1—5 e. h. Margt kemur til greina. Tilboð merkt,, Reykjavík — Kópa- vogur — 4902“. Keflavík — Suðurnes Sjálfvirku Zanussi þvotta- vélarnar komnar aftur. — Zanussi ísskápar, allar stærðir. Hagkv. greiðsluskil málar. Hörður Jóhannsson. Sími 1978, Keflavík. Húsmæðraskóli í Khöfn, stofnsettur 1906, heldur 6 mán. námskeið fyrir ungar stúlkur þ. 1/11 1966. Heima vistarskóli. — Skólaskýrsla sendist til Husassistentern- es Fagskole, Fensmarks- gade 65, Kþbenhavn. Vil kaupa Heildsölu- eða smásöluverzl. Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð til afgr. Mbl. fyrir miðvikudag 19. okt., merkt: „4363“. IMámskeið Myndlista- og handíðaskólans Nokkrir nemendur geta enn komist að í: 1. Undirbúningsnámskeið í teiknun fyrir nemendur menntaskólans og stúdenta tii undirbúnings tækni náms (arkitektur, verkfræði). Kennt þnðjudaga og föstudaga kJ. 8—10,15 síðd. 2. Fjarvíddarteiknun. Kennt mánudaga og fimmtu- daga kl. 8—10,15 síðdegis. Umsóknir berist skrifstofu skólans, Skipholti 1, sem fyrst — (sími 19821). SKÓLASTJÓRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.