Morgunblaðið - 15.10.1966, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.10.1966, Qupperneq 24
24 MORGUNBLADID l.augarda£iir T5. okt. 1966 Eric Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag dans. Hann heppnaðist nú ekk- ert sérlega vel, aí' því að slang- an, sem hún tók upp úr gylltri körfu, eins varlega og hefði hún verið kyrkislanga af versta tagi, var ellileg slanga, sem vildi helzt sofna í höndum húsmóður sinnar. Loksins tróð hún henni aftur niður í körfuna og framdi nokkrar sveigjulistir á viðbót. Þegar hún var farin út, gekk gestgjafinn aftur fram í kastljós- ið og romsaði upp tilkynpingu, sem var tekið með miklu lófa- klappi. Stúlkan hvíslaði í eyrað á Graham: — Þetta er Josette og herrann hennar, hann José. Danspar frá París. Þetta er síð- asta kvöldið þeirra hérna. Þau hafa gert mikla lukku! Kastljósið varð nú rautt og sópaðist aila leið að dyrunum. Trumbur gullu við. Og um leið og hljómsveitin hóf Dónárvals- inn, liðu dansararnir inn á gólf- ið. í augum Grahams, sem var orðinn þreyttur, var þetta dans- atriði af sama tagi og áður skenkiborðið og hljómsveitarpall urinn — aðeins tilefni til þess að skrúfa upp verðið á veitingun- um, og svo sýning á hinu, að með því að nota kunnáttu sína í aflfræði, gat grannur maður og heilsuleysislegur loftað þungum kvenmanni, ^rétt eins og hún væri smákrakki. Josette og herr- ann hennar höfðu það til síns ágætis, að enda þótt þau fremdu ekki annað en alvanalegustu list ir, tókst þeim samt að gera það með talsverðum árangri. Þetta var grannvaxin kona með fallega handleggi og axlir. Augun með þungu augnalokun- um voru næstum lokuð meðan hún dansaði og fremur þykkar varir, sem leikhússbros lék um, voru í eitthvað einkennilegri andstöðu við fimlegar hreyfing- arnar hennar. Graham sá strax, að hún var ekki fæddur dansari heldur kona, sem hafði lært að dansa og gerði það með einskon- ar letiiegri girnd, vitandi um girnilegan líkama sinn, grann- vaxna limi og sterka vöðva. Ef frammistaða hennar var ekki neitt ágæti sem dans, þá var hún að minnsta kosti góð sem „skemmtinúmer“ — og það þrátt fyrir dansherrann hennar. Hann var dökkur á brún og brá og áhyggjulegur á svipinn, með ljótar varir, slétt, gráskitu- legt andlit og leiðinlegan ávana að stinga tungunni út í kinnina, þegar hann bjóst tii að reyna eitthvað á sig. Hann hreyíði sig illa og var klunnalegur og ein- hver ókyrrð á fingrunum þegar hann bjóst til að hefja hana á loft, rétt eins og hann væri ekki alveg viss á jafnvæginu. Og svo var hann alltaf að selja sig í stellingar. En áhorfendurnir voru bara ekki að horfa á hann og þegar atriðinu var lokið. var það klapp að upp aftur með miklum há- vaða. Og atriðið var endurtek- ið. Hljómsveitin glumdi við aft- ur. Mademoiselle Josette hneigði sig djúpt og fékk blómvönd hjá Serge. Svo kom hún fram aftur, með bukti og fir.gurkossum. — Hún er alveg töfrandi, finnst þér ekki? sagði Kopeikin á ensku, þegar ljósin komu aft- ur. — Ég lofaði þér því, að stað- urinn skyldi vera skemmtilegur. — Já, hún er nokkuð góð. En það er verst, að hún skuli þurfa að vera að dragnast með þennan mölétna Valentino. — José? Hann er fullgóður fyrir sinn hatt. Viltu fá hana hingað að borðinu? — Já, gjarna. En er bað ekki V»ora nnlrlí-iirt Hvrt.? — Almáttugur minn, nei! Hún fær engar prósentur. — Heldurðu, að hún vilji koma? — Vitanlega. Gestgjafinn kynnti mig henni. Ég þekki hana vel. Og ég veit, að þú kemur til að kurtna vel við hana. Þessi arabiska er óþarflega heimsk, þó að hún sé dálítið aðlaðandi á sinn hátt. Ef ég hefði ekki lært óþarflega mikið meðan ég var enn ungur, gæti mér jafnvel lit- izt vel á hana sjálfum. Maria starði á eftir honum þegar hann gekk yfir gólfið, og var þögul stundarkorn. Svo sagði hún: — Hann er mjög góð- ur, þessi vinur yðar. Graham var ekki alveg viss um, hvort þetta væri spurning eða fullyrðing, eða þá bara ves- ældarleg tilraun til að koma samtali í gang. Hann kinkaði kolli. — Já, mjög góður. Hún brosti. — Hann þekkir gestgjafann vel. Ef þér viljið, biður hann Serge um að láta mig fara strax, í staðinn fyrir um leið og lokað verður. Hann brosti, eins afskandi og hann gat. — Ég er hræddur um, Maria, að ég verði að fara áð láta niður dótið mitt, til þess að ná í lestina í fyrramálið. 3 Hún brosti aftur. — Það gerir ekkert til. En ég kann svo vel við Svía. Má ég fá svolítið meira konjak, herra? — Vitanlega. Hann fyllti glas- ið hertnar aftur. Hún drakk helminginn úr því. — Kunnið þér vel við Josette? — Hún dansar vel. — Hún er mjög viðkunnanleg. Það er af því að hún gerir svo mikla lukku. Þegar fólk gerir lukku, er það viðkunnanlegt. En enginn kann vel við José. Hann er Spánverji frá Marokkó, og afskaplega afbrýðissamur. Þeir eru ailir eins. Ég skil ekki í, hvernig hún getur þolað hann. — Mér fannst þér segja, að þau væru frá París? — Þau hafa dansað i París. Hún er Ungverji. Hún talar mörg mál, — þýzku, spænsku, ensku .... en ekki sænsku, held ég. Hún hefur átt marga ríka elskendur. Hún þagnaði snöggv- ast. — Eruð þér kaupsýslumað- ur? — Nei, ég er verkfræðingur. Hann tók eftir því, sér til mestu furðu, að Maria var ekki eins heimsk og hann hafði haldið, og að hún vissi alveg upp á hár, hversvegna Kopeíkin hafði yfir- gefið þau. Það var verið að vara hann við því, beint eða óbeint, að madamoiselle Josette væri dýr í rekstri, að erfitt mundi að ná sambandi við hana og þar mundi verða við afbrýðissaman Spánverja að kljást. Hún tæmdi glasið sitt aftur og starði sviplaus í áttina að skenki borðinu. — Vinur minn er eitt- hvað einmana, sagði hún. Svo sneri hún sér við og leit beint á hann. — Viljið þér gefa mér hundrað pjastra, herra. — Til hvers? — í drykkjupeninga. Hún brosti en'nú ekkx eins vingjarn- lega og áður. Hann rétti henni hundrað- pjastra seðil. Hún braut hann saman, stakk honum í veskið sitt og stóð upp. — Viljið þér hafa mig afsakaða, herra. Ég þarf að tala við hann vin minn. En ég skal koma aftur, ef þér viljið. Hann sá rauða kjólinn hverfa inn í þröngina við skenkiborðið. Kopeikin kom rétt á eftir. — Hvar er sú arabiska? — O, hún fór til að tala við bezta vin sinn. Ég gaf henni hundrað pjastra. — Hundrað? Fimmtíu hefði verið meira en nóg. En kannski er það eins gott. Josette býður okkur upp á hressingu í bún- ingsherberginu sínu. Hún er að fara frá Istambul á morgun og vill ekki koma hingað fram. Þá þyrfti hún að tala við svo marga, og hún á eftir að ganga frá far- angrinum sínum. — En komum við þá ekki til óþæginda? — Góðurinn minn, hún er al- veg æst í að hitta þig. Hún sá þig meðan hún var að dansa. Þegar ég sagði henni, að þú vær- ir Englendingur varð hún stór- hrifinn. Við getum skilið giósin eftir hérna. Búningsherbergi Josette var um það bil átta ferfet að flatar- máli og afþiljað frá öðrum helm ingi herbergisins, sem virtist vera skrifstofa gestgjafans, með dökku fortjaldi. Hinir þrír vegg- irnir voru með upplituðu vegg- fóðri með bláum röndum, en hér og þar á því voru fitublettir, þar sem fólk hafði hallað sér upp að þeim. í herberginu voru tveir lélegir stólar, og tvö búnings- borð, sem virtust. völt á fótun- um, þakin krukkum með smyrsl um og óhreinum handklæðum. Þarna var blandaður þefur af gömlum vindlingareyk, andlits- púðri og rökum húsgögnum. Þegar þeir gengu inn, eftir ólundarlegt „Entrez“ frá José, stóð sá heiðursmaður upp frá búningsborðinu sínu. Hann var enn að. þurrka málninguna fram an úr sér, er hann gekk út, án þess að líta á þá. Af einhverri ástæðu leit Kopeikin glottandi til Grahams. Josette sat í stóln- um sínum og var önnum kafin að þerra á sér augnabrúnirnar með rakri bómull. Hún var nú komin úr dansfötunum og var í rauðum innisiopp úr flaueli. Hárið hékk niður, eins og hún hefði hrist það ög burstað. Graham fannst þetta hár veru- lega fallegt. Hún fór nú að tala við þá á ensku, sem hún vand- aði sig mjög á og þerraði með bómuilinni við hvert orð. — Afsakið þið, sagði hún. — Það er þessi andstyggðar máln- ing. Hún .... hver andsk . . . .! Hún fleygði frá sér bómullar- hnoðranum með gremjusvip, stóð svo snöggt upp og sneri sér að þeim. í sterkri birtunni frá berri ljósaperunni, sýndist hún minni vexti en á dansgólfinu, og ofur- lítið tekin í andiiti. Gralham varð hugsað til andlitsins á konu sinni, sem var í góðum holdum, og hugsaði með sér, að þessi kona yrði sennilega orðin ljót eftir tíu ár. Hann hafði þann ávana að bera allar konur sam- an við eiginkonu sína. Og sem ráð til þess að telja sér trú um, að hann hefði ekki áhuga á öðr- um, var þetta oftast heppilegt ráð. En Josette var ekki neitt alvanaleg kona. Og hvernig hún kynni að iita út eftir tíu ár, var þessu máli óviðkomandi. Nú var h.ún mjög glæsileg og frjáls- leg kona, með mjúkar brosandi varir, ofurlítið framstæ0, blá augu og einhvern syfjulegan lífs kraft, sem eins og fyllti allt her- bergið. — Þetta er hr. Graham, Jos- ette mín elskuleg, sagði Kop- eikin. — Ég hafði mikla ánægju af dansinum yðar, sagði Graham. — Svo sagði Kopeikin mér. Hún yppti öxlum. — En hann gæti verið betri, held ég, og það er fallega sagt af yður, að þér hafið orðið hrifinn af honum. Það er vitleysa þegar fólk er að segja að Englendingar séu ekki kurteisir. Hún veifaði hendi og eins og benti um allt herbergið. — Ég get varla beðið ykkur um að setjast niður í öllu þessu drasli, en reynið þið samt að láta fara vel um ykkur. Þarna er stólinn hans José handa honum Kopeikin, og ef þér viljið ýta dótinu hans José frá, þá er þarna pláss á borðshorninu handa yð- ur. Það er slæmt, að við skulum ekki getað setið almennilega þarna frammi, en þar eru svo margir menn, sem vilja tefja fyrir manni, ef maður gengur framhjá þeim og vill ekki drekka kampayín með þeim. En kampa- vínið hérna er mesti óþverri, og ég kæri mig ekkert um að fara frá Istambul með höfuðverk. Hve lengi verðið þér hérna, hr. Graham? — Ég fer líka á morgun. Hann hafði gaman af henni. Stelling- arnar hjá henni voru hinar furðulegustu. Innan mínútu áður hafði hún verið mikil leikkona að taka móti ríkum gestum. ";n- gjarnleg heimskona og vonsvik- ið barn tilviljunarinnar. Hver hreyfing hennar og hver áherzla var útreiknuð — það var líkast því sem hún væri enn að dansa. En nú sneri hún sér eingöngu að því hversdagslega. — Þau eru alveg hræðileg, þessi ferðalög. Og þér farið aftur í stríðið yðar. Ég vorkenni yður. Þessir bölv- uðu nazistar! Það er svo sorg- legt, að þessi stríð skuli þurfa að vera. Og ef ekki stríð, þá jarðskjálftar. Það er svo slæmt fyrir atvirinuna hjá manni. Ég er ekkert hrædd við dauðann, en það held ég hann Kopeikin sé. Kannski er það vegna þess. að hann er Rússi. — Ég er ekkert að hugsa um dauðann, sagði Kopeikin. — Ég er miklu spenntari fyrir því, hvenær þjónninn kemur með vínið, sem ég var að panta hjá honum. Viltu sígarettu? — Já, þakka þér fyrir. Þjón- arnir hérna eru andstyggilegir. það hljóta að vera til betri stað- ir í London, hr. Graham? — Þjónarnir þar eru líka full- slæmir. Ég held þeir séu það yfirleitt allsstaðar. En annars hefði ég haldið, að þér hefðuð verið í London. Enskan hjá yð- ur ....... Brosið á honum fyrirgaf hon- um þessa ókurteisi hans, sem hann gat ekki vitað, hversu mik- il væri. Það hefði verið lítið betra að spyrja Pompadour, hver borgaði reikninginn hennar. — Ég lærði hana af Kana, þegar ég var í Ítalíu. Mér er sérlega vel við Kana. Þeir eru svo sniðugir kaupmenn, og samt örlátir og hreinskilnir. Mér finnst það höf- uðkostur að vera hreinskilinn. Var gaman að dansa við hana Maríu litlu, hr. Graham? — Hún dansar vel og ég held, að hún dáist mikið að yður. Hún segir, að þér gerið mikla lukku. Og það gerið þér auðvitað. — Mikla lukku! Hérna? Snill- ingurinn vonsvikni lyfti brúnum. — Ég vona, að þér hafið gefið henni góðan skilding, hr. Gra- ham. — Hann gaf henni helmingi meira en hún þurfti, sagði Kop- eikin. — Æ, þarna koma loks veitingarnar! Þau töluðu nokkra stund um fólk, sem Graham vissi engin deili á, og svo um stríðið. Hann sá, að bak við öll látalætin var hún klók og fljót til, og fór að velta því fyrir sér, hvort Kaninn hennar á Ítalíu hefði nokkurn- tíma þurft að sjá eftir „hrein- skilninni" sinni. Eftir nokkra stund iyfti Kopeikin glasi sínu. — Ég drekk, sagði hann hátíð- lega, — upp á ferðina ykkar beggja. En allt í einu setti hann glasið niður án þess að drekka. — Nei, sagði hann allt í einu, önuglega, — nei, hjarta mitt fylgir ekki þessari skál. Ég harma bara, að þarna skuli þurfa að vera tvær ferðir. Þið eruð bæði á leið til Parísar. Þið eruð bæði vinir mínir, og þann- ig hafið þið .... hann klapp- sér á magann .... mikið sam- eiginlegt. Graham brosti og reyndi að láta sér ekki verða hverft við. Víst var hún lagleg og gaman að sitja svona andspænis henni, en hugsunin um, að framhald yrði á kunningsskap þeirra, hafði blátt áfram ekki komið upp í huga hans. Og þetta gerði hann óróan. Hann sá á augunum í henni, að hún hafði gaman af þessu, og hafði það óþægilega á tilfinningunni, að hún vissi al- veg nákvæmlega, hvað í huga ha'ns bjó. En hann reyndi að gera það bezta úr öllu saman. — Ég var að vona að geta stungið upp á því sama, Kopeikin. Ungfrúin mun vilja vita, rtvort ég er eins hreinskilinn og Kaninn. Hann brosti til hennar. — Ég fer með ellefu-lestinni. — Og á fyrsta farrými, hr. Graham? — Já. Hún slökkti í vindlingnum sínum. — Þá eru strax tvær auð- sæjar ástæður til þess, að við getum ekki orðið samferða. Ég fer ekki með lestinni og svo mundi ég auk þess fara á öðru farrými. Og líklega er það eins gott. José mundi vilja fara að að spila við yður, alla leiðna, og þér munduð tapa. Það var enginn efi á því, að hún vildi að þeir tæmdu glösin sín og færu. Graham var eitt- hvað undarlega vonsvikinn. Hann hefði gjarna viljað vera kyrr. Auk þess vissi hann, að hann hafði komið klaufalega fram. — Kannski hittumst við 1 París? sagði hann. — Kannski. Hún stóð upp og brosti vingjarnlega til hans. — Ég verð í Hotel des Belges, skammt frá Trinité, ef það þá er enn starfandi. Ég vona, að ég hitti yður aftur. Kopeikin segir mér, að þér séuð vel þekktur sem verkfræðingur. — Kopeikin krítar nú alltaf liðugt — rétt eins og hann gerði, þegar hann sagði, að við ættum ekki að tefja ykkur við ferða- búnaðinn. Ég vona, að þér fáið góða ferð. — Ég hef haft ánægju af að hitta yður. Það var fallega gert af þér, Kopeikin, að koma með hr. Graham hingað. — Hann fann upp á því sjálf- ur, sagði Kopeikin. — Vertu nú sæl, Josette mín góð og góða ferð. Við hefðum gjarna viljað vera lengur, en ég legg áherzlu á, að Graham fái einhvern svefn. Hann mundi sitja hér og kjafta alla nóttina og missa svo af lest inni, ef ég ekki hefði stjórn á honum. Hún hló. — Þú ert ágætur, Kopeikin. Þegar ég kem aftur til Istambul, læt ég það vérða mitt fyrsta verk að leita þig uppi. Verið þér sælir, hr. Graham og góða ferð. Hún rétti honum höndina. Gamalt iðnfyrirtæki óskar eftir bókhaldara, hálfan eða alian daginn eftir ástæðum. — Góð vinnuskilyrði. Nafn ogheimilisfang leggist inn á afgr. Mbl., fyrir 20. þ. m., merkt: „Gamalt iðnfyrirtæki — 4906“. Hjúknuiorkona óskast nú þegar. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni fyrir hádegi. ElJi- og hjúkrunarheimilið GRUND. S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.