Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 15. okt. 1966 Fyrirlestur fyrrv. bandarisks sendiherra / Tjarnarbúð i dag: Skuldbindingar Banda- ríkjamanna í SA-Asíu STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur gengst fyrir almennum fundi í Tjarnarbúð í dag. Þar mun Júlíus C. Holmes fyrrv. bandarískur sendiherra flytja fyrirlestur um efni, sem verið hefur mjög ofarlega á baugi að undanförnu, þe. „Skuldbinding- ar Bandaríkjanna í Suðaustur Asíu“, og mun því fjalla ekki hvað sízt um Vietnam. Fundur- inn verður haldinn eins og að ofan segir í Tjarnarbúð fniðri) í dag og hefst kl. 2 eftir hádegi. Holmes sendiherra er fædd- ur í Kansas 1899. Hann hefur að baki sér langan og umfangs- mikinn feril í utanríkisþjónustu lands síns eða allt frá árinu 1925. Hann hefur gegnt þar ihörgum embættum bæði í JEv- rópu og Asíu, en þar var hann m.a. sendiherra íJandaríkjanna í íran á árunum 1961-1965. Holmes hefur fyrir skömmu ■lokið öðru ferðalagi sínu á þessu ári til Vietnams á vegum stjórn ar sinnar, en hann var þar á ferð á tímabilinu apríl-maí og nú síðast í júlí-ágúst. Hann er því mjög vel kunnugur af eigin raun ástandinu þar og því sem þar er að gerast. Bla&burðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Tjarnargötu Sörlaskiól Lynghagi Laugaveg — neðri Miðbær Hverfísg. frá 4—62 F ossvogsblettur Talið við afgreiðsluna suni 22480. ----- -------------------------------:—s. Ekki of sterk...Ekki of létt... YICEROY gefur bragöið rétt tllLLl ■mi/ai Reykið allar helzlu filter tegundirnar og pe'rmunið finna, affsumareru of sterkar og bragðast eins og Bngino filter se—aörar eru of Iéttar, pví allt bra<' Sfast ur reyknum og eyTJifeggur ahægju yðar Viceroy. með sínum djúpofna filter, gefur yðL fe'tta bragðið. Bragðið sem miljónir manna lofa-kemur fra' VICEROYsIze © ÍWÖO WWWN ót WILUAMSON TUUACCU CUiU’OUAXlUN LOUISV1L.LK, KfiMUCKY, ULLA. Julius C. Holmes í viðtali við blaðamenn skýrði Holmes frá stefnu stjórnar sinn- ar í Vietnam og hvernig unn- ið væri að framkvæmd henn- ar. Þar skýrði hann m.a. frá þeim veigamikla þætti barátt- unnar geg kommúnistum, þar sem væri uppbyggingarstarfið í landinu. Þessi starfsemi, sem nefnist önnur víglínan (The Second Front), væri fyrst og fremst fólgin í því að reisa það úr rústum, sem eyðilagzt hefði í styrjöldinni, svo sem skóla, sjúkrahús o.s.frv. Einn mikil- vægasti þáttur þessarar starf- semi væri ekki hvað sízt að skapa flóttafólki frá yfirráða- svæðum kommúnista lífsskilyrði þar aftur, þegar þessi svæði hefðu unnizt úr greipum komm- únista að nýju. Á þessu sviði hefði náðst afar mikill árang- ur og nefna mætti, að á sl. ári hefðu m.a. verið byggðar 10.000 skólastofur í landinu. Um þennan þátt baráttunnar væri furðu hljótt í blöðum og útvarpi, en hann væri þó for- senda þess að sigur ynnist. Það væri hins vegar hernaðaraðgerð irnar, sem mest væri rætt og ritað um. Fyrir fyrrgreindum þætti baráttunnar í Vietnam sem og öðru, er Vietnam og ástandið í þessum heimshluta varðar mun Holmes sendiherra gera grein fyrir í fyrirlestri sínum í Tjarnarbúð í dag. Að fyrirlestr- inum loknum mun hann svara fyrirspurnum. För Podgornys til Austurríkis Irestuð Vínarborg, Moskvu, 10. okt. NTB. • Frá því var skýrt í dag, að Nikolai Podgorny, forseti Sovét- ríkjanna hefði orðið að fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Aust- urríkis, þar sem hann hefði skyndilega ofkælzt og lagzt sjúk- ur. Sagt var jafnframt, að hann mundi fara jafnskjótt og hann kæmist á fætur aftur. Ferðar þessarar hefur verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu. Átti Podgorny að koma til Vínarborgar í dag, mánudag — fyrstur sovézkra leiðtoga eftir stríð — og með honum 21 árs dóttir hans Natalia, og 40 manna sendinefnd. Fyrirhugað var að hann dveldist heila viku í Aust- urríki og ræddi margvísleg og mi-kilvæg málefni. Meðal ann- ars var búizt við, að rædd yrði ósk Austurríkismanna um að gerast aðilar að Efnahagsbanda- laginu — en stjórn Sovétríkj- anna hefur til þessa verið alger- lega andvíg því og talið brot á sjálfstæðissáttmálanum, þar sem bannað er hvers konar sam- band Þýzkalands og Austur- ríkis. Líklegt er og talið, að stjórn Austurríkis ræði við Podgorny um austurríska borgara, sem enn eru í Sovétríkjunum — flestir í fangelsum. Meira en 90.000 austurrískir borgarar hafa horfið í Sovétríkjunum — en kvennanefnd nokkur hefur komizt yfir sönnunargögn fyrir því, að a.m.k. 150 austurrískir menn séu enn á lífi í sovézkum fangabúðum. Dæmi er sagt af bónda einum austurrískum, sem kom heim fyrir nokkru, eftir 21 árs fjarveru. Fjölskyldu hans hafði ekki tekizt að fá neinar upplýsingar um hann í Sovét- ríkjunum og löngu talið hann af. Kona hans giftist aftur fyrir nokkrum árum. Aðalfundur Grímu AÐALFUNDUR Leikfélagsins Grímu var haldinn sunnudaginn 25. september s.l. Tvö leikrit voru sviðsett hjá félaginu á síðastliðnu leikári, „Fando og Lis“ eftir Arrabal og „Amalia“ eftir Odd Björnsson. í vetur mun félagið reka æfinga miðstöð fyrir leikara og fólk út- skrifað úr leiklistarskólum þar sem kennsla fer fram í ballett (plastik), látbragðsleik og skylm ingum. Mun þessi starfsemi hefj ast nú með október. Rætt var um húsnæðisvanda- mál Grímu, en Tjarnarbær, sem verið hefur samastaður félagsins frá upphafi mun senn verða að víkja fyrir nýjum byggingum. Ný stjórn var kosin og skipa hana nú: Brynja Benediktsdóttir sem er formaður; Þórhildur Þor- leifsdóttir; Jón Júlíusson; Jó- hanna Norðfjörð; Oddur Björns- son. (Frá stjórn Grímu). Sdelmann KOPARFITTINGS KOPARRÖR HVERGIMEIRA ORVAL ooflSKa Laugavegi 178, sími 38000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.