Morgunblaðið - 15.10.1966, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Laugarclagiir 15. okt. 1986
„Standið fastir fyrir! Stand-
ið fastir fyrir! Óttist ekkert,
því ef Guð vill, þá sigrum
við núna“. Þannig hljóðuðu
hvatningarorð Odo biskups
af Bayeux, bróður og eins
af herforingjum Vilhjálms
hastarðar, er hann geystist
á hvítum stríðsfáki sínum
inn í riðlaðar fylkingar ridd
araliðs Normanna í orrust-
unni á Senlac-hæð hinn 14.
október 1066.
„Horfið á mig! Ég er enn
á lífi og fyrir náð Drottins
mun ég enn hrósa sigri“.
Þannig hrópaði Vilhjálmur
bastarður til liðsveita sinna,
er brostinn var flótti í lið-
ið, er sú fregn hafði farið
sem logi um akur að hann
væri fallinn.
„Gagnteknir af ákafa hans,
★
Rétt er að kynnast aðalsögu-
hetjunum tveimur nokkru nán
ar.. Að sönnu var ekki mikið
vitað um Harald konung Guð-
inason. Faðir hans, jarlinn af
Wessex, var einn af harðsnún
ustu og valdamestu jörlum á
Englandi og hann giftir dóttur
sína Játvarði konungi gó'ða.
Ekki eru þeir jarl og konung-
ur þó alltaf sáttir og Godvin
og synir hans verða að hrekj-
ast í útlegð um skeið. Þó tekst
þeim aftur að ná völdum sínum
með því raunar að sýna kon-
ungi í tvo heimana þar sem
þeir bæði höfðu lið mikið, er
þeir sóttu heim á ný, og einnig
vinsældir og fylgi héraðs-
manna, sem synjuðu liðsmönn
um konungs um vistir. Náðust
því sættir á ný.
Haraldur kom ungur til hirðar
konungs og sagt er að hann
hafi verið í miklum metum hjá
honum. Hitt er ekki ósennilegt
að konungi hafi verið þungt til
Hér horfast þeir í augu fyrir orrustuna, Haraldur með fálka
á hendi að vanda en Vilhjálmur rakaður á hnakka eins og
háttur var Normanna á þessum tima.
ínéru Normannarnir við og um
kringdu þá, sem ráku eftirför-
ina, og hjuggu þá niður í spað,
svo að enginn komst undan“.
Svo segir sögumaður herfor-
ingjans, Viihjálmur af Poitiers.
Þessi hvatningarauknablik
þeirra bræðranna snéru við
gangi hinnar blóðugu orrustu,
sem nefnd hefur verið orrustan
við Hastings.
Undanfari þessarar orrustu
hefir nokkuð verið rakinn í
fyrri grein svo og ástæðurn-
ar til hennar, sem voru valda-
fýkn og lausbundið erfðatilkall
þriggja mestu herkonunga Vest
ur-Evrópu á 11. öld.
Þegar hér er komið sögu er
einn þeirra, Haraldur harðrá’ði
Sigurðsson konungur í Noregi
fallinn, svo og aðalstuðnings-
maður hans á Englandi Tósti
jarl, föðurlandssvikarinn, bróð
ir Haraldar Guðinasonar kon-
ungs
Nú er komið að þeim hildar-
leik, sem umbreytti og endur-
skóp enska sögu.
Haraldar, er Vilhjálmur frændi
hans bastarður sat boð Eng-
landskonungs, en á sama tíma
voru þeir feðgar í útlegðinni.
Mun þar til komin sagan um
það að Játvarður hafi arfleitt
Vilhjálm að ensku krúnunni.
Snemma hlýtur Haraldur virð-
ingu og embætti og hann berst
nokkrum sinnum fyrir konung
sinn og hefir jafnan sigur.
Hann þótti snjall herforingi og
skarpvitur maður. Hann hefir
fylgi bræðra sinna Gyrth og
Leofwine, sem báðir fylgja
honum í orrustunni við Hast-
ings. Voru þeir báðir yngri en
hann. Óþokki tekst með þeim
bræðrum Haraldi og Tostig, en
hinn síðarnefndi þótti hafa
verið viðsjárverður og slægvit-
ur, og ekki með öllu vinsæll.
Tostig var eldri og hefir ef-
laust þótt á sinn hlut gengið,
er næstelsti bróðirinn hlýtur
jarlsdæmi föður þeirra og er
síðan kjörinn konungur á
banadegi Játvarðar góða.
Við lestur sagna um Harald
Haraldur Guðinason konungur fær örina í augað, en er síðan
felldur, rekinn í gegn með langsverðum Norðmanna. Myndin
er úr Bayeux-teppinu.
Guðinason konung er ekki ann-
að að sjá en að hann njóti hvar
vetna samúðar sagnfræðinga.
Aðeins franskar heimildir geta
eiðs hans við Vilhjálm bastarð
og raunar verður hann létt-
vægur fundinn, því líklegt má
telja að um nauðungareið hafi
verið að ræða, þar sem Harald-
ur átti fárra kosta völ eftir að
hafa verið handtekinn af undir
sáta Vilhjálms og frelsaður
fyrir náð hans. Haraldur gerð-
ist þó liðsmaður Vilhjálms og
hjálpar honum til að lægja
óróa í hertogadæminu. Sýnir
Bayeux-teppið, að Haraldur
hefir gengið vel fram sem
fylgismaður, enda var hann
orðlagt hraustmenni og þjálf-
aður stríðsmaður.
★
Um Vilhjálm bastarð eru
mun fleiri sögur og fyllri, enda
að vonum að sigurvegarinn og
söguskaparinn hljóti meiri eft-
irmæli, en sá er tapar og fell-
ur. Vilhjálmur erfir hertoga-
dæmið Normandy aðeins 8 ára
að aldri (7 ára segja aðrir
heimildir, enda ekki víst hvort
hann er fæddur 102:7 eða 28).
Trúir fylgismenn föður hans
lofa að gæta hertogadæmisins
þar til sonurinn verði full-
veðja. Þó lifir Vilhjálmur I
æsku á stöðugum flótta undan
óvinum og þrír lífverðir hans
eru drepnir. Snemma verður
slóð hans því blóði drifin ag
svo varð allt hans líf. „Ég var
frá barnæsku alinn upp til að
berjast", er haft eftir honum
sjálfum. Þegar um tvítugt var
hann reyndur stríðsmaður og
38 ára hefir hann öðlazt brezku
krúnuna. Vilhjálmur er ekki
einasta mikill herstjóri og
skarpvitur, foringi, heldur er
hann mikið hraustmenni. Hann
var svo mikill bogmaður að
hann gat auðveldlega dregið
upp boga, þar sem aðrir gátu
ekki hreyft strenginn um
þumlung. Man nokkur keimlíka
sögu um hraustan íslending?
Þegar Vilhjálmur nær aldvi
til að taka við stjórn hertoga-
dæmis síns eru þar logandi
óeirðir. Greifar hans hafa i
hyggju að hrifsa til sín völdin.
Hann nýtur þá stuðnings
Frakkakonungs, Hinriks I.. til
llaraldur fellur með örina í auganu.