Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 3

Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 3
Miðvikudagnr 19. okt. 1966 A* O H Cj ÍM N B l A Ö i i3 Í5 felli á 14. öld Handritið er skrifað á Helga- Síða úr Skarðsbók. vinsældir þeirra héldust allt fram á sautjánd-u öld og jafn vel leng-ur. íslenzku þýðing- arnar byggðust á svokallaðri Postullegr-i sögu Abdíasar, og öðrum latneskum ritu-m fyrri alda. Codex Seardensis er fy-llst þessara rita ailra og hefir að geyma ítarlegri texta að mörgum sögnum, en finna má 1 nokkru handriti öðru. Skarðsbók er eina íslenzka handritið, sem til var í einka eign og því að líkum einasta íslenzka miðaldahandritið, sem nokkurn tima verður fáanlegt á frjálsum ma'rkaði. Frá því Skar’ðsbók var keypt á uppboðinu í London 30. nóv. s. 1. hafði handritið verið til viðgerðar í Englandi og er nú komið í forkunnar- fögru bandi og dýrindis kassa hingað til lands. Bandið og kassinn kostuðu stórfé, enda er hvorttveggja forkunnar vel gert. Kostnað- ur við frágang Skarðsbókar er 132 þúsund íslenzkra krón ur. Bókin var á leiðinni til íslands varðveitt í íbúð skip- stjórans á Gullfossi innsigluð í stjórnarpósti og var hennar stöðugt gætt. ☆ SKARÐSBÓK er komin heim. Frá því er skýrt í frétt blaðsins í dag. Bók- in var keypt á handrita- uppboði í London 30. nóv- ember s. 1. Uppboðið var haldið hjá hinu fræga list muna- og bóksölufyrirtæki Sotheby & Co. Kaupand- inn var Thorgrim Hannas norskur maður, sem rekur bóksölufyrirtæki í Eng- landi. Hann hafði keypt hókina fyrir íslenzku bank ana, sem sameinazt höfðu um kaupin til þess að af- henda íslenzku þjóðinni handritið að gjöf. Bókin var seld á 36 þúsund sterl ingspund, eða sem svarar 4 milljónum og 320 þús. kr. íslenzkum. Skarðsbók heitir á lærðra manna máli Codex Scardensis og eru í hana skráðar sögur postulanna. Handritið er skráð fagurri hendi um mið- bik 14. aldar að talið er á Viff komu Skarðsbókar til Islands. Eiríkur Beneðikz sendiráffsfulltrúi í London flutti Skarffsbók meff sér heim aftur og kom með Gullfossi í fyrrakvöld. Hér er hann um borff ásamt skipstjóra Kristjáni Affalsteinssyni, lengst t. v., þá er Eiríkur og síðan Jóhannes Nordal Sefflabankastjóri og loks Sigtryggur Klemenzson Sefflabankastjóri. Helgafelli. Sjálft er handritið skrifað sennilega af tveimur skrifurum með svipaða skrift og með gotnesku letri. með svörtu bleki. Það er prýtt fjölda skreytingamynda, m. a. myndum af postulunum svo og myndum er varöa söguna. Skreytingarnar eru víða stór- ar og miklar og ríkjandi li-tir í þeim eru rauður og gulur. Handritið er skráð á bókfell, 94 laus blöð, þrædd á mjóar ræmur bókfells á 19. öld og sett saman tvö og tvö innan tvöfaldra pappírsblaða. Ormur Snorrason óðalseig- andi og lögmaður á Skarði á Skarðsströnd gefur handritið Skarðskirkju árið 1401 og á Ska-rði er það varðveitt senni lega fram undir lok 18. ald- ar. Árni Magnússon sá hand- ritið þar 1710 og fékk Eyjólf prest og skrifara Björnsson til að afrita það fyrir sig. Handritið len-ti svo til Eng lands og sá þáð Grimur Jóns son Thorkellin einhverntíma á árunum 1782-1829, en síðan komst það í eigu Sir Thomas Phillips, s-em va-r mikill bóka- safnari og átti eitt bezta einka -bókasafn, sem sögur fara af. Hinar apókrífu Postulasög- ur voru meðal hinna fyrstu erlendu bókmen-nta, sem ís- -lendingar lærðu að meta og Einar Olafur Sveinss. og menntamálaráöherra virða Skarffsbók fyrir sér, er hún er kom- in heim í glæsilegum, nýjum báningi. STAKSIEIMAR Umræður um botnvörpuveiði VEGNA þess vanda, sem togarar og bátar frá 40-120 tonna eiga nú viff aff etja, og hráefnisskorts frystihúsanna, hafa miklar um- ræffur orffið um hagnýtingu fiski stofnanna viff landið og hvort ekki væri tímabært aff gera ein- hverjar breytingar á reglum um veiffar innan fiskveiffitakmark- anna. Fiskifræffingar hafa bent á, aff nokkrar togveiffar á ákveffn um svæðum og á ákveffnum tímabilum væru skaðlausar og jafnframt er því haldið fram, aff botnvörpufiskur sé mun betri efnivara en netafiskurinn oftast er. Þess vegna getur ekki hjá því farið, aff menn taki til alvar- legrar íhugunar, hvort ekki sé rétt aff leyfa togveiffar aff ein- hverju leyti í fiskveiffilandhelg- inni. Einn þeirra, sem um þessi mál hefur rætt, er Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins. Hann skrifar grein í Tímann í gær og segir þar m.a.: „Hleypidómalaus rannsókn“ „Oft heyrist því haldiff fram, aff þessi effa hin veiðarfæri eigi aff banna, vegna þess aff þau séu meff einhverjum hætti skaðleg, drepi ungviffi, spilli uppvaxtar- skilyrffum eða grandi miklum fiski, sem ekki næst og nýtist. Flestar slíkar staffhæfingar eiga þaff þó sammerkt, aff um þær eru þeir fiskimenn, sem gerzt ættu aff þekkja ósammála. Sú þekking, sem innlendir og er- lendir fiskifræffingar ráffa nú yfir ásamt reynslu athugulla sjómanna ættu þó aff nægja til þess að skera úr, ef menn legffu sig fram um aff rannsaka slíkar staffhæfingar til fullnustu“. „Að skipta miðunum" Helgi Bergs heldur áfram: „Fiskifræffingar geta nú meff talsverffu öryggi sagt fyrir um þaff, hvaff stofnarnir þoli aff af þeim sé tekiff, og þaff er þá fyrst og fremst efnahagslegt og tækni- Iegt vifffangsefni aff skera úr um þaff, á hvern hátt þaff fiskimagn verffi hagkvæmast og ódýrast veitt. Hleypidómalaus rannsókn á því er affkallandi vifffangsefni og raunar grundvöllur stefnumót unar á öffrum sviðum sjávar- útvegsmála. f samræmi viff þaff verffur svo aff velja veiffiaffferffir og veiffarfæri. Til þess aff tryggja sem bezt nýtingu þeirra telja margir nauffsynlegt aff skipta miðunum í veiffisvæffi, þar sem affeins séu heimiluff ákveffin veiffarfæri á ákveðnum tíma meff svipuffum hætti og Norffmenn gera. En skipulag slíkra veiffitakmarkana er marg- víslegum erfiffleikum bundiff aff ákveffa og þarf aff athugast mjög vandlega“. Hér er skynsamlega um þetta vandamál rætt, þótt Mbl. geri sér aff vísu litlar vonir um, aff þessi Framsóknarleifftogi muni fremur en aðrir forustumenn Framsóknarflokksins taka ábyrga afstöffu er til kastanna kemur. Um þaff gefur hans pólitíska for- tíff ekki miklar vonir. T.d. skrif- affi hann skynsamlega um stór- iffju og stórvirkjanir, þar til aff því kom aff hrinda því máli í framkvæmd, en þá var hann dyggasti þjónn Eysteins Jónsson- ar og át ofan í sig allt, sem hann hafði um málin sagt áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.