Morgunblaðið - 19.10.1966, Side 16
16
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 19. okt. 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Sjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðrnundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Siini 22480.
Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
VELGENGNI OG
VANDI
í" merkri ræðu, sem Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, flutti á Varðarfundi í
fyrrakvöld, gerði hann glögga
grein fyrir þeim mikla ár-
angri, sem náðst hefur í ís-
lenskum atvinnu og efnahags
málum síðustu árin. Hann
rifjaði það upp, að atvinnu-
vegirnir hafa síðan vinstri
stjórnin gafst upp 1958 eign-
~ azt 50% meira af atvinnutækj
um en þeir áttu í upphafi
tímabalisins, og er þá reikn-
að í raunhæfum verðmætum.
En samhliða því sem at-
vinnuvegirnir hafa þannig
styrkt stöðu sína hefur tekizt
að treysta hag þjóðarinnar út
á við — og jafnframt hafa
lífskjör alls almennings batn-
að stórlega. Einkum er þó á-
nægjulegt að hin síðustu ár
hefur tekizt að láta þá verst
stæðu fá fyllilega sinn hlut í
vaxandi velmegun þjóðarinn-
ar. Á árunum 1960-—65 hafa
þjóðartekjurnar vaxið um
32%, en hinar fjölmennu
launastéttir fengu á sama
tíma í sinn hlut 33—40%.
Sýna þessar tölur óumdeilan-
lega, að hinir verst stæðu
. hafa fengið betri hlut en áð-
ur, og sést það raunar líka af
því, að kaupmáttur launa
lægstlaunuðu Dagsbrúnar-
manna hefur aukizt um 15—
20% á síðastliðnum tveimur
árum.
En nú er okkur nokkur
vandi á höndum, þótt hann sé
síður en svo óyfirstíganlegur.
Hin mikla auðlegð, sem sköp-
uð hefur verið, og batnandi
lífskjör, hafa að nokkru leyti
byggzt á hagstæðum við-
skiptakjörum íslenzku þjóð-
arinnar. Nú hefur hinsvegar
syrt í álinn um sinn, og ýms-
„ ar af mikilvægustu útflutn-
ingsafurðum okkar hafa lækk
að í verði á heimsmarkaði.
Forsætisráðherra benti á,
að undir slíkum kringumstæð
um yrði almenningur, sem
fyllilega hefur fengið sinn
hlut af stórauknum þjóðar-
tekjum, að taka tillit til
breyttra aðstæðna í kröfugerð
sinni. Þetta skilja menn og
þess vegna er líka mikill óg
vaxandi stuðningur við verð-
stöðvunarstefnu ríkisstjórnar
innar,
Bjarni Benediktsson lagði á
það áherzlu á Varðarfundin-
um, að við þyrftum að kunna
fótum okkar forráð. Tími
hinnar öru framsóknar kynni
að vera liðinn í bili, og við
yrðum að fara varlega og
verða að stöðva tekjuaukn-
ingu til handa hverjum og
einum. í þeirri vitund óskaði
ríkisstjórnin eftir því við all-
ar stéttir, að þær féllust á
verðstöðvun, helzt um eins
árs skeið. Hann gat þess að
ríkissjóður væri þess megn-
ugur að greiða niður þær verð
hækkanir, sem orðið hafa síð-
an 1. ágúst sl. En það krefðist
þess, að hver og einn segði
ekki við nágrannann: „Þú
skalt verða við þessum ósk-
um“, heldur að hver og einn
segi við sjálfan sig: „Það er
mér fyrir beztu að ég fallist á
þessar óskir, að ég kunni hóf
mínum kröfum þennan tíma“.
Og það er þjóðinni í heild fyr-
ir beztu og henni til farsæld-
ar.
VANDAMÁL
FRYSTIHÚSANNA
Ihrystihúsin eiga nú í veru-
■*■ legum erfiðleikum, og
byggjast þeir fyrst og fremst
á hráefnaskorti, sem t.d. í
Reykjavík er svo alvarlegur,
að fyrri hluta ársins var afli
sá, sem landað var til frysti-
húsanna, fjórðungi minni en
á sama tíma næstu ár á und-
an. Auk þess hefur orðið verð
fall á frystum fiski erlendis,
og ef það verður varanlegt,
skapar það aukna erfiðleika.
Vandi frystihúsanna verður
ekki leystur nema unnt reyn-
ist að fá þeim meiri verkefni
en að undanförnu. Þess vegna
verður að leggja kapp á að
auka bolfiskveiðar til að afla
hráefnis fyrir frystihúsin. Það
mun hinsvegar naumast tak-
ast svo að gagni verði, nema
endurskoðaðar verði heimild-
ir til botnvörpuveiða innan
fiskveiðitakmarkanna. Ríkis-
stjórnin hefur boðað að það
mál verði lagt fyrir Alþingi,
og fæst þá úr því skorið, hvort
ofan á verður álit fiskifræð-
inga um, að skaðlaust sé að
heimila takmarkaðar botn-
vörpuveiðar, eða hvort önnur
sjónarmið fái ráðið,-
Á tímum mennta og vísinda
eiga menn að sjálfsögðu fyrst
og fremst að hafa hliðsjón af
sjónarmiðum þeirra manna,
sem sérmenntað hafa sig á
hverju sviði fyrir sig, og þess
vegna hljóta skoðanir fiski-
fræðinga að verða þungar á
metunum.
í sjávarútveginum hefur
það raunar ætíð verið svo, að
sumar greinar hafa gengið
betur en aðrar, og sjaldan
hefur svo vel árað, að engin
grein úívegsins ætti í veruleg
urn erfiðleikum. Ástæðulaust
er þess vegna að örvænta,
þótt rekstur frystihúsa gangi
nú erfiðlega. En hins vegar er
auðvitað sjálfsagt að rann-
saka niður í kjölinn, hvað
unnt sé að gera til úrbóta, og
• <* #
'I28#244 »
'2 -3
'SUN
■/ m -8
• 57 »134
* • 252
• 137 ,
5 2200176 #44 #138
#1O70U3 0 70 #1J9 »1
0 240 # 20 * #71 *
075 •l29®112 0SB «135
15 •U7 #’l *2«>#39
• 130 0 34 : »
• « • 77 •!«» 9
#185 0166 05
• 131 0
0„ 0 167 0
1231*230
•228 227’-32
• 232»,83 .159 237
•234í"97 ‘160
•233 * j4o: 84
#81 * »»92
• 21 *2 • 231 »214 -1<*
2 • 28 «83 *93 • H4» 67
• 36 *2* •’4. so* 22*9%»
• 382 #2.4 =.62
• 164 .223
,89 :.186 .*r « #226a9)
• 110 .242
4 í>190
• 40 #120
131 0 149
►'67 0218O2S
©101
• n?m
243 • 162 ^155®199
®48 #108
199 0119
01”
EARTH
5193 (026 -’i 9g 5122 - —
0U • »176
_ *>46 1 m ,,, • 17
0154 •'* *-09 ,*4‘33*172
15 «73 •>24 * 0 201 •„
50 #»i99 9202 Síw* #20f
£239 0123 032 » OB6
0 24
• 132 0 26?
0211 • 209
»174
.224 • V) • 31
U 205
.116
♦ 145
• 118
• 225
r/ • 13
25 í ^ 177 s .13
'W »122
0199 *2°2 0126 *l660im •20f
9 2 0 4, • *30*169 »171
0123 032...... 086 :.-:V...
0153 ! ^219 •‘7° ,l2
4#216 033 088, •208
7 *'216 015, ■ »8/
• i 099 «OON
0***
0 150
fj215
w . 0203
042
. 054
f152 jí
' •106
• 212 .
♦13 1
U.S.S.8. Q fftANCEj 0 CANADA Q U.5.A./UH.
Um þessar mundir eru 1158 gervihnettir af ýmsum gerðum á braut umhverfis jörðu og aðrar
plánetur. Á myndinni er staðsetning þeirra sýnd.
Árekstur í himinngeimnum
Líkurnar voru 1:1000000
Á 17. alþjóðlegu geimrann-
sóknarráðstefnu, sem haldin
var í Madrid á Spáni í fyrri
viku, kom það m.a. fram, að
fyrir einu og hálfu ári síðan
rákust tveir mannlausir
bandarískir gervihnettir á í
himingeimnum.
Eftir því sem bezt er vitað
er þetta fyrsti og eini árekst-
urinn í geimnum. Gervihnettir
þessir voru fjarskiptahnettir
á vegum rannsóknastöðvar
bandaríska sjóhersins. Voru
þeir smíðaðir af bandaríska
fyrirtækinu General Electric
og skotið á loft samtímis í
febrúarmánuði 1965.
Gervihnettirnir voru á svip
aðri braut í um 400 km. jarð-
firð, en hefðu átt að vera í
um 100 km. fjarlægð frá hvor
öðrum. Þeir voru útbúnir
einskonar löngum bómulaga
stöngum og í aprílmánuði
sama ár rákust þeir á og
flæktu saman stöngunum.
Þeir losnuðu þó brátt sundur
og héldu áfram á braut sinni
óskaddaðir. Líkindin fyrir
slíkum árekstri höfðu verið
talin um 1 á móti 1000000.
Talsmaður General Electric
staðfesti að báðir hnettirnir
störfuðu eðlilega. Ástæðuna
fyrir því að ekki hefur áður
verið frá atburðinum skýrt,
sagði hann vera þá sömu og er
eiginkona hikar við að skýra
manni sínum frá því að hún
hafi beyglað „stuðarann“ á
bílnum. „Áreksturinn var
smávægilegur en kom heldur
á óvart.“
að því máli vék forsætisráð-
herra einmitt á Varðarfund-
inum í fyrrakvöld. Margir
fleiri ræða þau mál nú, og er
hollt að bera saman mismun-
andi sjónarmið, þótt sumir
þeirra, sem hagsmuna hafa að
gæta, hljóti að taka nokkuð
stórt upp í sig. Aðalatriðið er,
að öll sjónarmið séu vegin og
metin, og reynt að finna hina
heilbrigðustu lausn.
SAMI GRAUTUR
17" ommúnistar eru um þess-
^■*- ar mundir að stofna svo-
kölluð Alþýðubandalagsfé-
lög, og hafa þeir ráðið Lúð-
vík Jósepsson til að vera for-
ustumaður um mörkun stefnu
fyrir hið nýmálaða en gamla
fley, sem verið er að hrinda
á flot.
Athyglisvert er, að þessum
manni skuli falið að marka
stefnuna. Hann hefur einmitt
lýst því yfir í heyranda hljóði,
að hann sé kommúnisti og
hafi ætíð verið. Hann neitaði
því í Ríkisútvarpinu, að hann
væri sósíalisti en ekki komm-
únisti, og kvaðst hallast á
sveif með hinum síðarnefndu.
Erfitt verður því fyrir hina
nytsömu sakleysingja, sem
kommúnistar ætla að hafa
með sér í Alþýðubandalag-
inu, að sannfæra nokkurn
mann um það, að þar sé ann-
að á ferðinni en ný nafngift
á kommúnistaflokknum. Hér
er um að ræða sama grautinn
í sömu skálino1
Ottawa, október, AP
Kanada mun hefja nýjar við-
ræður við Bandaríkin 24. okl ...±1
nk. um 12 milna landhelgi.
Skýrði Paul Martin utanríkibiuö-
herra frá þessu í dag.
Kanada hefur tekið upr 2
mílna landhelgi, en á enn í
samningaviðræðum í því ni
að fá hana viðurkennda ai ii..j-
um, sem árum saman hafa stui .-
að þar fiskveiðar upp að 3 tnui.a
morkunum.
París, október, AP
Charles de Gaulle Frakklan 's-
forseti mun halda blaðamanna-
fund 28. október nk., að þvi er
talsmaður hans skýrði frá í dag.
De Gaulle heldur venjulega tvo
blaðamannafundi á ári.