Morgunblaðið - 19.10.1966, Síða 21

Morgunblaðið - 19.10.1966, Síða 21
‘ Miðvikudagttr 19. oM. 1968 21 »ynlega þjónustu við strjálbýlið að þessu leyti, en hins vegar ekki hægt á það að horfa að- gerðalaus, að yfir 40 millj. á ári séu greiddar úr ríkissjóði til þess að greiða hallarekstur þessa fyrir tækis. Með þeim breytingum og skipakosti sem þegar hefur verið ákveðinn, þykir raunhæft að áætla að hallinn þurfi ekki að vera nema 29 millj. kr. á næsta ári í stað 43 millj. kr. á árinu 1965. Hver hallinn verður í ár er ekki auðið að segja nú, en vonir standa til, að hann verði einnig verulega minni en á árinu 1965. Síauknir vöruflutningar á landi auka að sjálfsögðu mjög á erfið- leika Skipaútgerðarinnar. Þessir vöruflutningar eiga auðvitað full an rétt, á sér, en aðeins að vissu marki, því að hinir stóru flutn- ingabílar fara hvað verst með vegina og síaukið álag á vega- kerfið og þar af leiðandi aukinn viðhaldskostnaður vega gerir nauðsynlegt að gera á því þjóð- hagslega athugun, að hverju marki gerlegt sé að flytja vöru- flutninga frá sjónum yfir á veg- ina. Unnið að endurskoðun hafnarlaganna Lagt er til að hækka framlög til hafnargerða um 13 millj. kr. 3 millj. af þessari fjárhæð ganga til greiðslulána vegna lands- hafa verið framkvæmdar Síð- legast að verja til þess að greiða upp í vangoldin framlög ríkis- sjóðs til hafnargerða, sem þegar hafa verið framkvæmdar. Síð- ustu árin hefur verið mjög greitt fyrir hafnargerðum á þann veg, að fjár hefur verið aflað tií þeirra í framkvæmdaáætlun rík- isins og hefur verið unnið fyrir það miklar fjárhæðir, að áætlað er, að vangoldin framlög ríkis- sjóðs um næstu áramót muni verða um 55 millj. kr. í sumar hefur verið unnið að endurskoð- un hafnalaga og er ráðgert að frumvarp til nýrra hafnalaga verði lagt fyrir þetta þing. Rekst- urskostnaður vitaskipsins nemur nú orðið 7 millj. kr. á ári nettó. Er hér um svo mikinn kostnað að ræða, að nauðsynlegt er að taka til ýtarlegrar athugunar, hvort ekki er hægt að koma hér við einhverri skipulagsbreytingu. Er það mál nú í rannsókn. Framkvæmdir á vegum flug- málastjórnarinnar eru meiri í ár en nokkru sinni áður og hefur verulegs fjár verjð aflað umfram fjárlög innan ramma fram- kvæmdaáætlunarinnar í ár. Lagt er til að hækka fjárveitingar til flugvallagerða um 4 millj. kr. Stórauknar fjárveitingar til háskólans Lagt er til að hækka mjög itórlega fjárveitingu til háskól- •ns, eða rúm 51%. Bætt er við allmörgum nýjum kennurum í samræmi við 10 ára áætlun um eflingu háskólans og er gert ráð fyrir aukinni starfsemi í ýmsum greinum. Mjög veruleg hækkun er á fjárveitingu til Raunvísinda- stofnunar háskólans, sem gert er ráð fyrir að verði í fjórum deild- um, er vinni að rannsóknum í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðeðlisfræði. Mun naumast vera ágreiningur um nauðsyn þess hér á hinu háa Alþingi, að efla háskólann svo sem við verð- ur komið, því að mönnum er að verða það æ ljósara, að hin æðri menntun og vísindi hafa grund- vallarþýðingu varðandi flestar framfarir. Mikil hækkun er á fjárveitingu til styrktar íslenzk- um námsmönnum, eða 6 millj. kr. Hefur verið unnið að endur- skoðun námslánakerfisins og er fjárveitingin í samræmi við það, sem nú er að stefnt í því efni. Komið hefur nú verið af stað heildarathugun á öllu skólakerf- inu. Nefnd hefur verið skipuð til að gera tillögur um þróun há- skólans næstu 20 árin og er ætl- azt til, að sú nefnd ljúki störfum á tveimur árum og hafin hefur verið, fyrir atbeina menntamála- ráðherra, fræðileg athugun á skólakerfinu í heild, að nokkru í samvinnu við Efnahags- og framfarastofnunina í París. Er hér um mjög þýðingarmikið verkefni að ræða til landbúnaðarins eru lögbundin og því áætlunarfjárhæðir. Fjárveiting til fisikileitar og veiðitilrauna er hækkuð um 3,4 millj. kr. og einnig er um tölu- verða hækkun að ræða á lög- bundnum framlögum til Afla- tryggingarsjóðs og Fiskveiðasjóðs íslands. Það sem mestu veldur um hækkun á þessari grein, er áætlað 80 millj. kr. framlag til aðstoðar við sjávarútveginn, og er þá miðað við, að sambærileg aðstoð verði veitt útveginum og gert er á yfirstandandi ári. Ber þó ekki að líta á þessa upphæð sem tillögu til Alþingis um end- anlega ráðstöfun þessa fjár til sjávarútvegsins, heldur aðeins heimild ríkisstjórninni til handa til þess að verja allt að þessari fjárhæð í því skyni, ef það verð- ur talið nauðsynlegt í sambandi við ákvörðun fiskverðs, sem ekki mun hafa verið ákveðið, þegar fjárlög vei'ða endanlega af- greidd. Samkvæmt lögum frá Alþingi um eflingu Iðnlánasjóðs til veit- ingar hagræðingarlána fyrir iðn- aðinn hækkar f járveiting til Iðn- lánasjóðs um 8 millj. kr. Er hér um hið brýnasta nauðsynjamál að ræða, til þess að tryggja ís- lenzkum iðnaði aðstöðu til að- lögunar vegna aukins frelsis í innflutningi. Lagt er til að hækka fjárveit- ingu til Raforkusjóðs um 2 millj. kr., sem er sérstök nauðsyn vegna aukinna kaupa á díselraf- stöðvum til þeirra sveitabýla, sem sýnt er, að ekki fá raforku frá samveitum í náinni framtíð. Þá er og lagt til að hækka fram- lög til sveitaveitna um 3 millj. kr til þess að geta haldið í horfinu með framkvæmdir. Loks er fjár- veiting til Jarðhitasjóðs hækkuð um 2,8 millj. kr. Með hliðsjón af hinni nýju löggjöf um rannsóknir í þágu atvinnuveganna er óhjákvæmi- legt að heimila eflingu hinna ein- stöku rannsóknarstofnana at- vinnuveganna. Hér er líka um hið mesta nauðsynjamál að ræða, því að stofnanir þessar gegna hver á sínu sviði þýðingarmiklu hlutverki til eflingar atvinnulífi þjóðarinnar. Safnazt hafa fyrir töluverðar skuldir vegna vangreiddra fram- laga til vatnsveitna, sem sam- þykktar hafa verið styrkhæfar. Er því lagt til að hækka framlög til vatnsveitna um 2 millj. kr. og framlag til Byggingarsjóðs verka manna haekkar um 2,6 millj. kr. Mjög miklar hækkanir verða að venju á framlögum til almanna- trygginga og einnig til ríkisfram- færslu sjúkra manna og örkumla og stafar sú hækkun fyrst og fremst af hækkun daggjalda á sjúkrahúsum. Þótt hækkun dag- gjalda á ríkissjúkrahúsum bæti nokkuð rekstursaðstöðu þeirra, þá hefur sú ráðstöfun jafnan mikinn beinan útgjaldaauka I för með sér fyrir ríkissjóð vegna rík- isframfærslunnar. Er því beinlín- is óhagkvæmt fyrir ríkið að hækka daggjöldin, en það er óumflýjanlegt vegna rekstursaf- komu annarra sjúkrahúsa. Fjárveiting til niðurgreiðslna á vöruverði er áætlað í frumvarp- inu 478 millj. kr. og er þá miðað við óbreyttar niðurgreiðslur. Þar sem ríkisstjórnin hefur nú ákveð ið eftir að fjárlagafrumvarpið var samið, að auka niðurgreiðsl- ur, kemur þessi útgjaldaliður til endurskoðunar áður en' fjárlög verða endanlega afgreidd. Áætlað er að uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir nemi á næsta ári 248 miljj. kr. og er þá gert ráð fyrir 10% verðhækkun. Svo sem ég áður gerði grein fyrir er fjár- lagafrumvarpið miðað við 15,25% verðlagsuppbót. Takist ekki að halda niðri verðlagi eða komi til frekari launahækkana verður að sjálfsögðu að áætla fyrir þeim hækkunum, og er lagt til að veita í 19. grein fjárlaga eina heildar- fjárveitingu, 108 millj. kr., til þess að mæta launahækkunum og eftir atvikum hækkun trygg- ingabóta, sem leiða af launa- breytingum. Á síðasta þingi voru sett lög um lánasjóð sveitarfélaga. Var þar ákveðið, að aðaltekjustofn sjóðsins væri 15 millj. kr. ár- legt framlag úr Jöfnunarsjóði, en gert var að auki ráð fyrir ein- hverju árlegu framlagi ríkissjóðs. Er nú lagt til, að það framlag verði 5 millj. kr. á næsta árL Sjóður þessi er mikilvægur sem milligönguaðili fyrir sveitarfélög- in um öflun framkvæmdalána, en ekki getur talizt eðlilegt, að um há bein framlög ríkissjóðs til lánasjóðsins sé að ræða, enda Jöfnunarsjóðurinn til orðinn af tekjustofnum, sem ríkissjóður hefir afhent sveitarfélögunum. Útgáfa íslenzkra landabréfa hefir til þessa verið í höndum danskrar stofnunar, sem að vísu hefur haft góða samvinnu við ís- lenzku landmælingastofnunina, en þó naumast vansalaust, að kortagerðin sé ekki í okkar hönd um, úr því að hæfum mönnum er hér á að skipa til þeirra starfa. Er því lagt til að heimila að kaupa af Geodetisk Institut upp- lag og útgáfurétt að íslenzkum landabréfum. Aðalfundur Sjálfstæðis- flokksins i Eyjum Vestmannaeyjum 18. okt. Aðalfundur Sjálfstæðisféiags Vestmannaeyja var haldinn 36. sept. sl. Formaður ftVagsins. Jóhann Friðfinnsson flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu staarfstímabili. Af skýrslu formanns vár ljóst að starfsemi félagsins var all- góð. Var starfið einkum í samb- andi við síðustu bæjarstjórnar- kosningar. 1 stjórn félagsins voru kosnir Jóhann Friðfinnsson formaður, og með honum í stjórn þeir Vergsteinn Jónasson, Einar H. Eiríksson, Sigfús J. Johnsen, Stefán Árnason, Guðmundur Guð jónsson og Erlendur Ólafsson. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Guðlaugur Gíslason alþm. ræðu um bæjar- og landsmál. Að ræðu hans lokinni urðu umræður um ýmiss mál varð- andi starfsemi flokksins og lands og bæjarmál. Bj. Guðm. Shirley Temple | Nauðsyn á meiri hagsýni I i meðferð skólabyggingafjár Rekstrarframlög til skólakerf- isins gefa ekki tilefni til sér- stakra hugleiðinga. Þar er að venju um mjög mikla hækkun að ræða, vegna fjölgunar kenn-' ara og annars aukins tilkostnað- ar. Er hér um að ræða þá grein ríkiskerfisins, sem veldur hvað mestri útgjaldaaukningu árlega. Framlög til byggingar barna- og gagnfræðaskóla eru áætluð jafn- há og í núgildandi fjárlögum og á að vera auðið að greiða lög- boðin framlög ríkissjóðs til þeirra skóla, sem eru í smíðum, og verja einnig töluverðu fé til nýrra skóla. Sú nýja skipan, sem tekin var upp á árinu 1965 í sam- bandi við fjárframlög til skóla- bygginga hefur gefizt vel. Sú ný- breytni, sem tekin var upp í fjár- lögum þessa árs, að verja nokkru fé til undirbúnings skólamann- virkjum, enda þótt endanleg á- kvörðun væri ekki tekin um byggingu þeirra, er einnig tví- mælalaust spor í rétta átt. Skóla- byggingarnar eru svo þungur baggi bæði fyrir ríki og sveitar- félög, að leita verður allra úr- ræða til þess að leysa þann vanda með ódýrgfi hætti en nú er. Er mörgu ábótavant í því efni og nauðsynlegt að finna á- kveðna staðlaða gerð skólahús- næðis og jafnvel tilbúin skóla- hús. Höfum við ekki efni á að hafa jafnlitla hagsýni í meðferð skólabyggingafjár og oft á sér stað nú. Lögin um greiðslu skólakostnaðar hafa nú verið endurskoðuð með það fyrst og fremst fyrir augum að finna fast- an viðmiðunargrundvöll til á- kvörðunar á greiðsluskyldu rík- issjóðs til skólabygginga. Unnið er nú að miklum byggingarfram- kvæmdum við ýmsa framhalds- skóla á vegum ríkisins og þá fyrst og fremst menntaskólana. Eru fjárveitingar til þeirra og Kennaraskólans hækkaðar um millj. kr. og verður þó að afla verulegs lánsfjár á næsta ári eins og í ár til þess að auðið sé að taka nægilega stóra áfanga. Nýr menntaskóli tekur nú til starfa í Reykjavík á þessu hausti, en þar er þó enn ólokið miklum byggingaframkvæmdum, og einn ig á Laugavatni. Svo er og ráð- gert að hefjast hahda á næsta ári um byggingu kennslustofa í eðlis- og efnafræði við Mennta- skólann á Akureyri. Jafnframt eru hækkaðar undirbúningsfjár- veitingar til bygginga mennta- skóla á Vestfjörðum og Austur- landi. Nauðsynlegt er að koma traustara skipulagi á uppbygg- ingu skólahverfisins á Laugar- vatni og samræma þær fram- kvæmdir rrteira en verið hefir. Er nú að því unnið. Til þess að stuðla að betri nýtingu viðhalds- fjár skólanna er því nú ekki deilt niður á einstaka skóla svo sem áður hefur verið gert, heldur eru veittar í einu lagi fjárhæðir til viðhalds hinna einstöku tegunda skóla. Er síðan gert ráð fyrir, að menntamálaráðuneyti ú t h 1 u t i fénu í samráði við fjármálaeftir- lit skólanna, eftir því, hvar þörf- in er brýnust hverju sinni. Gerð hefur verið athugun á námskostn aði á hvern nemanda i ýmsum skólum og kemur í ljós, að þessi kostnaður er mjög mismunandi. Er mikilvægt, að athugað verði til hlítar, af hverju þessi mis- munur stafar, og slík athugun verði gerð varðandi alla skóla. Alkunnugt er, að íþróttasjóð skortir mikið fé til þess að greiða áformuð framlög til íþróttamann- virkja, er sjóðstjórnin hefur sam- þykkt styrkhæf. En íþróttasjóður hefur engan annan tekjustofn en fjárveitingu í fjárlögum hverju sinni. Lagt er nú til að hækka þessa fjárveitingu um 2 millj. kr. og gert ráð fyrir að það fé yerði eingöngu notað til þess að grynna á skuldum, en ekki til nýrra framkvæmda. Er nauðsynlegt að gera ákveðna áætlun um greiðslu á vangoldnum framlögum sjóðs- ins og varðandi framtíðina að samþykkja ekki önnur mannvirki styrkhæf en þau, sem fjárhags- geta sjóðsins leyfir hverju sinni. Aukin framlög til kirkjumála Framlög til kirkjumála hækka um 20%. Lögboðið framlag ríkis- I MORGUNBLAÐIÐ sjóðs til Kirkjubyggingasjóðs er 1 millj. kr. á ári, en lagt er til að veita nú Vz millj. kr. aukafram- lag. Þá er og lagt til að hækka nokkuð fjárveitingu til æskulýðs starfsemi á vegum kirkjunnar, en þar er hvað brýnast verkefni fyr- ir kirkjuna. í fjárlagaræðu minni síðastliðið haust komst ég svo að orði: „Prestakallaskipunin er nú í endurskoðun að tilhlutan kirkjumálaráðherra. Skal ég ekki ræða það mál á þessu stigi, en þess er að vænta, að menn líti það mál raunsærri augum en gert hefur verið, með hliðsjón af gerbreyttum þjóðfélagsháttum. Vegna mjög bættra samgangna sýnist fækkun prestakalla á ýms um stöðum á landinu sjálfsögð og eðlileg ráðstöfun og jafnframt ætti að létta af prestum búskap- arbasli, sem er þeim nú margfalt erfiðara en áður fyrr, og virðist eðlilegt, að aðsetur presta sé í þéttbýlisstöðum eða við menn- ingarmiðstöðvar í sveitum, þar sem þeir jafnframt gætu sinnt kennslu í kristnum fræðum. Hefi ég talið rétt að fallast á óskir biskups um fjárveitingar til nýrra prestsembætta í Reykjavík fyrr en þessari endurskoðun prestakallaskipunarlaganna e r lokið.“ Mér þykir rétt að endur- taka þessi ummæli mín hér, til þess að gefa biskupi landsins tækifæri til þess að leggja aftur út af þeim á næstu prestastefnu. Vonast ég þá til hans vegna, en ekki mín, að hann leggi rétt út af ummælum mínum. Það er engum efa bundið, að kirkjunni er fengið eitt mikilvægasta hlut- verkið í okkar litla þjóðfélagi og ef hún á að geta sinnt því hlut- verki á viðhlítandi hátt, tjóar ekki að halda í úrelta starfs- hætti, heldur verður þessi stofn- un sem aðrar að laga sig eftir nýjum þjóðfélagsaðstæðum, eigi hún að fá nauðsynlega áheyrn. Það eykur ekki virðingu neinnar stofnunar að hafa hér og þar starflitla eða starflausa fulltrúa og sízt af öllu hæfir það stríðandi og starfsamri kirkju. Það hefur aldrei verið ætlun mín að skerða fjárveitingar til kirkjunnar, en þjóðin á rétt á því á þessu sviði sem öðrum, að fé úr sameigin- legum sjóði hennar sé hagnýtt með sem jákvæðustum árangri. Prestar þurfa hvarvetna að fá viðhlítandi starfsaðstöðu og nægi legt að starfa og á þetta sjónar- mið er fallizt í grundvallaratrið- um af endurskoðunarnefnd presta kallaskipunar og raunar einnig af prestastefnunni, þótt á kirkju- þingi hafi nú komið fram sú furðulega tillaga að setja á lagg- irnar þrjú sjálfstæð biskups- embætti, sem ekki mun auka trú manna á nauðsyn kirkjuþings. Þjóðin er svo lánsöm, að úrvals- maður gegnir nú biskupsembætti og margir hinir mætustu menn í klerkastétt og þess verður því að vænta, að kirkjan staðni ekki í úreltum og óraunsæjum starfs- háttum. í þessu sambandi er skylt að geta þess, að það er ekki aðeins starfsemi kirkjunnar, sem þarfn- ast skipulagsbreytinga. Skipan lögsagnarumdæma þarfnast einn- ig endurskoðunar og þá ekki síð- ur skipan sveitarfélaga. Viðhlít- andi læknisþjónustu verður held ur naumast haldið uppi víða um land nema með nýju skipulagi. Það eru því margir fleiri en kirkjunnar menn, sem þurfa að sýna víðsýni og skilning á breytt um þjóðfélagsháttum, en vel væri, ef þeir gæfu gott fordæmi. Framlög til atvinnuveganna hækka Fyrirhuguð fjárframlög til at- vinnuveganna í 16. gr. fjárlaga gefa ekki tilefni til sérstakra út- skýringa. Fjárveiting til Búnað- arfélags íslands hækkar um 25%. Kostnaður við búhaðarþing er nú orðinn rúm 1 millj. kr. og sýnist full ástæða til að taka til at- hugunar, hvort ekki sé nægilegt að halda þetta þing annað hvort ár, eins og fiskiþing, úr því að þinghaldið er orðið svo kostnað- arsamt. Ekki sýnis varlegt annað, með hliðsjón af reynslu yfir- standandi árs, en gera ráð fyrir enn nokkurri aukningu jarð- ræktarframkvæmda á næsta ári, en þessi og flest önnur framlög Washington 14. okt. AP. Frú Charles Black, betur þekkt undir nafninu Shirley Temple, sagði sig nýlega úr nefnd, sem hún átti sæti í, og hafði það verkefni að velja kvikmyndir á alþjóðakvik- myndahátíðina í San Franc- isco. Ástæðan fyrir úrsögn frúarinnar, var að meirihluti nefndarinnar samþykkti að taka til sýningar kvikmynd sænsku leikkonunnar Mai Zetterling, „Næturleikir“, en þar er sýnd sjálfsfróun, kyn- villa og fleira í þeim dúr. Sagði frú Black sem nú er 38 ára gömul, að hún væri með þessu að mótmæla klám- myndum, sem gerðar eru 1 gróðraskyni. Hún sagði: „Ég er eindrægur andstæðingur kvikmyndaeftirlits, en einnig andstæðingur þagnar“. Sagðist hún vera búin að fá nóg af töframönnum sem framleiddu harðsoðnar klám- kvikmyndir í gróðraskyni. Frúin var formaður dag- skrárnefndar kvikmyndahátið arinnar og bar ábyrgð á þeira myndum, sem nefndin gerði tillögu um til stjórnarnefndar hátíðarinnar, en sú nefnd hafði endanlegt úrskurðar- vald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.