Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 1
28 síður Allur her verði á burt frá S-Vietnam innan 6 mánaða Merk yfirlýsing Manila-fundarins; jbar er fpó byggf á bvir að Hanoistjórnin sýni samningsvilja Eins ng frá er skýr* a öðr- j um stað hér í blaðinu í dag-,. er nú lokið í Manila á Filips- 1 eyjum sjö-ríkja ráðstefnunni I um Vietnam. Xillögur þær, j sem þar hafa komið fram, j ganga lengra í átt til friðsam-' legrar lausnar en nokkrari aðrar tillögur. Myndin hér að | ofan var tekin fyrir nokkr- ( um dögum, meða* á stóð dvöl Johnsons, Bandaríkjafor \ seta, og konu hans, í Ástra- líu. Johnson og forsetafrúin | eru t.v. á myndinni, en for- sætisráðherra Ástralíu, Holt,' og kona hans, t.h. — Holt sat ( '5 ráðstefnuna í Manila ásamt ( Johnson. — AP. Manila, 25. október. — AP — NTB — BANDARÍKIN og þau sex lönd önnur, sem herlið hafa ! í S-Víetnam, ákváðu í dag að kalla heim allt herlið sitt, og ! loka herstöðvum í S-Víetnam, j svo framarlega sem stjórn N- I Víetnam gerði slíkt hið sama, og Víetcong hætti hernaðar- aðgerðum sínum. Ákvörðunin var tekin á ráð stefnu þeirri, sem staðið hef- ur í Manila, höfuðborg Filips- eyja. Segir í tilkynningunni, sem gefin var út í fundarlok í dag, að öllum átökum í Víet- nam geti verið lokið innan Sovétborgurum boiað, ai Kína kunni að æskja ófriðar Athyglisverð grein i „Komsomolskaja Pravda" lesin i Moskvu, 25. október — NTB. LESENDUM dagblaða og út- „Niður með Kosygin" „Rauðu varðlíðarnir44 að verki, annan daginn í roð, i Peking Peking, 25. október — NTB. „R.AUÐUI varðliðar", andvígir Sovétrikjunum, reistu í dag þriggja metra háa brúðu, ímynd Kosygins, forsætisráðherra So- vétrikjanna, í Peking. Á höfuð brúðunnar var siðan settur hatt- ur, i likingu við þá, sem hring- leikahússfifl bera. Var hatturinn skreyttur alls konar slagorðum m.a.: „Niður með Kosygin". „Rauðu varðliðarnir" hafa nú Utfarir hefjast Aberfan, Wales, 25. okt. AP-NTB ENN stendur yfir leit í rúst- unum í Aberfan, að líkum þeirra, sem enn er saknað. Fréttamaður AP-fréttastofunn ar, Granville J. Watts, sem dval- izt hefur á slysstaðnum undan- farna sólarhringa, segir sálar- ástand þorpsbúa ólýsanlegt. Segir hann, að fæstir muni geta gert sér í hugarlund, hvernig fólki er innanbrjósts, þegar heil kynslóð þorpsbúa hefur látið líf ið. 1 dag fór fram fyrsta útförin. Kista lítils barns var borin til grafar. Hvarvetna mátti sjá grát andi fólk. Gagnrýni á kolanámuráðið brezka, fyrir hugsanlega van- rækslu, hefur fengið byr undir báða vængi um allt Bretland, og er ritstjórnargreinaefni annars ítaðar i heiminum, m.a. í Banda- ríkjunum. Moskvuútvarpið i gær varpshlustendum í Sovétríkj- unum var í morgun skýrt frá því, að háttsettir, kínverskir embættismenn og hershöfð- ingjar ræddu nú af alvöru um hættu þá, sem væri á vopna- viðskiptum milli Alþýðulýð- veldisins Kína og Sovétríkj- anna. í langri grein, sem birtist í dag í „Komsomolskaja Pravda“, skýrir fréttaritari blaðsins í Peking, höfuðborg kínverska alþýðulýðveldisins, frá því, hve mjög sé nú alið á hatri þar í landi í garð Sovét- ríkjanna. Segir fréttaritarinn, að einkum hafi tekið að bera mikið á óvild og hatri í garð Sovétríkjanna í byrjun þessa efnt til slíkra aðgerða fyrir framan sendiráð Sovétríkj anna í Peking tvo daga í röð. Er til- eínið sagt vera, að Sovétríkin hafi vísað kínverskum stúdent- um úr landi. Sú ráðstöfun so- vézkra valdhafa var hins vegar svar við sams konar ráðstöfun kínverzkra valdhafa, fyrr. í dag voru máluð alls konar and-sovézk slagorð á veggi sendi ráðsins. mánaðar. Fyrsta dag mánað- arins hafi verið haldnar þrjár ræður í Peking, þar sem minnzt hafi verið, á einn hátt Framhald á bls. 27 sex mánaða, sýni stjórn N- Víetnam nauðsynlega samn- ingaviðleitni. Að ráðstefnunni í Manila stóðu Bandaríkin, S-Víetnam, S-Kórea, Ástralía, Nýja-Sjá- land, Filipseyjar og Thailand. Jafnframt segir í lokatilkynn- ingu fundarins, að öll séu ríkin sammála um að halda áfram bar áttunni fyrir frelsi S-Vietnam, eins lengi og nauðsynlegt kunni að reynast (vilji N-Vietnam ekki ganga til samninga). Á fundinum var því lýst yfir, að stjórn S-Vietnam og banda- menn þess hefðu ekki uppi nein- ar fyrirætlanir um innrás í N- Vietnam. Af hálfu S.-Vietnam var því lýst yfir, að stjórn landsins harmaði skiptinguna í S- og N-Vietnam. Hins vegar vildi hún benda á, að skiftingin væri afleiðing Genfarsáttmál- ans, er gerður var 1954. Yrði sá aðskilnaður, þ.e. landamæri ríkj- anna, virtur, þar til sameining ríkjanna gæti aftur farið fram, með frjálsum kosningum í þeim báðum. Jafnframt sagði, að stjórn S,- Framhald á bls. 27 Dr. Subandrio hlaut dauðadóm — fær nú að áfrýja til forsetans Djakarta, 25. október — I lands síns. NTB-AP Fann rétturinn hann sekan HERRÉTTUR í Djakarta, höfuð- um undirróðursstarfsemi, og borg Indónesíu, dæmdi í dag til fjárdrátt. Var hann m.a. talinn dauða Dr. Subandrio, er um níu ■ hafa brugðizt skyldum sínum ára skeið var utanríkisráðherra 1 Framhald á bls. 26 Krabbamein í maga algengast í Japan, Chile og á Islandi í Japan, líkt og á Íslandi, eta menn talsvert af söltuðum mat Tókíó, 25. október — AP. Alton Blakeslee. Á NÍUNDA alþjóðaþingi krabbameinsfræðinga, sem nú stendur í Tókíó, hefur komið fram, að maga- krabbi er algengastur í Japan, Chile og á íslandi. Dr. Takashi Hirayama, einn þeirra japönsku vís- indamanna, sem ráðstefn- una sitja, segir, að margt bendi til þess, að mjólkur- drykkja verndi fólk fyrir þessari illkynjuðu maga- meinsemd. Hins vegar hefur hann bent á, að nýafstaðnar at- huganir og rannsóknir í Japan bendi til þess, að saltaðar agúrkur, japansk- ur réttur, virðist auka á lík urnar fyrir því, að fólk taki sjúkdóminn. Segir Dr. Hirayama, að í Ijós hefði komið við saman- burð á mataræði sjúkra og heilbrigðra, áð þeir síðar- nefndu virtust neyta meiri mjólkur, auk þess, sem þeir neyttu minna af söltum eða söltuðum mat. Einkum ætti þetta við um rétt þann, saltað- ar agúrkur, sem áður er minnzt á. Líklegt mætti telja, án þess, að nokkuð væri hægt um það að fullyrða, að svo komnu máli, að þeir, sem neyttu að staðaldri kjöts, mjólkur og venjulegs grænmetis hefðu minni líkur til þess að sýkjast en aðrir. Dr. Hirayama skýrði jafn- framt frá því, áð sjúklingum með krabbamein í maga færi nú fækkandi, hlutfallslega í Japan, og mætti að öllum lík- indum þakka það því, hve stórlega mataræði manna þar í landi breyttist nú. Einkum taldi hann, að stóraukin mjólk urdrykkja kynni að vera þung á metunum. Vísindamenn á ráðstefnunni hafa þó bent á, að þar sem mataræði sé mjög mismun- andi í þeim þremur löndum, þar sem magakrabbi er al- gengastur, sé bæði óréttmætt og of snemmt að kveða upp nokkurn fullnaðardóm um or- sakirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.