Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Jarðskjálftakippur finnst í Mýrdal Uppfökin i Mýrdalsjökli — kippir hafa mælzt öðru hvoru frá 12. október Litla-Hvammi, 25. okt. RÉTT eftir miðnætti s.l. nótt varð vart við jarðskjálftakipp hér í Mýrdalnum. Var þetta fremur rólegur kippur, sem stóð í um eina mínútu. Fólk á bæjum hér í kring varð þessa einnig vart og á Suð ur Fossi urðu allir heimamenn jarðskjálftans varir. Jarðskjálftamælir, sem stað- settur er í Vík í Mýrdal, sýndi hins vegar ekkert óvenjulegt. — Sigþór. Veðurstofan tjáði Morgunblað- inu í gær, að jarðskjálftakipp- urinn hefði mælzt 12 mínútur eftir miðnætti og hefðu upptök hans verið um 150 km. frá Reykjavík, sennilega í Mýrdals- jökli. Styrkleikinn var 4.2 stig á svonefndum Richter-mæli- kvarða. Þá upplýsti Veðurstofan einnig að minni jarðskjálftar hefðu mælzt öðru hvoru frá 12. október sl. og væru upptök þeirra á sama stað. Háskólafyrir- lestur í dag t DAG kl. 17,30 mun dr. Elias Bredsdorff prófessor frá Cam- bridge halda fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskólans um Char les Dickens og H.C. Andersen og samband þeirra. Sjá viðtal við dr. Bredsdorff á bls. 8. Fundur í B.I. í kvöld ívar Cuðmundsson gestur á fundinum FUNDUR verður haldinn i Blaðamannfélagi íslands í kvöld kl. 8.30 og verður fundurinn í Átthagasal Hótel Sögu. Gestur félagsins verður ívar Guðmundsson forstjóri Upplýs- ingastofnunar Sameinuðu þjóð- anna á Norðurlöndum. Mun ív- ar sýna kvikmynd um störf blaðamanna á vegum SÞ og svara svo fyrirspurnum. Nýtt stjórnarfrv. Verðjöfnunargjald flutt veiðarfæri - nemi 2% af tollverði - til efling- ar innlendum veiðarfæraiðnaði í G Æ R var lagt fra> þingi stjórnarfrumva^ verðjöfnunargjald af vc færum og er gert ráð fyrir að það nemi 2% af tollverði innfluttra veiðarfæra. Gjald þetta skal leggja í sérstakan sjóð, sem varið skal til efling- ar veiðarfæraiðnaði í landinu. f greinargerð frv. segir að ýmis rök hnigi að því, að hér á landi megi reka samkeppnishæfan veið arfæraiðnað í stórum stíl. íslenzk ur markaður fyrir veiðarfæri er tiltölulega mjög stór, vélabúnað- 16 skipstjórar fyrir siglingadóm vegna hleðslu síldarbáta í fyrra SÉRSTAKAR hleðslureglur gilda nú um öll fiskiskip, er stunda vetrarsíldveiðar mánuð- Lagðist á hliðina ÞAÐ gerðist í fyrrinótt á síld- armiðunum 45—50 mílur suður af Gerpi, að síld rann til í lest Guðjóns Sigurðssonar og lagðist báturinn við það á hliðina. Björgunarskipið Goðinn var þarna í grendinni og fór þegar til aðstoðar bátnum. Goðinn fylgdi Guðjóni Sigurðs syni til lands og var haldið til Reyðarfjarðar. Illt var í sjó, þegar óhappið henti Guðjón Sigurðsson. ina október til apríl ár hvert, og er meginákvæði þeirra, að eigi má lesta skip dýpra en að efri brún þilfars við skipshlið. Voru slíkar hleðslureglur sett- ar 1963 til aukins öryggis 1 | ips og skipshafnar. I fyrravetur voru allmargir skipstjórar kærðir fyrir of- hleðslur síldveiðiskipa. Siglinga dómur hefur nú fjallað um mál 16 skipstjóra. Hafa sumir hlotið sekt, en aðrir áminningu, enda er hér yfirleitt um fyrstu brot að ræða. Þess má geta, að sam- kvæmt 50. grein laga um eftir- lit með skipum varðar það skip- stjóra missi réttar til skipstjórn- ar eigi skemur en 3 mánuði, ef skip er á ferð óhaffært án þess að brýnasta nauðsyn sé til. Þetta kom m.a. fram í tölu um örygg- ismál síldveiða, sem Hjálmar Bárðarson, ur getur verið sá sami og hjá ■ams konar fyrirtækjum erlend- is og hráefnaverð getur verið hið sama eða svipað og hjá þeim. Veiðafæraiðnaðurinn hefur hins vegar átt við erfiðleika að etja og átt erfitt uppdráttar og m.a. vegna þess skipaði iðnaðar- málaráðherra nefnd til þess að athuga málefni hans. Fylgir á- litsgerð nefndar þeirrar með frv. Athuganir iðnaðarmálaráðu- neytisins hafa leitt til þess að ýmsar leiðir til úrbóta fyrir ís- lenzkan veiðarfæraiðnað hafa komið til umræðu en að athug- uðu máli var horfið að því að leggja til við Alþingi að sett verði lög um verðjöfnunargjald af veiðarfærum, enda eru ann- markar á verulegri hækkun tolla augljósir og höft á innflutningi veiðarfæra óæskileg. Með þess- ari leið er talið að ná megi þeim tvíþætta tilgangi að tryggja fram tíð þeirrar veiðarfæragerðar sem starfandi er í landinu og að verð jöfnunargjaldið geti þegar fram líða stundir orðið lyftistöng al- hliða veiðarfæraiðnaði innan- lands. Fyrir nokru fór 30 manna hópur Varðbergsmanna til vikudvalar í Bandaríkjunum. Myndin var tekin við styttu Leifs Eiríkssonar, sem er við sjóminjasafnið í Newport News, skammt frá Norfolk í Virginíu. Fararstjórar voru Jón A. Ólafsson, Björgvin Guðmunds son og Hilmar Björgvinsson. Héroðslæknnr RAGNAR Ásgeirsson, læknir hefur verið skipaður héraðslækn ir í ísafjarðarhéraði frá 1. okt. að telja. Gísli G'/nnar Auðunsson, lækn ir hefur verið settur héraðs- læknir í Húsavíkurhéraði frá 15. þ.m. um óákveðinn tíma. Og Þor steinn Sigurðsson, héraðslæknir í Norður-Egilsstaðahéraði, hefur verið settur til þess að gegna Bakkagerðishéraði frá 1. þ.m. um óákveðinn tíma ásamt sinu eigin héraði. Kvikmyndun skikkjunnar" „Rauðu að Ijúka ísl. leikairar fóru til Stokkhólms KVIKMYNDUN „Rauðu skikkj- unnar. sem útisenur voru teknar í norður Kelduhverfi í sumar. er um það bil að ljúka í Stokk- hólmi, en þar voru öll inniatriði kvikmynduð. Mun hafa verið lok í leiknum „Tveggja þjónn í Iðnó í hálfan mánuð. En nú hefir hann tekið við því einnig hlut- verki sínu í „Þjófar, lík og falar konur.“ .* . .... , ..i Mbl. hringdi til Borgars I gær- ,ð v.ð myndatokuna fynr v,ku kvöJdi rði hann frétta e„ s,ðan þurft, að taka e.tthvað af kvikmynduninni. Hann sagði upp aftur Var G.sl, Aifreðsson, , að - stokkhólmi hefðu verið el arlTT* |*.e,m a.tr!®"m . tor i tekin öll þau atriði, sem gerast utan. Upptokunn, att, að ljuka , gær. Borgar Garðarsson, leikari er nýkominn heim frá því að leika í „Rauðu skikkjunni“, en vegna kvikmyndatökunnar þurfti að fá staðgengil í hlutverk hans Slys við Búrfell ÞAÐ slys varð um kl. 11.20 í gærmorgun í jarðgöngum, sem verið er að grafa við Búrfell, að grjót hrundi þar skyndilega. Danskur trésmiður, sem þarna var að vinnu, varð fyrir grjót- inu.. Hann hafði hjálm á höfði og beyglaðist hann verulega við brjóthrunið. Daninn er þó talinn litið meiddur, en samt þótti rétc að skipaskoðunarstjóri flytja hann á sjúkrahúsið á Sel flutti í fréttaauka útvarpsins. fossi, þar sem hann liggur nú. inni í Kóngsgarðinum, en sér- stök hús höfðu verið reist fyr- ir það í MAE kvikmyndaverinu | við Stokkhólm. Hvers vegna í ' Stokkhólmi? Borgar kvaðst gera ráð fyrir að það væri vegna tveggja aðalleikaranna, þeirra Gunnar Björnstrand og Evu Dalbeck, sem léku á kvöldin í leikhúsi. Sjálfur var Borgar ekkert hrif inn af að leika í kvikmynd. — Mér finnst það ekki gefa leik- aran«m nóg, sagði hvin. Eitt- hvað vantar. Kannski er ástæð- an sú að ég þekki ekki nóg inn á kvikmyndaleik. Þetta er önn- ur tækni en á sviði. En mér fannst þetta ekki skemmtilegt, þó gaman væri að kynnast því. Ég kann betur við mig á sviðinu í Iðnó. Borgar sagði að eftir því sem hann hefði heyrt, ætti myndin að vera tiibúin í febrúar — marz og þá ráðgert að frumsýna hana jafnt í Kaupmannahöfn og hér í Reykjavík. Allir hundar ú Eyrarbakka skotnir LÖGREGLAN á Selfossi fór til Eyrarbakka í gær, ásamt héraðs- dýralækninum, Jóni Guðbrands- syni, þar sem fréttir höfðu bor- izt af því, að hundapestin hefði komið þar upp. Allir hundar í þorpinu, um 20 talsins, voru teknir og aflífgaðir. Mun annar hver hundur hafa verið búinn að taka pestina. Von á barni Haag, 24. okt. — NTB. BEATRIX krónprinsessa Hol- lands á von á barni í apríl næst- komandi að því er skýrt var frá opinberlega í Haag í dag. Bea- trix er 28 ára að aldri. Hún giftist í marz s.l. Þjóðverjanum Claus von Amsberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.