Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 26. okt. 1S66 MORCUNBLAÐID 19 «l Guðlaug Pétursdóttir — Minningurorð — GUÐLAUG var ein hinna mik- ilhæfu og góðkunnu Grundar- systkina, en foreldrar þeirra voru Pétur Þorsteinsson bóndi að Grund í Skorradal og eigin- kona hans Kristín Vigfúsdóttir, alsystir Magnúsar á Miðseli í Reykjavík, sem gamlir Vestur- bæingar miunast með ágætum. Höfðu forfeður Kristínar í fleiri settliði setið Grund með mikilli prýði. Guðlaug fæddist á Grund 12. nóv. 1879, yngst 13 systkina og munu 10 þeirra hafa náð fullorð- ins aldri; en þau öll nú látin. Hún dvaldi í heimahúsum fram að aldamótum við algenga sveita Vinnu í stórum og vel gefnum •ystkinahópi á myndarheimili. Snemma bar á listrænum hæfi- leikum Guðlaugar. Hún var drátthög og var í nokkra vetur við teikninám hjá Stefáni Eiríks- Byni „hinum oddhaga". Síðar fékk hún tilsögn í listmálningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og síðar í Kaupmannahöfn. Gerði hún töluvert að því að mála í tómstundum sínum, aðallega voru það landslagsmyndir. Hún var teiknikennari við barna- skólann í Hafnarfirði 1911-1913 og í Flensborgarskóla 1918-1919. Hannyrðakona var hún mikil og við nám í þeirri grein bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Kenndi hún stúlkum í Hafnar- firði handavinnu í mörg ár. Guðlaug var vel skáldmælt og hafa verið prentuð nokkur smá- kvæði eftir hana meðal þeirra hin indælu erindi í „í>ú hýri Hafnarfjörður", sem maður henn ar, Friðrik Bjarnason tónskáld, samdi sitt alþekkta lag við. Er hvorttveggja, ljóð og lag, stolt okkar Hafnfirðinga og eru fá byggðarlög, sem geta státað af fegri átthagasöng. 6. desember 1913 giftist Guð- laug Friðriki Bjarnasyni, kenn- ara og tónskáldi og má segja að þá hæfist hennar eiginlega ævi- starf. Þess er of sjaldan minnst hve mikinn og drjúgan þátt ást- rík og fórnfús eiginkona á í störfum bónda hennar. Það er þó hún, sem að miklu leyti skap- ar honum hentug vinnuskilyrði, býr honum friðsælt heimili, þar sem hann getur unnið að hugðar efnum sínum í ró og næði, tekur lifandi þátt í störfum hans og hvetur hann til dáða. Guðlaug dáði mann sinn, hún kunni að meta hæfileika hans og lagði allt sitt fram til að þessi list manns hennar fengi sem bezt notið sín; hlúði að honum og var hans góði þolinmóði förunautur. Þegar við því hlustum með óblandinni ánægju á hin fallegu og þjóð- kunnu lög Friðriks, þá minnumst við lika Guðlaugar og færum henni þakkir fyrir hennar ævi- starf. Guðlaug heitin var vel gefin til sálar og líkama, frekar hlé- dræg, en skemmtin í viðræðum, skapgóð og glaðsinna með stilli- legri og prúðmannlegri fram- komu. Hún var hjálpsöm og ræktarsöm við samferðafólk sitt og frændalið, enda var öllum vel til. hennar, sem nokkuð kynnt- ust henni. Hún andaðist þann 18. þ.m. að Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi, en þangað flutt- ust þau hjóniri fyrir nokkrum árum og þar dó Friðrik fyrir rúmum 4 árum eins og kunnugt er. Mikil mannkosta kona er kvödd með þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Snæbjörnsson. — Kmverjar l'ramhaid af bls. 12 þetta m. a. til ágreinings milli Maos og Changs Kuo-t’aos (sem í göngunni hafði farið í átt til Sikang en snúið aftur til Maos). Chang vildi sýna meiri einlægni í samvinnu við Kuo- mintang, en Mao lagði alla á- herzlu á, að hersveitir komm- únista tækju aðeins þátt í orr- ustum þar sem þeir væru vissir «m að vinna og ná yfirráðum ®ð orrustu lokinni. >f Agareglur kommúnista 1 sambandi við ágreining Maos og Changs sem leiddi, áður en langt um leið, til þess, að Chang var vikið úr flokkn- um, er rétt að minnast smá- vegis á þær reglur, sem Mao setti um starfsemi flokksins. Þær voru í grundvallaratriðum þessar: 1. Einstaklingunum — einstökum félögum — vár skylt að beygja sig fyrir vilja sam- takanna. 2. Minnihlutanum var akylt að beygja sig fyrir vilja meirihlutan.s. 3. Lægri stig ílokksins skyldu lúta hærri stig um skilyrðislaust. 4. Allir með limir flokksins skyldu beygja eig fyrir vilja miðstjórnarinn- ar. Til þess að byggja upp völd og áhrif flokksins, varð hann að opna dyrnar fyrir verka- mönnum, bændum og ungu dug legu fólki — byltingarsinnum, *em trúðu á grundvallarsetning ar flokksins og voru fúsir að vinna vel og beygja sig undir aga hans. Jafnframt varð áð gæta þess, að tækifærissinnar, trotskyistar og fólk með úr- kynjaðan hugsanahátt og hug- myndir slæddust ekki inn í flokkinn í skjóli dugnaðar og áhuga. Vinna varð að því öll- um árum að útiloka slík öfl eða ala þau upp að nýju. Það þurfti að uppfræða fólk þetta í hugsjónum kommúnismans, efla sjálfsgagnrýni þess, þar til það hefði sýnt í verki, að þær væru inngrónar. Þetta vandamál átti fyrst og fremst við um Rauða herinn, sem í voru allskyns „óhrein öfl“, svo sem menn, sem teknir höfðu verið til fanga frá Kuo- mintang hernum eða ýmsum herstjórum, liðhlaupar og flökkuflokkar ýmiss konar. En Mao sagði að Rauði herinn væri «ins og ofn, þar sem allir væru bræddir og endurmótaðir, er út úr honum kæmi. Liking — sem eins gæti átt við kommúnista- flokkinn sjálfan. Gangan mikla var án efa slík ur ofn, — þeir sem lifðu hana af voru breyttir menn á eftir. En eftir að kommúnistum fór aftur að vaxa fiskur um hrygg í Jenan og þangað tóku að sækja ungir róttækir menn hvaðanæva að, slæddust óhjá- kvæmilega inn hugmyndir, sem Mao taldi að ættu þar ekki heima. Því var það í febrúar 1942, að hann hóf hugsjónalega hreinsun, þar sem tugþúsundir manna voru þjálfaðir í réttum hugmyndum og hugsunarhætti. Einn nánast aðstóðarmaður Maos í þessari hreinsun hug- ans var Liu Chao-chi. Han-n setti fram hinar „réttu hug- myndir, þar sem aðalatriðin voru: „Hagsmunir flokksins skipta öllu máli. Flokksfélaginn verður að gæta þess að þjóna alltaf hagsmunum flokksins, en ekki sínum eigin, nema að svo miklu leyti sem hagsmunir beggja fara saman. Þar sem hagsmunir einstaklingsins og flokksins rekast á, getum við hiklaust og án nokkurrar eftir- sjár fórnað einstaklingnum fyr- ir flokkinn. >f Sigur kommúnista Eftir innrás Þjóðverja Rúss- land dró verulega úr aðstoð Sovétstjórnarinnar við Þjóðern issinna og þeir fóru að fá aukna aðstoð frá Vesturveldunúm. Eft ir árás Japana á Pearl Harbor voru það fyrst og fremst Banda ríkjamenn, sem studdu þá. Upp úr miðju ári 1943 versn úðu mjög samskipti Þjóðernis- sinna og Rússa. Rússar sökuðu þá um vaxandi spillingu og réðust harðlega á þau öfl inn- an Kuomintang, sem vildu semja frið við Japan. Sem vænta má, gerðu þeir ekki minna úr þessu en efni stóðu til — en þessar ásakanir voru síður en svo ástæðulausar, enda leið ekki á löngu, áður en vest- rænir fréttamen-n, sem kynntu sér ástandið tóku undir þær. Þeim leizt óvænlega á þá spill ingu sem greinileg var meðal margra opinberra embættis- manna og gagnrýndu harðlega ýmsar ráðstafanir sem stjórn Chang Kai-chek og þóttu ein- ræðislegar og gamaldags. Einn ig var hann gagnrýndur harð- lega fyrir skipulagningu æsku- lýðssveita þar sem agi og upp- eldi var með svipuðu sniði og hjá nazistum, fasistum og kommúnistum í Sovétríkjun- um. í~ skýrslu, sem bandaríski hershöfðinginn P.E. Peabody, yfirmaður njósnadeilda'r Banda ríkjahers gaf stjórn sinni 1944 sagði, að allir sem kannað hefðu ástandið í Kína, væru á ein-u máli um, að hin lélega frammi staða hers Þjóðernissinna gegn Japönum á árinu 1944 ætti rót að rekja til fjandskapar þjóð- arinnar gagnvart hernum og vonlauss ágreinings milli meg- inhersins og hersveitanna út um landið. Peabody sagði, að frá átökum Kuomintang og kommúnista 1941, hefðu báðir aðilar eytt meiri orku í inn- byrðis valdastreitu en í að verj ast sókn Japana. Væri svo kom ið, að allur norðurhluti Kína væri annaðhvort undir stjórn Japans eða kommúnista. Þjóð- ernissinnar legðu allt kapp á að styrkja stöðu sí-na í vestur- hluta landsins og kommúnistar beittu allri orku til að auka enn yfirráð sín. Árið 1937 hefðu þeir ráðið yfir um það bil 90, 000 kma lands með 1,5 millj- ónum íbúa, en nú — árið 1944 réðu þeir yfir 585,000 km2 lands, þar sem byggju 85 millj- ónir íbúa. Um framhaldið er óþarfi að fjölyrða. Valdabarátta komm- únista og þjóðernissinna hélt á- fram í fimm ár, eftir að Jap- anir höfðu gefizt upp og heim- styrjöldinni var lokið — og all ar tilraunir til málamiðlunar komu fyrir ekki. Chang Kai- chek hörfaði að lokum yfir til Formósu og 1. október 1949 lýsti Mao Tze tung yfir stofn- un Kínverska alþýðulýðveldis- ins. Latina, Ítalíu, 24. okt. NTB. í DAG, mánudag var gengið lög- lega frá skilnaði kvikmyndaleik- konunnar Ginu Lollobrigidu og læknisins Milko Skofic, sem höfðu verið gift í 17 ár. Hér er um að ræða skilnað á borði og sæng, þar sem lögskilnaður er ekki veittur á Ítalíu, nema í sér- stökum tilfellum. Hjónin sömdu um að sonur þeirra, Andrei Milko jr. yrði hjá móður sinni utan mánaðartíma á sumri hverju og 20 daga um jól er hann verður hjá föður sínum. m y F ullk.omnasii kúlupenninn kemnr frá Svíþjóð meX $^<3(£ocLcCirvr\, epoca er sérstaklega lagaður til að gera skriftina þægilega. Blekkúlan sem hefir 6 blek- rásirtryggirjafna og örugga blekgjöf til síðasta blek- dropa. BALLOGRAF penn- inn skrifar um leið og odd- urinn snertir pappírinn - mjúkt og fallega. Heildsala: 1>ÓH»UK SVEmSSOK & ( o. h.ff. Til leigu í Síðumúla 4, efri hæð, 370 ferm. hæð, gott fyrir léttan iðnað, eða skrifstofu. — Góð aðkeyrsla. — Upplýsingar í síma 31460. Verzlunarhúsnæði Húsnæði, sem áður var afgreiðsla happdrættis S. í. B. S. í Vesturveri til leigu nú þegar. Upplýsingar gefur húsvörður Vesturvers, Aðal- stræti 6. Ný sending enskar vetrarkápur og nœlonpelsar með loðkrögum. Kápu- og dömubúðin Laugavegi 46. Nýr Wiliys (jeppi) er með blæjum til sýnis og sölu að Eskihlíð 8 í dag. Skipti koma til greina á ódýrari bíl. — Upplýsingar í síma 18151.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.