Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLABIÐ Miftvikutfagur 26. okt. 1966 Eric Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag — Það er farin að koma hreyf- ing á, sagði hann á ensku og lét fallast niður í stól. — Ah! Þetta var betra, er það ekki? Hann leit á Josette með sýnileg- um áhuga, en sneri sér að Gra— ham áður en hann hélt áfram: — Ég heyrði talaða ensku, svo að ég fékk strax áhuga .... sagði hann. — Þér enskur, herra? — Já. En þér sjálfur? — Tyrkneskur. Ég líka fara til London. Góð verzlun. Ég fara að selja tóbak. Ég heiti Kuwetli, herra. — Og ég heiti Graham. Og þetta er frú Gallindo. — Gott, svaraði hr. Kuwetli, og hneigði efri hlutann, án þess að standa upp. — Ég ekki tala vel ensku, bætti hann við — og alveg til óþarfa. — Það er líka mjög erfitt mál, sagði Josette kuldalega. Henni var sýnilega ekkert um þetta aðskotadýr. — Konan mín tala enga ensku, sagði Kuwetli. Ég tek hana ekki með mér þessvegna. Hún hefur ekki komið til Englands. — En þér hafið það? — Já, herra, þrisvar sinnum, til að selja tóbak. Ég sel ekki mikið áður en nú sel ég mikið, Það er stríð. Bandaríkjaskipin sigla ekki mikið til Englands. Ensk skip flytja byssur og flug- vélar frá Ameríku og hafa ekk- er pláss fyrir tóbak, svo að Eng- lánd kaupir mikið tóbak frá Tyrklandi. Það er góð verzlun fýrir húsbónda minn. Það heitir Pazar & Co. — Það hlýtur að vera það. Hann vildi komast sjálfur til Englands, en talar enga ensku. Eða kann ekkert skrifa. Mjög ómenntaður. Ég svara öll bréf frá Englandi og útlöndum. En hann þekkir vel tóbak. Við fram leiðum það bezta. Hann stakk hendinpi í kaf í vasa sinn og dró upp vindlingahylki. — Gerið svo vel reyna sígrettur frá Pazar & Có. Hann rétti hylkið að Jos- ette. Hún hristi höfuðið. — Tesekk- iir ederim. Þessi tyrkneska fór í taugarn- ar á Graham. Það var eins og verið vaeri að gera gys að heið- arlegum tilraunum litla manns- ínsr.til að tala ensku við hann. —- Haha! sagði Kuwetli. — Þér talið mitt mál. að var fínt! Hafið þér verið lengi í Tyrk- landi? —- Ðört ay. Hún sneri sér að Gráham. — Ég vil gjarna þiggja eina af yðar sígrettum, þakka yðúr fyrir. Þetta var nú vísvitandi móðg- un, en Kuwetli bara brosti. Gra'ham þá einn vindling hjá honum. rí Þakka yður fyrir, þetta var fallega gert af yður. Má ég bjóða yðiir eitt glas hr. Kuwetli? , Nei, þakka yður fyrir, ég þarf að athuga herbergið mitt fyrir kvöldverðinn? -r. Þá kannski seinna? — Já, þakka yður fyrir. Með breikkandi brosi og hneigingu til jfjvors þeirra, stóð hann upp og -gekk áleiðis til dyranna. Gráham kveikti í vindlingn- »m; —- Var það nú endilega nauð •ynlegt að vera svona dónaleg við manninn? Hversvegna þurft «ð rþér að hrekja hann burt? Hún hleypti brúnum. — Ég er ekgert hrifin af þessum Tyrkj- um. Þeir eru .... Nú leitaði hún í .órðasafni bílasölumanna eftir viðeigandi orðum ........ — þeir eru bölvaður skríll! Sjáið þér bara, hvað hann er þykkskinn- aður. Hann getur ekki orðið vondur. Brosir bara. Já, hann kom mjög vel írám. — Ég skil þetta ekki, sagði hún reiðilega. — í síðasta stríði börðumst við með Frökkum gegn Tyrkjum. Mér var sagt margt af því í klausturskólan- um. Þetta eru hundheiðr.ar skepnur, þessir Tyrkir. Þeir hafa framið hermdarverk í Armeníu, 12 Sýrlandi og Smyrna. Tyrkir drápu ungbörn með byssustingj- unum sínum. En nú er allt orðið breytt. Þér eruð hrifinn af Tyrkj um. Þeir eru bandmenn ykkar og þið kaupið af þeim tókbak. Þetta er ekta ensk hræsni. Ég er Serbi og er langminnugri. — Nær minnið yðar kannski aftur til 1912? Ég var að hugsa um hermdarverk Serba í tyrkn- eskum þorpum. Flestir herir fremja það, sem við köllum hermdarverk, fyrr eða seinna. Þeir kalla það hefndaraðgerðir. — Og brezki herinn er kannski þar meðtalinn? — Það væri bezt að spyrja Indverja eða Búa um það. En hvert land á sína brjálæðinga. Sum lönd fleiri en önnur. Og þegar slíkum mönnum er gefið leyfi til að drepa, eru þeir ekki svo nákvæmir með það, hvernig þeir fara að því. En ég er hræddur um, að aðrir landar þeirra haldi áfram að vera mann legar verur. Sjálfur kann ég ágætlega við Tyrki. Hún var greinilega orðin reið við hann. Hann grunaði, að ókurt eisi hennar við Kuwetli hefði verið útreiknuð til þess að koma sér í mjúkinn hjá honum, og nú væri hún reið vegna þess, að hann hafði ekki brugðizt við eins og hún ætlaðist til. — Það er óloft hérna inni, sagði hún, — og matarlykt. Mig langar að fara út aftur. Þér megið koma með mér, ef þér viljið. Graham greip tækifærið. Hann sagði, er þau gengu til dyr- anna: — Ég held ég verði að taka upp úr töskunni minni. Ég sé yður kannski við kvöldverð- inn? wood1C H E F ’ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrœrivél n Engin önnur hrærivél býður upp á jafn- mikið úrval ýmissa hjá'partækja, sem Jétta störf húsmóðurinnar En auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun, og prýði hvers eldhúss. 1. Eldföst leirskál ng/eða stálskál. 2. Tengiás fyrir þevtara. hnoðara og hrærara, sem fest er og losað með einu léttu handlaKi. 3. Tengiás fyrir hakkavél, grænmetis- og ávaxtarifjárn. kaffikvörn, dósa- upptakara o. fl. 5. Tengiás fyrir hraðgengustu fylgitæk- in. — Aðrir tengiasai rofna, þegar lokinu er lyft. 6. Þrýstihnappur — og vélin opnast þannig, að þér getið hindrunarlaust tekið skálina burt. KENWOOD CHEF fylgir: Skál, þeytari, hnoða.i, hrærari, sleikj- ari og myndskreytt uppskrifta- og leið- beiningarbók. — Verð kr.: 5.900,00. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta. S'imi 21240 Jfekla Laugavegi 170-172 Svipurinn á henni breyttist snögglega. Nú varð hún alþjóða- fegurðardís, sem var að láta eftir ástsjúkum ungligi. — Eins og þér viljið. José kemur til mín seinna. Ég ætla að kynna ykkur. Hann mun vilja spila við yður. — Já, ég man eftir, að þér voruð að segja mér það. Ég verð að hugsa út eitthvert spil, sem ég spila vel. Hún yppti öxlum. — Hann vinnur, hvort sem er. En ég er búin að vara yður við honum. — Ég minnist þess þegar ég fer að tapa. Hann gekk til káetu sinnar og var þar þangað til þjónninn fór að ganga inn og berja bumbu til borðhaldsins. Þegar hann gekk upp aftur, leið honum betur. Hann hafði haft fataskipti, og honum hafði tekizt að ljúka við raksturinn, sem hann hafði byrjað á um morguninn. Hann hafði matarJyst og var reiðu- búinn til að sýna meðfarþegum i sínum einhvern áhuga. Flestir þeirra voru þegar setztir, er hann kom inn í sal- inn. Yfirmennirnir á skipinu borð- uðu sýnilega inni hjá sér. Að- eins var lagt á tvö matborð. Við annað sat Kuwetli og svo mað- ur og kona, sem hefðu getað verið frönsk hjón úr káetunni við hliðina á honum. Josetta var þar líka og með henni José, allur uppstrokinn. Graham brosti kurteislega til samkvæmisins og fékk að svari hávært „Gott kvöld“ frá Kuwetli, en Josette lyft brúnum. José kinkaði kolli kuldalega en frönsku hjónin störðu eins og bjánar. Það var eins og einhver spenna ríkti þarna, sem var annað og meira en þessi venjulega þegar fólk er enn ekki farið að kynnast. Þjónn inn benti honum að hinu borð- inu. í einu sætinu var þegar rosk- inn maður, sem hafði gengið framhjá á gönguferð sinni um þilfarið. Þetta var gildur, sigin- axla maður, með þungbúið, fölt andlit, hvítt hár og háa efrivör. Þegar Graham settist hjá hon- um, leit hann upp. Gra'nam horfði í stór, útstæð augu. — Hr. Graham? — Já. Gott kvöld. — Ég heiti Haller. Dr. Fritz Haller. Mér þykir rétt að taka það fram, að ég er Þjóðverji, og það meira að segja góður Þjóð verji og er nú á leið til heima- lands míns. Hann talaði enskuna vandlega og vel, og röddin var djúp. Graham varð þess var, að fólk ið í hinum sætunum var að horfa á hann í miklum spenningi. Hann skildi nú, hvernig á því stóð. Hann sagði rólega. — Ég er Englendingur. En það vitið þér sjálfsagt þegar. — Já, ég vissi það. Heller sneri sér að matnum, sem fyrir framan hann var. — Banda- menn virðast vera hér fylktu liði, og því miður er þjónninn fábjáni. Frönsku hjónin við næsta borð voru fyrst sett hérna. Þau vildu ekki matast með óvini, urðu móðguð og fóru. Ef þér eruð í þann veginn að fara eins að, sting ég uppá, að þér gerið það strax. Það eru víst all- ir að búast við því. — Ég sé það. Graham bölv- aði þjóninum í nljóði. — Hinsvegar kann að vera, að yður þyki þetta bara skemmti legt, sagði Haller um leið og hann braut brauðið sitt. — Það finnst mér sjálfum. Kannski er ég ekki eins mikill föðurlands- vinur og ég ætti að vera. Sjálf- sagt ætti ég að móðga yður áður en þér komizt að með að móðga mig, en að frátöldum hinum mikla aldursmun á okkur get ég ekki látið mér detta neitt í hug til að móðga yður með. Maður verður að þaulþekkja manninn, áður en maður getur móðgað hann að gagni. Franska frúin kallaði mig til dæmis að taka „skítugan Boche“. Ég læt það ekki á mig fá. Ég fór í bað í morgun og hef ekki neina slæma ávana. — Ég skil yður. En.... — Já, þarna er um manna- siði að ræða. Það geri ég mér ljóst. Sem betur fer, þá get ég eftirlátið yður að verða fyrri tiL Þér skuluð fara eða vera, alveg eftir því, sem yður sjálfum þókn ast. En nærvera yður gerir mér ekkert til. Ef það væri þegjandi samkomulag, að við minntumst alls ekki á alþjóða-stjórnmál, gætum við meira að segja átt skemmtilegan hálftíma saman. En sem sagt, ráðið þér því sjálf- ur, sem aðkomandi: Graham tók upp matseðilinn. — Mér skilst, að það sé siður and stæðinga og stríðandi þjóða að láta hvor annan sem allra mest afskiptalausan á hlutlausri grund og um fram allt að styggja ekki aðra hlutlausa, sem viðstaddir kunna að vera. En svo er þjón- inum fyrir að þakka, að við get- um ekki látið hvor annan af- skiptalausan. Og mér finnst eng- in ástæða fyrir yOkkur að gera það versta úr erfiðri afstöðu. Vafalaust getum við skipulagt sætin okkar öðruvísi fyrir næsiu máltíð. Haller kinkaði kolli til sam- þykkis. — Mjög skynsamlegt. Og ég skal játa, að ég er feginn samveru yðar í kvöld. Konan mín er sjóveik og verður kyrr í káetunni sinni. Mér finnst þessi ítalski matur tilbreytingarlítill, ef maður þarf að eta hann þegj- andi. — Ég er tilleiðanlegur til að vera á sama máli, sagði Graham. Hann brosti viljandi, og heyrði einhverja ókyrrð frá hinu borð- inu. Hann heyrði líka eitthvert viðbjóðshróp frá frönsku kon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.