Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1966 BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDU M BILA LEIGA MAGIMUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 effírlokun simi 40381 'iM' 1-44-44 mmim Hverfisgrötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BILALEIGAINI VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BÍLALEIGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. —^BÍLALEIGAN ALUR P Kr. 2,50 p’ á ekinn km. 300 kr. daggjald RAUÐARÁRSTlG 31 SfMI 22022 BO S C H Háspennukefli aJLa 6 volt. 12 voit. Brœðurnir Ormsson Lágmula 9. — Smu 'JtSúZO. Hlutleysi og Ríkisútvarp Velvakanda hafa borizt ýmis bréf, þar sem kvartað er undan hlutleysisbrotum eða hiutdraegni í Ríkisútvarpinu. — Velvakandi birtir hér sýnis- horn úr þremur slíkra bréfa, en öll voru þau of löng til þess að prentast í heild. „Gandur" skrifar m.a.: „Ég hef dvalizt í Noregi all- langan tíma undanfarið og hlot- ið alla mína vizku um heims- málin úr norska útvarpinu og norska sjónvarpinu. Þegar ég kom heim og tók að hlusta á íslenzka Ríkisútvarpið, brá mér í brún. Engu var líkara en ég hefði dvalizt á annarri plánetu, svo utangátta var ég við þau „heimsmál“, sem Ríkisútvarpið okkar ber á borð fyrir hlustend ur sína. Ég sagði útvarpið „okk- ar“ af ásettu ráði, þar sem við, íslenzkir útvarpseigendur, er- um skyldaðir til þess að greiða stórar summur árlega til Ríkis- útvarpsins, svo að það er þjóð- areign, og við eigum að mega treysta því, að það sé hlutlaust eða óhlutdrægt. En hvernig er það haldið? Fréttir útvarpsins eru mjög (segi og skrifa mjög) litaðar, kommúnistum í vil. Ég er eng- inri McCarthy, en mér finnst óþarfi, að í vestrænu lýðræðis- landi séu fréttir valdar og skrif aaðr með tilliti til hins alþjóð- lega kommúnisma, mestu og verstu yfirgangsstefnu okkar aldar, sem vill allt það feigt, er íslenzka lýðveldið stendur fyrir. Mér finnst Ijóst, að hér sé meira lagt upp úr alls konar ómerkilegum fréttum, sem hugs anlega gætu haft áróðursgildi fyrir kommúnista, en t.d. í norska útvarpinu. Annað hvort hefur meirihluti fréttamanna útvarpsins takmarkaðan skiln- ing á mikilvægi einstakra frétta, eða þeir eru undir áhrif um kommúnista, svo að frétta- skyn þeirra hefur brenglazt. Engu lagi er líkt, hve oft nauða- ómerkilegar fréttir eru gerðar að höfuðefni dagsins, ef þær eru á einhvern hátt niðrandi fyrir okkur vestræna menn. — Sama gildir raunar oft um dag blöðin. „Frétt“, sem óhugsandi er að finna nema kannske ein- dálka á innsíðu í norrænum bJöðum, er stundum slegið upp yfir þverar forsíður ólíklegustu blaða. Eru íslenzkir blaða- og fréttamenn svo illa menntaðir, að þeir þekki ekki orð Leníns og annarra mósesa kommúnism ans um að hafa beri áhrif á all an fréttaflutning og hugsana- gang allra þeirra, er með ein- hverju móti koma nálægt hinni svonefndu „skoðanamótun"? — Er þeim ekki löngu orðið ljós, eins og kollegum þeirra úti í heimi, hin velskipulagða og lævislega menningar- og frétta sókn kommúnista? Öllum ráð- um á að beita, skv. fyrirskipun- um hinna hvítskeggjuðu og hálf geggjuðu ofbeldismanna á síð- ustu öld, sem tóku ómakið af kommúnistum þessarar aldar við að hugsa. Þar sem útilokað er, að út- varpið geti birt allar fréttir, hefur fréttaskyn, fréttamat og fréttaval vitanlega mikið að segja hjá starfsmönnum þess. En það er ekki nóg með það, heldur eru ýmsir starfsmenn Ríkisútvarpsins okkar, sem sjá um einstaka þætti (ekki endi- lega fréttir) greinilega undir áhrifum vinstri sinnaðra ein- ræðisseggja. Er það nokkur tilviljun, að fjölmennasta stéttin meðal þeirra, sem skrifuðu undir eitt hvert varnarleysisávarp komm únista í sumar, var útvarps- starfsmannastéttin? Ekki verka menn, sjómenn eða bændur, heldur var hin tiltölulega fá- menna stétt útvarpsmanna fjöl mennust! Varðar það ekki við landráð að vilja hafa landið varnarlaust? Hvers konar þjóð- félagsþegnar eru það, sem vilja hafa ættland sitt opið og óvarið, og geta þeir verið ríkisstarfs- menn? Eigum við að borga slík um mönnum kaup? Ég a.m.k. uni því ekki sem útvarpsviðtæk iseigandi, að fé mitt lendi hjá slíkum mönnum". — Velvakandi veit ekki til þess, að til séu sérstök „land- ráðalög", en minnast mættu menn þess, að Jón Sigurðsson taldi það eina verstu ógæfu, er íslendinga gæti hent, að land þeirra væri varnarlaust. Áróður hjá útvarpsstarfs- mönnum „Nemandi“ skrifar m.a.: „Kæri Velvakandi: Ég á útvarpstæki og greiði af notagjald mitt til íslenzka Ríkis útvarpsins, svo að það geti hald ið uppi „óhlutdrægu" eða „hlut lausu“ útvarpi á íslandi. Við skulum láta liggja á milli hluta, hve hrifinn ég er af því, að ís- lenzka ríkið skuli hafa einok- unarrétt á jafn-mikilvægu fjöl- miðlunartæki og hljóðvaipið er, og við skulum einnig sleppa skoðunum mínum á þvi, hve heppiiegt svokallað „hlutleysi“ eða svonefnd „óhlutdrægni" er. Svona er það bara, — þetta eru tvær staðreyndir, sem við verð- um að gera okkur ljósar, áður en lengra er haldið. Meðan ég greiði afnotagjaíd mitt (og það yrði ég að gera, þótt ég hlustaði aldrei á annað en t.d. BBC eða danska útvarp- ið, fyrst ég á útvarpstæki, sem ekki er innsiglað og því ónot- hæft), já, meðan' ég greiði ís- lenzka ríkisútvarpínu afnota- gjald, á ég heimtingu á því, að útvarpið haldi sér strengilega við þær reglur, sem Alþingi ís lendinga hefur sett því, þeirra á meða reglurnar um óhlut- drægni. Hvernig eru þær nú haldnar? Það er á allra vitorði, sem fylgjast með erlendum fréttum í útlendum blöðum, tímaritum og útvörpum, að fréttir íslenzka Rikisútvarpsins eru mjög rauð litaðar, svo að ekki sé meira sagt, þótt við fréttastofu þess starfi ýmsir ágætir menn og ó- smitaðir af rauðum hundum. Lopinn er teygður út í það óendanlega um einskisverða at- burði, ef þeir falla vel í kram- ið hjá samúðarmönnum komm- únista og ungæðisfullum vinstri handarkrökkum, svo að ekki sé minnzt á hina yfirlýstu komm- únista sjálfa, sem hjá útvarpinu starfa. Veit ég vel, að flestir fréttastofumenn mundu óhik- að skrifa undir yfirlýsingu um það, að þeir væru ekki komm- únistar. En af hverju eru þeir þá undir þessum annarlegu á- hrifum? Stundum finnst manni, að vestræn rödd megi ekki heyr- ast í Ríkisútvarpinu. Um leið og orðinu er hallað á kommún- ista (sagt frá glæpum þeirra, hermdarverkum í Vietnam o.s. frv., eins og feimnislaust er sagt frá í útvarpsstöðvum Norð urlanda) er rekið upp rama- kvein um hlutleysisbrot í Þjóð- viljanum. Þessu þá líka blaði! Hver þarf að óttast það? Og er það eitthvert hlutleysisbrot að skýra frá staðreyndum um at- ferli kommúnista? Er nokkur kommúnistaflokkin’ til á ís- landi? Ekki er mér kunnugt um það. Hins vegar eru hér til snjallir áróðursmenn þeirra í ýmsum flokkum, sem kunna að koma ár sinni vel fyrir borð og ráða sig til vinnu hjá fjölmiðl- unarstofnunum samkvæmt beiðni yfirboðara sinna, sem vita ósköp vel, hvar þeir eiga að plasera sína menn. En því minninst ég á afnota- gjald mitt til hins hlutlausa út- varps, að nú undanfarið hafa nokkrir starfsmenn útvarpsing. sem sjá um fasta þætti, brotið hlutleysisreglur þess svo frek- lega, að ég, sem er venjulegur hlustandi og afnotagjaldsgreið- andi, sætti mig ekki við það. Ég vil ekki una því, að fjár- munum mínum, sem ég afla með súrum sveita og greiði með þungum þanka til Ríkis- útvarpsins í trausti þess, að þeir verði ekki misnotaðir heldur notaðir mér og öðrum til menningarauka, sé varið til að afla þeim mönnum auka- tekna, er einskis svífast til að svivirða þjóðfélag okkar. Ein- hver maður, sem annast þátt- inn „Ungt fólk í útvarpi", leyf- ir sér að flytja stríðsmessu yfir saklausum áheyrendum (22. sept?) Þessi þáttur er áreiðan- lega fenginn manninum í hend- ur til þess að lofa hlustendum að heyra frá ungu fólki, en ekki til að flytja áróður. Ég heyrði ekki, að þáttarhafi þyrði að kynna sig, heldur hóf hann allt í einu og fyrirvaralaust sitt hysteríska mál, sem ekk- ert erindi átti í þætti sem þess- um. Hsmn leyfði sér að tala um hina „svívirðilegu árás'* Bandaríkjamanna á íslendinga vegna sjónvarpsmálsins marg- þvælda! Hverju nafni mundi hann nefna „svívirðilega árás“, væri hún raunverulega gerð? Allt rausið í manninum, sem mér er sagt, að eigi að fá fasta- þátt í sjónvarpinu, beindist að þeim hræðilega hlut, að við, vesælir og áhrifagjarnir ís- lendingar, fáum enn að velja um sjónvarpsstöð. Hvað segir hann og hans líkar, þegar við getum valið um hverja stöð sem er í veröldinni? Eru skoð- anir fasista að komast aftur I tízku? Mússólíni bannaði ítöl- um að hlusta á franska útvarp- ið“. (Niðurlagi bréfsins er sleppt). ■jf Starfsmannaval Ríkisútvarpsins o. fL „Húsmóðir" skrifar hug- vekju vegna fyrri fréttaauk® útvarpsins frá Peking, og birt- ist hér hluti úr henni: „Ég hlustaði á Stefán Jóns- son, „frétta“-mann, segja frá Kína. Mér brá ekkert, en hina vegar finnst mér, að Útvarps- ráð megi fara að athuga sum gang. Ég greiði þó allavega með útvarpinu, og þótt ég heimti ekki endilega „að fá eitthvað fyrir snúð minn“, mætti hið þingkjörna Útvarps- ráð samt stundum taka tillit til þess, að við „neytendurnir14 höfum samþykkt samstöðu ís- lands með vestrænum ríkjum og ætlumst ekki til að útvarp hins íslenzka lýðveldis sé undir áhrifum frá útvarpskomma- gemsum í tíma og ótíma. Til- breytingin er alltaf góð. Ég hef sjaldan getað gleypt það hrátt, sem Tass-„frétta“ stofan hefur miðlað okkur, þó að ekki hafi það staðið í frétta- mönnum útvarpsins okkar. Þeir hafa kannske gleymt orðum Leníns, sem Stalín, Krústjoff og Breznev hafa endurtekið á flokksþingum, að „sannar fré't- ir“ séu ekki til, nema þær stuðll að framgangi kommúnismans. „Mikilvægt er, að fréttir handa fjöldanum séu miðaðar við áróðursgildi þeirra“. Þrátt fyrir þetta held ég, að rík's- ráðnir starfsmenn okkar ís- lendinga við Ríkisútvarpið þurfi ekki að rengja frásagmr Tass um æskuna í Kina núna. Hafi fólk eins og, sem töluvert hef kynnzt því, hvernig komm- únismi komst á í Austur-Evr- ópu, lesið áreiðanlegar fregnir af kúnstum Rauðu varðliðanna í Kína, þá sannfærist það um, að sízt er framkvæmd komm- únismans austur þar betri en f Evrópulöndum. Var því óþarfl hjá Stefáni þessum að rengja Tass-fréttastofuna fyrst nú, þegar hún segir áreiðanlega satt. Vel man ég hinar hræðilegu lýsingar Skúla Magnússonar, SÍA-manns, í „Rauðu bók- inni“ á ástandinu í Kína. Þar skýrði hann m.a. frá uppeldi barna á þeim árum í Kína, og hugsa ég, að þau börn séu nú orðin nógu vel sprottin úr grasi til að velta nokkrum legstein- um, en það fannst starfsmanni okkar landsmanna allra hjá Ríkisútvarpinu allt í lagi, af því að „kristnir menn“ ættu f vígaferlum í Vietnam! Er ekk- ert aðhald haft með því, hvers konar menn fá starf hjá okkur útvarpshlustendum? “. — Bréf „Húsmóður" er all- miklu lengra, en rúmsins vegna birtist ekki meira í bráð. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðruia blöð—■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.