Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1966 Lögð verður áherzla á að halda áfram stækkun fávitahælis í Kópavogi — IUikilsverðar umbætur á þessu sviði í frv. ríkisstjórnarinnar — Kaflar úr ræðu Jóhanns Hafsteins, heil- brigðismálaráðherra á Alþingi Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var frv. ríkisstjórnar- innar um fávitastofnanir til 1. umræðu og flutti Jóhann Haf- stein, heilbrigðismálaráðherra þá ítarlega ræðu um þróun þessara mála hér á landi, ástand og horfur. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr ræðu heilbrigðismála- ráðherra: Aður en ég kem að efni þessa frv., sem hér liggur fyrir um fávitastofnanir, er rétt að gefa örstutt yfirlit yfir fávitahælis- rekstur ríkisins, en það er í stór um dráttum þannig, að fyrir 20. desember 1941 keypti ríkissjóður af læknishéraðsstjórn Klepps- járnsreykjalæknishéraðs læknis- bústað á Kleppjárnsreykjum, sem þá var verið að leggja niður sem slíkan og svo jörðina Kleppjárns reyki. Og fyrst var þar rekið dvalarheimili ungmenna, en í október 1943 er húsið autt og þá kemur fram sú hugmynd, að setja þar á stofn fávitahæli. í bréfi heilbrigðismálanefndar dag sett 12. janúar 1944 segir að heilbr.m.n. hafi ákveðið að setja á stofn fávitahæli á Kleppsjárns reykjum, og hefur það verið í undirbúningi um nokkurt skeið og mun hælið taka til starfa inn an fárra daga. Þar er siðan rek- ið fávitahæli til sumarsins 1958, en þá flutt á Kópavogshæli. Kven félagið Hringurinn stofnsetti fyr- ir löngu síðan hressingarhæli fyr ir berklasjúklinga og rak það fyrir eigin reikning. Með bréfi dags. 14. marz 1939 færir land- læknir heilbrigðismálaráðherra það skilaboð eigenda Kópavogs- hælis, að þeir bjóðist til þess að afhenda ríkinu að gjöf hælið, þ.e. húseignina með öllu innan- stokks. Og gjöfin var þegin og tekið við henni um áramótin 1939—1940. Kópavogshælið var fljótlega tekið undir holdsveikis sjúklinga, en í bréfi dags. 24. maí 1945 setur landlæknir fram þá hugmynd. að Kópavogshælið verði framtíðarstaður fyrir fá- vitahæli ríkisins og Kleppjárns- reykjahælið smám saman lagt niður og vistmenn fluttir í Kópa vogshæli og þar reistar sérstak- ar byggingar fyrir fóvitahæli. Þá voru á holdsveikraspítalanum 10 sjúklingar og því taldi landlækn- ir æskilegt, að önnur'stofnun rísi upp á staðnum samfara því, að holdsveikraspítalinn dragist sam an. í bréfi til landlæknis dags. 16. júlí 1945 samþykkir ráðuneyt ið tillögu hans um fávitahælið í Kópavogi og heimilar honum í samráði við húsameistara ríkis ins að undirbúa, að reistir verði þegar 1945 skáli fyrir allt að 20 fullorðna fávita, karlmenn, og verði hann settur niður með hlið sjón af því, að hælinu í Kópa- vogi verði smátt og smátt breytt í fullkomið fávitahæli. Það mun samt lítið hafa gerzt í þessu máli eftir þetta, því að 6. janúar 1949 skrifar ráðuneytið land- lækni og leggur fyrir hann að hlutast þá þegar til um, að húsa meistari ljúki þegar teikningu að einni deild fávitahælisins og í bréfi ráðun. dags. 20. júní 1949 er húsameistara falið að hefja hið fyrsta byggingu skála fyrir fávitahælið í Kópavogi. Bygging arframkvæmdirnar eru síðan hafnar það sumar og standa yfir við þann skála þangað til 1953. Með bréfi dags. 18. febrúar 1952 er síðan lagt fyrir húsameistara að hefja undirbúning að öðrum skála sams konar og sá fyrri. Rekstur fávitahælis hefst síðan í Kópavogi 13. desember 1952 með því, að önnur deildin í fyrsta skálanum tekur til starfa, en síð ari deildin tekur síðan til starfa nokkrum mánuðum síðar og þá er hvor deild ætluð 15 vistmönn um. Siðari skálanum var ekki lokið fyrr en á árinu 1958 og tekur til starfa að hluta 17. júní það ár og um það leyti er Kleppjárnsreykjahælið lagt nið- ur og vistmenn fluttir þaðan í Kópavogshælið. Síðan hefur ekki verið fyrr en nú, aukið við vist- mannarými í Kópavogshæli, en hælið er talið rúma 81 vistmann, en oftast höfðu þá verið 100— 115 vistmenn og í árslok 1964 voru rúm í notkun í hælinu 113. Með bréfi dags. 26. júlí 1963 heimilaði ráðun. að reistar verði 3 hælisdeildir, sem hver rúmi 15 vistmenn og tveim af þessum deildum var lokið á s.l. hausti, og það er gert ráð fyrir, að sú þriðja ætti að geta tekið til starfa von bráðar. Kostnaður við þess- ar deildir verður sennilega ekki undir 20 millj. kr. og greiðist svo til alveg af styrktarsjóðnum, verður sennilega röskar 20 millj. kr. Með bréfi dags. 20. apríl 1965 samþykkir ráðun. till. bygginga- nefndar hælisins um næstu á- fanga í hælisbyggingum, það eru vinnustofur, verkstæði, kennslu stofur og leikstofur fyrir sjúk- linga, vinnustofur lækna, rann- sóknarstofur, skrifstofur og al- menna afgreiðslu, eldhús fyrir stofnunina, borðstofu fyrir starfs fólkið og tvær sjúkradeildir fyrir börn. í hvaða röð þessar bygg- ingar verða byggðar eða hvenær fé verður fyrir hendi til þeirra liggur ekki að öllu leyti fyrir enn. Land það, sem hælið stendur á, er tilheyrandi þjóðjörðinni Kópavogi ,og með bréfi dags. 27. júlí 1939 afhenti atvinnumála ráðh. heilbrigðisnefnd óráðstaf- að land jarðarinnar til afnota fyrir fávitahæli. Land þetta tak- markast af Hafnarfjarðarvegi, Kópavogsbraut, Urðarbraut og sjó, auk þess sem hælið hefur yfir að ráða Kópavogslandi aust an Hafnarfjarðarvegar. Kvenfé- lagið Hringurinn hafði búrekstur í Kópavogi með hælisrekstrinum. 1948 keypti ríkið þann rekstur og hefur búið síðan verið á veg- um ríkisspítalanna. Rekstri hælis ins er hagað á sama hátt og ann arra ríkisspítala. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna og skrifstofur þeirra sjá um reksturinn. Dag- gjöld vistmanna hafa verið þar hin sömu og Vífilsstaðahæli og Kleppsspítala og s.l. ár eða árið 1964 er átt við þarna, var út- koman á rekstri heimilisins þann ig, að segja má, að það hafi stað ið undir sér fjárhagslega, en ann ars er reksturshalli greiddur af ríkissjóðnum. Samkv. 1. um ríkis framfærslu sjúkra manna og ör- kumla greiðir ríkið 80% af dag- gjaldi vistmanna, en sveitarfélag þeirra 20%. Þessu hæli stjórnar forstöðumaður, nú Björn Gests- son, og jafnframt er þar yfir- læknir. Það er nú kona Björns, Ragnheiður Ingibergsdóttir, og hafa þau hjón sérstaklega lært til slíkra starfa. Starfslið hælis ins er sennilega nálægt 70 manns nú og gæzla á umönnun vist manna að mestu leyti í höndum svonefndra gæzlusystra, en það eru stúlkur, sem til þessa starfs eru þjálfaðar í hælinu sjálfu. Þegar teknar voru til starfa hin ar tvær nýju deildir á s.l. hausti, hafði ég aðstöðu til að skoða þetta hæli og verður að segja, að það er allt með hinum mesta myndarbrag og þar hefur verið unnið af mikilli framsýni, enda eftir fyrirframgerðum áætlunum og búið þannig að þessu sjúka fólki, sem þarna á hlut að máli eins og verður bezt á kosið, að því að ég hygg. Og ég tel, að þeir eigi miklar þakkir skildar, sam hafa veitt forstöðu rekstri hælisins og einnig byggingar- nefndin, sem hefur séð um og hefur haft með höndum bygg- ingarnar. Nú var það eins og fram kem ur í grg. þessa frumv. í nóv. 1965, að ég skipaði þriggja manna nefnd til þess að endurskoða lög um fávitahæli. En Benedikt Tómasson skólayfirlæknir var for maður nefndarinnar. Björn Gests son forstöðumaður fávitahælis- ins í Kópavogi, annar nefndarm. Hrafn Bragason, lögfræðingur, sem var skipaður af menntamála ráðuneytinu. Það kemur fram í grg. frv. hvernig ástandið er í þessum málum nú hjá okkur. Það er að visu sagt svo, að þar sem skýr- ingin á fávitahætti er á reiki og allmargir lenda á mörkunum, er örðugt að meta tíðni hans og þá einkum að bera saman tíðnina í löndum, en eftir því, sem næst verður komizt, mun hún svipuð hér á landi og í grannlöndunum. segir nefndin sem undirbjó frv. og eftir að hafa nánar gert grein fyrir henni er það skoðunin, að samkv. því, sem bezt verður vlt- að, þyrfti að vera til fávitahæli hér fyrir allt að 400 manns, til þess að halda í við fólksfjölgun, þyrfti að auka við 7—8 rúmum á ári eða sem svarar einni hælis deild annað hvert ár. Samkv. þessum niðurstöðum er mikil vöntun á rými fyrir fá- vita hér og þess vegna enn lögð áherzla á að halda áfram af miklum krafti þeim áætlunum, sem liggja fyrir um áframhald- andi stækkun og byggingu fávita hælisins í Kópavogi. Stofnun Styrktarsjóðs vangef- inna hefur orðið til mikillar bless unar og það hefur á undanförn- um árum úr þessum sjóði runn- ið verulegar fjárhæðir til þess að byggja fávitastofnanir bæði ríkisins og til styrktar fávita- stofnunum, sem einstaklingar hafa beitt sér fyrir að reisa. Ég vil, til upplýsingar í þessu sam- bandi, geta þess, að samkv. árs- reikningum sjóðsins 1958—1963 hér segir: í Kópavogshæli 26 hefur honum verið ráðstafað sem millj. 100 þús. kr., í Lyngás, þ.e. dagvistarheimili 800 þús., í Skála tún 11 millj. 700 þús. kr., í Sól- heima 5 millj. 178 þús. kr., og í Tjaldanes 1 millj. 500 þús. kr. eða samtals 45 millj. 278 þús. kr. Ég vil aðeins víkja að 6. gr. sérstaklega, sem er nýmæli; að heimila Lyngás, sem er rekið af Styrktarfélagi vangefinna, það er eina dagheimili sinnar Jóhann Hafstein. tegundar í landinu og það má segja, að þarna muni af ákvörð un 6. gr. leiða kannski nokkuð kostnaðarauka fyrir ríkið, en á það er að líta, sem kemur fram í ath.s. nefndarinnar sem samdi rfv. við 6. gr., að þó að hækki að sjálfsögðu greiðslur úr ríkis sjóði frá því, sem nú er samkv. þessari gr., verða þau engu að síður miklu lægri en þær myndu verða, ef börnin í Lyngási væru á fávitahæli. Ég vil leyfa mér að mega vænta þess, að með þessu frv. sé fenginn viðunandi rammi lög- gjafarinnar, til þess að starfa eftir á sviði þessara mála og þegar einnig er höfð í huga ; ú tekju öflun, sem til er með öðr- um lögum. Að sjálfsögðu yrði vel tekið öllum ábendingum hér í þessari hv. d., og frá þeirri n., sem fær málið til meðferðar, sem gæti orðið til bóta á þsssu frv., en ég vil leyfa mér að mega vænta þess, að um það geti engu að siður orðið gott sam- komulag og því verði tryggður framgangur á þessu þingi. Rœtt um bráðabirgðalög vegna þjónadeilunnar á Alþingi: Lögin skáru á hnát, sem stefndi ferðamálum í hættu — sagði Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra á t>ingfundi i gær Á FUNDI neðri deildar í gær. urðu harðar umræður um stað- ] festingu bráðabirgðalaga frá í sumar, en þau voru sett til lausn- ar þjónadeilunni víðfrægu. Efni brbl. er, sem kunnugt er, á þá leið, að deilunni var vísað til gerðardóms, er Hæstiréttur skip- aði. Ingólfur Jónsson (S): Frv. það, er hér um ræðir, er flutt til stað- festingar brbl. til lausnar deilu framreiðslumanna og veitinga- manna. Það hefur verið rætt mikið um þetta mál, og' ég ætla, að allir þingm. hafi fengið bréf frá fram- leiðslumönnum um þetta mál, þar sem þeir skora á hv. alþm. að fella þetta frv., sakir þess að þau hafi verið gefin út að nauðsynjalausu. Ef til vill hafa fleiri slíka skoðun á málunum, en þeir, sem gerst þekkja til, telja, að brýna nauðsyn hafi bor- ið til að stöðva þessa deilu, þar eð hún kom upp um háanna- tímann, þegar ferðamanna- straumur var hvað mestur. Vel getur verið, að einhverjir segðu sem svo, ferðamenn hefðu vel getað komið, þótt deilan hefði ekki verið leyst, því að framreiðslumenn hafi boðið nauð synlega þjónustu, og því hefði verið hægt að veita ferðamönn- Ingólfur Jonsson. um nauðsynlega þjónustu. Ég kynnti mér þetta mál, og í ljós kom, að undanþágurnar nægðu ekki til, að hægt væri að taka á móti ferðamönnum eins og vera ber. Ferðamannastraumur hing- að til lands, hefði stöðvast að mestu, sbr. umsögn flugfélag- anna, ferðaskrifstofa og ferða- málaráðs. Bráðabirgðalögin kveða svo á, að deilan verði leyst með gerð- ardómi, sem kvæði á um kaup og kjör framreiðslumanna. Störf um þessa dóms er enn ekki lokið en fer senn að ljúka. Það væri ekki ástæða að fara fleiri orðum um þetta mól, ef ekki lægi fyrir téð bréf fram- reiðslumanna. Vegna þess tel ég rétt að greina nokkuð nánar frá því, hvernig málin stóðu, og færa rök að, hvernig farið hefði, ef ekkert hefði verið gert. Eins og ég gat um áðan, hefur ferðamannastraumur aukist mik- ið hin síðari ár, enda hefur margt verið gert til að laða þá að. Fjöldi gistirúma í landinu hefur stóraukizt, og skólar hafa verið teknir í notkun að sumar- lagi, til að hægt hafi verið að taka á móti fleiri gestum. Ferða- málaráð, sem stofnað var 1964 hefur og unnið þarft verk. Árið 1950 var tala ferðamanna hingað 4383, en er nú 1965 kom- in upp í 28.879. Gjaldeyristek.iur af ferðamönnum voru 1950 kr. 845.134, en eru 1965 orðinn 82 millj. 107 þús. kr., þannig að við höfum nú talsverðar tekjur af ferðamönnum. Það er því tals- vert í húfi, að eyðileggja ekki þann góða árangur, sem náðzt hefur í þessum málum. Lögin, sem sett eru til lausnar deilunni, sem ekki er raunveru- leg kjaradeila, er ekki stefnt að öðrum aðilanum, því enginn veit fyrirfram, hvernig dómurinn hljóðar. Lögin skáru á hnút, sem Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.