Morgunblaðið - 28.10.1966, Page 3
í’östuaagur 2b. okx. i»bo
ClfVAUWOWiiMlftiv
Forsætisráðherra á bfaðamannaí undi i Sviþjóð:
Leggjum áherzlu á rétt ís-
lands til alls landgrunnsins
Ahyggjur af vaxandi verndar-
tollum á fiski
Einkaskeyti til M>bL
frá AP, 27. okt.
BJARNI Benediktsson, for-
sætisráðherra, hélt fyrirlestur
við Stokkhólmsháskóla í dag,
þar sem meðal viðstaddra var
Torsten Nilsson, utanríkisráð-
herra Svía. Síðar átti hann
fund með fréttamönnum, þar
sem hann svaraði spurning-
um um ýmis mál, m. a. her-
6töðina á Keflavíkurflugvelli,
sjónvarpið þar og afstöðu ís-
lendinga til markaðsbanda-
laganna EFTA og EBE.
ÍTr einangrun
í fyrirlestrinum, sem forsaetis-
ráðherra nefndi: „ísland fyrr og
nú“ gaf hann yfirlit yfir menn-
ingarsögulega, stjórnarfarslega
og efnahagslega þróun íslands og
iagði á það áherzlu, að ísland
hefði breytzt í nýtízku tækni- og
velmegunarríki á aðeins tveim-
iur mannsöldrum og væri nú
smám saman að brjótast út úr
langvarandi einangrun.
Hann lagði áherzlu á mikil-
vægi fiskveiða fyrir íslendinga
og kröfur þeirra um að færa út
t fiskveiðilögsögu sína svo, að
nún næði til landgrunnsins alls.
Hinsvegar teldu íslendingar
nauðsynlegt að auka íjölbreytni
útflutningsafurða sinna og teldu
því lífsnauðsyn að hagnýta orku
lindir sínar, m.a. vegna þess að
fiskveiðar, einkum þorskveiðar,
væru stopular.
Jafn réttháir aðilar
Forsætisráðherra ræddi um
bandaríska varnarliðið og lagði
á það áherzlu, að Bandaríkja-
stjórn hefði aldrei reynt að beita
mætti sínum í samningum um
herstöðina í Keflavík, sem væri
viðkvæmt mál — heldur ætíð
komið þannig fram í samninga-
viðræðum, sem þar ættust við
jafnréttháir aðilar. Málið sagði
hann, að hefði verið deiluefni á
íslandi allt frá stríðslokum og
væri enn umdeilt, — en eins
og ástandið væri í heiminum í
dag teldu flestir fslendingar
að varnarliðið þyrfti að vera í
landinu. íslendingar gætu hins
vegar sagt upp herstöðvarsamn-
ingnúm einhliða með sex mán-
aða fyrirvara. Fjárhagslega
sagði forsætisráðherra enga
ástæðu til að halda lengur í
varnarliðið. Tekjur íslendinga af
Dr. Bjarni Benediktsson.
herstöðinni bandarísku næmu
aðeins 1.5% af þjóðartekjunum,
sem teljast mætti lítið í þjóð-
félagi sem hinu íslenka.
Hugsa um aðild.
A fundi, sem forsætisráðherra
átti með fréttamönnum síðar í
dag var hann spurður um af
stöðu fslands til markaðsbanda-
laganna tveggja í Evrópu, EFTA
og EBE. Svaraði hann því til
að íslendingar, sem ættu að
hvorugu bandalaganna aðild
væru enn að hugsa um að sækja
um aðiM að öðru hvoru þeirra.
Það væri bráðnauðsynlegt fyrir
framtíð efnahagslífs svo ein-
angraðs ríkis. Hann bætti því
þó við, að íslendingar væru hik-
andi við að stíga þetta skref,
vegna hins viðkvæma en lífs-
nauðsynlega fiskútflutnings þjóð
arinnar.
Ráðherrann upplýsti að 40%
utanríkisviðskipta íslendinga
væru við EFTA-ríkin og um
20% við EBE-ríkin. Hins vegar
kvað hann íslendinga hafa á-
hyggjur af vaxandi verndar-
tollastefnu gagnvart fiskafurð-
um innan Efnahagsbandalagsins
— en íslendingar hefðu vonað
að með aðild að Kennedy-um-
ræðunum og GATT-alþjóða tolla
bandalaginu, kæmust þeir að
betri kjörum. Ennfremur ættu
íslendingar í nokkrum erfiðleik-
um innan EFTA, einkum á brezk
um markaði, sem væri afar
mikilsverður. En fiskafurðir, sem
næmu 95% af heildarútflutningi
Islendinga skiptu EFTA-ríkin
ekki svo miklu máli. Kvaðst
hann þó vona að þetta breyttist.
Bjarni Benediktsson sagði, að
viðræðurnar yið viðskiptamála-
ráðherra Svía, Gunnar Lange,
hefðu verið afar nytsamlegar og
fróðlegar, en af hálfu EFTA
hefðu, enn sem komið væri, ekki
verið gefin nein ákveðin loforð.
Forsætisráðherra drap á, í sam
bandi við hin miklu viðskipti við
EFTA-ríkin, að íslendingum
fyndigt óréttlátt, að vissir aðil-
ar á Norðurlöndum vildu tak-
marka lendingaréttindi íslenzka
flugfélagsins Loftleiða á Norð-
urlöndum. Lagði hann áherzlu
á, að starfsemi flugfélagsins
væri íslandi afarmikilvæg.
Sjónvarpsmál
Forsætisráðherrann var spurð-
ur um framtíð Keflavíkursjón-
varpsins, með hliðsjón af tilkomu
íslenzka sjónvarpsins og sagði,
að um það mál væri mikið deilt.
Margir væru þeirrar skoðunar,
að bandaríska sjónvarpið væri
hættulegt íslenzkri menningu —
svo gæti orðið, ef eingöngu væri
erlent sjónvarp til frambúðar og
því hefði verið ráðizt í að koma
upp íslenzku sjónvarpi. Það
mundi þó 'verða dýrara en við
var búizt upphaflega, þrátt
fyrir tekjur af sj ónvarpstækj um
og auglýsingum.
Forsætisráðherrann gat þess
einnig, að íslendingar væru á
verði um stöðu sína innan NATO
en teldu rétt að háfa bandarískt
varnariið í landinu og e. t. v.
einnig að leyfa sjónvarp þeirra
um skeið.
Loks var forsætisráðherra
spurður hvort hugsanleg væri
aukin erlend fjárfesting á ís-
landi. Kvað hann íslendinga fara
mjög varlega í þeim efnum, —
til þessa hefðu einungis verið
gerðir samningur um Álverk-
smiðju og Kísiigúrverksmiðju.
Júgóslavía efst eftir
fyrstu umferðina
Fischer sýnir Castro skákir
f SKEYTI frá Guðbjarti Guð-
mundssyni, fararstjóra skáksveit
arinnar á Olympíuskákmótinu á
Kúbu, segir að í fyrstu umferð
hafi islenzka sveitin setið hjá.
Úrslit fyrstu umferðar í riðli
fslendinganna urðu, sem hér
segir: Júgóslavía 2,5 — Tyrk-
land 0,5, en ein skák fór í bið;
Mongólía 1 — Mexíkó 1 og tvær
biðskákir; Austurríki 1,5 — Indó
nesía 0,5, og tvær skákir fóru
í bið. f næstu umferð tefla fs-
lendingar við Austurríkismenn.
Freysteinn Þorbergsson segir
í fréttaskeyti til Mbl.:
Fidel Castro var hylltur við
glæsilega opnun sautjándu alym-
píuleikana í skák í gærkvöldi
(25. okt.). Sýnt var lifandi mann
tafl og ballett á skákborði. Áhorf
endur voru 20.000. Síðan sýndi
Robert Fischer Castro skákir.
Castro tefldi við skákmeistara
Mexíkó. Petrosjan skreið inn í
mannþröng og tók tuttugu mynd
ir af Castro, og þegar Fldel fékk
erfiða stöðu laumaði Petrosjan
fingri undir borðið og lék góðan
peðsleik. Castro hafnaði sovézk;
aðstoð og tapaði. Síðan rabbai
Castro við þekkta menn og <
þekkta unz hann hélt á bro
í fjölmennum hópi fylgenda.
Ég rak lestina til nálægs kaff
húss, þar sem allt komst í upj
nám við komu Castros. Var man
fjöldinn afgirtur og allt í krinj
um voru verðir. Ég var kynntu
fyrir Fidel og eftir stutt rab
fékk ég ádrátt um ítarlegt vifi
tal síðar.
Að' svo búnu hvarf Castro í
í nóttina ásamt lífvörðum sír
um, en mannfjöldinn hrópac
sem óður: Fidel, Fidel, Fidel.
Athugosemd
ARKITEKTAFÉLAG fslands hef
ur beðið Mbl. að geta þess að
Halldór Hjálmarsson er teiknaði
innréttingar í bankaútibú Iðnað-
arbankans við Háaleitisbraut sé
ekki arkitekt og fullnægi ekki
lögum þar að lútandL
Sl \KSlU\\lt
Endurkaup afurðar-
víxla iðnaðarins
Framsóknarmenn hafa nú þing
eftir þing flutt þingsályktunar-
tillögu um að Alþingi feli ríkis-
stjórninni að hlutast til um, að
Seðlabankinn endurkaupi fram-
leiðslu- og hráefnavixla iðnað-
arins. Nú er staðreyndin sú, aS
Seðlabankinn hefur nú þegar
hafið slík endurkaup, og sett
reglugerð um þau, en það hefur
hins vegar jafnan legið fyrir
nokkur efi um það, að með slík-
um endurkaupum væri hægt að
bæta lánaaðstöðu iðnaðarins að
ráði. Um þetta atriði sagði Jó-
hann Hafstein, iðnaðarmálaráð-
herra, í umræðum á Alþingi s.L
miðvikudag. „Þessi tillaga, sem
hér er til umræðu, er gamall
kunningi okkar, og það er vissu-
lega gott fyrir iðnaðinn að hafa
slíkan mann sér til handargagns
eins og háttvirtan þingmann, en
það er nú einu sinni þannig, að
það hefur verið unnið að þess-
um málum, en þegar er ljóst, að
ekki verður hægt að auka lána-
möguleika iðnaðarins með þess-
ari aðferð. Aðeins stærsti iðnað-
urinn hefði gagn af slíkum endur
kaupum víxla eins og hér uik
ræðir. Minni iðngreinar, sem
ekki hafa teljandi vörubirgðir,
fengju þvi ekki eins mikil not
af þessu, þar sem endurkaupin
miðast við vörubirgðir og mikið
framleiðslumagn. Sjávarúfvegur-
inn hefur hins vegar miklum
birgðum yfir að ráða, og getur
því haft góð not af sliku fyrir-
komulagi sem þessu. Það hefur
verið unnið að endurbótum á
reglum Seðlabankans i þessu
sambandi, og er vort að geta þess,
að Seðlabankinn hafði áformað
reglur um endurkaup á víxlum
iðnaðarins á s.l. vori. Þær þóttu
heldur. þröngar, og hefur nú
Seðlabankinn gefið út nýjar
reglur þann 28. marz s.l. Hafa
þegar orðið nokkur endurkaup
á víxlum iðnaðarins, sem ættu
að geta aukist þó nokkuð, en
eins og ég sagði áður verður
þetta aðeins að takmörkuðu
gagni fyrir smáiðnað.“
Lán til vélaiðnaðarins
Og iðnaðarmálaráðherra hélt
áfram og sagði: „Þess vegna var
heimilað að Framkvæmdabank-
inn veitti smá lán til vélaiðnaðar-
ins, allt að 5 millj. kr. Var það
gert til að gera honum kleift að
standast samkeppni við erlenda
aðila. Bankaráð heimilaði síðan
bankastjóra að veita allt að lð
millj. án þess að leita samráðs
við bankaráð, og var það gert
til að flýta fyrir afgreiðslu og
reyna að gera mönnum fært að
kaupa íslenzkar vörur, því að
hin stóru erlendu fyrirtæki, sem
selja hingað vélar og annað geta
veitt mönnum gjaldfrest en okk-
ar vélaiðnaður er ekki það stór
í vöfum né fjársterkur, að hann
geti það að nokkru marki. Þar
sem gert var ráð fyrir, að leggja
Framkvæmdabankann niður, og
hann skorti reiðufé tii þessara
Iána, hljóp Seðlabankinn undir
bagga, og hefur endurkeypt
þessa víxla. Þannig er nú þegar
töluvert f jármagn frá Seðla-
bankanum í endurkeyptum
vixlum iðnaðarins."