Morgunblaðið - 28.10.1966, Side 4

Morgunblaðið - 28.10.1966, Side 4
4 MORCU N BLADIÐ Föstuclagur 28. okt. 1966 BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SE N DU M MAGNÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun sSmi 40381 sími 1-44-44 vmm Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín innifalið í Ieigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BÍIALEICA S/A CONSUL CORTINA Síml 10586. • Já, hvað kostaði brennivínið í gamla daga? Vegna greina og hugleiðinga í Velvakanda fyrir skömmu um það, hvað brennivínið hafi kost að hér á landi fram a'ð fyrra stríði, hafa tveir mætir menn sent honum pistla til viðbótar fyrri skrifum. Fyrra bréfið er frá og hljóðar það þann ig; , „í Velvakanda var nýlega smágrein með hugleiðingum út af samtali, sem talið var, að Nóbels-skáldið Laxness hefði átt við Dagens Nyheter í Stokk- hólmi. Á skáldið að hafa sagt í viðtali þessu, að hann hitti aldrei íslenzka rithöfunda, og ennfremur, að flaska af breimi víni hefði kosta'ð 10 aura á Xs- landi árin fyrir 1914. Árin 1910—’ll starfaði sá, sem þessar línur ritar, við verzlun á Austurlandi. Bæði þessi ár fékk verzlunarstjórinn kút með 50 pottum (litrum) af brennivíni. Innihaldið kost- aði kr. 8,00 og kúturinn jafn- mikið. Fob-verðið var þannig o. 32 pr. lítra. Þar við bættist flutningskostnaður og svo toíl- ur, sem mun hafa verið kr. 1,00 pr. lítra. Ekkert var selt af þessu áfengi. Ekki mun held ur hafa verið mikið um brenni vínspukur í kauptúninu. Þó var talið, að brennivín myndi ein- staka sinnum fáanlegt fyrir kr. 2,25—2,50 heilflaska. • Skal það allt talið gullvægt? Ummæli Halldórs Laxness um ísl. rithöfunda eru nokkuð yfirlætisleg ef þau eru rétt hermd, en þó ekki vandskilin. Halldór Laxness er háttvís maður og díann ekki vfð að segja berum orðum, að hann sjálfur sé eina umtalsverða skáldið á íslandi. Ef einhverj- um kann að finnast kenrva helzt til mikils yfirlætis í ummælum skáldsins, megi þeir sjálfum sér um kenna. Landar hans, með flesta rithöfunda og menntamenn í broddi fylking- ar, hafa yfirleitt lofað hann og dáð fyrir allt, sem hann hefur sagt og skrifað. Verður það þó naumast, að réttu mati, allt tal ið gullvægt. Samsetning eins og t.d. „Straumrof" hefir jafnvel verið reynt að sýna á leik- sviði. Ef hann fer sérvizkuleg- ar leiðir í orðavali e'ða sam- setningu orða, sem honum hætt ir mjög til að gjöra, þá er sagt, að okkar auðuga og ágæta móð urmál sé ekki nægilega frjótt og sveigjanlegt fyrir svo stór- brotinn anda. Ef í skáldritum hans koma fyrir setningar eða spakmæli, sem manni finnst vera gamlir kunningjar úr skáldritum annarra höfunda, innlendra eða erlendra, hafa ðdáendur hans ekkert við það að athuga; telja viðkomandi rit höfundum með þessu heiður sýndan, þar sem það sanni, að Nóbels-skáldfö hafi sýnt það lít illæti að lesa skáldverk þeirra. Það þarf sterkar taugar til þess að þola svona hóflausa undirgefni og aðdáun. — G. J.“. • „Til Bensa Þór, en láttu hvorki guð né menn sjá“ . . . Hitt bréfið er frá Sæmundl Tómassyni, og fer meginefni þess hér á eftir: „Vegna skrifa í dálkum Vel- vakanda hinn 16. október sið astliðinn datt mér í hug að líta í gamlar minnisskruddur og sjá, hvort eg yrði nokkurs vís- ari. Ég hafði sem smástrákur byrj að að pára í vasabækur allt, sem eg keypti, svo og alla aura, sem eg fékk, — t.d. 10 aura um tímann í fiskbreiðslu, og fleira, og allt fram til ársins 1905, að eg fór til Reykjavíkur, voru þarna smáar tölur. Ekki bjóst eg við að finna verð á brennivíni í fórum mín- um frá þessum tíma. Hins veg- ar bjóst eg við a'ð finna eitt- hvað, sem benti mér til þess. Eg keypti aldrei vín fyrir mig sjálfan, fyrr en eftir að eg lauk námi, 11. maí 1909. Fyrir kom, að meistari minn og húsbóndi segði við mig: „Skrepptu nú Sæmundur, með hana systir til Bensa Þór, en láttu hvorki guð né menn sjá þig“. Þessi systir var blálit þriggja pela flaska með kork- tappa, sem hafði snúð á fyrir ofan stútinn. Mig minnir fastlega, að þú hafi betri tegundin á hana kost að 85—90 aura; alls ekki meira. Þetta get eg þó ekki sannað, mað því að eg skrifaði ekki hjá mér það, sem eg keypti fyrir a'ðra. Eg held, að ódýrari teg- undin hafi kostað 75 aura þá. Gárungarnir sögðu, að tveir kranar væru á sömu tunnu, en misdýrt úr þeim. Um það skal eg ekkert segja. • Gamli Carlsberg og Old Highland I bók minni, sem byjar 12. maí 1909, finn eg fyrst hinn 3. ágúst tvo gamla Carlsiberg (dökkt öl) á 25 aura stk. Næst sé eg í október vínkaup, eina flösku af Bancó (hvítvíni) á eina krónu og fimmtíu aura. Það var þó miklu dýrara en brennivín, sem mér þótti vont. Nú vill svo til, að eg hef hér fyrir framan mig á skrifborð- inu mjög fjölbreytta auglýsingu frá einum vínsalanum hér í Reykjavík, dagsetta 1. desem- ber 1885. Auglýsandinn er sá, sem seldi öllum „betri borg- urum“ vínin, eftir því, sem Hannes Jónsson segir í Lesbók inni, þ.e. B. H. Bjarnason. Þar auglýsir hann tólf flösku kassa af The Old Highland Whisky á 21 kr. og 12 fl. kassa af Old Whisky á 19 kr. Hálfflaska af Gamla Carlsberg kostar 25 aura, (og það kostaði hún langt fram yfir aldamót, a.m.k. til 1909). Potturinn af dönsku kornbrennivíni kostaði 80 aura. Sæmundur Tómasson. — Velvakandi þakkar áhuga manna á því, að hið sanna komi í ljós um áfengisverð fyrr á árum. Margt skemmtilegt hefur komið fram í þessum bréfum, og þess vegna hefur verið gam- virðingu fyrir íslenzkri fræði mennsku, hefði vitaskuld verið einfaldara að fletta upp í göml um hagskýrslum eða athuga auglýsingar í blöðum frá þess- um tíma. • Leikfimisföt og trassaskapur Fyrir nokkrum vikum fór lítil skólastelpa niður í bae, til að kaupa sér leikfimisföt, sem hún þurfti að sjálfsögðu að nota strax. f leiðinni kom hún í bókabúð ísafoldar, og meðan hún var þar, var pakk- inn með leikfimisfötunum henn. ar tekinn í misgrip'um. Kona nokkur virðist hafa átfiað sig, þegar hún kom heim, hringdi í bókabú'ðina og kvaðst hafa tekið pakkann, en mundi koma honum til skila. Síðan er u 2—3 vikur og ekkert hefur gerzt. Telpan hefur haldið áfram að spyrja um pakkann sinn í bóka búðinni án árangurs. Vildi nú ekki þessi óþekkta kona láta bókabúðina að minnsta kosti vita hvar hún á heima, svo aíí telpan geti sótt leikfimisfötiri sín, ef hún ekki getur komið þeim strax á þann stað sem húa tók þau. Siggabuð auglýsir Terylenebuxur á drengi og herra. Verð frá kr. 450,00. — Stretshbuxur á telpur. Verð frá kr. 183,00. Gallabuxur drengja. Verð frá kr. 145,00. Gallabuxur herra. Verð frá kr. 198,00. Siggabúð Njálsgötu 49. íbúðir — Hafnarfjorður Höfum tíl sölu: 3ja herb. íbúð tilbúna undir tréverk í fjölbýlis- húsi við Sléttahraun. 5 herb. íbúð tilbúna undir tréverk í fjölbýlishúsi við Álfaskeið. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Teikningar á skrifstofunni. 8kip & fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 eftir lokun 23009. Til fermingargjafa Sonolor viðtæki Teppaz viðtæki nieð og án plötuspilara og SONOLOIl transistorviðtæki eru tilvaldar fermingargjafir. — Mjög fjölbreytt úrval. Radíónaust Laugavegi 83. — Sími 16525. Vélstjóri óskast á góðan trollbát. — Upplýsingar í símum 34735 og 41770. BO SC H Háspennukefli 6 volt. 12 voit. Breeðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.