Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. oVt. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
HÉR á landi hefur dvalizt
að undanförnu íslendingur
búsettur í Bergen, Noregi,
Jón Sigurðsson að nafni. Jón
er ættaður af Vestfjörðuni,
og var einn fyrstu nemenda
við Núpsskóla, en hann tók
til starfa árið 1906. Það haust
voru 20 nemendur við skól-
ann, en aðeins lifa eftir 10
núna. Voru flestir þeirra við-
staddir setningu skólans í 60.
sinn, en þó mun enginn hafa
komið lengra að en Jón Sig-
urðsson.
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
„Hugurinn leitar
Rabbað við Jón
Hann sagði blaðamauni
Mbl., að aðalástæðan fyrir
komu hans til landsins í þetta
sinn hefði verið sú, að hann
hafði langað tii að koma og
vera viðstaddur setningu skól
ans. — Núpsskóli er mér
kær, sagði hann.
Sigurðsson
— Það sem ég lærði á
Núpsskóla hefur orðið mé.r til
meira gagns en nokkuð
annað í lífi mínu, á þeim
lærdómi hef ég byggt ailt sem
ég hef gert síðan. Á Núps-
skóla lærði ég það mikið, að
ég þurfti að fara til útlanda
til að læra meira. Ég fór til
Bergen til að læra vélvirkj-
un, en ílentist þar og kom
aldrei heim aftur til búsetu.
Ég er búinn að starfa með
Bergenska Gufuskipafélaginu
í 32 ár samfleytt, og hef siglt
á mörgum skipum frá því
félagi.
— Hvað ertu gamall, ef ég
má spyrja?
— Jón minn liggur lengi á
leiðast mundi kríu,
er að unga eggjum frá
áttatíu og níu.
Annars er það ekki aldur
minn. >ú þarft ekkert að vita
hann.
— >ú spyrð mig um for-
eldra mína. Þau voru Sigurð-
ur Bjarnason, bóndi á Hálsi
á Ingjaldssandi, og kona hans,
Sigríður Guðbjartsdóttir frá
Hrauni í Dýrafirði.
— Fannst bér ekki gaman
að heimsækja Núpsskóla á
ný?
— >að var ógleymanleg
stund. Þarna hitti ég nokkra
af mínum gömlu skólafélög-
um, sá aftur átthagana. Guð-
ný Gilsdóttir, sem var ein
af fyrstu nemendum skólans
ásamt mér, afhenti fyrir hönd
elztu nemendanna máiverk
skólanum líkan af gamla
skólahúsinu, sem var rifið
núna í haust.
— Hvernig hefur þér líkað
að vera búsettur í Bergen?
— Það er gaman að vera
fslendingur í Bergen. Þar eru
um 40 íslendingar búsettir,
svo og margir nemendur ís-
lenzkir við skólanám á vet-
urna. Við höfum starfandi ís-
lendingafélag í Bergen, einn-
ig-
Jón Sigurðsson er maður
kominn á efri ár, en samt er
hann ungur í anda. Það mátti
sjá hve vænt honum þykir
um fsland og hve stoltur
hann er af að vera Vestfirð-
ingur; það var ást í augum
hans þegar hann talaði urn
þessa hluti.
Þess má geta að lokum, að
Noregsríki hefur tvívegis
sæmt hann orðu fyrir frammi
stöðu hans í síðustu heims-
styrjöld. >á hafa Bandarikja-
menn og Bretar einnig heiðr-
að hann fyrir hugrekki sitt
á stríðsárunum. Bergenska
Gufuskipafélagið afhenti hon
um fyrir skömmu silfurb'kar
fyrir langa og trúa þjónustu.
á heimasldðir
af stofnanda skólans og fyrsta
skólastjóra, séra Sigtryggi
Guðlaugssyni, gerðri af Hail-
dóri Péturssyni. Einnig gáf-
um við skólanum málverk
eftir Halldór af Kristni, bróð-
ur séra Sigtryggs, en Krist-
inn var bóndi á Núpi, og einn
aðalhvatamaður stofnunar
skólans. Svo gáfum við líka
Margrét Lórusdóttir
— In memorian —
MÉR er ótamt að skrifa eftir
látna menn, en hún Magga
frænka mln er undantekning, og
í raun og veru þyrfti heila bók
til að lýsa henni og hana ætla
ég ekki að skrifa þó hún yrði
skemmtileg.
Réttu nafni hét hún Margrét
Ijárusdóttir Pálssonar læknis.
Hún giftist ung Guðmundi Guð-
finnssyni lækni. Voru þau lengst
kennd við Stórólfshvol. Ekki
man ég hve lengi þau dvöldu
þar, en ég var ungur gestur í
mörg sumur hjá þeim. >á tekur
sá ástkæri lækmr héraðsins og
alþingismaður upp á því l-.ö
gera sína ferð til Vínarborgar,
til að sérfræða sig í augnlækn-
ingum. (Hér verð ég að skjóta
inn í, að meðan ég man Stór-
ólfshvol, þótti þar að jafnaði
30-50 manns hæfa staðnum og
kona sem stóð fyrir sliku gal
ekki verið nein meðalmanneskja)
Magga fluttist á Spítalastíg 6,
Guðmundur var í Vínarborg og
svo kom hann auðvitað aftur.
Þessi greinarstúfur er ekki
eftirmæli, en þakklæti til frænku
minnar, sem var merkilegri kona
en ég get sagt í stuttu máli:
Hún gat t.d. sagt sögu með þeim
hætti að gráta með öðru aug-
anu og hlæja með hinu (mér
dettur í hug Theodóra-Ólína
etc). Hún átti mann sem var
genial. Ég hef sjálfur horft á
konu falla á kné fyrir honum af
því hann gaf henni sjónina aft-
ur. Og kollegar hans vita hver
•kurðlæknir hann var — hann
var læknir.
Þessi hjón þurftu margt að
reyna um dagana, en hann sem
læknir og hún sem kona sinnar
•veitar luku ævi sinni með prýði,
Eins og ég sagði áður, eru
þetta ekki eftirmæli og þeir ssm
nenna því geta haft upp á börn-
um þeirra og barnabörnum. En
það sem kom mér til að setja
saman þetta rugl: Ég held ég
hafi aldrei á ævinni kynnzt konu,
sem kunni að taka meðlæti
sem mótlæti á jafn skemmtileg-
an og skynsamlegan hátt.
Vertu svo blessuð frænka
mín þinn Lalli.
>ú kallaðir mig aldrei öðru
nafni, en annars er ég þinn
Lárus Palsson.
Bifreiðaleigan Vegferð
Simi 23900.
Sólarhringsgjald kr. 300,00.
Kr. 3,00 pr. km.
Kvöldnámskeið
í rússnesku við
H. í.
RÚSSNEKI sendikennarinn við
Háskóla íslands, hr. Vladimir
Alexandrovich Milovidov, mun
hafa kvöldnámskeið í rússneskri
tungu fyrir almenning í vetur.
Þeir, sem hafa hug á að taka
þátt í námskeiði þessu, eru beðn-
ir að koma til viðtals við sendi-
kennarann í II. kennslustofu Há-
skólans þriðjudaginn 1. nóvem-
ber kl. 8.15 e.h.
Kennt verður að nokkru leyti
á ensku, en að nokkru leyti með
hinni svonefndu „beinu aðferð“.
(Frá H. í.)
Skinntöskur
fallegt úrval.
Gerviskinntöskur, mikið úrval.
Taska er góð gjöf. — llanzkar eru góð gjöf.
Við höí'um fjölbreytt úrval, alltaf nýjar
sendingar að koma.
Tösku og hanzkabúðin
Skólavörðustíg.
Silfurtunglið
GÖMLU DANSARNIR til kl. 1.
Magnús Randrup og félagar Ieika.
Silfurtunglið
H. BRIDDE
Háaleitisbraut 58—60.
Sími 35280.
ALLT MEÐ
Á NÆSTUNNI ferma skip
vor til íslands, sem hér segir:
Brottf ar ardagar:
ANTWERPEN:
Tungufoss 5. nóv.
Mánafoss 15. nóv. *
Skógafoss 24. nóv.
Tungufoss 3. des.
HAMBORG:
Skógafoss 1. nóv.
Goðafoss 10. nóv.
Askja 16. nóv.**
Dux 19. nóv.
Skógafoss 29. nóv.
Goðafoss 8. des.
ROTTERDAM:
Skógafoss 28. okt.
Tpngufoss 7. nóv.
Dux 15. nóv.
Askja 18. nóv.**
Skógafoss 25. nóv.
Goðafoss 5. des.
LEITH
Gullfoss 4. nóv.
Gullfoss 25. nóv.
Gullfoss 16. des.
LONDON:
Agrotai 31. okt.
Tungufoss 8. nóv.
Mánafoss 18 nóv*
Agrotai 2«. nóv.
Tungufoss 6. des.
HULLi
Agrotai 3. nóv.
Tungufoss 11. nóv.
Askja 21. nóv.**
Agrotai 1. des.
Tungufoss 9. des.
GAUTABORG:
Dettifoss 31. okt.
Bakkafoss 14. nóv.**
Skip um 18. nóv.
KAUPMANNAHÖFN:
Gullfoss 2. nóv.
Bakkafoss 11. nóv.**
Skip um 16. nóv.
Gullfoss 23. nóv.
NEW YORK:
Brúarfoss 3. nóv.
Skip 8. nóv.
Selfoss 22. nóv.
Fjallfoss 25. nóv.*
KRISTIANSAND:
Bakkafoss 15. nóv.**
Gullfoss 24. nóv.
KOTKA:
Lagarfoss 1. nóv.
Rannö 2. nóv.
Dettifoss 28. nóv.
VENTSPILS:
Lagarfoss 30. okt.
Dettifoss 25. nóv.
GDYNIA:
Lagarfoss 4. nóv.
Dettifoss 30. nóv.
OSLO:
Dettifoss 1. nóv.
* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum, Reykjavík, ísa-
firði, Akureyri og Reyðar-
firði.
** Skipið losar á öllum aðal-
höfnum og auk þess í
Vestmannaeyjum, Siglu-
firði, Húsavík, Seyðisfirði
og Norðfirði.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu, losa í Reykja-
vík.
2
IMSKIP