Morgunblaðið - 28.10.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 28.10.1966, Síða 10
MORCUNBLAÐIÐ Fcstudagur 28. okt. 1966 H> Bangsímon í Disney - útgáfu Mindinni frábærlega tekið i Danmörku EKKI er ýkjalangt síðan framhaldssagan „Bangsímon" var flutt í barnatímum út- varpsins, og átti sagan mikl- um vinsældum að fagna hjá ungum og gömlum. Þessum vinum Bangsímons má nú benda á það að Walt Disney hefur gert kvikmynd af ævin týrum Bangsímons og vina hans, og er þegar farið að sýna mynndina í Danmörku, svo þess er væntanlega ekki langt að bíða að hún komi hingað. , í Kaupmannahafnarblaðinu Ekstra Bladet frá 18. þessa mánaðar rákumst við á frá- sögn af myndinni ásamt með fylgjandi myndum. I>að er Bent Grasten, sem skrifar greinina og spáir hann því í íormála, að myndin verði sýnd ár eftir ár, þvi „Bangsí Asninn skoðar á sér nýja taglið. Kaninka horfir örvæntingar full á Bangsímon þar sem hann situr fastur í útidyrunum eftir að hafa borðað of mikið. mon á hunangsveiðum" sé mynd fyrir alla á aldrinum frá fimm til 105 ára. Fer hér á eftir útdráttur úr umsögn Gastens um mynd ina: Það er ef til vill skil- yrði fyrir því að falla fyrir myndinni að kunna að meta höfundinn, A.A. Milne og bæk ur hans um Bangsímon og vini hans Asnann, Grislíng- inn og alla hina. En samx munu þeir, sem ekkert þekkja til, strax falla fyrir teiknimyndaútgáfu Walt Dis- neys. Walt Disney fór illa út úr því fyrir nokkrum árum þeg inum. Og Bangsímon er bangsi, sem tilbiður hunang. ar hann gerði teiknimyndina „Lísa í Undralandi", byggða á sögu Lewis Carrols. Eftir því sem bezt er vitað, átti Bangsímon-myndin einmg að vera hálfs annars tíma mynd, en Disney hefur auðsjáanlega skipt um skoðun og álitið að ekki væri unnt að halda þræð inum. Ef til vill hefur hann á réttu að standa. Að minnsta kosti er sagan um hunangs- veiðar Bangsímons vel sögð saga í myndinni, þótt hún taki ekki nema hálfa klukku stund. Til að fylla sýningar- tímann eru sýndar þrjár smá myndir frá Walt Disney um Ohip og Chap. Teiknarar Disneys og leik- stjórinn, Wolfgang Reither- mann, hafa haft heppnma með sér, þvi þegar ný- klassískt efni eins og Bangsí mon er tekið til meðferðar, verður að taka tillit til anda bókarinnar, ekki aðeins bók- stafsins. Þetta hefur tekizt Bangsímon fastur í útidyrunum hjá Kaninku meðan Jakob reynir að hughreyta hann. reynir að hughreyta hann. ótrúlega vel. Jafnvel sá, sem eins og ég hefur innilega, hjartanlega og í mörg ár hefur þekkt Bangsímon og vini hans, lítur myndina á kvikmyndatjald- inu sem kraftaverk, það er að segja tækifæri til að sjá þessa vini, sem hann hefur lesið um. Reithmann hefur mikla hæfileika. Hann skilur börn og dýr. Hann heillar þau eins og beztu trúðar fjölleika- húsanna gera. Hann elskar þessar miklu ástríður, sem enn hafa ekki umsnúið heim- Sú tilbeiðsla gerir hann hug- kvæman, tilfinninganæman og ókurteisan! Þessvegna komst hann í vandræði þegar hann ætlaði að fara frá Kan- inku eftir að hafa borðað allt, sem heima hjá henni var að finna. Disney hefur sennilega fundið gull með gerð Bangsí- mon-myndarinnar. Það bezta fyrir hann væri að búta bæk- urnar niður í smá kafla, svo við fáum alla söguna. Og þeg- ar því lýkur má hann gjarna skálda nýjar sögur, því Dtsney á meira sameiginlegt með Milne, en með Lewis Carrol. Þetta var falleg, stutt mynd. Þetta var prýðis dagur, Gríslingur! Um heilagar kýr f GREIN frá AP um Indland sem birt er í Morgunblaðinu í dafi er eftirfarandi málsgrein um heil- agar kýr: „(Á Indlandi er einnig stærsta nautgripahjörð heims — um 250 milljónir dýra. En kýrin er heilög, svo ekkert af þessum gífurlega forða eggjahvítuefna kemst á matborð Indverja þótt þörfin sé brýn. Sannieikurinn er sá að svo mikið er af nautgrip- um og svo lítið fóður að mjólkur framleiðsla er engin. Sú mjólk sem er í boði er of dýr fyrir fátækan almúgannV*. Hér er um málið rætt af mik- illi vanþekkingu. Svo er að sjá sem greinarhöfundur telji að á Indlandi séu 250 mílljónir heil- agra kúa, af því að kýrin sé heilög og af því að nautgripa- eign landsmanna sé 250 milljón- ir. En þetta er allt rangt. Naut- gripaeign Indverja er sennilega ekki nema 210-220 milljónir, vel í lagt, og því fer fjarri að þetta séu allt heilagar kýr. í þessari tölu eru böfflar (vatnsböfflar) sem skipta tugum milljóna og ýmsar aðrar tegundir naut.a, sem ekki eru heilög fremur en hund- ar og kettir. Hin eiginlega heil- aga kýr er stórvaxna gráa ind- verska kýrin sem hefur fituhúð á herðakampinum, en heilag- Jeikinn næir þó til nokkurra annarra kúategunda sem aðal- lega eru hafðar til mjólkur- framleiðslu. Það er líka rangt að mjólkur- framleiðsla sé engin. Kýr eru ekki hafðar til annars í þorpun- um en gefa af sér mjólk, og það er algeng sjón í kvöldkyrrðinni í sveitunum að sjá menn sitja undir kúm sínum og mjólka þær. Smjörið er oft selt, en undan- rennan drukkin heima. Hins hefði greinarhöfundur mátt get.a, að á síðustu áratugum hafa ver- ið settar upp kúaræktarstöðvar til mjólkurframleiðslu. einkum í Uttar Pradesh, undir vísinda- legu eftirliti og við mikinn strangleika um heilbrigði og hreinlæti. Það eru afurðir þess- ara stöðva sem fátækur aimúginn getur ekki keypt. Það er rétt að milljónir naut- gripa er mikill forði eggjahvítu- efnis. En hvort fólki yrðí gott af að leggja sér þann forða til munns er annað mál. Húsdýra- rækt til kjötframleiðslu er ekki einfalt mál í hitabeltinu. Flest dýr sýkjast af einhverjum vara- sömum snýkjukvíkindum, og án vísindalegs eftirlits er kjöt ind- verskra nautgripa alls ekki mannamatur. Indverjar sem neyta dýrafæðu og hvers sem er á Vesturlöndum láta margir kjöt ekki inn fyrir sínar varir í heimalandi sínu einvörðungu af þrifnaðarástæðum. Helgi kýrinnar er upprunnin í 3000 ára gömlu lagaboði til verndar mjólkurkúastofninum. Sums staðar á landinu er mikiil fjöldi umhirðulausara kúa sem ekki er lógað vegna þessarar gömlu trúar, en til eru líka stað- ir, eins og Madrasborg þar sem slík gamaldags vanhirða er al- gerlega bönnuð. Því ekki að geta þess líka? Greinarhöfundur sendir rit- smíð sína frá Nýju Delhi, en fróðleik sinn um landið virðist hann hafa úr bókum fremur en af sjón og raun, að undanskxl- inni frásögninni um starfsmann- inn í tékkneska sendiráðinu. Ég bið forláts á því að vera með getsakir. En ég pekki þess mörg dæmi að Vesturlandamenn sem um þessar slóðir ferðast konia varla út fyrir hótelin sem þeir búa í og hafa aldrei dvalizt dag- langt í indversku þorpi. Þeir hafa lítið samband við aðra en embættismenn og vestrænt fólk sem setzt hefur að eystra, iíður illa úti I hitanum og fásinninu þar sem vestræn þægindx og kæld húsakynni eru ekki til, skilja ekki hinn indverska hugs unarhátt til þess að geta haft fullt gagn af viðtali við almxiga- mann, og koma svo til baka litlu fróðari en þeir foru. Reykjavík, 26.10. 1060. Sigvaldi Hjálmarsson. HURÐIR skipta miklu máli í nutímaibuðinni. Við notum ekki lengur þær gerðir sem sýndar eru á mynd- unum fyrir ofan. í fyrsta flokks íbúð þarf fyrsta f'lokks hurðir. Þessvegna viljum við hér með benda húsbyggjendum á danskar harðviðar inni- hurðir (komplet), sem við getum afgreitt með mjög stuttum fyrirvara. Verðið er einkar hag- stætt. Við bjóðum húsbyggjendum að líta á sýn- ishorn af þessari dönsku úrvalsvöru á skrif- stofu okkar. Birgir Arnason heildverzlun Hallveigarstíg 10. — Sími 14850.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.