Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐID T’Bstudagur 9«. ofct. 19B6 Erlingur Pálsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn - IMinningarorð t f DAjG fer fram útför Erlings Pálssonar, fyrrverandi yfirlög- regluþjóns í Reykjavík, en hann andaðist 22. þ.m. eftir skamma sjúkdómslegu. Með Erlingi hverf ur af sjónarsviði landskunnur lögregluforingi, íþróttafrömuður og drengskaparmáður, sem ávallt verður minnisstæður þeim hin- um mörgu, sem áttu við harin aamskipti á langri lífsleið. Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum, í móðurætt kominn af Skaftfellingum, en Rangæing ur í föðurætt. Móðir Erlings var Ólöf, dóttir Steingríms, bónda á Fossi á Síðu, Jónssonar, en faðir hans var hinn þjóðkunni braut- ryðjandi í sundmennt hér á landi, Páll Erlingsson, bróðir Þorsteins, skáldsins góða. For- eldrar Erlings bjuggu við þröng- an efnahag á veraldarvísu, en voru þeim mun auðugri af mann gæzku og menningarhugsjónum. ÍÞeir eiginleikar gengu ríkulega í arf til sonarins, enda má segja, að mannúð og hugsjónaauðlegð hafi einkennt hann fra ungum aldri og allt fram á síðasta dag. Af efnahagsástæðum reyndíst Erlingi ókleift að leggja upp í langskólanám, enda þótt hugur hans stæði mjög til þess. Var honum lengi vel nokkur eftirsjá í því að hafa ekki átt kost á að sækja æðri skóla, en bætti sér það mikið upp, er árin liðu, með stöðugu sjálfsnámi. Varð hann Stórvel lesinn í ýmsum greinum, en einkum þó á sviði skáldskap- ar, fomsagna og annarra þjóð- iegra fræða. Hafði hann tilv'.tn- anir úr norrænum gullaldarbók- menntum ávallt á hraðbergi, kunni ógrynni af kvæðum og gat á góðum stundum brugðið íyrir »ig latneskum spakmælum. Erl- ingur var vel minnugur á það, sem hann las, sá eða heyiði, og kom það sér vel fyrir hann síðar I ævistarfinu. Lífsbaráttan byrjaði snemma hjá Erlingi Pálssyni og dugnaður hans til verka kom fljóUega í Ijós. Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en W ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferð ir. Lauk hann þar sundkennara- prófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skóla- nemendum í Reykjavík, sjómönn ram og sundkennurum bjó'gunar sund og lífgunaraðferðir. Á áirinu 1919 var ákveðíð að stofna embætti yfirlögregluþions í Reykjavík. Urðu mikil þáttaskil í lífi Erlings Pálssonar, er þá- verandi lögreglustjóri, Jón Her- mannsson, gaf honum kost á að fá hina nýju stöðu og lagði raun ar fast að hinum unga manni að þiggja boðið. Varð Erlingur við beiðninni, að loknum umhugs- unarfresti, en með því skilorði þó, að hann fengi tækiiæn til þess að nema lögreglufræði í er- lendum skólum. Var það auðrott mál. Hélt Erlingur nú til Dan- merkur og Þýzkalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dag leg störf lögregluliða. Eftir árs- dvöl ytra kom hann beim til þess að taka við embætti, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sí»a á sviði lög- reglúmála með kynnisferðum tíl útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusam- legur starfsferill Erlings Páls- sonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug, en endaði um síðastliðin áramót, er hann lét af starfi tyr- ir aldurs sakir. Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti steig hann annað spor, sem varð fyrir hann ennþá gæfuríkara en hið fyrra. Kvæntist hann þá eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- ríði Sigurðardóttur, pósts í Áina nesi í Hornafirði, Péturssonar. Er frú Sigríður hin mesta merkis kona og reyndist hún Erlingi tryggur förunautur, stoð og stytta í löngu hjónabandi. Bjuggu þau hjónin lengstum að Bjargi við Sundlaugaveg, þar sem þau áttu fallegt heimili. Þau hjónin eign- uðust 10 börn, 3 drengi, sem lét- ust ungir, og 7 dætur, sem allar lifa föður sinn, ásamt 17 barna börnum, en í þeirra hópi eru 3 drengir, sem bera nafn Erlings, afa síns. Dæturnar eru: Jóhanna, talsímakona við Landssíma ís- lands. Ásdís, gift Úlfari Nathan- elssyni, kaupm. Ólöf Auður, gift Ingvari Gíslasyni, alþingismanni, Erla, gift Helga Hallvarðssyni, skipherra, Sigríður, fulltrúi í bókhaldinu, Ásta, gift Sigurði Geirssyni, byggingafræðingi, og Hulda ógift í heimahúsum. Á því árabili, sem Erlirtgur Pálsson var yfirlögregluþjónn í Reykjavík, urðu hinar mestu breytingar á þjóðfélagslegum háttum, sem nokkurn tíma hafa orðið hér á landi. í Kjölfar þeirra breytinga fylgdi, eins og að lík- um lætur, margháttuð vanda- mál fyrir löggæzluna. Það kom í hlut yfírlögregluþjónsins að vinna að lausn þeirra vandamála við hlið lögreglustjóranna. Er mér kunnugt um, að allir áttu þeir góðar minningar um það samstarf. Erlingur gegndi logreglu- mannsstarfi sínu af einlægri sam viskusemi og árvekni .Hann kom við sögu í öllum meiriháttar lög- regluaðgerðum hér í borginni um áratugi. Þurfti hann oft á miklu þreki, karlmennsku eg stjórnsemí að halda 1 hinu vanda sama starfi sínu. Annir yfirlög- regluþjónsins voru oft óheyri- lega miklar, ekki sízt fyrr á árum, þegar lögregluliðið var fámennt. Ekki kom það sjaldan fyrir, að Erlingur lagði fyrirvara laust nótt við dag til þess að geta leyst aðkallandi löggæzluverk- efni svo sem samvizkan bauð honum. Má nærri geta, að siik vinnubrögð hefðu valdið mikilli röskun á heimilislífi hans, ef hann hefði ekki átt þá myndar- konu, sem stjórnaði öllu heima fyrir af röggsemi og latti aldrei mann sinn, heldur hvatti til dáða og drengskapar. Þegar Erlingur hóf starf í lögreglunni, munu hafa verið 12 lögreglumenn hér í bænum, en á starfstímabili hans um það bil tuttugufaldaðist sú tala. Hafa allir lögreglumenn í Reykiavík á því tímabili verið nemendur Erlings Pálssonar, auk fjöl- margra utan af landi. Var Erl- ingur mikill áhugamaður um framfarir á sviði löggæzlumála og lagði við öll tækifæri á það mikla áherzlu, hversu mikilvægt það er fyrir lögreglurnenn að menntast sem mest og bezt í starfsgrein sinni. Honum varð ljóst, að menntun er lögreglu- mönnum sem öðrum mikil mátt arstoð. Hugsjónamaðurinn Erlingur Pálsson naut sín einkar vel, er hann starfaði að félagsmálum. Kom hann víða við á því sviði. Skal þar fyrst nefna forystu- hlutverk hans í stéttarfélagi lög- reglumanna, en þar var harui oddviti um langt árabil. Yfirlóg- regluþjónninn vildi gera strang ar kröfur um hæfni og mannkosti lögreglumanna og annarra, er gegna löggæzlustörfum. En hon- um var það einnig ljóst, að lóg- reglan verður ekki til lengdar samkeppnisfær við aðrar stéttir um hæfa starfsmenn, nema lög- reglumenn njóti góðra launa- kjara og starfsaðstæðna, Með því að Erlingur taldi það hafa grund vallarþýðingu fyrir borgarana og þjóðfélagið í heild, að lögreglu- liðið væri skipað sem beztum mönnum á hverjum tíma, svo og af velvild til hvers og eins lögreglumanns, eyddi hann mörg um frístundum um langt árabil í það að vinna af alúð og sairi- vizkusemi að velferðarmálum þeirra. Naut hann þess í ríkum mæli að sjá á stjórnarárum sín- um í Lögreglufélaginu gjörbreyt ingu verða á kjörum lögreglu- manna. Eru þeir í mikilli þakk- arskuld við Erling fyrir allt það, sem hann hefir fyrir þá gert í þeim efnum. Erlingur Pálsson var mikill íþróttafrömuður og vann æsKu landsins mikið gagn á Jangri ævi, einkum á sviði sundíþróttar innar. Sjálfur vann hann glæsi- leg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigur- vegari í fjöldamörgum sund- keppnum. Hann var lengi í for- ystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjavík- lands frá stofnun þess árið 1951 ur 1932-1950, Sundsambands ís- og til æviloka og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951, svo dæmi séu nefnd. Fyrir margháttuð störf í þágu alþjóðar var Erlingur sæmdur ýmsum heiðursmerkjum, bæði innlendum og erlendum. Með Erlingi Pálssyni er geng- inn sérstæður persónuleiki, svip mikill, fríður sýnum og fyrir- mannlegur, hvar sem hann fór. Við samstarfsmenn hans söknum vinar í stað nú, þegar hann er allur. Ástvinum hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Sigurðsson. t Á SJÖTUGSAFMÆLI Erlings Pálssonar fyrir tæpu ári, heim- sóttu hann meðal annarra 3 fyrr- verandi lögreglustjórar og færðu honum gjöf með svofelldri áletr- un: Drengur góður og geiglaus dugði bezt er reyndi á mest. Ég hygg að þessar fáu línur lýsi mínum látna vini betur en löng minningargrein. Við störfuðum saman í nær 8 ár í lögreglunni í Reykjavík, á tímum þegar flestir hlutir voru með óeðlilegum hætti. Heims- styrjöld geysaði, tugþúsindir her manna höfðu hér hersetu, með öllu sem slíku ástandi fylgir. Loft árásir á Reykjavík gátu verið yfirvofandi án fyrirvara og því nauðsynlegt að gera víðtækar loftvarnaráðstafanir sem að sjálf sögðu mæddu mest á lögreglu Reykjavíkur. Á þessum árum kynntist ég ekki einasta yfirlögregluþjónin- um Erlingi Pálssyni heldur einn- ig manninum sjálfum og þau kynni leiddu af sér nána vináttu sem hélzt til hinztu stundar míns látna vinar. Erlingur Pálsson var um svo margt óvenjulegur og margslunginn persónuleiki að þeir einir sem kynntust honum náið gátu metið hann að verð- leikum. Þau verkefni sem Erlingur fékk til úrlausnar á stríðsárunum leysti hann með slíkri prýði að lengi mun í minnum haft. Hann vann sér strax virðingu og vin- semd yfirmanna hinna erlendu herjá og sýndu þeir honum ýmsan sóma og rómuðu mjög framgöngu hans og manna hans. f félags- og hagsmunamálum lögreglunnar munaði um for- mannsstörf Erlings Pálssonar í 25 ár og má fullyrða að ýmsir sigr- ar náðust í þeim málum fyrst og fremst sakir þeirra sjaldgæfu eig inleika hans að geta haldið á mál um í senn af festu og lipurð, auk þess sem hann hafði öllum meiri reynslu. Sjálfur fæ ég aldrei fullþakk- að stuðning hans og vináttu þau ár, er við unnum saman í lögregl unni, því hann var mér ómetan- legur og ég vona að hann hafi orðið þeirri stofnun sem við báð- ir unnum tii ávinnings. Lögregla stríðsáranna var úr- valslið og Erlingur Pálsson þar fremstur í flokki, með slíkum mönnum var unun að starfa. Við vinir Erlings Pálssonar vor um að vona að ævikvöld hans yrði langt og friðsælt og honum gæfist tækifæri til að færa í let- ur sín mörgu ævintýri, sem yfir- lögregluþjónn Reykjavíkurborg- ar í tæpa hálfa öld. Sú saga hefði um leið ekki einasta orðið uppi- staðan að sögu lögreglunnar í Reykjavík, heldur íslenzkrar lög gæzlu þetta tímabil, því Erling- ur Pálsson hafði einhver afskipti af uppbyggingu lögreglumála flestra héraða landsins. Hér hef- ur því með fráfalli Erlings Páls- sonar mikið tjón orðið og lítt bætanlegt. Átök milli lögreglusveita og borgara á fyrstu árum verka- lýðshreyfingarinnar voru oft með hörkulegasta hætti, svo sem 9. nóv. 1932 og ýmiss alvarleg átök fyrir þann tíma bera vitni og urðu lögreglumenn og stund- um einnig borgarar fyrir varan- legu heilsutjóni í þeim átökum. Erlingur Pálsson var ævinlega í fylkingarbrj ósti í slíkum „orr- ustum“ og bar alla tíð mörg merki þess, eins og margir aðrir lögreglumenn. En það sem ég mat einna mest í fari hans, og sem að mínum dómi sýndi hvern mann hann hafði að geyma var að aldrei bar á kala í garð þeirra, sem jafnvel höfðu verið hans ill vígustu andstæðingar í sjálfum átökunum. Að þeim loknum gat hann rætt við þá og um þá eins og ekkert hefði í skorizt. Erlingur Pálsson verður öllum þeim er honum kynntust ógleym anlegur persónuleiki. Hann sam einaði hið bezta í fari íslendings ins, skyldurækni, karlmennsku og drengskap, sem aldrei bar skugga á. Kona hans Sigríður er sömu kostum búin og til hennar og barna þeirra leitar hugurinn í dag í innilegri samúð. Agnar Kofoed-Hansen. t Kveðja frá Lögreglufélagi Reykjavíkur. Erlingur Pálsson yfirlögregiu- þjónn er fallinn í valinn. Þar er genginn einn af þekktustu og vöskustu sonum Reykjavíkur- borgar og er stórt skarð fyrir skildi. Erlingur var enn í fulla fjöri fáum dögum fyrir andlát- ið og með eldlegan áhuga á ýms um málum samfélagsins. Andlát hans kom því fyrrverandi starfs félögum hans mjög á óvart. Erlingur var tæplega 71 árs að aldri, er hann lézt, f. 3. nóvem- ber 1895 í Árnessýslu. Ungur að árum flutti hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann helg aði sig ungur sundíþróttinni og varð snemma frækinn sundmað- ur og mjög þekktur fyrir sund- afrek sín. Árið 1920 réðst hann til 3ög- reglustarfa í Reykjavík eftir að hafa undirbúið sig undir það starf með námi erlendis. Hann var skipaður yfirlögregluþjónn í Reykjavík í ársbyrjun 1921 og gegndi því starfi allt þar til er hann varð að láta af störfum fyrir sakir aldurs um s.l. áramót. Erlingur lét félagsmál samtíð ar sinnar mjög til sín taka og var snemma í fararbroddi í sundmálum og hefur verið allt til dauðadags. Einnig hafði harm mjög mikinn áhuga á íþróttamál um almennt. Hann var lengst af í fararbroddi í félagsmálum lög- reglumanna. Hann var einn af stofnendum Lögreglufélags Reykjavíkur, sem stofnað var árið 1934. Formaður þess félags varð hann árið 1939 og gengdi formennsku í því félagi að tveim árum undanskildum allt til þess árs, sem hann lét af lögreglu- störfum. Bar hann hag og vel- ferð lögreglumanna mjög ' fyrir brjósti og var ótrauður að berj- ast að settu marki fyrir stétt sína og stéttarbræður, jafn framt því sem hann var umhyggjusam ur og skilningsríkur yfirmaður. Lögreglumenn í Reykjavík þakka hinum ötula forustumanni Erlingi Pálssyni fyrir starf hans í þágu einstakra lögreglumanna og stéttarinnar í heild. Þeir þakka fyrir góðvild hans og vakandi áhuga á því að leysa hvers manns vanda og gera jafn framt jafnan það, sem samvizk- an bauð. Lögreglumenn sam- hryggjast af heilum hug eftir- lifandi konu hans, hinni hraustu og dugmiklu konu, svo og dælr um þeirra hjóna og öðrum að- standendum vegna óvænta frá- falls hans. Erlings Pálssonar mun verða minnzt á blöðum sögunnar sem þess manns, sem átti ríkastan þátt í sköpun og skipulagi lög- regluliðs Reykjavíkurborgar þau mörgu ár, sem hann starfaði að lögreglumálum. Kristján Sigurðsson. t VINUR minn og félagi, Erlingur Pálsson, fyrrverandi yfirlög- regluþjónn er látinn. Þó að hann hafi aldursvegna, lokið störfum. í Reykjavík á þessu ári þá átti hann miklu starfi ólokið, og mun hann hafa haft hug á og verið byrjaður undirbúning á frásögn í bókarformi um lögreglu- og sundmál borgarinnar, því hann hafði manna bezt fylgst með þróun þeirra mála, frá byrjun að heita msi, og hygg ég sem þetta rita, að fáir hafi gert pað betur, svo gott minni og frá- sagnargáfu hafði hann. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.