Morgunblaðið - 28.10.1966, Page 17
FBstuiJagur 99. ofct. Í999
MORGU N BLAÐIÐ
17
Hvað segja þeir í fréttum?
MGB skammdeginu fara
menn gjarnan að huga að lestr
arefni, til að sitja með á
dimmum kvöldum, og spjalla
saman um bækur. Það heyr-
ist að Halldór Laxness hafi
þýtt bókina hans Hemming-
ways um Parísarárin, að Ör-
ligur sé að gefa út aðra Pró-
fíla og Pamfíla, að tvær vand-
aðar bækur séu að koma út
eftir konur um vefnað á ís-
lenzkum heimilum og hýbýla
kost á miðöldum, að í ár fá-
um við endurminningabækur
eftir merka íslendinga, stjórn
málamenn, leikara, hljómlist-
armenn, kaupmenn o. s. frv.
Á þessum árstíma eru það
semsagt gjarnan bókaútgefend
urnir, sem hafa eitthvað að
segja í fréttum. Við ætlum
því að spjalla við tvo úr
þeirra hópi og spyrja þá hvað
þeir segi í fréttum.
Bókaútgáfu ekki hætt
vegna tilkomu sjónvarpsins
Arnbjörn Kristinsson, prent
smiðjustjóra og útgefanda hjá
Setbergi hittum við í prent-
smiðju hans við Freyjugötu.
Andrúmsloftið er allt annað
og miklu rólegra í þessari
prentsmiðju en í asanum hjá
okkur. Þarna er allt árið ver-
ið að prenta bækur forlagsins
sjálfs og -nokkrar fyrir aðra
og svo vönduð tímarit eins og
Iceland Review, Birting og
Áfanga, sem ekki má flýta
sér um of með og eru því í
takt við bókaprentun. Fyrsta
umræðuefnið verður sjónvarp
ið og bókaútgáfa. Mun sjón-
varpið draga úr bókalestri?
__ Ég ræddi þetta við bóka
útgefendur í Bandaríkjunum,
svaraði Arnbjörn. Reynsla
þeirra var sú, að það eru tíma
ritin, sem fyrst yrðu fyrir
barðinu á sjónvarpinu, þegar
það kæmi til sögunnar. Bæði
minnkaði upplag tímaritanna
og jafnframt auglýsingarnar í
þeim. Dýru auglýsingunum í
7. millj. eintaka blöðum, eins
og Saturday Evening Post,
fækkaði t.d. svo að blaðið
hætti að bera sig. Aftur á
móti er bókaútgáfu ekki svo
hætt af þessum sökum. Sjón-
varpið getur þvert á móti auk
ið sölu á bókum. f sjónvarpi
hlýtur að vera fjallað um bók
menntir, listir leikhús og þess-
háttar. Og um leið og fjallað
ér um ákveðna bók og hún
sýnd, hefur það gífurleg á-
hrif á sölu hennar. Einkum á
þetta við um barnabækur, sem
gjarnan er lesið upp úr í
barnatímum sjónvarpsins. Ég
hefi.því trú á að sjónvarp geti
aukið áhuga á bókum.
— Hefur útgáfa bóka minnk
að eða aukizt?
— Að magni til hefur bóka-
útgáfa staðið í stað í mörg ár,
titlarnir að fjölda til verið
álíka margir og dagar ársins.
En upplög bóka hafa breytzt.
Þau eru almennt minni en
fyrir 6-7 árum. Þetta á við
fjöldann, Aftur á móti hefur
upplag þeirra 10-15 bóka, sem
á ári hverju skera sig úr stækk
að. Þær geta selzt í 3000 —
5000 eintökum, þar sem með-
alupplag annarra bóka er um
1800 eintök.
— í þeim flokki eru oft vin
sælustu æfisögurnar, er það
ekki?
— Jú, oft skera sig úr góðar
æfisögur. Það er ríkt í þjóð-
inni að kaupa æfisögur ís-
lenzkra manna. Þarna kemur
til einhver sögutilfinning.
Þetta er annálaritun. Sama
gildir um bækur um kunnar
erlendar persónur, ef íslend-
ingur skrifar þær, eins og t.d.
bækurnar um De Gaulle,
Churchill ,Kennedy, Schweitz
er o.fl., sem við höfum verið
með. Ekki svo að skilja að
þýdd æfisaga geti ekki verið
góð, en fólki finnst það eitt-
Framhald á bls. 21
Gunnar Einarsson í Leiftri
Fólk vill lesa það sem skemmlir
en góð bók selzt - á mörgum árum
Næst hittum við gamal-
reyndan útgefanda, sem allt-
af er með þeim fyrstu með
bækur sínar á markaðinn að
haustinu. Það er Gunnar
Arnbjörn Krlstinsson
Einarsson í Leiftri. — Á und-
anförnum árum hefi ég gefið
út 20-30 bókartitla á ári, sagði
Gunnar, er við vorum setzt í
skrifstofu hans í hús Leift-
urs við Höfðatún. — Sumt er
rusl og dót, en góðar bækur
innan um. Ef ekkert sérstakt
kemur fyrir verða það 30 bæk
ur í ár. 15 eru þegar koranar
út og 6 koma til viðbótar
þessa viku. Ég læt barnabæk
urnar gjarnan koma snemma,
strax í september, svo þær
verði ekki fyrir þegar aðal-
jólasalan byrjar.
— Já, ég gef út mikið af
barnabókum. Margar þeirra
eru í bókaflokkum, koma ár
eftir ár, ganga svo út og aðrir
koma í staðinn. T.d. eru bæk
urnar um þær Hönnu og
Möttu Maju nú búnar, en í
staðinn koma Nancy og Dóra.
Svo er til sögupersónan Bob
Moran, sem er nokkurs konar
nýmóðins Tarsan með hugar-
fari Hróa Hattar. 13 bækur
eru komnar um hann. Önnur
vinsæl persóna er Kim. Ann
ars höfum við í þetta sinn dá-
lítið sérstaka barnabók. Fyrir
15 árum komu út 3 æfintýra
bækur, sem hétu „Einu sinni
var“. Þær seldust upp á
skömmum tíma. Nú prentaði
ég þær á ný allar í einni bók
með myndum og hefi þær í
sterku bandi. Einnig gefum
við út litla bók með vísutn
handa börnum að syngja um
jólin. Margrét Jónsdóttir sér
um hana og Halldór Péturs-
son myndskreytir.
— Ekki hugsarðu nú bara
um börnin, Gunnar.
— Nei, nei, ýmislegt er
fyrir fullorðna. Æfisagan
hans Sigurbjarnar Þorkels-
sonar er t.d. að byrja. Fyrsta
bindið nær fram til 1907 og
hann er búinn að skrifa fieiri
bindi. Svo er önnur æfisaga,
að vísu erlend, um svertingj-
ann Corver frá Bandaríkj-
unum, sem fæddist í ánauð en
varð þó einn af velgerðar-
mönnum mannkynsins. Merk-
ast af störfum hans var efna-
greining á jarðhnetunni, sem
fram að þeim tíma var aðeins
notuð til svínafóðurs. Þá er
bók er nefnist „Fátækt" og er
talin ein af beztu bókum sem
skrifuð hefur verið um lífið í
Nýja Englandi. Árni Arnalds
þýðir hana. Og svo Ljós í
myrkrinu“ eftir Michel del
Castillo í þýðingu Sigríðar
Einarsdóttur frá Munaðarnesi.
— Bíddu við, Gunnar? Þú
ert með íslenzka kvenrithöf
unda á þinni könnu, bæði nýj
ar skáldkonur og gamalreynd
ari. Segðu okkur nú eitthvað
um hvaða konur þetta eru.
— Eftir næstu mánaðamót
kemur t.d. bók Steinunnar S.
. Briem, sem heitir „í svip-
myndum“ og er viðtöl við alls
100 manns. Þau skiptast lík-
lega á 2 bindi. Þá skrifar ung
verkakona, Steinunn Eyjólfs
dóttir, skáldsögur . úr um-
hverfi sínu og störfum og
nefnir „Hið gömlu kynm“,
Steinunn býr einhvers stað
ar nálægt Hafnarfirði. Það er
ábyggilega neisti í þeirvi konu
en ég efast um að hún hafi
góðar aðstæður til að viana
að skrifum. Það hafði Guðrún
frá Lundi reyndar heldur ekki
þegar hún byrjaði. Hún er nú
78 ára gömul, og búin að
skrifa 18 bækur, eina a ári
frá því fyrsta bókin var gcf-
in út og handskrifar allt. í
ár er það framhald af bókinni
frá í fyrra „Sólskinsdögum í
Sellandi", og heitir „Dregur
ský fyrir sólu“. Ég veit ekki
um marga, sem eins og hún
skrifa allt frá eigin brjósti,
án þess að styðjast við ann-
ála eða einhvers konar brot.
Hún tekur fólkið sem hún
þekkir og spinnur utan um
það. það getur að vísu ekki
orðið mikil fjölbreytni í því,
þar sem fólkið í hennar um-
hverfi er svipað hvað öðru.
Þó eru alltaf atvik, sem skera
sig úr. Bækur Guðrúnar voru
þær af okkar bókum sem
prentaðar voru í stærstum
upplögum fram eftir árum. Þá
gerði hún tvö axarsköft í góð
mennsku sinni. Nýtt kvenna-
blað fékk að birta eina af
sögum hennar. Og árið eftir
féll upplag bókar hennar um
helming. Það þykir ekki gam
an að gefa bók, sem búin er
að birtast í blaði. Fyrir 4 -5
árum var mikil ásókn í að
fá útgáfuréttinn að bókum
Guðrúnar. En hún vildi ekki
af því hún vildi láta mig, sem
tók fyrstu bækur hennar,
njóta þess. Þá fékk vinur
hennar og sálusorgari, Helgi
Konráðsson, hana til að birta
sögu í „Heima er bezt“. Á-
skrift blaðsins jókst um 2000
eintök. En að sama skapi
minnkaði hjá okkur Guðrúnu.
Samt sem áður selzt vel hjá
okkur, svo ég græt ekki.
— Þú hefur gert dálítið að
því að taka bækur aí fólki,
sem ekki er þekkt?
— Ég hffi viljað að út-
gáfan sé ekki eingöngu miðuð
við hagstæða útkomu, held-
Framhald á bls. 21