Morgunblaðið - 28.10.1966, Page 19

Morgunblaðið - 28.10.1966, Page 19
Föstudagur 28. okt. 1968 MORCUNBLAÐID iy Vilborg Korelsdóttir — Minningarorð Fædd 7. april 1906 Dáin 20. október 1966 HINN 20. þ.m. andaðist í Lands- spítalanum í Reykjavík frú Vil- borg Karelsdóttir, Víðimel 35 eftir langvarandi baráttu við þungan sjúkdóm. Saga hennar er í stórum dráttum svipuð og saga flestra íslenzkra kvenna. Hún dvaldi að mestu í foreldrahúsum þar til hún hinn 19. október 1985 gift- ist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Sigurði Jónssyni frá Hauka- (ili. Vilborg var að eðlisfari dul og hlédræg og það svo mjög, að einhverju sinni sagði hún í mín eyru, að engin gæti ímyndað sér hversu miklar þjáningar hún hefði orðið að þola þess vegna hó áttu örlög hennar eftir að verða önnur og meiri en þau, að fela sig bak við einhvern feimnis hjúp, því segja má að þau hjón hafi allan sinn langa hjúskap reist hús sitt um þjóðbraut þvera. Bóndi hennar hafði skjótt mikil umsvif í ýmsar áttir. Hafði kynni af mörgum og varð brjátt mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum. Breyttist hin unga kona fljótlegn úr feiminni stúlku í óvenju elskulegan Veitenda. Umgekkst hún gesti sína ætíð af þeirri næmu háttvísi, sem kom öllum til að líða vel í návist hennar. Eins og fyrr segir var Viborg feimin og hlédræg, en vinir hennar urðu þess fljótt varir að snar þáttur í eðli hennar var ánægjan af því að gefa. Kom þetta æ betur í ljós eftir því sem efni þeirra hjóna ukust, enda voru þau hjón mjög samhent um þá hluti. Ekki var þó þessi eðlislæga gjafmildi gerð til að berast á eða sýnast, heldur þve"t á móti. Ég hygg að í hinum stóra vinahópi þeirra hjóna hafi af- mælisdegi barns aldrei verið gleymt né nokkur fundizt svo smár að ekki væri eftir honum munað. Annar mikilvægur þáttur í eðli Vilborgar var tryggðin og vinfestan. Ég hygg það ekki of- mælt, að sá sem eitt sinn eignað- ist vináttu hennar, hafi átt hana æ síðan. Vilborg var ein af þeim sem alla ævi var að vaxa og þroskast. Hún átti til að bera einstaka sálarró og æðruleysi. Kom það glögglega fram í hin- um þungbæru veikindum henn- ar. Hinu má heldur ekki gleyma að hún naut frábærrar umönn- unnar eiginmanns síns, sem lét einskis ófreistað til að létta henni hina löngu og erfiðu legu. Vilborg var fríð kona og fönguleg svo af bar og óvenju aterkur persónuleiki. Mun það vera samróma álit allra, er höfðu af henni kynni, að hún hefði get að skipað hvaða húsmóður- atöðu sem vera skyldi með sæmd. Vilborg var hamingjumann- eskja. Hún eignaðist ung að átr- um mann, sem hún unni falslaust til dauðadags. Hún eignaðist góð og mannvænleg börn, sem voru hennar yndi og eftirlæti. Hún komst í góð efni og gat veitt sér flest það, er hugur hennar stóð til og þá ekki sízt það að geta látið mikið gott af sér leiða í aamskiptum sínum við þá mörgu er henni fannst hjálpar þurfi. I>au hjón voru frábærlega sam- hent um rausn og höfðingsskap sdlan eins og flest það er hneig að því að gera öðrum gott. Vil- borg þurfti heldur aldrei að hafa áhyggj ur af því, sem svo mövg hjónabönd hefur eyðilagt, óreglu og lausung, því hafi nokk- urn tíma verið til einnar konu maður, þá er það maður hennar, Sigurður. Ef að sú óskhyggja kynni að rætast að líf væri að loknu þessu, er það trúa mín að Vilborg verði með fyrstu manneskjunum, sem ég spyr um í landinu handan við móðuna miklu. Eftirlifandi eiginmanni henn- •r, börnum þeirra og öðrum ástvinum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Við kveðjum þig öll með einum hug og öllum harmi skal rýmt á bug, þín dáð okkur djörfung jók. Við þökkum afrek og ævidag, árdagsgeisla og sólarlag þeim Guði, sem gaf og tók. Björn Jónsson. t „Þann sigur hún vann, að hvíla hér, og hafa ekki brugðizt neinum". Þ. E. VILBORG vinkona mín er látin, vinátta okkar hafði varað um nærri 40 ára skeið, við erum að- skildar um stundarsakir, en minnig hennar björt og hrein lfir í huga allra sem henni kynnt ust. Brot af minningum mínum um hana langar mig að rifja upp í dag, er líkami hennar verður borinn til hinztu hvílu. Vilborg í>óra Kareldsdóttir var fædd 7. apríl 1906, á Hæðar- enda á Seltjarnarnesi,^ þar bjuggu foreldrar hennar Ástríð- ur Ólafsdóttir og Karel Hjört- þórsson, sín fyrstu búskaparár, frá Hæðarenda fluttu þau til Reykjavíkur og áttu þar heirnili síðan. Þann 4. apríl 1915 eignuðust þau Ástríður og Karel aðra dótt- ur, Marsíbil, hún andaðist eftir stutta rúmlega, aðeins 14 ára gömul. Veturinn 1928, stuttu eftir ára- mót, kom ég til Reykjavíkur í fyrsta sinni, bjó ég þá, ásamt foreldrum mínum, í húsi Ástríð- ar og Karels við Reykjanes- braut. Ástríður og móðir mín voru fóstursystur, var ætíð kært með þeim og marga ánægjustund áttu þær saman á síðari árum. Með okkur Vilborg hófust strax góð kynni og hún varð mér því hugstæðari, sem ég kynntist henni lengur. Foreldrar Vilborgar voru valin kunnar ágætis manneskjur, fað- ir hennar var mjög fjölhæfur til allra verka og víkingur að hverju sem hann gekk. Móðir Vilborgar var álitskona og greind í bezta lagi, hún var þrifin og vandvirk á allt sem hún gerði, en hún missti snemma heilsuna og þegar ég kom fyrst á heimili hennar hvíldi önn þess að mestu á herð- um Vilborgar dóttur hennar. Vilborg var vel af guði gerð, til sálar og líkama, fríð sínum og höfðingleg. Svipurinn Ivsti festu og sterkri skapgerð, hárið var sérlega fagurt, þykkar fléti- urnar náðu henni í hnésspætur, hlédræg var hún að eðlisfari, en létt í máli og skemmtileg í við- ræðum, kunni vel að taka léttu spaugi og var sjálf fundvís á skoplegu hliðarnar á hlutunum. Um skólagöngu var ekki að ræða fyrir Vilborgu, eftir að barnafræðslu lauk, en hún lærði kjólasaum hjá Rebekku föður- systur sinni, einnig lærði hún að mála á silki, kom þá fram í dags- ljósið, hve listfeng hún var að eðlisfari. Vilborg naut um tíma leiðbein ingar í garðyrkju hjá Ragnari Ásgeirssyni ráðunaut, síðar hafði hún mikið yndi af að rækta og prýða skrúðgarð við heimili sitt. Vilborg giftist eftirlifandi manni sínum, Sigurði Jónssyni frá Haukagili 19. október 1935, þau eignuðust tvö börn, Ásthi'.di og Jón, sem bæði eru gift og bua í sama húsi og foreldrar þeirra, barnabörnin eru orðin fjögur. Vilborg annaðist foreldra sína af dæmafárri ástúð og nærgætni, til þeirra hinztu stunda. Síðustu 25 ár ævi sinnar var Ástríður alveg rúmliggjandi, en andlegur styrkur hennar var slíkur, að eiginmaður hennar sagði oft við mig að hún væri sinn styrkur og hefði alltaf verið. Sigurður minnist tengdamóður sinnar jafnan með virðingu og þakklæti, segir að hún hafi verið góði andinn á sínu heimili. Karel andaðist árið 1950, 67 ára að aldri, en Ástríður 1962 83 ára. Eins og sjá má af framansögðu var ævistarf Vilborgar allt frá bernsku innan veggja heimilis- ins, öll sín störf vann hún af þeirri trúmennsku sem var henni í blóð borin, uppeldi barnanna vandaði hún svo sem bezt verður á kosið og eiginmanni sínum var hún stoð og styrkur, þá má ekki gleyma barnabörnunum, þau áttu öruggt athvarf í skjóli sinnar elskuðu ömmu. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau hjómn við þröngan húsakost og lítil efni, en litla heimilið þeirra var hreint og vistlegt, öllu þar fyrirkomið svo sem bezt mátti verða. Með batnandi fjárhag varð húsrýmið smátt og smátt meira, hafði Vilborg mikið yndi af að fegra heimilið með vönduðum húsbúnaði og Sigurður heíur komið sér upp miklu og vel búnu bókasafni. Mestu varðar þó hinn ríkjandi andi hvers heimilis. Heimili Vilborgar og Sigurðar á Víðimel 35, ber húsráðendum fagurt vitni, þar hefur jafnan ríkt andi kærleika og velvildar, hjónin bæði gestrisin og glöð heim að sækja, hefur sannast á þeim, „að þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti". Á stríðsárunum reyndu flestar konur að dvelja með börnum sín um í sveit yfir sumarmánuðina. Ég var ein af þeim sem langaði að vera í sveit, en þótti of langt að fara austur á land í átthag- ana. ég færði þetta í tal við Vil- borgu og Sigurð. Þau brugðu skjótt við til hjálpar, útveguðu mér húsnæði á Haukagili í Borg arfirði, hjá systkinum Sigurðar, sem þar bjuggu þar þá fjögur saman, öll ung og ógift. Vilb »rg var þar einnig með sín börn og Sigríður kona Magnúsar Péturs- sonar frá Gilsbakka, þau áttu þá einn dreng. Við Vilborg og Sigríður vorum saman tvö sumur á Haukagili með börn okkar, eiginmenn okk- ar allir dvöldu þar í sumarleyfi sínu og auk þess oft um helgar. Nýlega byggt steinhús var á Haukagili, samt var frekar þröng á þingi þegar allt þetta fólk var þar samankomið, en það kom aldrei að sök. hjarta- rúm húsráðenda var ótakmark- að og við eigum öll sem þarna dvöldum bjartar minningar um veruna á Haukagiii. Hestar heimilisins stóðu okk- ur til boða, hvenær sem við vild um og fórum við öll margar ánægjulegar skemmtiferðir á hestunum. Veturinn 1962 keyptu þau Vil- borg og Sigurður jörðina Stóru- Gröf í Stafholtstungum. Um vor ið byggðu þau vandaðan sumar- bústað á einum fegursta stað í landareigninni. Sumarhúsið stendur á kletti, en er umvafið birkikjarri og berjarunnum, út- sýni er þaðan ein hin fegursta sem getur að líta í hinu fagra Borgarfjarðarhéraði. í fyrrasumar dvöldum við I hjónin 1 sumarbústaðnum hjá Sigurði og Vilborgu rúmar sex vikur, sá tími verður okkur ógleymanlegur, svo mikla gest- risni og alúð auðsýndu þau okk- ur. Þessar vikur urðu hinar síð- ustu sem Vilborgu auðnaðist að njóta sumarsins í sumarbúslaði sínum. Við hjónin vorum vikutíma í sumarbústaðnum í sumar. Feg- urð fjalla og jökla var hin sama og áður, umhverfið með lignar- brag, en mér fannst svo undar- lega hljótt. Þrösturinn og máríu- erlan sáust ekki, enginn hafði gefið þeim brauðmylsnu á pall- inn, hestarnir komu ekki heim að bústaðnum, þeim hafði ekki verið strokið um flipan og gefið brauð. Hundurinn af næsta bæ lét ekki sjá sig, hann hafði oft komið ‘ undanfarin sumur og jafnan fengið lostætt bein. Þetta er aðeins lítið sýnÍ9horn af vel- vilja og gestrisni húsráðenda við menn og málleysingja. Vilborg var mikill dýravinur, eitt sinn verpti skógarþröstur inni í stofuglugganum hennar, hægt var gengið um stofuna þá næstu vikurnar. Kötturinn, sém hún móðir henar átti fékk gott atlæti, „hann var búinn að vinna fyrir því“, sagði Vilborg. Síðastliðið sumar lá Vilborg helsjúk á sjúkrahúsi, eiginmað- urinn dvaldi hjá henni hvern iag svo lengi sem hann mátti, kvaddi hana ætíð með bros á vör en blæðandi hjarta, börn hennar og vinir heimsóttu hana og reyndu að stytta henni stund- irnar. Hjúkrun fékk hún svo sem •'bezt mátti verða, en enginn mannlegur máttur gat bægt dauðanum frá, því stundin var komin. Vísuorðin sem ég hef að yfir- skrift minninga minna um Vil- borgu sagði Sigurður mér að hefðu komið í hug sinn er hún var kistulögð, þau eru táknræn og þurfa ekki skýringa við. Ég endurtek þau hér: „Þann sigur hún vann, að hvíla hér, og hafa ekki brugðizt neinum". Ég þakka þér allt Vilborg. Guð blessi þig eiliflega. Guð blessi ástvihi þína. Halldóra Sigfúsdóttir, t FRÚ Vilborg Karelsdóttir, Víði- mel 35, sem lézt í Landsspítalan- um 20. þ.m„ eftir þunga sjúk- dómslegu, verður til moldar bor- in í dag. Vilborg var fædd á Seltjarnar- nesi 1. apríl 1906. Foreldrar hennar voru Ástríður Ólafsdótt- ir og Karel Hjörtþórsson, sem bæði eru látin. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og tók svo fljótt sem aldur leyfði að sér húsmóðurstörf hjá foreldrum sínum, vegna langvarandi veik- inda móður sinnar, sem var rúm föst yfir 20 ár. Annaðist Vilborg hana af mikilli fórnfýsi, unz hún lézt á síðastliðnu ári. Við skulum staðnæmast aðein* við og líta til baka til ársin* 1933. Það vor kom ungur maður, Sigurður Jónsson frá Haukagili ofan úr Borgarfirði til Reykja- víkur í atvinnuleit. Hann réðist sem kaupamaður til Karel* Hjörtþórssonar, sem var ráðs- maður hjá Sturlubræðrum, þeim Sturla og Friðrik Jónsson- um. Þá voru þeir með búskan ’i Fitjakoti á Kjalarnesi. Þar var Vilborg, sem þá var ung stúlka, ráðskona. Þar kynntust þau, hún og borgfirzki pilturinn og feldu hugi saman og voru gefin saman í hjónaband haustið 1935. Þetta hjónaband stóð í 31 ár, eða þangað til að hún lézt. Þau eignuðust tvö börn, Ásthildi kennara f. 25/5. 1936, gifta Stefáni Jónssyni, söngkennara og Jón f. 7/10. 1939, kvæntan Inu Dóru Sigurðardóttur. Vilborg var mjög greind kona, dul í skapi, seintekin en trygg vinum sínum, myndarleg húsmóðir og góð móðir. Sá, sem þessar línur ritar, stendur i mikilli þakkarskuld við hana fyrir gestrisni fyrr og síðar. Ég vil að leiðarlokum, kæra mágkona, færa þér innilegt þakklæti fyrir alla vinsemd og hlýju í minn garð, og ég vona og veit, að sú guðsblessun, sem fylgdi þér í lifanda lífi, mun einnig fylgja þér yfir landa- mærin. G. B. J. AmerLkar vörur Amerískir barnagallar, barnaföt, kven- peysur, kjólar og úlpur á kvenfólk og börn, lianzkar, slæður o. m. m. fl. Eitthvað nýtt á hver jum degi. Verzlunin Laugavegi 83 Sími 16525. Gólfflísar Sérstaklega vandaðar. — Litaúrval. Verzlunin Brynja Laugavegi 29. CREAM Fæst 1 olíum matvoruverzlunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.